Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AUKIÐ flugöryggi og samræming á margs konar reglum er varða flug- starfsemi er stöðugt verkefni flug- málayfirvalda. Næsta sumar verður haldin í Reykjavík sameiginleg ráð- stefna Joint Aviation Authorities, Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA, og bandarísku flugmálastjórnarinn- ar, FAA, sem fjalla mun um slík mál. Er þetta 20. fundur samtakanna og að því leyti tímamótaráðstefna að með tilkomu European Aviation Safety Association, EASA, sem verið er að koma á laggirnar, breytist starf JAA verulega. Nýju samtökin eru stofnuð að frumkvæði Evrópusam- bandsins og falla aðildarlöndin því undir þau svo og lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins. Inge R. Steenberg, sem starfar við reglugerðarmál hjá JAA, og Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugör- yggissviðs Flugmálastjórnar, segja mikið starf hafa verið unnið við sam- ræmingu á reglugerðum og starfs- háttum er varða flugmál austan hafs og vestan en mikið starf sé þó óunnið. Mál mislangt komin „Við getum nefnt sem dæmi að reglur er varða viðurkenningu flug- vélagerða hafa verið mismunandi í löndum Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Inge R. Steenberg, „og hafa framleiðendur óskað eftir því að þessi atriði séu samræmd eftir föngum. Það er meðal verkefna JAA og FAA að verða við þessum óskum og í tæknilegum málefnum, þ.e.a.s. varð- andi tegundarviðurkenningu og við- haldsmál, er samræming langt á veg komin. Hún er alllangt komin hvað varðar flugrekstur en skemmst hvað varðar grunnmenntun og þjálfun flugmanna.“ Samskipti JAA við Bandaríkja- menn fara einkum fram gegnum FAA en einnig eru mikil samskipti við Alþjóða flugmálastofnunina, ICAO. Á árlegri ráðstefnu JAA og FAA eru einnig fulltrúar framleið- enda, flugfélaga og samtaka flug- manna, svo nokkur séu nefnd. Að sögn þeirra hefur á síðari árum á þessum ráðstefnum verið lögð aukin áhersla á umfjöllun um verkefni sem unnið er að beggja megin Atlants- hafsins og ætlað er að bæta flugör- yggi í heiminum. Þau segja mikla fjármuni lagða í þessi verkefni t.d. hvernig fækka má slysum þegar flug- vél er beinlínis flogið í jörðina í stjórn- uðu flugi, hvernig fækka má slysum sem tengjast flugtaki eða lendingu og flugslysum við árekstra á flugbraut- um. Áætlað er að fundinn í Reykjavík, sem haldinn verður um mánaðamót maí–júní, sitji ekki færri en um 320 manns frá öllum heimshornum og fer fundurinn fram í hinu nýendurnýjaða Hótel Esju. „Á þessum fundum eru mál lögð fram eftir vandlegan und- irbúning og þau rædd ítarlega,“ segir Pétur. „Og það má segja að þau séu ekki lögð fram nema að almennur áhugi sé á þeim og vitað sé að þau hafi víðtækan stuðning, það er ekki verið að varpa fram lítt grunduðum hug- myndum heldur málefnum sem snerta flest löndin og allir sem eru í flugstarfsemi þurfa að geta fjallað um.“ Ólík viðhorf til vopnaburðar Einstök málefni sem eru efst á baugi hverju sinni fá einnig sinn sess á ráðstefnunni og ekki er talið ólík- legt að vopnaburður flugmanna í stjórnklefa verði ræddur. Inge R. Steenberg segir skoðanir í þeim efn- um mismunandi. „Viðhorfin til skot- vopna eru mjög ólík milli Evrópu og Bandaríkjanna og byssueign er miklu almennari í Bandaríkjunum en flest- um Evrópulöndum. Bandarísk flug- félög hafa sóst eftir því að flugmenn þeirra fengju að bera skotvopn en í Evrópu hafa menn fyrirvara á