Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 33
þeim rétti. Við síðustu lagfæringar á lögum um
ættleiðingu og staðfesta samvist hafa þingmenn
ekki verið reiðubúnir að fella þessar takmarkanir
úr gildi. Þau rök hafa gjarnan verið höfð í frammi
að með þessum takmörkunum sé verið að verja
hagsmuni barna. Að baki slíkum röksemdum
hlýtur að liggja sú skoðun að samkynhneigðir
geti ekki verið jafngóðir foreldrar og aðrir.
Spurningin er hvort þessi rök standist skoðun.
Þeir, sem eru andvígir því að samkynhneigðir
ættleiði börn, segja gjarnan sem svo að með því
sé ekki nægur stöðugleiki tryggður í lífi
barnanna, sambönd samkynhneigðra séu of stop-
ul. Renna einhverjar staðreyndir stoðum undir
þetta? Af hverju er gagnkynhneigðu pari í óvígðri
sambúð heimilt að sækja um ættleiðingu, en ekki
samkynhneigðu pari í staðfestri samvist, þótt síð-
arnefnda parið hafi tekizt á hendur mun ríkari
skuldbindingar og stöðugleikinn í sambandinu
ætti að vera þeim mun meiri? Samfélagið sam-
þykkir – eða lætur a.m.k. óátalið – að fólk eignist
börn að óyfirveguðu ráði, jafnvel eftir skyndi-
kynni sem aldrei áttu að leiða til barneigna, því
síður til sambúðar eða hjónabands. Af hverju
ættum við að amast við því að fólk í staðfestri
samvist, sem er reiðubúið að leggja á sig alla þá
fyrirhöfn og erfiði, sem fylgir því að fá leyfi til að
ættleiða barn eða gangast undir tæknifrjóvgun,
fái að verða foreldrar?
Önnur algeng röksemd er að börn þurfi fyr-
irmyndir af báðum kynjum, en þær sé ekki að
hafa í samkynhneigðum samböndum. Af hverju
er þá einhleypum heimilt að sækja um ættleið-
ingu? Þegar einhleypir einstaklingar sækja um
að fá að ættleiða barn er yfirleitt lögð áherzla á að
þeir geti sýnt fram á að það muni hafa tiltækar,
t.d. innan nánustu fjölskyldu, góðar fyrirmyndir
af báðum kynjum. Er ekki einfalt mál að gera
sömu kröfu til samkynhneigðs pars? Raunar felst
sú undarlega þversögn í núgildandi lögum að ein-
hleypur, samkynhneigður einstaklingur getur
sótt um leyfi til ættleiðingar en ef hann festir ráð
sitt, missir hann þann rétt sinn. Svo má spyrja
hvort það sé meiri hætta á að börn samkyn-
hneigðra skorti fyrirmyndir af báðum kynjum en
þau nærri 15.000 börn á Íslandi, sem búa hjá ein-
stæðum foreldrum. Sum þeirra barna þekkja
ekki annað foreldri sitt eða sjá það sjaldan eða
aldrei. Er ekki betra að eiga t.d. tvær mömmur
en engan pabba?
Sumir halda því fram að „hætta“ sé á því að
börn, sem alast upp hjá samkynhneigðum pörum,
verði sjálf samkynhneigð. Sömuleiðis er því hald-
ið fram að vegna fordóma gegn samkynhneigðum
geti börn þeirra orðið fyrir stríðni og einelti í
meira mæli en önnur börn. Röksemdir af þessu
tagi, sem yfirleitt eru settar fram undir þeim for-
merkjum að verið sé að hugsa um hag barnanna,
opinbera aðallega fordóma þeirra, sem hafa þær
uppi.
Það gleymist stundum, að fjölmargir samkyn-
hneigðir einstaklingar eiga börn – áætlað hefur
verið að hér á landi eigi allt að 1.000 börn sam-
kynhneigða foreldra – og engar rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á högum þessara barna, renna
stoðum undir að þau eigi erfiðara uppdráttar en
önnur. Í mörg hundruð blaðsíðna skýrslu þing-
manna- og sérfræðinganefndar, sem lagði grund-
völlinn að ákvörðun sænska þingsins sl. sumar, er
farið rækilega yfir fjöldann allan af rannsóknum
á börnum, sem alast upp hjá samkynhneigðum
pörum. Niðurstaða nefndarinnar, en til hennar er
m.a. vitnað í greinargerðinni með áðurnefndri
þingsályktunartillögu, er að það sé enginn munur
á getu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra for-
eldra til að veita börnum sínum umhyggju og gott
uppeldi. „Börn samkynhneigðra foreldra þróast
sálrænt og félagslega með sambærilegum hætti
og börn gagnkynhneigðra foreldra. Enginn mun-
ur hefur heldur komið fram hvað varðar þróun
kynhneigðar barnanna,“ segir í niðurstöðum
nefndarinnar.
Þeir, sem hafa áhyggjur af því að börnum sam-
kynhneigðra sé strítt eða að þau líði hugsanlega
fyrir eigin samkynhneigð, ættu fremur að beita
sér fyrir því að útrýma fordómum gagnvart sam-
kynhneigð en reyna að hindra að samkynhneigt
fólk eignist börn.
