Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 39
✝ RagnheiðurEsther Einars-
dóttir fæddist á
Kárastíg 8 í Reykja-
vík hinn 31. október
1916. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans á Landakoti 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Einar Þórð-
arson, afgreiðslu-
maður í Reykjavík, f.
15. júlí 1880, d. 7.
ágúst 1966, og Guð-
ríður Eiríksdóttir, f.
22. nóvember 1883,
d. 14. janúar 1966. Systkini Ragn-
heiðar Estherar voru sjö talsins,
þar af er ein á lífi: Ólafur Hafsteinn,
kennari, f. 1.8. 1908, d., maki Gréta
Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 4.11.
1910, d.; Kristinn Jóhann, f. 1.12.
1910, d. 1911; Þorsteinn Einarsson,
íþróttafulltrúi ríkisins, f. 23.11.
1911, d., maki Ásdís Jesdóttir, hús-
móðir, f. 29.8. 1911, d.; Sigríður
Hulda, húsmóðir, f. 22.12. 1913, d.,
maki Þorbjörn Jóhannesson, kaup-
maður, Kjötb. Borg, f. 10.3. 1912,
d.; Ragnheiður, f. 13.10. 1915, d.
15.10. 1915; Guðríður Ingibjörg, f.
28.3. 1919, maki Þórhallur Þorláks-
son, heildsali, f. 10.1. 1920; Hrafn-
hildur Margrét, húsmóðir, f. 14.8.
1927, d. 9.10. 1964, maki Hermann
Bridde bakarameistari, f. 16.5.
1927.
Hinn 16. nóvember 1947 giftist
Esther Sigfúsi Sigurðssyni, inn-
kaupa- og verslunarstjóra Kaup-
félags Árnesinga á Selfossi og síðar
kaupfélagsstjóra í Stykkishólmi, f.
19.2. 1922, d. 21.8. 1999. Foreldrar
hans voru Sigurður Kristjánsson,
stjórnarkennari og forstöðumaður
tilraunaeldhúss Osta- og smjörsöl-
unnar SF., Reykjavík. 5) María
Kristín, starfskona Landspítalan-
um, maki Kristbjörn Theodórsson
vaktstjóri. Dóttir Maríu og Valdi-
mars Briem, sálfræðings er Ragn-
heiður Esther Briem, nemi, maki
Jóhann Friðgeirsson, verktaki.
Barn Sylvía Lind. 6) Sigurður,
markaðsfulltrúi hjá SÍF á Ítalíu,
maki Sjöfn Björnsdóttir. Börn
þeirra eru Emelía Björg, Katrín
Erla, Sigurður Kristinn og Elín
Edda.
Esther lærði hárgreiðslu og tók
meistarapróf í þeirri grein. Hún tók
þátt í réttindabaráttu hárgreiðsl-
unema og síðan stofnun Félags hár-
greiðslunema. Hún stofnaði og rak
hárgreiðslustofuna Lotus, sem stóð
við Austurvöll í mörg ár, var um-
svifamikil og þótti með bestu stof-
um bæjarins. Esther flutti á Selfoss
1946 og hóf þar rekstur hár-
greiðslustofu og starfaði óslitið sem
eina hágreiðslukonan á Suðurlandi
í u.þ.b. tvo áratugi. Einnig annaðist
hún hárgeiðslu, aðstoðaði við bún-
inga og förðun leikara Leikfélags
Selfoss í áraraðir. Sýndi hún þeirri
starfsemi ætíð áhuga.
Hún rak ásamt eiginmanni sínum
og börnum veitingastaðinn Þrast-
arlund 1966–1970, sem þá var op-
inn aðeins yfir sumartímann og var
í eigu UMFÍ. Árið 1971 fluttust svo
Esther og Sigfús í Stykkishólm, þar
sem Sigfús, eiginmaður hennar, tók
við starfi Kaupfélagsstjóra Kaup-
félags Stykkishólms.
Útför Ragnheiðar Estherar fer
fram frá Selfosskirkju á morgun,
mánudaginn 11. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
bóndi í Hrísdal í Mikla-
holtshreppi á Snæfells-
nesi, f. 5. 10. 1888, d.
19. 9. 1969, og Margrét
Hjörleifsdóttir, f. 27.9.
1899, d. 9.8. 1985.
Esther og Sigfús
bjuggu á Selfossi til
1971 og þar eftir í
Stykkishólmi til ársins
1993, er þau fluttu til
Reykjavíkur. Börn
Estherar og Sigfúsar
eru sex, talin í aldurs-
röð: 1) Guðríður Haug-
en, kaupmaður, Nor-
egi, maki Thormod
Haugen, kaupmaður. Börn Guðríð-
ar frá fyrra hjónabandi eru Christ-
ian, sölumaður og Helena Hylde-
toft. Barn Guðríðar og Thormods
er Kjartan, verslunarmaður. Börn
Christians eru Maria Antonett, Ida
og Hilmar Andri. Barn Kjartans er
óskírður drengur. 2) Margrét
Dóróthea, skólastjóri Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, maki Sigurður
Petersen skipstjóri. Börn þeirra
eru Esther Ágústa Berg, yfirtölvu-
endurskoðandi, Deloitte & Touche,
Bandaríkjunum, maki Bala Kam-
allakharan, yfirtölvuráðgjafi,Cap
Gemini Ernst & Young, í Banda-
ríkjunum, og Sigfús Sigurðsson,
handboltamaður, Magdeburg.
