Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR um hugsanlega aðild aðAtlantshafsbandalaginu, NATO,hafa tekið talsverðan kipp í Finn-landi að undanförnu. Skemmst erað minnast þess að fyrir nokkrum vikum hætti Tarja Halonen forseti að útiloka aðild Finnlands að bandalaginu og orðaði það svo að NATO hefði opnað dyrnar og ef til vill myndi Finnland einhvern tímann sækja um að- ild. Þar með hefur forsetinn nálgazt sjónarmið Paavos Lipponen forsætisráðherra. Sá síðar- nefndi sagði í viðtali hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði að kæmi á daginn að það væri í þágu finnskra hagsmuna, þá væri NATO-aðild mögu- leiki. Einu sinni hvíldi nánast bannhelgi á að nefna þann möguleika að Finnland gengi í NATO, jafnvel eftir að kalda stríðinu lauk og Finnar lýstu því yfir að þeir fylgdu ekki lengur hlutleys- isstefnu. Þrátt fyrir að Finnland sé ekki lengur hlutlaust, hefur verið haldið fast við þá stefnu að standa utan hernaðarbandalaga, sem hefur ver- ið einn af hornsteinum finnskrar utanríkis- stefnu. „Óvígð sambúð“ Finnlands og NATO Margt hefur hins vegar breytzt á síðustu ár- um. Finnland tekur virkan þátt í vestrænu sam- starfi um öryggismál með aðild sinni að Evrópu- sambandinu, þar sem Finnar hafa ekki beðið um neinar undanþágur frá sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnunni. Finnland á náið sam- starf við NATO í gegnum aðild sína að Frið- arsamstarfinu og Evró-Atlantshafsráðinu og tekur þátt í friðargæzluaðgerðum undir stjórn NATO á Balkanskaga, mun meira að segja á næstunni leggja til finnskan hershöfðingja til að stýra hluta af liði NATO í Kosovo. Heraflinn hefur verið nútímavæddur og tæknilega sam- hæfður herafla NATO. Sumir hafa orðað það svo að ef hægt væri að kalla NATO-aðild hjóna- band, þá mætti kalla núverandi samband Finn- lands og NATO óvígða sambúð, jafnvel trúlofun – þar sem fólk gerir nokkurn veginn sömu hlut- ina og í hjónabandi, en án sömu skuldbindinga. Þannig nýtur Finnland ekki verndar 5. greinar Norður-Atlantshafssáttmálans, um að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll, en Finnum ber heldur engin skylda til að aðstoða NATO á krepputímum. Ýmsir segja sem svo að það sé ekkert óskap- lega stórt skref úr þessu að gerast fullgilt aðild- arríki NATO. Það væri aukinheldur í anda þeirrar stefnu Finnlands að vera í innsta kjarna vestræns samstarfs, í því skyni að hafa sem mest áhrif og hámarka hagsmuni sína. „Við verðum að svara þeirri spurningu hvort það þjónar hagsmunum okkar að skera okkur úr í þessu efni,“ segir Pauli Järvenpää, skrifstofu- stjóri finnska varnarmálaráðuneytisins. „Ákvarðanir NATO, héðan í frá og um fyrirsjá- anlega framtíð, munu hafa gífurleg áhrif á Finn- land. Er betra fyrir okkur að vera á meðal þeirra, sem taka ákvarðanirnar eða að bíða fyrir utan og bregðast við þeim?