Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ ERU rétt um sex ár liðin síðan ég kom fram í Dagsljósi sjónvarpsins með hið vinsæla innslag Heilsuhorn Gauja litla. Ég var á þessum tíma 172,5 kíló og steig nakinn inn í stofu á hverju heimili og hét því að grenna mig. Það tókst bara bærilega. Ég ætla að halda upp á þetta sex ára af- mæli í Loftkastal- anum núna á sunnudaginn klukkan fimm og þið eruð öll velkomin. Og það verður gaman. Ég ætla að upplýsa ýmislegt úr Dagsljósinu sem ekki hefur komið fram. Þann tíma sem ég hef verið viðrið- inn heilsu og mannrækt hvers konar hefur afar lítið gerst. Stjórnvöld; jafnt ríki, borg og sveitarfélög, hafa daufheyrst við að taka til hendinni. Þjóðin er of feit og það er ekkert gamanmál. Stjórnvöldum ber að taka á þessum vanda. Margsinnis hef ég reynt að ná eyrum þeirra sem ráða. Það hefur ekki tekist. Því mið- ur. Menn í stjórnunarstöðum sem geta beitt sér fyrir þjóðarátaki á þessu sviði eru of uppteknir af vöxt- um og kvóta og slíkum stórmálum. Halló! Er ekki allt í lagi? Hvaða máli skipta vextir þegar lífshamingja er ekki fyrir hendi? Sú klisja að feitt fólk sé hamingjusamt og alltaf hlæj- andi er bara bull. Feitu fólki líður ekki vel. Þessi þjóð stefnir hraðbyri í ógöngur. Börnin okkar eru þau feit- ustu í Evrópu þar til nýlega að þýsk börn náðu þessum vafasama heiðri. Hafa stjórnvöld brugðist við þessum staðreyndum með einhverjum hætti? Nei, segi ég. Maður hefur á tilfinningunni að ráðamenn sakni þess að hafa misst þó þetta eina Evr- ópumet sem við áttum. Ég skora hér með á stjórnvöld þessa lands, með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar, að boða til þjóðar- átaks gegn offitu. Kennum börnun- um okkar að borða, þá meina ég að borða rétt. Veitum skattaafslátt ef fólk nær að létta sig. Bjóðum ókeypis líkamsrækt fyrir fólk til að taka upp breyttar lífsvenjur. Aukakílóin, sem oft eru nefnd svo, eru nefnilega að- alkílóin. Ég hef alltaf talað gegn skyndilausnum, sama hvaða nafni þær nefnast, líka þeim sem bera nöfn eins og „Í kjólinn fyrir jólinn“ og „Sjáðu á þér eistun fyrir þorrann“. Síðastliðin fimm ár höfum við í Heilsugarði Gauja litla sótt ótal fundi og ráðstefnur um matarfíkn og offitu, hérlendis og erlendis. Nær undantekningalaust eru allir sam- mála um það að fundum og ráð- stefnum loknum, að eina færa lausn- in í baráttunni við vambarpúkann sé forvarnir. Þegar hins vegar kemur að umræðunni um orsakir offitunn- ar, út af hverju og hvers vegna fólk verði offitu að bráð, fara menn undan í flæmingi þegar svara á hvort það geti verið að hluti af vandanum sé fólginn í andlegri vanlíðan, stressi og streitu, einelti og fíkn, jafnvel erfð- um. Menn fara undan í flæmingi og skella í hálfgerðan baklás; þeir fyll- ast vanmáttarkennd sökum þess að fólki finnst þessir þættir svo flóknir og erfiðir að glíma við og erfitt að vinna með einstaklinga á tilfinninga- legum grunni. Við ættum að setja á laggirnar meðferðarheimili þar sem unnið er með matarfíkn og offitu á réttlátan og heiðarlegan hátt. Í meðferðinni væri skynsemi og hjartahlýja höfð í fyrirrúmi og kæmi í stað þessara endalausu einhæfu áreita skyndi- lausna sem í boði eru. Það má öllum ljóst vera að ef ein þessara skyndi- lausna virkuðu þá væru allir grannir og vandamálið leyst. GUÐJÓN SIGMUNDSSON, Gaui litli. Aukakílóin – aðalkílóin Frá Guðjóni Sigmundssyni: Guðjón Sigmundsson FYRIR fjórum og hálfu ári fluttist ég til Íslands frá Danmörku og heyrði í fyrsta skipti um birkiösku. Dóttir mín hafði fengið sortuæxli eft- ir að hún átti sitt annað barn sem olli mér ólýsanlegum áhyggjum. Ég leit- aði mér upplýsinga um hvað birki- aska gerir og heyrði mjög góðar um- sagnir um hana. Í stuttu máli þá fórum við báðar að taka birkiöskuna reglulega og höfum gert það síðan. Nú í dag er dóttir mín alveg laus við allar frumubreytingar sem höfðu verið til staðar áður en hún fékk sortuæxlið. Sjálf hafði ég þjáðst af liðagigt í mörg ár og uppgötvaði eftir dálítinn tíma að ég var alveg laus við alla lið- verki. Þá varð ég forvitin og gerði prufur, hætti að taka birkiöskuna í tvígang með töluverðu millibili. Það var eins og við manninn mælt; eftir viku til tíu daga voru liðverkirnir komnir aftur. Þetta sannaði fyrir mér að birkiaskan hjálpar verulega við liðagigt. Ég hef verið að taka skjaldkirt- ilslyf í sex ár og er undir nákvæmu eftirliti lækna með reglulegum blóð- rannsóknum. Læknarnir voru eitt ár að finna réttan styrkleika á lyfjum fyrir mína skjaldkirtilsveiki. Eftir að ég flutti til Íslands tóku íslenskir læknar við eftirliti með blóðrann- sóknum. Birkiaskan hefur ekki haft nein áhrif á upptöku skjaldkirtils- lyfsins og tek ég sama styrk af lyfinu og ég gerði í Danmörku. Ég er óend- anlega þakklát fyrir að mér var bent á birkiöskuna því hún hefur gert ómetanlegt gagn fyrir mig og mína fjölskyldu. INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Víkurströnd 1, Seltjarnarnesi. Birkiaska Frá Ingibjörgu Eiríksdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.