Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 49 FYRSTA íslenska rappskífan sem fékkalmenna dreifingu hér á landi varStormurinn á eftir logninu með EyjólfiEyvindssyni sem kallar sig jafnan Ses- ar Africanus, eða bara Sesar A. Sesar hefur haldið áfram sínu brautryðjendastarfi, sá til að mynda um safndiskinn góða Rímnamín sem kom út í sumar, og sendi í vikunni frá sér sinn annan disk, Gerðuþaðsjálfur. Sesar segir að fljótlega eftir að hann var búinn með síðustu plötu sína hafi hann sest niður og skrifað niður hvað hann átti í fórum sínum af hugmyndum. „Þá kom í ljós að ég var með um sextán hugmyndir að lögum. Ég fór síðan að vinna efnið nokkuð skipulega og má segja að ég hafi hugsað og unnið hana á tæpu ári,“ segir hann en upptökurnar sjáfar fóru fram á tíma- bilinu frá júlí til september. Rappið var tekið upp í Geimstöðinni Mír, en Diddú og flestir hljóð- færaleikarar voru teknir upp í Pornogen Snuff Studios. Sesar segir að vinnan hafi gengið vel, en þar sem hann fékk ýmsa til liðs við sig var um- stangið mikið. „Ég vann þetta á löngu tímabili og gaf þessu tíma til að meltast og þróast. Ég er mjög ánægð- ur með útkomuna.“ Gefur skífuna út sjálfur Sesar gefur skífuna sjálfur út líkt og síðustu plötu sína. Hann segist þó hafa rætt við útgáfur en án árangurs. Skífan hafi lýst áhuga en síðan hætt við og samskipti hans við Eddu hafi leitt í ljós að forstöðumaður tónlistardeildarinnar vilji alls ekki gefa hann út. „Ég hef svo sem ekki efni á að gera þetta, ekki frekar en ég hafði efni á því í fyrra,“ segir hann og hlær við. Aðspurður hvort hann sé þá ekki að tefla á tæpasta vað núna, sér- staklega í ljósi þess að umbúðirnar eru mun dýr- ari núna, diskurinn í sérstakri öskju, segist hann þegar vera búinn að tryggja að útgáfan standi undir sér. „Mér tókst að selja fyrir kostnaði í fyrra og þegar platan kemur út núna er hún búin að borga sig og rúmlega það. Ég gerði samning við BT um að þeir kaupa af mér fyrsta upplagið og fá einkasölu af því. Ég fæ svo borgaðan helm- inginn strax, sem greiðir kostnaðinn,“ segir hann, en bætir við að diskurinn fari væntanlega í almenna dreifingu um miðjan desember. Af ofangreindu má sjá að Sesar er gefinn fyrir að taka áhættu, en hann gefur ekki mikið fyrir það, þetta hafi einfaldega verið spurning um að duga eða drepast, að láta drauminn rætast og það núna því hann og unnustan eru á leið til út- landa í nám og það núna því þau frestuðu því til að honum gæfist kostur á að ljúka við diskinn og koma honum út. „Ég held ég hætti aldrei að semja, en það verður kannski bið á að ég gefi út.“ Í allt öðrum klassa Sesar segir að plata hans á síðasta ári, Storm- urinn á eftir loginu, hafi verið, eins og nafnið ber með sér, hugstormur sem hafi beðið eftir að brjótast fram. „Mér finnst Gerðuþaðsjálfur aftur á móti í allt öðrum klassa, miklu betri, enda er ég búinn að vinna meira í forminu. Áður skrifaði ég texta út í eitt og setti síðan tónlist undir. Núna aftur á móti skrifa ég texta við tónlistina og læt það ganga upp í forminu,“ segir hann og bætir við að hann hafi einnig þróast tónlistarlega; úr því að byggja laglínur úr endurunnum hljómum semji hann nú sínar eigin laglínur. „Þegar ég byrjaði að vinna með tónlist fyrir tæpum 10 ár- um notuðum við hljómborð og þ.h. til að semja eigin línur. Síðan kynnist ég hljóðsmalatækninni og byggði allt á því en hef hægt og rólega brotið mig út úr því eins og sést á Gerðuþaðsjálfur.“ Umslag utan um plötuna er býsna sérstakt, enda má segja að eigandinn þurfi að gera það sjálfur. „Aðalmálið hjá Haraldi Civelek og Jeff Ramsey, sem gerðu umslagið, var að hanna það sem minnst og láta ímyndunarafl eiganda ráða ferðinni.