“ Almenningur andsnúinn aðild Enn sem komið er kemur frumkvæðið að op- inskáum umræðum um kosti og galla NATO- aðildar einkum frá stjórnmálamönnum, emb- ættismönnum og fræðimönnum sem láta sig málið varða. Mikill meirihluti almennra kjós- enda er hugmyndinni um aðild afar andsnúinn; samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í júlí sl. fyrir fréttastofuna STT, eru 66% Finna and- snúnir aðild, 20% hlynntir og 14% ekki vissir. Þá telur 81% kjósenda að halda bæri þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en ákvörðun væri tekin um að ganga í bandalagið. Finnar eru raunsætt og hagsýnt fólk, en í NATO-málinu rista tilfinningarnar dýpra en varðandi ýmsar aðrar stórpólitískar ákvarðanir í utanríkismálum undanfarin ár, svo sem aðild- ina að Evrópusambandinu og upptöku evrunn- ar. Andstaðan á sér margvíslegar rætur. „Á dögum kalda stríðsins og vináttusamningsins við Sovétríkin urðu Finnar að halda jafnvægi milli austurs og vesturs. Það var hamrað á því að bæði hernaðarbandalögin væru hættuleg,“ segir Henrik Wilén, framkvæmdastjóri Nor- rænu stofnunarinnar í Finnlandi. „Nú er Var- sjárbandalagið úr sögunni en margir eru ennþá á því að NATO sé hættulegt. Sérstaklega eldra fólk tengir NATO ekki við öryggi, vestrænt samstarf o.s.frv. heldur við þá neikvæðu mynd, sem dregin var upp í kalda stríðinu. Unga fólkið hugsar síður svona.“ Risto E.J. Penttilä, framkvæmdastjóri rann- sóknastofnunarinnar EVA og doktor í alþjóða- stjórnmálum, sem lengi hefur tekið virkan þátt í umræðum um hugsanlega NATO-aðild, bendir á að í könnunum séu það gamlir hermenn, sem börðust við Rússa í vetrarstríðinu, sem séu allra mest á móti NATO-aðild. „Það er útbreidd skoðun að við höfum alltaf þurft að berjast einir, og aldrei getað treyst á hjálp. Undir niðri er ein- hver sálfræðilegur ótti við það að NATO-aðild gæti orðið til þess að við færum að leggja minni rækt við okkar eigin varnir og öryggi.“ Penttilä segir að við þessar rótgrónu tilfinn- ingar hafi bætzt að andúð á Bandaríkjunum og stefnu þeirra í alþjóðamálum hafi farið vaxandi síðastliðið ár og það spilli fyrir málstað NATO- sinna. „Fyrir ári hefði ég spáð því að Finnland gengi í NATO en nú er ég ekki alveg eins viss,“ segir Penttilä. Jyrki Iivoinen, upplýsingastjóri finnska varn- armálaráðuneytisins, segir að það hafi talsvert skort á að finnskur almenningur væri nægilega upplýstur um NATO og þær breytingar, sem orðið hafi á bandalaginu á seinni árum. „Um- ræðan er tilfinningaþrungin og erfitt að varpa af sér hinni sögulegu byrði,“ segir Iivoinen. „Menn nota aðallega tilfinningarök, einkum andstæð- ingar aðildar. Það hefur verið lítil umræða um hina raunverulegu kosti og galla aðildar. Fólk staglast fremur á sannfæringu sinni en að taka röksemdir með og á móti til skoðunar.“ Iivoinen segir að varnarmálaráðuneytið líti á það sem skyldu sína að auka upplýsingastreym- ið, leggja á borðið ýmsa kosti og afleiðingar þeirra fyrir öryggi og varnir Finnlands. „Það er erfitt starf, því að fólk hefur svo sterkar skoð- anir á málinu.