Loks hefur sú röksemd verið nefnd, að það geti
gert gagnkynhneigðum hjónum, sem vilja ætt-
leiða börn frá útlöndum, erfiðara fyrir, verði sam-
kynhneigðum leyft að sækja um að fá að ættleiða.
Þetta atriði var mikið til umræðu í Svíþjóð í vor
og hlaut ýtarlega skoðun. Nefndin, sem áður var
getið, komst að þeirri niðurstöðu að tveir alþjóð-
legir samningar um ættleiðingar milli landa,
Haag-samningurinn frá 1993 og Evrópusamning-
ur frá 1967, gerðu eingöngu ráð fyrir að gift hjón
eða einhleypir gætu ættleitt börn, en það stæði þó
ekki í vegi fyrir því að lagabreytingin yrði gerð í
Svíþjóð. Nefndin lagði til að síðarnefnda samn-
ingnum yrði sagt upp, enda hefði hann ekki skilað
árangri og mörg Evrópuríki ættu ekki aðild að
honum.
Þá gerði nefndin könnun hjá 25 ríkjum, þaðan
sem flest börn voru ættleidd til Svíþjóðar árið
1999. Svör bárust frá 17 ríkjum og voru þau öll á
þann veg að þessi ríki myndu ekki leyfa að sam-
kynhneigð pör ættleiddu þarlend börn. Hins veg-
ar svaraði eingöngu eitt ríki, Lettland, því til að
lagabreyting í Svíþjóð myndi hugsanlega gera
gagnkynhneigðum pörum erfiðara fyrir að fá
börn til ættleiðingar. Sænska þingið samþykkti
að gera könnun á áhrifum lagabreytingarinnar
ári eftir að hún tæki gildi til að komast að raun
um hvort hún hefði einhver áhrif á möguleika
fólks til að ættleiða börn erlendis frá.
Í þessu efni hlýtur almennt að gilda að þau ríki,
sem lengst eru komin í því að tryggja almenn
mannréttindi og jafnræði borgaranna, geta ekki
látið það hafa áhrif á innanlandslög sín að önnur
ríki séu skemmra á veg komin. Með því að fleiri
ríki leyfi samkynhneigðum að sækja um leyfi til
ættleiðingar, skapast líka smám saman forsendur
til að breyta alþjóðlegum samningum á þá vegu.
Engin ógnun við
fjölskylduna
Í þessum efnum á hag-
ur barna að sjálfsögðu
að vera í fyrirrúmi.
Aðalatriði málsins er,
þegar allt kemur til alls, að með því að leyfa sam-
kynhneigðum pörum að ættleiða börn eða eignast
þau með tæknifrjóvgun, er verið að stækka þann
hóp sem er tiltækur, reiðubúinn og hæfur til að
veita börnum ást, umhyggju og gott uppeldi, sem
er það sem börn þurfa mest á að halda. Samkyn-
hneigðir eru rétt eins og annað fólk, þrá margir
hverjir að verða foreldrar og eru ekkert síður í
stakk búnir til að gegna því hlutverki en gagn-
kynhneigðir. Þannig eru tillögur um að leyfa
samkynhneigðum að ættleiða engin ógnun við
fjölskylduna eins og stundum er haldið fram. Þær
miða þvert á móti að því að styrkja fjölskylduna
og fjölga barnafjölskyldum.
Tillögur um að samkynhneigð pör fái að ætt-
leiða börn eiga fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Í
könnun Gallup snemma á árinu 2000 sögðust 53%
svarenda mjög eða frekar hlynntir slíku, en 35%
voru andvíg. Í aldurshópnum 18–24 ára voru yfir
65% hlynnt því að leyfa samkynhneigðum ætt-
leiðingar. Ætla má að ef spurt yrði nú, yrði stuðn-
ingurinn við slíka breytingu enn meiri enda hafa
umræður um málið aukizt mjög undanfarin miss-
eri.
Það er því full ástæða til að Alþingi taki þessi
mál til rækilegrar skoðunar og samþykki þings-
ályktunartillöguna, sem nú liggur fyrir. Í því
starfi, sem þá tekur við, hljóta menn að horfa til
reynslu nágrannaríkjanna, Svíþjóðar, Bretlands
og Hollands. Markmiðið á að sjálfsögðu að vera
að afnema eins og kostur er hvers konar lagalega
mismunun. Í lýðræðisríkinu Íslandi, þar sem
mannréttindi eru í heiðri höfð, eiga lög ríkisins
ekki að draga fólk í dilka, hvorki eftir kynhneigð
né öðru.
Morgunblaðið/Kristinn
Vetrarrökkur
„Með því að leyfa
samkynhneigðum
pörum að ættleiða
börn eða eignast
þau með tækni-
frjóvgun, er verið að
stækka þann hóp
sem er tiltækur,
reiðubúinn og hæf-
ur til að veita börn-
um ást, umhyggju
og gott uppeldi, sem
er það sem börn
þurfa mest á að
halda. Samkyn-
hneigðir eru rétt
eins og annað fólk,
þrá margir hverjir
að verða foreldrar
og eru ekkert síður í
stakk búnir til að
gegna því hlutverki
en gagnkynhneigð-
ir.“
Laugardagur 9. nóvember