Barn Sigfúsar og Anastasiu Pav-
lovu er Alexander Sigurður. 3) Ein-
ar, kaupmaður, Reykjavík, maki
Anna Kristín Sigþórsdóttir, kaup-
maður. Sonur þeirra er Sigþór,
rekstrarhagfræðingur hjá Flug-
leiðum. Eiginkona Sigþórs er Sig-
rún Guðmundsdóttir arkitekt og
synir þeirra eru Sveinn Þór og Arn-
ar Óli. 4) Dómhildur Arndís, hús-
Glæsileg föðursystir hefur nú siglt
úr sjónmáli seglum þöndum. Esther
og þær dætur af Kárastígnum hafa
ætíð verið einar flottustu dömur í
bænum – skonnortur sem fagur-
segldar hafa farið fyrir á fullu stími.
Þau fengu vænan heimanmund
systkinin – greind, glaðsinna og fal-
leg á fæti. Þeim var ætlað að mennt-
ast og mennast og sigla fullum byri
fram á veg – til stjarnanna. Esther,
hárgreiðslumeistari var áræðin
dugnaðarkona sem ung stofnaði eina
fínustu hárgreiðslustofu bæjarins,
Lotus. Forkur og skartkona með
ljósan makkann sem meginskart.
Margar skemmtisögur fóru af
Esthu, sumar færðar í stílinn. Mynd-
arskap hennar og rausn var þó ekki
unnt að ýkja, gestrisnin var slík að
engum vörnum varð við komið. Þótt
fjölskyldur okkar bönkuðu óvænt
upp á hjá Esthu og hennar heittelsk-
aða Sigfúsi kom hún til dyra í háhæl-
uðum bandaskóm, fallega klædd og
greidd og hann fagnandi. Aldrei var
hún gripin ótilhöfð konan sú. Eins og
hendi væri veifað biðu gesta veiting-
ar, heitt súkkulaði og meðlæti eða
veislumatur. Húsmóðirin á Selfossi, í
Silfurgötu í Stykkishólmi og Reykja-
vík opnaði faðm sinn og hús ætíð upp
á gátt. Aldrei varð lát á rausn eða
reisn Esther frænku. Myndarleiki
og glæst framkoma einkenna og
hennar stóru fjölskyldu sem nú sér á
bak heittelskaðri ættmóður. Á æðri
sviðum bíða Esthu nú án efa hlaðin
borð og útbreiddir faðmar. Far í
friði, flotta frænka.
Elín, Edda, Katrín og Guð-
jón Ólafs- og Grétubörn.
„Ert þetta þú, Gulli minn,“ sagði
hún og horfði á mig með þessum
stóru, fallegu og blíðu augum. „Og
ertu með rós handa mér?“ Ég tók í
hönd hennar og við horfumst í augu
og þögðum langa stund. Á kortinu
sem fylgdi rósinni stóð: Til fyrstu
konunnar sem ég varð skotinn í.
Þetta var í síðasta sinn sem ég sá
Esther Einarsdóttur áður en hún dó
áttatíu og sex ára gömul.
Esther kom til Selfoss árið 1946
en þá var ég átta ára. Hún vakti
strax athygli fyrir glæsileika. Hún
var ekki aðeins falleg heldur bar hún
af í klæðaburði og framkomu. Hún
var nýkomin frá Bandaríkjunum og
hafði því fas heimskonunnar. Esther
varð fljótt vinkona móður minnar og
systra hennar en þær voru oft kall-
aðar systurnar í Tryggvaskála vegna
þess að afi minn og amma ráku þar
gistihús og veitingasölu. Esther setti
síðan upp hárgreiðslustofu í húsinu
Ingólfi sem foreldrar mínir áttu þá.
Ég man að fljótlega eftir að hún kom
til Selfoss báðu foreldrar mínir hana
um að passa mig eitt kvöld. Ég var
svo feiminn við hana því að án þess
að ég skildi það þá varð ég „skotinn“
í henni þótt ég væri bara smápolli.
Hún var svo falleg og blíð en það var
þessi innri fegurð sem ég skynjaði og
það hefur án efa heillað mig mest.
Þessa ótrúlegu blíðu, glæsileik og
innri fegurð bar hún til æviloka.