“ Andstaða Rússa úr sögunni En ef horft er á röksemdirnar, fremur en til- finningarnar, er augljóst að ein höfuðröksemdin gegn NATO-aðild Finnlands er úr sögunni, a.m.k. í bili. Það er andstaða hins volduga granna í austri, Rússlands. „Ef Rússarnir settu sig eindregið upp á móti NATO-aðild nágranna- ríkja sinna, myndum við sýna því verulegan skilning. Við myndum ekki vilja spilla samskipt- unum við Rússland,“ segir Pauli Järvenpää. „Nú virðist Rússland hins vegar ætla að sætta sig við aðild Eystrasaltsríkjanna. Rússneskir ráðamenn segja reyndar að þau þurfi ekki á NATO að halda vegna þess að Rússland ógni þeim ekki á nokkurn hátt. Þeir muni samt ekki gera veður út af því þótt þau gangi í bandalagið. Það sé þeirra ákvörðun sem fullvalda ríkja og þeir virði hana. Ég er viss um að þeir segðu það sama um Finnland.“ Margir verða til að benda á að tengsl Rúss- lands við NATO hafi á Reykjavíkurfundi banda- lagsins fyrr á árinu orðið svo náin að Rússar geti af þeim sökum ekki haft mikið á móti bandalag- inu eða stækkun þess. Risto Penttilä rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi Lipponen forsætis- ráðherra sett fram svokallaða „Lipponen-kenn- ingu“ um að gæta yrði að því að Finnland hefði alltaf meiri áhrif innan NATO en Rússland. Nú eigi það ekki lengur við. „Ég er þeirrar skoð- unar að Rússar hafi nútímalegri hugmyndir um NATO en Finnar,“ segir Penttilä. Samflot með Svíum Afstaða Svía skiptir Finna líka talsverðu máli og Finnar vilja gjarnan hafa samflot með þeim í að skoða málið. „Ef Göran Persson hringdi í fyrramálið í Paavo Lipponen, bæðist afsökunar á ónæðinu en tilkynnti honum að Svíar hefðu sent umsókn um aðild að NATO til Georges Ro- bertson [framkvæmdastjóra bandalagins], ætti Finnland engan annan kost en að gera það sama,“ segir Pauli Järvenpää. „Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að Svíar komi okkur á óvart í þessu máli eins og þeir gerðu hvað varðaði aðild- ina að ESB.“ Aðspurður hvort það gæti tafið fyrir aðild Finnlands, ef Svíar gætu ekki ákveðið sig í NATO-málinu, segist Järvenpää ekki telja að svo gæti farið. „Þetta er spurning um að við ráð- um sjálf örlögum okkar og stjórnmálamennirnir munu ekki bíða eftir ákvörðun Svía í málinu ef til þess kemur.“ ESB veitir engar öryggistryggingar Á sínum tíma töldu menn að það hefði haft úr- slitaáhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um ESB-aðild Finnlands að fólk leit á hana sem öryggismál; að aðildarríki Evrópu- sambandsins hlyti að hafa stuðning hinna öflugu ríkja vestar í álfunni ef það yrði fyrir árás. Margir líta sömuleiðis svo á að ákvörðunin um að taka upp evruna hafi ekki eingöngu verið efnahagslegs eðlis heldur hafi öryggismálin átt sinn þátt í henni; hún hafi öðrum þræði verið hugsuð til að tengja Finnland enn sterkari böndum við stóru ríkin í kjarna ESB. Þrátt fyrir þetta telja þeir finnsku sérfræðingar, sem rætt er við, að það sé engan veginn hægt að líta svo á að Evrópusambandið sé varnarbandalag eða veiti neinar raunverulegar öryggistryggingar. „Það er NATO sem leggur til herstyrkinn, aðallega í gegnum Bandaríkin,“ segir Järv- enpää. „Evrópuríkin eru ekki að þróa herafla sinn þannig að þau haldi í við Bandaríkin. Ef ekkert verður að gert, verður herstyrkur Evr- ópuríkjanna í NATO langt frá því að mæta þörf- unum eftir nokkur ár. Evrópuríkin munu ekki geta tekið þátt í sameiginlegum aðgerðum með Bandaríkjunum vegna þess að þeir síðarnefndu þróast svo miklu hraðar. Í þágu stöðugleikans er mikilvægt að Bandaríkjamenn séu með.