Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 31 Jólagjafir vinnufatnaður www.icestart.is - sími 588 3060 Hamraborg 1-3 - 200 Kópavogur Merkjum fatnað og vörur eftir þínum óskum Hitabrúsi Flísteppi fyrir fyrirtæki til starfsmanna og viðskiptavina UNDANFARIÐ ár hefur maður varla heyrt Tómas R. Einarsson stórtónskáld og bassaleikara nema leikandi mambóa og aðra Karabíu- dansa uppá kúbönsku, svo erfitt hefur verið að stilla sig um að taka sporið. Margur hefði haldið að dansgleðin myndi ríkja í Norræna húsinu á fyrstu Háskólatónleikum vetrarins er hann lék sex valsa um ástina með kvartetti sínum. Í það minnsta þeir sem mundu Tómas ungan þenjandi nikkuna á sund- laugarböllunum í Sælingsdal forð- um. En við sem höfum fylgst grannt með tónskáldskap hans viss- um að valsar hans eru oftar en ekki markaðir fegurð ljóðsins og nor- rænum trega og alls óskyldir þeim völsum er Jóhann Strauss fram- reiddi í Vínarborg þegar hinum þrí- skipta takti er sleppt eða völsum þeim er djassleikarar léku undir dansi fyir daga boppsins. Þeir eru skyldari þeim perlum er Bill Evans skóp í þrískiptum takti – svosem Very Early. Það voru sex valsar á dagskránni á Háskólatónleikunum. Þrír gamlir og þrír nýir. Þeir gömlu voru allir hljóðritaðir í bland við Dani. Jens Winther blés á Nýjum tóni þarsem Vangadans er að finna og Undir 4 þarsem Maínóttin ríkir, Eyþór lék á báðum þeim diskum og Jóel þeim seinni. Ástarvísan er svo Á góðum degi þarsem Jacob Fischer sló gít- arinn. Kannski er hún einn fegursti vals Tómasar og minnir suma á Dalina sænsku en mig á andblæinn í þjóðlaginu sem gjarnan er sungið við Sortnar þú ský. Jóel var ein- staklega mjúktóna og melódískur í saxafónleik sínum þar og samleikur Eyþórs og Tómasar fínn. Jóel blés í tenór í öllum völsunum nema tveim- ur þarsem hann þandi kontrabassa- klarinettið: hinu einfalda Gili og Hófi þarsem höfundur plokkaði bassann varfærnislega. Þriðji vals- inn nýskrifaði, Skrið, var annars eðlis; sterkur og dramatískur og strauk höfundur þar boga um strengi. Hápunkturinn þar var þó píanósóló Eyþórs, hreinn og klár. Matthías M. D. Hemstock notaði bursta á trommurnar og átti ekki minnstan þátt í að skapað innileik- ann er einkenndi tónlistina þenna hálftíma í hádeginu í Norræna hús- inu. Vernharður Linnet Ástartregi DJASS Norræna húsið Jóel Pálsson tenórsaxófón og kontra- bassaklarinett, Eyþór Gunnarsson píanó, Tóma R. Einarsson bassa og Matthías M. D. Hemstock trommur. Miðvikudagur 6. nóvember. KVARTETT TÓMASAR R. EINARSSONAR SÓMALSKA fyrirsætan Waris Dirie og höfundur Eyðimerk- urblómsins hlaut hin virtu al- þjóðlegu bókmenntaverðlaun Corine fyrir nýja bók sína, Eyðimerkurdögun, sem komin er út í íslenskri þýðingu hjá JPV útgáfu. Corine-verðlaunin eru þýsk að uppruna en hróður þeirra nær víða; þau hafa ekki einung- is mikið gildi í Þýskalandi held- ur um alla Evrópu og á alþjóða- vísu. Þetta er í annað skipti sem þeim er úthlutað og eru þau talin einhver þýðingar- mestu verðlaun sem veitt eru fyrir bækur. Eyðimerkurdögun er önnur bók hennar og þar segir hún frá þrá sinni eftir heimahögun- um í Sómalíu sem hún flúði barnung, ævintýralegri ferð sinni þangað fyrir aðeins tveimur árum og endurfundum við fjölskyldu sína sem hún vissi ekki hvort var lífs eða liðin eftir alvarleg stríðsátök í land- inu. Meðal höfunda sem einnig hlutu Corine-verðlaunin í ár var Sigfried Lenz sem hlaut sérstök heiðursverðlaun og einnig var Astrid Lindgren sem lést fyrr á árinu heiðruð fyrir höfundarverk sitt á sviði barnabókmennta. Waris Di- rie hreppir Corine- verðlaunin Eftir þögn hef- ur að geyma 13 lög þeirra Óskars Guð- jónssonar og Skúla Sverr- issonar. Lögin á plötunni heita Friður, Hvítar, Hún, Amedeo, Koma, Mamm- amma, Dimmalimm, Okkar á milli, Anna kveður, Höfnun, Sættir, Systur, Món ró og Nafni. Óskar spilar á tenórsaxafón og Skúli á bassagítar. Þorsteinn Jónsson sá um upptökur og hljóðblöndun. Ívar Bragason tók tvö lög upp í Salnum í desember 2002. Útgefandi er Ómi. Djass
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.