Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 11

Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 11
an við vorum að tala saman sleit maðurinn öðru hverju upp rós hér og þar í gróðurhúsinu. Þeg- ar vorum að kveðja rétti hann mér síðan feikna- stóran rósavönd og sagði: „Þessi vöndur er handa þér. Konan mín er dáin. Hún var dönsk.“ – Þú virðist sem sagt ekki hafa upplifað að Ís- lendingar væru þungir og lokaðir eins og stund- um hefur verið haldið fram? „Öðru nær. Íslendingar eru yfirleitt bæði opnir og hlýlegir í viðmóti. Við vorum dugleg að sækja alls konar leik- sýningar. Eftir sýningu á Skækjunni fórum við með Hilmi Snæ, Steinunni Ólínu og Steini Árm- ani á Café List. Allt í einu snaraði sér inn alveg hreint brjálaður maður og krafðist þess að Hilmir Snær færi með honum að gefa hestun- um – klukkan tvö um nótt. Ég segir þér satt – það var stórhríð úti.“ – Og fór Hilmir Snær með honum? „Já, og það sem meira er, áður en þeir fóru hafði honum tekist að fá GSM-númerið mitt!“ segir Charlotte og hristir brosandi höfuðið. „Benedikt var heldur ekkert að tvínóna við hlutina og hringdi í mig strax daginn eftir. Við hittumst og ég segi ekki meir…“ Enn einn leiksigur Charlotte og Benedikt skrifuðust á í fjóra mánuði þar til Benedikt heimsótti Charlotte í Kaupmannahöfn sumarið 1997. Benedikt flutti síðan til Charlotte í Kaupmannahöfn í febrúar árið 1998. Sama ár vann Charlotte enn einn leiksigurinn á ferli sínum í hlutverki sænsku leikkonunnar Toru Teje í leikriti Per Olov Eng- kvist Billedmagerne í Betty Nansen Teatret í Kaupmannahöfn. Hin virta danska leikkona Bodil Udsen fór með hlutverk Selmu Lagerlöf í sýningunni. Í viðtali undir yfirskriftinni Miklir hæfileikar í Ekstrabladet fylgist blaðamaður- inn með Charlotte þurrka af sér síðustu leif- arnar af farðanum eftir að hafa farið með hlut- verk Toru í sýningunni. „Hlutverk þar sem hæfileikar og útgeislun Charlotte fá notið sín – þar sem hún í samspili með Bodil Udsen í hlut- verki Selmu Lagerlöf vekur áhorfandann til umhugsunar um hvorki meira né minna en kjarnan í listinni og ástinni.“ Seinna svarar Charlotte því hvort hún sé gift og eigi börn. „Ekki enn þá,“ segir hún, „en ég á íslenskan kærasta. Hann er líka leikari og kennir við leiklistarskólann í Málmey. Íslend- ingar standa framarlega á sviði leiklistar. Þeir eru meiri stjórnleysingjar og hugrakkari að nota líkamann. Áhorfendur dá leikarana á allt annan hátt en hérna. Það er gerjun í leikhúslíf- inu uppi á Íslandi.“ „Það er greinilegt á þessari tilvitnun að ég hef verið mjög ástfangin,“ segir Charlotte þeg- ar tilvitnunina ber á góma. „Auðvitað er alltaf gaman að fá jafn jákvæða dóma og ég fékk fyrir hlutverk Toru,“ heldur hún áfram hugsi. „Sýningin gekk fyrir fullu húsi 500 áhorfenda nánast á hverju kvöldi í marga mánuði. Eftir þessa törn fannst mér þó að ég þyrfti á hvíld að halda. Ég var orðin 34 ára og hafði starfað nær sleitulaust við leikhúsin í 7 ár. Ég get heldur ekki neitað því að mér fannst orðið tímabært að stofna fjölskyldu. Barnið lét heldur ekki bíða eftir sér þegar rétti maðurinn var fundinn. Ég var komin með væna bumbu þegar ég lék tröll í danskri sjónvarpsseríu fyrir börn haustið 1998. Anna Róshildur kom í heim- inn í Kaupmannahöfn í febrúar árið 1999.