“ Hann segir að Evrópusambandið sé aðallega í stakk búið til að fást við afleiðingar hernaðar- átaka, ekki sízt vegna efnahagsmáttar síns og styrks á borgaralega sviðinu, sem nýta megi til að endurbyggja stríðshrjáð samfélög. „Evrópu- sambandið gerir því sitt gagn, en það getur ekki háð stríð eða komið til varnar aðildarríkjum sín- um. Um slíkt verðum við annaðhvort að sjá einir eða sem aðildarríki NATO,“ segir Järvenpää. Gefur ESB varnarmálin upp á bátinn? Jyrki Iivoinen segir að æskilegt væri að Evr- ópusambandið gæti með árangursríkum hætti tekið á kreppuástandi í álfunni, en hann er ekki mjög bjartsýnn og segir reynsluna ekki benda til þess að Evrópusambandið geti tekið sig sam- an í andlitinu í her- og öryggismálum. Iivoinen bendir á að eftir stækkun bæði NATO og ESB muni þessi tvö bandalög hafa meira og minna sömu aðildarríkin, með nokkrum undantekning- um. „Tvenn samtök, sömu aðildarríkin – af hverju í ósköpunum ættu þau að gera sömu hlutina?“ spyr hann. „Það væri fráleitt að hafa hermál á verksviði beggja. Þetta gæti leitt það af sér að Evrópusambandið færi aftur að ein- beita sér að efnahags-, félags- og stjórnmálum og léti NATO hernaðarþáttinn eftir.“ Ákvörðun geymd til 2004 Þingkosningar verða í Finnlandi í marz á næsta ári en svo virðist sem NATO-málið verði ekki eitt af helztu kosningamálunum. Samstaða virðist um það meðal stjórnmálaflokkanna að geyma ákvörðun í málinu til ársins 2004, en þá mun ný ríkisstjórn gefa út „hvítbók“ með mikilli úttekt á öryggis- og varnarmálum Finnlands, þar á meðal á kostum og göllum NATO-aðildar. Þverpólitískur starfshópur vinnur jafnframt að því að skoða NATO-málið eitt og sér. Menn vilja ekki endilega láta hafa það eftir sér, en flestir telja að spurningin um NATO- aðild Finnlands sé fyrst og fremst spurning um tíma. Líkt og oft áður muni stjórnmálamenn- irnir taka ákvörðun, sem almenningur muni styðja. „Í Finnlandi förum við yfirleitt þangað sem elítan vill að við förum,“ segir Risto Penttilä og bendir á að almenningur hafi alla tíð treyst stjórnmálamönnum í öryggismálunum; þeim hafi tekizt að tryggja hagsmuni Finnlands með þeirri stefnu sem þeir hafi fylgt hverju sinni. Henrik Wilén segist þeirrar skoðunar að stjórnmálamennirnir verði að undirbyggja ákvörðun um NATO-aðild betur en þegar aðild að ESB eða innleiðing evrunnar var ákveðin: „Þetta er tilfinningaþrungnara mál.“ Úr sambúð í hjónaband? Umræður um hugsanlega NATO-aðild Finnlands hafa farið vax- andi að undanförnu og mörgum þykir hún rökrétt skref. Finnskur almenningur er þó enn mjög andsnúinn aðild. Ólafur Þ. Stephensen kynnti sér málið í Helsinki og ræddi við ýmsa helztu sérfræðinga Finnlands í öryggis- og varnarmálum. Morgunblaðið/ÓÞS Finnar eru stoltir af hermönnum sínum. Hér sjást tveir slíkir í Helsinki. Herinn hefur verið sam- hæfður herafla NATO og Finnar starfa náið með bandalaginu á ýmsum vettvangi. ’ ESB gerir því sitt gagn,en það getur ekki háð stríð eða komið til varnar aðild- arríkjum sínum. Um slíkt verðum við annaðhvort að sjá einir eða sem aðildar- ríki NATO. ‘ olafur@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.