Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 30

Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS T O Y 19 32 4 1 1/ 20 02 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is markaður jeppamannsins RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn? YAMAHA er komið í Arctic Trucks MEIRI HÁTTAR útlit sem hæfir foringja framtíðarinnar Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS KOMDU OG SJÁÐU RX-1 VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003 Afmælisþakkir Mínar hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með gjöfum, blómum, skeytum og góðum óskum á 80 ára afmæli mínu laugar- daginn 26. október. Með ást ykkar og umhyggju gerðuð þið mér afmælisdaginn ógleymanlegan. Minningin um hann mun geymast um ókomna tíð. Guð blessi ykkur öll. Elín B. Jónsdóttir, Fellsmúla 7, 108 Reykjavík. SEINNA veislukvöld Jazzhátíðar Reykjavíkur var þríréttað einsog hið fyrra. Eistneska söngkonan Margot Kiis var með fyrstu tónleikana og með henni léku Gunnar Gunnarsson á píanó, nafni hans Hrafnsson á bassa og sá sænski Erik Qvick á trommur. Margot söng í Múlanum á Sólon Íslandus í desember 1999 og er það í eina skipti sem ég hef heyrt hana þartil nú. Hún söng á pönnu- kökudjassinum á Jazzhátíð Reykja- víkur í októberbyrjun s.l. en þangað komst ég ekki. Þegar Margot söng hér fyrir tæpum tveimur árum var hún með kvartett að norðan og voru fæstir þeirra djassleikarar, hljóð- kerfið var í rusli og aðstæður allar hinar verstu. Samt mátti heyra að Margot kunni sitthvað fyrir sér í djasssöng en hún tók aldrei flugið. Það gerði hún afturá móti á laug- ardagskvöldið á Kaffi Reykjavík enda hljóðkerfið fínt hjá Jóni Skugga og tríóið skipað príma djass- leikurum. Þó hefði ekki skaðað að farið hefði verið yfir hljóðfærið fyrir tónleika, en það truflaði Gunnar ekkert. Fyrsta lagið á dagskrá var Stars Fell on Alabama, sem trúlega er þekktast í flutningi Ellu og Louis þótt Jack Teagarden hafi ekki gert því síðri skil. Margot er skóluð söng- kona og ber röddin þess merki. Ekki að skólun sé slæm í sjálfu sér heldur er hún oft hættuleg djasssöngkon- um. En sem betur fer hafði Margot djasshljóminn einnig í farteskinu og hann fékk að njóta sín í Alabama, sem var uppfull af glaðri sveiflu. Dans Matt Dennis, Angel Eyes, er oft á dagskrá hjá íslenskum djass- sveitum um þessar mundir, gjarnan tregafullur, og njóta þá áhrifin frá St. James Infirmary sín vel. Hér var brugðið á annað ráð og latneskur hrynblær geystist fram og lék tríóið við hvern sinn fingur, ekki síst Gunnar Hrafnsson bassaleikari sem lék nokkra sólóa þetta kvöld – alla fína, stutta, hnitmiðaða og melód- íska. Tvö þekkt söngleikjalög söng Margot næst; Wouldńt It Be Lovely úr My Fair Lady eftir Alan Learner og Frederick Loewe og I Feel Pretty úr West Side Story eftir Leonard Bernstein. Í lögum einsog þessum hætti henni til að gleyma djassöngnum, en í því fyrrnefnda setti hún þó fljótt í sveiflugírinn og lauk tríóið dansinum í Basie stíl. Margot söng einsog fiðrildi einnar nótu sömbu Jobims og skattaði í sópran, en í Ellingtonópusnum Dońt Get Around Much Anymore var skattað á miðum Ellu og er hvergi betra að leita fanga í þeirri list en þar. Gunnar Gunnarsson magnaði sveiflu í sóló sínum og kryddaði með blokkurum og í lokin skiptust þau Margot á fjórum/fjórum og voru hæfilega röff í sveiflunni. Star Dust Charmichels söng Margot glæsi- lega. Í upphafi ríkti sópranin en þeg- ar röddin dökknaði og krafti í stíl Anitu ÓDay var skellt í tónana ríkti