Esther fór síðan að vera með
átrúnaðargoði okkar strákanna á
Selfossi, Sigfúsi Sigurðssyni. Sigfús
var íþróttakappi, kastaði kúlu og
kringlu lengra en aðrir menn á Ís-
landi í þá daga og þótt víðar væri
leitað. Hann fór á Ólympíuleikana
1948 og var stolt okkar og fyrir-
mynd. Þau voru glæsilegt par, Esth-
er og Sigfús, og settu vissulega svip
á þorpsbraginn á Selfossi og vöktu
ávallt mikla athygli hvar sem þau
fóru.
Ég fluttist frá Selfossi þegar ég
var ellefu ára svo að má segja að ég
hafi ekki hitt Esther og Sigfús aftur
fyrr en ég kynntist Einari syni
þeirra og Önnu konu hans mörgum
árum síðar. Einar og Anna bjuggu
þá í Stykkishólmi en þangað höfðu
Esther og Sigfús flutt þegar Sigfús
tók við kaupfélagsstjórastöðu þar.
Þegar ég og konan mín, Guðrún, fór-
um í okkar fyrstu heimsókn til Ein-
ars og Önnu var okkur boðið heim til
Estherar og Sigfúsar. Þau bjuggu í
einu af þessum stórglæsilegu gömlu
húsum sem prýða Stykkishólm. Þar
fengum við þvílíkar móttökur að
þeim mun seint gleymt. Veislumatur
og drykkir og þessi glæsileiki yfir
öllu. Ég fann þá aftur fyrir þessari
þægilegu tilfinningu sem fylgdi því
að vera í návist Estherar. Þessi blíða
og umhyggja, glæsileiki og innri og
ytri fegurð sem einkenndu þessa
konu alla tíð. Heimsóknir til þeirra
hjóna urðu margar, því oft nutum við
gestrisni Einars og Önnu í Stykk-
ishólmi og ávallt var farið til Esth-
erar og Sigfúsar líka. Einar hefur
erft marga af bestu eiginleikum
móður sinnar og föður svo vinskapur
við hann varð dýpri og sterkari þess
vegna. Eftir að Einar og Anna fluttu
frá Stykkishólmi fórum við hjónin í
mörg ár með þeim til rjúpna í ná-
grenni Stykkishólms. Þá gistum við í
Hólminum og nutum ávallt þessarar
einstöku gestrisni þeirra hjóna
Estherar og Sigfúsar.
Mér finnst það mikil forréttindi að
hafa fengið að kynnast Esther og
Sigfúsi og nú eru þessi glæsihjón
saman á ný. Ég votta Einari og Önnu
samúð okkar hjóna svo og öðrum að-
standendum Estherar Einarsdóttur.
Esther mín, takk fyrir að hafa ver-
ið ein af stóru konunum í lífi mínu.
Ég hlakka til að hitta þig þegar ég
kem heim aftur.
Guðlaugur Bergmann,
Sólbrekku, Hellnum.
RAGNHEIÐUR ESTHER
EINARSDÓTTIR
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR ESTHER EINARSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Snorrabraut 56, Reykjavík,
áður Stykkishólmi og Selfossi,
sem lést þriðjudaginn 5. nóvember, verður jarð-
sungin frá Selfosskirkju mánudaginn 11. nóv-
ember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðríður Sigfúsdóttir, Thormod Haugen,
Margrét D. Sigfúsdóttir, Sigurður Petersen,
Einar Sigfússon, Anna K. Sigþórsdóttir,
Dómhildur A. Sigfúsdóttir,
María K. Sigfúsdóttir, Kristbjörn Theódórsson,
Sigurður Sigfússon, Sjöfn Björnsdóttir,
Ragnheiður Esther Briem, Jóhann Friðgeirsson.
RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON
bifreiðarstjóri,
Víghólastíg 17,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánu-
daginn 11. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta
MS-félagið eða Sjálfsbjörg njóta þess.
Fyrir hönd barna okkar og barnabarna,
Guðrún Albertsdóttir.
Okkar ástkæra
JÓNA A. SVEINSDÓTTIR,
Hverfisgötu 49,
Reykjavík,
sem lést á Sólvangi Hafnarfirði þriðjudaginn
5. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Aðalsteinsdóttir og fjölskylda,
Sigurður V. Gunnarsson og fjölskylda.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
fyrrverandi kaupmaður í Straumnesi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
miðvikudaginn 6. nóvember, verður jarðsung-
inn frá Langholtskirkju miðvikudaginn
13. nóvember kl. 13.30.
Kristín Sigtryggsdóttir,
Sigtryggur Jónsson, Lína Margrét Þórðardóttir,
Sigurður Jónsson, Jófríður Halldórsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir, Róbert Melax,
Ágústa Jónsdóttir, Helgi Baldvinsson,
Steingrímur Jónsson, Ásta Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel
vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
HUGBORGAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Lækjartúni,
Ölfusi.
Ólafur Jónsson,
Jón Ólafsson, Sigurborg Valdimarsdóttir,
Benedikt Ólafsson, Ásta Hallsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Arna Hjaltadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.