“ Ástin flytur fólk Skömmu síðar ákváðu Charlotte og Benedikt að flytjast til Íslands og búa þar í eitt ár. „Eins og þú veist búum við hér enn,“ segir Charlotte brosandi. „Eitt ár er alls ekki nógu langur tími til að kynnast nýju landi fyrir utan að Benedikt var fljótlega kominn á fullt í íslensku leikhúslífi. Ég gat ekki bara sagt við hann að við værum að flytja aftur til Danmerkur. Ég neita því samt ekki að tvö fyrstu árin á Íslandi voru erfið og á tímabili velti ég því alvarlega fyrir mér að söðla um og fara út í myndlist. Með því móti gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi, þ.e. samræmt sköpunarþrána betur fjölskyldulífinu og sneitt hjá tungumálavandanum. Svo fór þó ekki að ég settist á skólabekk. Eftir að hafa undirbúið mig í dálítinn tíma undir inntökupróf í keramik- deildina skipti ég um skoðun og ákvað með stuttum fyrirvara að taka inntökupróf í fjöl- tæknideild. Ég var í sumarfríi í Danmörku þeg- ar ég fékk svar um að ég kæmist ekki inn í skól- ann og satt best að segja varð ég ekkert voðalega leið. Ég held að þetta hafi verið skila- boð til mín um að ég ætti að halda áfram að leika.“ „Hún þarf svo mikið rými“ „Eftir að ég fékk skilaboðin fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti stundað leik- listina á Íslandi,“ segir Charlotte. „Hlutverkum rignir ekki beinlínis yfir mállausa leikara í nýju landi. Enda þótt ég geti talað þokkalega ís- lensku núorðið efast ég um að ég losni nokkurn tíma alveg við hreiminn þó að hugsanlega geti ég æft hann af mér í einhverjum ákveðnum texta. Burtséð frá því var ég fljót að átta mig á því að ég yrði að vera dugleg við að skapa mín eigin tækifæri og vera óhrædd að veita sköp- unarþránni farveg í öðrum listformum. Eitt af fyrstu verkefnunum mínum á Íslandi, Rauð- hetta og úlfurinn, var að vissu leyti afturhvarf til barnæskunnar. Það var eins og að ganga í barndóm að fá að skapa leiksýningu upp úr gömlu ævintýri rétt eins og við systurnar gerð- um heima í Árósum í gamla daga. Eftir að hafa samið textann réðst ég í að semja lögin og söng- textarnir komu eins og af sjálfu sér í gegnum eins konar leik. Þó að leiklistin sé oft strembin vinna verður hún líka að vera leikur. Ef manni finnst ekki gaman að leika á maður að hætta. Danskir vinir mínir hafa stundum spurt mig að því hvers vegna í ósköpunum ég hafi kosið að gefa frama minn í Danmörku upp á bátinn til að flytjast til Íslands. Ég þurfti einfaldlega á því að halda að gera eitthvað annað á þessum tíma. Núna gæti ég trúað að ég hafi smitast dálítið af þeirri hugsun Íslendinga að halda að ég geti gert allt. Ég hef svo oft heyrt fólk segja hérna þegar ný hugmynd hefur komið upp á borðið: „Ég hef nú aldrei prófað þetta áður en gerum þetta bara.“ Satt að segja finnst mér alveg frá- bært hvað Íslendingar hugsa stórt og eru oft „spontant“ þegar kemur að því að framkvæma hlutina. Danir eru varkárari og reka sig oftar á alls kyns hindranir. Veistu – loftið er stundum svo lágt í Danmörku. Annars finnst mér svolítið gaman að segja frá því að þegar einni af kunn- ingjakonum mínum í Árósum var sagt frá því að ég hefði flutt til Íslands þá sagði hún: „Það var nú gott – hún þarf svo mikið rými.