Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 18
18 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HANN var sendur fimm-tán ára gamall til sum-ardvalar í bresku borg-inni Brighton árið 1963þegar bresku Bítlarnir
voru að byrja að slá í gegn. Hann kol-
féll fyrir drengjunum frá Liverpool
þegar hann heyrði lagið Twist and
Shout á lítilli 45 snúninga plötu í
breskri plötubúð þar í borg. Hann
keypti hana samstundis. Stuttu síðar
kom út tímamótaplatan „The Beat-
les“, sem upptökustjórinn George
Martin tók upp á einum degi í stúdíói
líkt og um tónleika væri að ræða,
hráa og án nokkurra upptökubrellna.
Og auðvitað varð hann að eignast þá
plötu líka. „Ég lá yfir þessu algjör-
lega dolfallinn. Þennan „mersey“-
hljóm hafði maður aldrei heyrt áður
og hann endurómaði í höfðinu á mér
daginn út og inn. Þetta var svo flott
að ég féll alveg kylliflatur fyrir
þessu.“
Í rúllukragabol, svörtum níð-
þröngum gallabuxum og með Bítla-
hár kom pilturinn heim á ný um
haustið og vakti talsverða athygli í
vinahópnum sem einn fyrsti Bítillinn
á Íslandi. Hann raulaði Bítlalögin á
gítarinn sinn í menntaskólapartíun-
um til að ganga í augun á stelpunum
og hljóp upp Laugaveginn til að
kaupa sér nýjar Bítlaplötur um leið
og þær bárust sjóðheitar í Fálkann.
Stuttu síðar breyttust Lög unga
fólksins í hálfgerðan Bítlaþátt.
Allar götur síðan hefur Bítlaáhug-
inn fylgt Ingólfi Margeirssyni, rit-
höfundi og fjölmiðlamanni, enda er
hann ein besta alfræðiorðabók um
Bítlana hér á landi sem um getur,
eftir alla þá rannsóknavinnu, sem
hann hefur lagt að baki um sögu Bítl-
anna. „Bítlarnir voru eins og bræður
mínir enda ólst ég upp með þeim. Ég
var andvaka og grét heila nótt þegar
John Lennon var myrtur fyrir utan
heimili sitt hinn 9. desember árið
1980 og spilaði þá allar plöturnar
hans. Ég grét fyrir það fyrsta vegna
dauða hans og ekki síður vegna þess
að þar með rann draumur Bítla-
áhugamannsins út í sandinn um að
fjórmenningarnir kæmu saman sem
hljómsveit á ný,“ segir Ingólfur.
Vildi nýta efnið meira
Fyrir utan óstöðvandi
Bítlaáhugann, má rekja
tilurð bókarinnar til vin-
sælla útvarpsþátta, sem Ingólfur
gerði um Bítlana fyrir um það bil tíu
árum. „Ég stakk þessari hugmynd
minni að Sigurði G. Tómassyni, þá-
verandi dagskrárstjóra Rásar 2, sem
tók henni fagnandi, en í stað þess að
þættirnir ættu í upphafi að vera að-
eins fjórir talsins, urðu þeir 29 talsins
þegar upp var staðið. Þessari þátta-
röð var svo endurútvarpað, vegna
fjölda áskorana, sumarið 1999 og
bættist þá við þrítugasti þátturinn
sem gerður var í kjölfar pílagríms-
ferðar minnar til Liverpool vorið
1999. Þegar ég svo sat uppi með 300–
400 síðna handrit í tölvunni minni eft-
ir alla þáttagerðina fór ég að hugsa
með mér að gaman væri að geta nýtt
allt þetta efni eitthvað meira, þar
sem að ég hafði orðið var við mikinn
áhuga á þáttunum, bæði hjá áheyr-
endum og ekki síður hjá útgefendum,
sem ýjað höfðu að því að fá að gefa
efnið út á diskum. En eftir að útgef-
endurnir komust að því að greiða
þyrfti háar fjárhæðir fyrir höfunda-
rétt laganna, hvarf sá áhugi eins og
dögg fyrir sólu, en innst inni vissi ég
að enginn gæti bannað mér að um-
skrifa þessa útvarpsþætti yfir í bók.
Ég notaði útvarpsþættina, sem ég
var búinn að prufukeyra með góðum
árangri, sem kjarna og prjónaði svo
þétt við þá þar til úr varð 350 blað-
síðna bók,“ segir Ingólfur.
