Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 1
UPPBLÁSNUM sönd-
um Íslands, sem líkt hef-
ur verið við landslag á
tunglinu, má umbreyta í
risastóra lúpínu- eða
byggakra sem gætu orð-
ið uppistaðan í algerlega
nýjum iðnaði hér á landi,
framleiðslu á svokölluð-
um lífmassa, og hefur
Evrópusambandið nú veitt 60 milljóna
króna styrk til rannsóknarverkefnis sem
Íslenska lífmassafélagið hf. leiðir. Mark-
miðið er að framleiða á arðbæran hátt um-
hverfisvænar afurðir.
Jarðgufa eða endurnýjanleg orka yrði
notuð til þess að framleiða lífmassann en úr
honum má t.d. framleiða efni til notkunar í
lífefnaiðnaði og til efnaframleiðslu, það er
hægt að vinna úr honum etanól, fóður og
vistvæn leysiefni. Íslenska lífmassafélagið
hefur haft frumkvæði að því að setja saman
afar öflugan rannsóknarhóp en í honum eru
auk félagsins sjálfs RALA, Beltra Forestry
á Írlandi Ltd., háskólinn í Heidelberg, Bio-
Refinery og BIOPOS í Þýskalandi, tetra
Ingenieure GmbH og Institut für Agrar-
technik Bornim. Heildarkostnaður verk-
efnisins, þ.e. undirbúningsrannsóknir
næstu tvö árin, er áætlaður um 110 millj-
ónir en þann tíma á að nota til þess að rann-
saka sýnishorn á lífmassa, meta nýtingu í
afurðir og þróa og aðlaga vinnsluferla fyrir
lífmassaverksmiðju.
Vistvæn
efni úr
lúpínu
ESB ákveður að
styrkja verkefnið
Reuters
ALLT að tíu íbúðarhús brunnu í gær til kaldra
kola í skógareldi í smáþorpinu Willow Vale,
um 100 km suðvestan við Sydney í Ástralíu.
Þykkan reykjarmökk lagði yfir nálæga bæi og
íbúarnir reyndu að verja hús sín með því að
sprauta vatni á þau. Um 3.000 slökkviliðsmenn
berjast við nær hundrað skógarelda sem geisa
í Ástralíu en slökkvistarfið hefur gengið illa
vegna þurrka og hvassviðris.
Hús verða skógareldi að bráð
STOFNAÐ 1913 264. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Brjálaður
bítill
Ingólfur Margeirsson
skrifar sögu Bítlanna 18
Charlotta Bøving verður hin
smyrjandi jómfrú í Iðnó 10
Þau eru
venjuleg
Natalía Chow með styrktartón-
leika fyrir einhverf börn 20
LIÐSMAÐUR illræmds bylt-
ingarhóps í Bandaríkjunum
hefur verið handtekinn í Suð-
ur-Afríku eftir að hafa verið á
flótta í 27 ár. Þar með hafa all-
ir liðsmenn hópsins verið
handteknir.
James Kilgore, einn af
helstu liðsmönnum bylting-
arhópsins, var handtekinn í
Höfðaborg á föstudag. Hóp-
urinn rændi Patty Hearst, son-
ardóttur auðkýfingsins Will-
iams Randolphs Hearst, árið
1974 og hún gekk seinna til
liðs við hópinn.
Kilgore á yfir höfði sér
ákæru fyrir morð og vopnað
rán í Bandaríkjunum.
Hann hefur búið í Höfða-
borg í fimm ár, notað nafnið
Charles Pape og starfað við
rannsóknarstofnun háskóla í
borginni. Bandarísk yfirvöld
höfðu látið vinna mynd af hon-
um eins og talið var að hann
liti út 27 árum eftir að hann
flúði. Myndin var sýnd í sjón-
varpsþætti og varð til þess að
Kilgore fannst.
Handtek-
inn eftir 27
ára flótta
Los Angeles. AFP, AP.
ÍRAKAR sögðu í gær að skilmálar
nýrrar ályktunar öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um vopnaeft-
irlit í Írak væru „ósanngjarnir“ og
„órökstuddir“. Þeir ýjuðu þó að
því að Saddam Hussein kynni að
fallast á ályktunina til að Banda-
ríkjastjórn fengi ekki „tækifæri til
að ráðast á Írak“.
Stjórnin í Bagdad er að „gaum-
gæfa þessa slæmu og ósanngjörnu
ályktun í rólegheitum og ætlar að
svara henni á næstu dögum“, að
því er íraska fréttastofan INA
hafði eftir háttsettum embættis-
manni í Írak.
Naji Sabri, utanríkisráðherra
landsins, sagði að með því að sam-
þykkja ályktunina hefði öryggis-
ráðið „hindrað þá ákvörðun
Bandaríkjastjórnar að beita Íraka
valdi“ og „hafnað röksemdum rík-
isstjórnar hins illa og geðveikis-
legri stríðslöngun hennar“.
Málgögn írösku stjórnarinnar,
Al-Jumhuriya og Al-Qadissiya,
sögðu að ályktunin væri „órök-
studd“.
Dagblaðið Babel, sem er undir
stjórn sonar Saddams, Udays, ýj-
aði hins vegar að því að stjórnin
kynni að fallast á skilmála álykt-
unarinnar.
Írakar fengu vikufrest til að
svara ályktuninni. Fréttastofan
AFP hafði eftir tveimur íröskum
embættismönnum, sem vildu ekki
láta nafns síns getið, að ekki væri
ólíklegt að stjórnin myndi sam-
þykkja ályktunina.
Stjórnarskipti ekki nauðsyn-
leg hlíti Írakar skilmálunum
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði seint á
föstudagskvöld að Bandaríkja-
stjórn myndi ekki lengur krefjast
stjórnarskipta í Bagdad ef Írakar
létu öll gereyðingarvopn sín af
hendi og hindruðu ekki vopnaeft-
irlitið.
Sendiherra Bretlands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Jeremy Green-
stock, sagði í viðtali við BBC í gær
að öryggisráðið kynni að þurfa að
samþykkja nýja ályktun ef Írakar
heimiluðu ekki eftirlitsmönnum
Sameinuðu þjóðanna að leita að
gereyðingarvopnum.
Segja skilmála
SÞ ósanngjarna
Írakar ýja að því að þeir kunni að fallast á ályktunina
AP
Íraki hlustar á útvarpsfréttir af
ályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna á götu í Bagdad í gær.
Bagdad. AFP.
ÍSLENSKIR popptónlistarmenn eru víða í
eldlínunni erlendis um þessar mundir. Ný
plata Sigur Rósar, ( ), er á sölulistum í 19
löndum, Björk gaf á mánudag út safnplötu
og safnkassa og plötur hljómsveitanna
múm og Quarashi seljast jafnt og þétt.
Sigur Rós er í efsta sæti íslenska vin-
sældalistans, 6. sæti þess norska, 13. sæti í
Portúgal, fer beint í 49. sæti þess breska
og 51. sæti á Billboard-listanum banda-
ríska. Plata Sigur Rósar hafði selst í 250
þúsund eintökum í forsölu.
Rapprokksveitin Quarashi hefur selt
220 þúsund eintök af plötunni Jinx og raf-
poppsveitin múm hefur selt 75 þúsund ein-
tök af nýrri plötu, sem á ensku nefnist Fin-
ally we are no one.
Sigur Rós er á sölulistum í 19 löndum.
Íslenskt
popp selst
vel erlendis
Sigur Rós/61
Ástin
flytur fólk