Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 278. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 mbl.is Flugkappar af Mánagarði Leikskólabörn í heimsókn hjá flugfélaginu Geirfugli 18 Bíladellumaður allra tíma Glæsikerrur skipta engu minna máli í lífi Bonds en konur Bílar 10/12 Tónlist er andleg iðkun KK með útgáfutónleika í Austurbæ í kvöld Fólk 45 STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum lögðu í gær til, að Heimsviðskipta- stofnunin beitti sér fyrir því, að árið 2015 yrði búið að afnema alla tolla á framleiðsluvöru. Ekki er búist við, að stór þróunarríki á borð við Indland og Brasilíu muni taka tillögunni fagnandi og ekki heldur ýmsar greinar bandarísks iðnaðar. Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði, að sam- kvæmt tillögunni ætti að vera búið að lækka alla tolla í 8% 2010 og síðan skyldi fella þá alveg niður á næstu fimm árum. Tollar, sem nú eru 5% eða lægri, skyldu hins vegar vera horfnir 2010. Þessi tillaga verður lögð fram í Doha-viðræðunum á vegum Heims- viðskiptastofnunarinnar en hún er að nokkru leyti svar við þeirri gagnrýni, sem Bandaríkjastjórn hefur sætt vegna aðgerða til verndar bandarísk- um stáliðnaði og landbúnaði. Nýtur hún mikils stuðnings samtaka bandarískra útflytjenda og formaður þeirra, Bill Reinsch, hrósaði George W. Bush forseta og stjórn hans fyrir frumkvæðið. Sagði hann, að sam- þykkt tillögunnar myndi leiða til aukinnar velmegunar um allan heim. Minnti hann á, að alger niðurfelling tolla hefði verið markmið GATT, Al- menna samkomulagsins um tolla og viðskipti, við stofnun þess fyrir rúm- lega hálfri öld. Bandaríkjastjórn lagði fram líka tillögu um viðskipti með landbúnað- arvöru í júlí síðastliðnum og þar er áherslan á minni niðurgreiðslur. Supachai Panitchpakdi, yfirmaður Heimsviðskiptastofnunarinnar, tel- ur, að mörgum þróunarríkjum muni reynast það erfitt að afnema tolla með öllu, en sagði, að bandaríska til- lagan væri samt mjög jákvætt inn- legg í væntanlegar viðræður. Bandaríkin vilja tollalausan heim Besta leiðin til að auka velmegun Washington. AFP. VARAFYLKISSTJÓRI í fylk- inu Zamfara í Nígeríu hefur hvatt múslima til að drepa blaðakonuna sem skrifaði grein um fegurðarsamkeppnina Ungfrú heim, en hún varð kveikjan að blóðugum uppþot- um og dauða um 220 manna. „Úthella má blóði Isiomu Daniel rétt eins og guðlasts-rit- höfundarins Salmans Rushd- ie,“ sagði varafylkisstjórinn og kvað dóminn byggjast á kenn- ingum Kóransins. Isioma Dan- iel, sem nú fer huldu höfði, sagði í greininni, að Múhameð hefði vafalaust líkað keppnin vel og viljað kvænast einhverri fegurðardrottningunni. Dauðasök að móðga Múhameð Kano, Lagos. AFP, AP. HEILDARÚTGJÖLD heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins verða rúmlega 100 milljarðar króna á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpi næsta árs að meðtöldum þeim viðbótarfjárveitingum sem gerð er tillaga um í umfjöllun fjárlaganefndar. Hafa þau ekki fyrr farið yfir 100 millj- arða en gert er ráð fyrir að á þessu ári verði um 92 millj- örðum varið til heilbrigðis- mála. Meirihluti fjárlaganefndar lagði í gær fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið og legg- ur til að útgjaldaliður frumvarpsins hækki um 4,3 milljarða kr. Mest hækka útgjöld til heilbrigðis- mála, eða um 1.572 milljónir, og til menntamála, um 1.177 milljónir. Er m.a. lögð til 700 millj. kr. hækkun framlaga til Landspítala – háskólasjúkrahúss. Lyfjaútgjöld aukast um 7% á ári Í áliti heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, sem fylgir fjárlagatillögunum, segir að fjárlaga- frumvarpið geri ráð fyrir að heildarútgjöld heil- brigðisráðuneytisins verði rúmlega 100 milljarðar, gjöld ráðuneytisins umfram tekjur nemi rúmlega 96,7 milljörðum kr. og af þeim séu 76,7 milljarðar beint framlag úr ríkissjóði og 20 milljarðar inn- heimtir af ríkistekjum. „Tekin hefur verið saman útgjaldaþróun helstu málaflokka hjá ráðuneytinu næstu fjögur árin. Þar er gert ráð fyrir að framlög til tryggingamála auk- ist að jafnaði um 4% á ári, framlög til sjúkratrygg- inga aukist um 5% á ári og lyfjaútgjöld um 7% á ári en árleg umsýsla eftirlitsstofnana aukist um 1% á ári,“ segir í nefndarálitinu. Heilbrigðis- útgjöld yfir 100 milljarðar Framlög til trygginga aukast um 4% á ári  Útgjöld/10 DAGLEGT líf milljóna manna fór verulega úr skorðum í gær vegna verkfallsaðgerða í nokkrum Evrópuríkjum. Mestar voru þær í Frakklandi og Bretlandi en nokkur ókyrrð er einnig á Ítalíu. Í Frakklandi varð að aflýsa um 90% af öllu áætlunarflugi vegna verkfalls tveggja stéttarfélaga flugumsjónarmanna og lít- ið var um ferðir lesta og strætisvagna. Söfnuðust starfsmenn þeirra saman í París til að leggja áherslu á bætt kjör og starfs- öryggi og mótmæla fyrirhugaðri einkavæðingu ríkisstjórnar- innar. Sýnir myndin göngu þeirra um borgina en búist hafði verið við, að allt að 100.000 manns myndu taka þátt í henni. Auk þess hafa franskir vöruflutningabílstjórar verið með miklar mótmælaaðgerðir síðustu daga. Í Bretlandi hafa 52.000 slökkviliðsmenn verið í verkfalli og í gær lögðu kennarar í London og margir starfsmenn sveitar- stjórna um allt landið niður vinnu. Í Róm á Ítalíu komu um 20.000 manns saman til að styðja starfsmenn Fiat-verksmiðj- anna en fyrirhugað er að fækka þeim um rúmlega 8.000. Ringulreið vegna verkfalla AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.