Ingólfur hófst handa við Bítlabók-
arskrifin árið 1998 og lauk við síðasta
kaflann í árslok 2001. Hann studdist
sérstaklega við eina grunnbók sem
ber heitið „Revolution in the Head“,
en viðaði auk þess að sér heimildum
um ævisögur einstakra Bítla, sögu
hljómsveitarinnar og bóka sem skrif-
aðar voru á meðan Bítlarnir voru í
fullu fjöri. Jafnframt kynnti hann sér
viðtöl við foreldra, vini og kunningja
Bítlanna svo dæmi séu tekin. „Ég
gekk með handritið á milli forlaga í
talsverðan tíma, byrjaði á mínu
gamla forlagi, Vöku-Helgafelli, en
forsvarsmönnum þar á bæ leist ekki
alls kostar á hugmyndina og drógu í
efa Bítlaáhugann á Íslandi. Sum önn-
ur forlög töldu að efnið væri of gam-
alt og úr því að ég væri búinn að gera
því skil í útvarpi, þýddi ekkert að
koma með það í bóka-
markaðinn. Ég auðvit-
að maldaði í móinn
indum er, að mati Ingólfs, hversu
mikið efni liggur eftir Bítlana, miðað
við að blómatími hljómsveitarinnar
spanni ekki yfir nema sjö ár, frá
1962–1969, enda sagði Paul McCart-
ney einu sinni í viðtali að þeir fé-
lagarnir hefðu aldrei átt neina æsku
því hún hefði öll farið í vinnu. Eftir
þá liggja tólf stórar breiðskífur auk
fjölmargra minni platna og fjög-
urra kvikmynda, Hard Days
Night, Help, Get Back og Magical
Mystery Tour. Á sama tímabili
átti sér stað æskubylting í þjóð-
félagshugsun, sem fæddi af sér
breyttan lífsstíl og vímuefna-
neyslu.
Mjög greinilega kemur fram í
bók Ingólfs að Bítlarnir hafi allir ver-
ið á bólakafi í vímuefnum á hátindi
ferils síns og er óhætt að segja að
vímuefnin hafi haft geysileg áhrif á
tónlistina. „Sagan segir að Bob Dyl-
an hafi kennt Bítlunum að reykja
hass á hótelherbergi í New York árið
1964 þegar þeir voru á tónleikaferða-
lagi um Bandaríkin og héldu þá m.a.
hina frægu tónleika á Shea Stadium í
New York sem voru langstærstu tón-
leikar, sem nokkurn tímann höfðu
verið þar haldnir. Talandi um vímu-
efnin, þá var rokkið líkt og brennivín-
ið, kallaði á stuð og þriggja mínútna
lög. Árið 1966 sendu Bítlarnir svo frá
sér breiðskífuna Revolver og þá eru
lögin þeirra orðin bæði flæðandi og
fljótandi og allt upp í átta mínútna
löng. Menn voru þá greinilega komn-
ir inn í einhvers konar hassheim.
Næst kom LSD fram á sjónarsviðið
sem fer svo líka inn í tónlistina enda
bera mörg laganna á Sgt. Pepper’s-
plötunni, sem út kom 1967, keim af
LSD.“
Fjögur hjól undir vagninn
Írsk og amerísk áhrif voru mjög
áberandi í alþjóðlegu hafnarborginni
Liverpool á þessum árum og eiga
reyndar bæði Lennon og McCartney
rætur sínar að rekja til Írlands, líkt
og allir hæfileikaríkustu listamenn
Breta, segir Ingólfur. „Fjórmenn-
ingarnir eiga það sameiginlegt að
vera frá Liverpool og við hin svo
heppin að þeir hitta hver annan og
verða grúppa. John Lennon og Paul
McCartney, sem báðir misstu mæð-
ur sínar á unglingsaldri, ólust upp
nánast í sama miðstéttarhverfi og
kynntust sem strákpattar. George
Harrison var ekki langt undan, en
Ringo Starr kom úr fátækri verka-
mannastétt og bjó annars staðar í
borginni. Upphaflega bjó Lennon til
strákaband með allt öðrum piltum og
var að spila með hljómsveitinni sinni
á vorhátíð við litla hverfiskirkju í
Liverpool þegar hann sér og heyrir
að Paul er að plokka gítarinn sinn í
anddyri kirkjunnar. Harrison, sem
fengið hafði gítar að gjöf frá ástríkri
móður sinni, var búinn að leggja
mikla rækt við gítarinn áður en John
gafst upp á suðinu í honum og ákvað
að kippa honum inn í hljómsveitina
en þá var Harrison búinn að elta
hann á röndum út um allan bæ.
Trommuleikarann Ringo Starr hittu
þremenningarnir svo á næturklúbbi í
Hamborg, leist vel á færni hans og
ákváðu að reka Pete Best frá
trommusettinu þegar kom að því að
taka upp fyrstu plötuna enda var
Ringo afburða trommuleikari, fullur
af nýjungum og tækni. Þar með var
fjórði maðurinn kominn til sögunnar.