“ Leiðbeiningar fylgja með til að skýra ferlið. „Þegar maður hannar umslag styðst mað- ur oftast við fyrirmyndir til að sjá hvernig við- komandi leysti eitthvað vandamál en í þessu til- viki er það ekki hægt þar sem þetta hefur ekki verið gert áður.“ Sesar tók þá ákvörðun að gefa eitt lag á heimasíðu sinni sem einskonar 12" mp3 til kynn- ingar á plötunni. „Tólf tommur eða smáskífur þrífast ekki á íslenskum markaði en þetta er örugglega leið til að koma slíku á framfæri og nota þá netið til þess,“ segir hann en slóðin á vef- setur Sesars er www.sesar-a.com. Íslenskan skiptir öllu máli Sesar er einn helsti brautryðjandinn í íslensku hiphopi, var sá fyrsti sem gaf út breiðskífu með almenna dreifingu, og hefur því býsna góða yf- irsýn yfir hiphop-heiminn. Hann segir að enn sé hiphop að sækja í sig veðrið, enn séu menn að heillast af hiphopi og enn eigi eftir að koma út margir góðir diskar þótt mikið hafi komið út á þessu ári. „Mér finnst ekki líklegt að nokkur plata eigi eftir að ná viðlíka sölu og Rottweiler- hundarnir á síðasta ári, þeir voru einfaldlega með rétta plötu á hárréttum tíma. Hugsanlega verður einhver samdráttur í sölu þar hún dreifist á fleiri titla og þar af leiðandi verður meiri sam- keppni. En það að rappið er á íslensku skiptir öllu máli og mun gera að verkum að það festist í sessi og er komið til að vera, enda höfðar rapp á íslensku til miklu fleiri eftir því sem fleiri skilja textana og hlusta frekar á þá fyrir vikið.“ Sesar segist stefna á útgáfutónleika í byrjun desember, en hann er ekki búinn að ákveða stund eða stað. Eitt af því sem vefst fyrir honum er að geta ekki fengið alla þá sem komu að plöt- unni með honum til að troða upp með sér, enda segist hann ekki treysta sér alveg til að uppfæra öll verkin með öllum hljóðfærum og tilheyrandi. Að því sögðu er hann rokinn, enda þarf han að fara heim að pakka plötunni, að koma diskunum fyrir í umbúðunum, en diskarnir eru steyptir úti en umbúðirnar prentaðar hér heima. Morgunblaðið/Þorkell Sesar gerir það sjálfur Sesar A er meðal brautryðj- enda í íslensku hiphopi. Nýr diskur hans þar sem hann reynir að miða forminu áfram kom út í liðinni viku. Árni Matthíasson ræddi við Sesar sem er á leið utan í nám. „[Þ]að að rappið er á íslensku skiptir öllu máli og mun gera að verkum að það festist í sessi og erkomið til að vera“, segir brautryðjandinn og hugsjónamaðurinn Sesar Africanus. Geislaplatan Gerðuþaðsjálfur er komin í verslanir. Útgáfutónleikar verða í desemberbyrjun. skrefi framar KYLIE mun koma fram á sviði West End í söngleik tileink- uðum skemmti- kröftunum Morecomb and Wise sem góð- gerðarsjóður Karls Breta- prins stendur fyrir. Prinsinn ákvað sjálfur hverjir ættu að taka þátt í skemmt- uninni og setti Kylie efst á óskalist- ann, og ástralska söngkonan þáði boð prinsins með þökkum, bæði stolt og hrærð, enda vissi hún að hún hafði verið tekin fram yfir stjörnur á borð við Halle Berry og Nicole Kidman sem áður höfðu ver- ið orðaðar við skemmtunina. Karl valdi Kylie Prinsinn vill popp-prinsessuna. Sýningartímar gilda 26 - 29 nóvember Sýnd kl. 4 ísl tal Vit 448Sýnd kl.4. Vit 448 Sýnd kl.6. Vit 448 AKUREYRIÁLFABAKKI E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P kl. 4 og 8. B. i. 16. Vit 469. KEFLAVÍK Kl. 6, 8 og 10. Vit 474 Kl. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 468 1/2HK DV ÓHT Rás2  SV Mbl  RadíóX Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 479 Sýnd kl. 8. Vit 479 ÁLFABAKKI AKUREYRI ÁLFABAKKI AKUREYRI ÁLFABAKKI AKUREYRI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5 og 8. Vit 468Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 468 BLOOD WORK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.