“ Hvað íslenskt leikhús varðar hefur mér þó fundist skrítið hversu fáar leikkonur eru raun- verulegar stjörnur á Íslandi. Þrátt fyrir að um 80% leikhúsgesta séu konur eru aðalstjörnurn- ar nær einvörðungu karlar. Samt eigið þið svo margar stórkostlegar leikkonur. Leikhúsin þurfa að vera duglegri að halda á lofti hæfi- leikaríkum leikkonum með því að bjóða þeim bitastæðari hlutverk. Leikritahöfundarnir þurfa að huga að því að semja góð kvenhlut- verk.“ Hin smyrjandi jómfrú birtist „Ég vildi gera sýningu um að vera nýr Ís- lendingur,“ segir Charlotte þegar talið berst að nýjasta verkefni hennar – Hinni smyrjandi jómfrú. „Um að þurfa að byrja alveg upp á nýtt, læra nýtt tungumál, eignast nýja vini – nýja fót- festu í nýju landi. Einföld bakarísferð gat snúist upp í hreina martröð fyrstu mánuðina. Að ætla að fá þrenn, þrjár, nei þrjú af einhverju og enda svo á því að fá bara fimm af öllu! Allt fyrsta árið fór eiginlega bara í að reyna að skilja alla hina. Ég lagði við hlustir og komst að sitthverju um Íslendinga, t.d. tók ég sérstaklega eftir því hversu sannfærðir Íslendingar eru oft um eigið ágæti. Jákvæðu afleiðingarnar eru að fátt stendur í vegi fyrir því að fólk framkvæmi hug- myndir sínar eins og ég minntist á áðan. Nei- kvæðu afleiðingarnar geta birst í þjóðernis- hyggju með neikvæðum formerkjum. Þessir eyjarskeggjar sem finnst þeir vera bestir, fal- legastir og sterkastir eiga erfitt með að leyfa útlendingum að vera hluti af þessum fallega hópi. Upphaflega hugmyndin fólst í því að flétta mína eigin reynslu af því að flytja til Íslands saman við reynslu annarra útlendinga af því sama. Ég fékk listamannalaun í mars til að vinna verkefnið og fljótlega upp úr því fór ég að taka viðtöl við starfsmenn Alþjóðahúss, Dani og aðra nýja Íslendinga um reynsluna af því að flytja til Íslands. Smám saman rann síðan upp fyrir mér að ég var Dani,“ segir Charlotte og hikar örlitla stund. „Jú, sem Dani hef ég ákveðna sérstöðu, t.d. á ég mun meira sameig- inlegt með Íslendingum heldur en fólk frá fjar- lægari þjóðum. Ég gerði mér s.s. grein fyrir því að ég gat ekki talað fyrir munn Júgóslava, As- íubúa og annarra fjarlægari þjóða. Saga þeirra var ekki saga mín og öfugt. Endirinn var sá að ég skrifaði einleikinn Hin smyrjandi jómfrú. Eins og titillinn ber með sér er ramminn sóttur í danska menningu. Ég er smurbrauðsjómfrúin, Steinunn Knútsdóttir er leikstjórinn og Benedikt er framleiðandinn í samvinnu við veitingastaðinn Tjarnarbakkann. Einleikurinn byggist að stórum hluta upp á minni eigin reynslu og er að vissu leyti talsvert persónulegur. Ég gef aðalpersónunni mitt eigið nafn og heimilisfang. Smurbrauðsjómfrúin hef- ur í upphafi verksins verið læst inn á heimili sínu í Þingholtunum. Óvæntir atburðir verða síðan til þess að hún kemur á þeysifart niður í Iðnó og fer að útbúa smørrebrød. Upp úr því verður til rómantísk ástarsaga. Rækjan af Himmelbjerg-smurbrauðinu verður ástfangin af beikoninu á Esju-smurbrauðinu og ákveður að flytja sig á milli smurbrauða. Gallinn er bara að rækjan