Skipan hljómsveitarinnar vafðist þó
talsvert fyrir upptökustjóranum
George Martin þegar þeir komu
fyrst inn í stúdíóð til hans og spurði
hver ætlaði að vera aðalstjarnan. Allt
í einu sló þeirri hugsun niður hjá
honum að allir væru þeir svo sjarm-
erandi að allir gætu þeir verið stjörn-
ur, hver á sinn hátt. Þá gæti líka hver
aðdáandi samsamað sig sínum
manni.“
Hugsuður og baráttujaxl
„Minn maður var lengi vel Paul
McCartney. Á síðari stigum breyttist
minn maður yfir í að verða John
Lennon. Mér fannst Lennon miklu
áhugaverðari persóna en McCartney
þó að hinn síðarnefndi væri miklu
betri tónlistarmaður og lagasmiður.
Lennon var hins vegar ekkert sér-
lega góður tónlistarmaður, að mínu
mati, en í honum bjó svo mikill hugs-
uður og baráttujaxl fyrir ýmsum
þjóðþrifamálum,“ segir Ingólfur.
Hápunkturinn á ferli Bítlanna tel-
ur Ingólfur að allir geti verið sam-
mála um að hafi verið útgáfa Sgt.
Pepper’s Lonely Hearts Club Band
árið 1967, tveim árum áður en sveitin
leystist upp.
Þegar rithöfundurinn og Bítla-
aðdáandinn er spurður hvaða diskar
úr Bítlasafninu lendi oftast á fónin-
um, svarar hann því til að líklega séu
það Revolver og Sgt. Pepper’s og
lögin A Day in the Life og Blackbird
væru í sérstöku uppáhaldi.
„Annars hlusta ég á allt mögulegt
nú til dags. Mér finnast hljómsveitir
á borð við Travis og Coldplay mjög
góðar auk þess sem ég hlusta mikið á
djass og klassík. Mozart er í miklu
uppáhaldi vegna þess að mér finnst
hann svo líkur Paul McCartney. Ef
þeir tveir hefðu verið uppi á sama
tíma, hefðu þeir örugglega samið
mjög áþekk verk.“
Óumflýjanleg upplausn
Upplausn hljómsveitarinnar var
óumflýjanleg eftir að bera fór á
miklu ósætti og átökum innan henn-
ar. „Fyrsta alvarlega krísa hljóm-
sveitarinnar varð þegar umboðsmað-
Fáir hafa jafnbrjálaða Bítlabakteríu og Ingólfur
Margeirsson sem gert hefur þrjátíu útvarpsþætti
og er nú að gefa út veglega bók um sögu Bítlanna,
fjórmenninganna frá Liverpool, sem lögðu heims-
byggðina að fótum sér á sjöunda áratugnum.
Jóhanna Ingvarsdóttir sá bara Bítlastjörnur í aug-
unum á Ingólfi þegar hann rifjaði upp „gamla“
tíma og dró fram hvern diskinn af öðrum.
Brjálaður Bítlamaður
Fjórmenning
arnir frá Live
rpool: Paul
McCartney,
John Lenno
n, Ringo Sta
r
og George H
arrison.
og sagði að þetta væri tónlist allra
kynslóða, eins og satt var. Ég hafði
fengið mjög sterk viðbrögð við þátt-
unum frá unglingum nútímans, sem
voru að upptötva Bítlana, og fannst
þeim þeir miklu merkilegri en sveitir
á borð við Travis og Coldplay. Mér
þótti einkar ánægjulegt að geta fært
þennan „kúltúr“ aftur á bak og yfir
til nýrrar kynslóðar. Það var ekki
fyrr en að hún Sigrún Halldórsdóttir
hjá PP-forlaginu kveikti almennilega
að hlutirnir fóru að ganga. Ég sendi
henni nokkra kafla úr bókinni og
hvatti hún mig til að ljúka verkinu.“
Á bólakafi í neyslu
Þrátt fyrir að hafa byrjað að spila
saman á árunum 1957–1958, slógu
Bítlarnir ekki í gegn að ráði fyrr en
síðar. Þeir fóru til Hamborgar þar
sem þeir spiluðu á knæpum allt upp í
tólf tíma á sólarhring og þjálfuðust
þar upp sem hljómsveit. Með ólík-
Bresku
Bítlarnir á
hátindi
ferils síns
árið 1964.
Morgunblaðið/Jim SmartIngólfur Margeirsson, rithöfundur, með nýju bókina sína, Byltingu Bítlanna.