djassinn öllu öðru ofar. Í Cheek To Cheek var tríóið svo sannarlega í essinu sínu og sveiflan varð sterk og heit sem aldrei fyrr. Djassklassík Shearings, Lullaby of Birdland, var aukalag og barrokskatt Margot, dyggilega stutt af Gunnari, var stór- skemmtilegt með Ellublæ í lokin. Fínir tónleikar fyrsta klassa söng- konu sem þyrfti oftar að syngja með alvöru djassmönnum. Ragnheiður Gröndal verður átján ára í desember og er að læra djass- söng við Tónlistarskóla FÍH. Hún er efnilegasta djasssöngkona íslensk sem ég hef heyrt, en hún á margt eftir ólært og illskiljanleg sú upp- röðun á tónleikakvöldi Djassveisl- unnar að hafa tónleika hennar á eftir tónleikum Kiis. Það hefði átt að vera öfugt. Afturá móti stóð Ragnheiður sig með prýði þótt ég hafi haft meira gaman af tónleikum hennar í Kaffi- leikhúsinu í sumar þarsem kontra- bassi og tenór voru í stað rafbassa og tromma; flutningurinn var þar allur nánari, en mestu máli skiptir þó að Jón Páll Bjarnason var við hlið hennar í bæði skiptin og betri tón- listarstjóra er vart hægt að fá er syngja skal klassíkina. Ballaða Billy Strayhorns; Lush Life, er enginn barnaleikur og var hún fyrst á dag- skránni. Jón Páll og Ragnheiður fluttu upphafið ein áður en hrynur- inn bættist við. Hefði verið gaman að heyra þau flytja svosem tvo ópusa í dúett. If I Had You, slagarinn frægi sem Ormslev hljóðritaði með Birni R og There Is No Greater Love með Basie í lokin, heyrði ég hana syngja í Kaffileikhúsinu eilítið ljúfar – þótt ekkert hafi vantað á ljúfleikann hjá Ragnheiði þetta kvöld á stundum. Þegar Jón Páll er annars vegar er Parker hinsvegar og alltí einu trylltu rödd og gítar samstíga í Parkerópusi, hægðu seinna niður í Jobim og settu aftur í gír í Clifford Brown. Fínn kafli þar og enn skemmtilegra varð þegar Ragnheið- ur hóf að syngja Lover Man. Fræg- asta útgáfa íslensk á þessu lagi var með Jazzmiðlunum og má finna hana á geisladiski Gunnars Ormslev: Jazz í 30 ár. Þar blés Gunnar í altó, Rúnar Georgs í sópran og hrynsveit- ina skipuðu þeir menn er stóðu á sviðinu á Kaffi Reykjavík með Ragnheiði: Jón Páll, Árni Scheving og Alfreð. Sveiflan var heit strax í upphafi og Ragnheiður ætlaði að skjóta inn Söruh fraseringu sem hún hætti þó blessunarlega við. Annars kom fyrir að hún minnti á Ellenu Kristjáns í sumum fraseringunum í Lover Man. Það var sosum fínt, en ég hef ekki heyrt það hjá henni fyrr. Sóló Jóns Páls var að mestu í hljóm- um. Kannski hugsaði einhver gítar- geggjarinn sem svo: ,,Þetta get ég,“ en það einfalda er oft erfiðast einsog piltarnir, sem ætluðu að taka Jobim útsetningar Petersons í nefið, kom- ust að. Aukalagið var að sjálfsögðu Parker, Mannfræðingurinn, þarsem Ragnheiður og Jón Páll fluttu línuna saman. Árni og Alfreð eru traustir í sínu og gaman að heyra Alfreð að nýju, en hann hefur spilað alltof lítið undanfarin ár. Það hefur víbrafón- leikarinn Árni Scheving einnig gert. Fín lok á fínum tónleikum. Ragn- heiður er enn á byrjendabrautinni en fátt bendir til annars en henni takist að syngja sig uppá stjörnu- himininn: til þess hefur hún alla burði. Djassveisla söngkvenna Vernharður Linnet DJASS Kaffi Reykjavík Margot Kiis söngur, Gunnar Gunnarsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Erik Qvick trommur. Laugardagskvöldið 2. nóvember 2001. Margot Kiis Ragnheiður Gröndal söngur, Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Scheving rafbassi og Alfreð Alfreðsson trommur. Ragnheiður Gröndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.