passar ekki alltof vel með beikoninu og kæfunni. Ég veit ekki hvað ég má segja mik- ið en rækjan lifnar við, verður að sjálfstæðri persónu og fer að rekja söguna sína fyrir áhorf- endunum…“ Brjálæði í bland Undirbúningur Charlotte fyrir sýninguna hefur ekki aðeins falist í því að æfa hlutverkið með hefðbundnum hætti. „Ég hef ásamt Bene- dikt þurft að sjá um að redda alls konar hlutum og svo þurfti ég auðvitað að læra réttu hand- brögðin við smurbrauðsgerðina. Þú skilur að þó að ég sé Dani er ég ekki sjálfkrafa sérfræðingur í smurbrauði! Ég þurfti sem betur fer ekki að leita langt til að hitta rétta fólkið. Smurbrauðs- sérfræðingarnir á Jómfrúnni í Lækjargötu tóku mér afskaplega vel og voru ekki lengi að kenna mér grundvallarhandtökin. Í allri um- ræðunni um smurbrauðið má heldur ekki gleyma því að á meðan á leiksýningunni Hinni smyrjandi jómfrú stendur verður boðið upp á ekta smørrebrød með tilheyrandi frá veitinga- staðnum Tjarnarbakkanum í Iðnó. Hlaðborð verður væntanlega á boðstólum þegar nær dregur jólum. Um hátíðarnar verður hlé á sýn- ingunum því að þá ætlum við Benedikt að fara með Önnu Róshildi í jólafrí til Danmerkur. Ég verð að viðurkenna að ég er farin að hlakka talsvert til að koma heim. Auðvitað sakna ég Danmerkur, vinanna, ættingjanna og tungu- málsins. Satt að segja er ég svolítið farin að spá í að flytja aftur til Danmerkur. Einhvern veg- inn virðast það vera mín örlög að þegar mér er farið að ganga vel á einum stað þarf ég að fara eitthvað annað til að byrja upp á nýtt. Þegar allt brosti við mér í Árósum flutti ég til Kaup- mannahafnar. Þegar ég naut velgengni í Kaup- mannahöfn flutti ég til Íslands. Núna þegar mér er farið að ganga betur á Íslandi er ég strax farin að hugsa mér til hreyfings. En planta sem ætlar sér að vaxa og þroskast verð- ur að festa rætur. Það getur verið erfitt að ákveða sig þegar Atlantshafið er svona stórt og ættlöndin tvö. Eftir áramótin hef ég tekið að mér að vera aðstoðarleikstjóri Kjartans Ragn- arssonar í sýningunni Rauða spjaldið eftir hann og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur í Þjóð- leikhúsinu. Annars á Hin smyrjandi jómfrú hug minn all- an um þessar mundir. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort ég sé alveg brjáluð að ætla að fara að setja svona sýningu upp á eigin spýtur og leika á tungumáli sem ég hef aðeins þekkt í þrjú ár. Sem dæmi má nefna að ég er miklu lengur að læra textann heldur en ef ég væri að læra danskan texta því að ég hef svo litla tilfinn- ingu fyrir tungumálinu og verð því að læra allar endingarnar utanbókar. En þá segi ég aftur við sjálfa mig: „Charlotte – ef þú getur þetta þá getur þú allt.“ þá getur þú allt“ Charlotte Bøving gefur hinni smyrjandi jómfrú bæði nafn sitt og heimilisfang í sýningunni í Iðnó. Benedikt Erlingsson, leikari, leikstjóri og eiginmaður Charlotte, les áhorfendum pistilinn til hliðar og að ofan. Leikstjóri Hinnar smyrjandi jómfrúr er Steinunn Knútsdóttir. ’ Einhvern veginn virðastþað vera mín örlög að þeg- ar mér er farið að ganga vel á einum stað þarf ég að fara eitthvað annað til að byrja upp á nýtt. ‘ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.