slíku. Það er því ekki víst að sameiginleg lausn finnist á þessu atriði fyrir flug- heiminn allan. Sum atriði verða líka alltaf mismunandi eftir löndum,“ seg- ir hún en þau leggja bæði áherslu á að mikilvægt sé að flest er varðar rekst- ur og meðhöndlun flugvéla, menntun og þjálfun sé eftir samræmdum reglum. Önnur umfjöllunerefni eru reglur um aðskilnað flugvéla, spurningin um hvort beri að hafa árekstrarvara í öll- um gerðum flugvéla og eitt stærsta umfjöllunarefnið um þessar mundir er á sviði flugleiðsögukerfa. En hvað með aðra heimshluta en Evrópu og Ameríku verður hægt að samræma flugstarfsemi allra svæða? „Ef önnur lönd vilja samræmast og taka upp reglur sem gilda hjá JAA og FAA þá er málið fremur einfalt og fulltrúar JAA hafa farið til landa í Suður–Ameríku og Asíu til að ræða slík mál,“ segir erlendi fulltrúinn. Segir hún að smám saman hljóti allar meginvinnureglur í flugstarfsemi heimsins að mestu eða öllu leyti að verða samræmdar. Staða JAA að breytast Pétur K. Maack segir að nýja ESB-stofnunin, EASA, sem taka á yfir öryggismál í flugi innan Evrópu, muni hafa aðra og formlegri stöðu en JAA. „Segja má að JAA séu samtök flugmálastjórna Evrópulanda en þau samtök hafa ekki lagalega stöðu al- þjóðastofnana. Evrópusambandið hefur ákveðið að koma á eigin stofnun og verður henni falin umsjá flugör- yggismála aðildarlandanna. Löndin innan Evrópska efnahagssvæðisins eiga væntanlega beina aðild að stofn- uninni enda ná reglur hennar til land- anna. Nýja stofnunin tekur því yfir reglugerðarsmíði sem JAA hefur haft með höndum en JAA verður líkast til vettvangur fyrir EASA til að koma þessum reglugerðum á framfæri við þau lönd sem ekki starfa innan vé- banda þess,“ segir Pétur en tekur fram að framtíðarstaða JAA sé ef til vill nokkuð óljós í bili. Bandaríkja- og Evrópumenn funda á Íslandi um samræmingu flugmála Aukið flugöryggi með meiri samræmingu á reglum Morgunblaðið/Kristinn Inge R. Steenberg, sem starfar við reglugerðarmál hjá JAA, og Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar.  GUÐRÚN Haraldsdóttir mann- fræðingur varði doktorsritgerð sína 6. maí sl. við the University of Iowa í Iowa City í Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin nefnist „Cooper- ation and Con- flicting Interests: An Ethnography of Fishing and Fish Trading on the Shores of Lake Malawi“. Ritgerðin byggist á árslangri rann- sókn í tveimur þorpum við Malaví- vatn í suðurhluta Malaví þar sem íbú- arnir byggja afkomu sína á fiskveiðum og viðskiptum með fisk. Rannsóknin beindist annars vegar að því að greina hlutverk og tengsl mis- munandi félagshópa í þessum at- vinnugreinum og hins vegar að sam- bandi þessara hópa við fiskveiði- yfirvöld, en á undanförunum árum er fiskafli úr vatninu sagður hafa minnkað mikið og telja yfirvöld að aukin aflasókn smábáta á grunnslóð sé helsta orsökin. Fyrri hluti ritgerðarinnar lýsir sögu fiskveiða og fiskviðskipta í Malaví og ástæðunum fyrir þeim miklu breytingum sem þessar at- vinnugreinar tóku á tuttugustu öld. Gerð er grein fyrir mismunandi þátt- töku kynjanna í veiðum og við- skiptum með fisk í þorpunum og er staða kvenna skoðuð sérstaklega. Sýnt er fram á að þrátt fyrir mikla þátttöku kvenna í fiskviðskiptum við Malavívatn stunda konur jafnan við- skiptin í töluvert smærri mæli en karlar. Þó beri þær oftast meiri efna- hagslega ábyrgð gagnvart heim- ilunum en karlar og séu jafnvel álitn- ar kænni í viðskiptum. Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um tengsl fiskiþorpanna og fiskveiðiyfirvalda. Á síðustu árum hafa stjórnvöld í Malaví reynt að inn- leiða fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggist á jafnri þátttöku þorpanna og yfirvalda í stjórnun fiskveiða í vatninu. Rannsóknin sýndi fram á að þrátt fyrir umræðu um lýðræðislega fiskveiðistjórnun er fiskveiðistjórn- unarkerfið langt frá því að ná lýð- ræðislegum markmiðum sínum. Spilling embættismanna og hrokafull framkoma þeirra gagnvart þorps- búum veldur því að mikið vantraust ríkir gagnvart stjórnvöldum og gref- ur undan einum af meginforsendum fiskveiðistjórnunarkerfisins. Auk þess eru færð rök fyrir því í ritgerð- inni að skilgreining yfirvalda á þorps- samfélaginu sem fiskveiðistjórn- unarkerfið byggist á, standist ekki raunverulegar aðstæður í þorpunum. Skipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins gengur út frá því að þorpin séu eins- leitar og stöðugar einingar, en rann- sóknin sýnir fram á menningarlegan margbreytileika innan þorpanna og einnig mikilvægan efnahagslegan ójöfnuð. Þetta er ekki bara ójöfnuður á milli kvenna og karla heldur einnig ólíkra hópa kvenna og ólíkra hópa karla, sem hefur veigamikla þýðingu fyrir pólitískar og efnahagslegar af- leiðingar fiskveiðistjórnunarkerf- isins. Niðurstaðan er sú að þetta nýja stjórnunarkerfi eigi litla möguleika á meðan litið er framhjá þessum fé- lagslega og efnahagslega marg- breytileika þorpanna. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1987, BA-prófi í mannfræði frá Há- skóla Íslands 1992, og MA-prófi frá the University of Iowa 1994. For- eldrar Guðrúnar eru Haraldur Hannesson og Sólveig Benný Jó- hannsdóttir, fyrrv. bændur í Víði- gerði í Eyjafjarðarsveit. Sambýlis- maður Guðrúnar er Harri Englund mannfræðingur og búa þau í Malaví. Aðalleiðbeinandi Guðrúnar var dr. E. Paul Durrenberger, prófessor í mannfræði við the Pennsylvania State University. Rannsóknarverk- efnið var styrkt af Norrænu Afr- íkustofnuninni í Uppsölum í Svíþjóð og af the T. Anne Cleary Int- ernational Dissertation Research Fellowship við the University of Iowa. Doktor í mannfræði UMHYGGJA, félag til stuðnings langveikum börnum, vinnur að und- irbúningi að opnun þjónustu- miðstöðvar fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra og á mánudag hófst fjáröflunarátak í þessum til- gangi. Hilmir Snær Guðnason, leikari, er talsmaður fjáröflunar- og kynning- arátaksins, en hann greindist með flogaveiki sem ungur maður og hef- ur sjúkdómurinn fylgt honum síðan. Samkvæmt skrám Trygg- ingastofnunar eru 3.400 langveik börn á Íslandi. Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir að þjónustumiðstöð skipti miklu máli fyrir þennan hóp og ekki síst fyrir foreldra, systkini og aðra að- standendur þessara barna. Í þjón- ustumiðstöðinni verði veittur sál- félagslegur stuðningur, upplýsingar um réttindi fólks, fræðsla og fleira. „Börnin fá góða þjónustu inni á spítölunum en það er eins og fjöl- skyldan verði svolítið afskipt,“ segir hún og leggur áherslu á mikilvægi þjónustumiðstöðvar auk þess sem hún bendir á að mörg börn séu ekki inni á spítala þótt þau séu langveik. Umhyggja vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, en í félaginu starfa foreldrar lang- veikra barna og fagfólk innan heil- brigðiskerfisins. Gert er ráð fyrir að öll 13 aðildarfélög Umhyggju fái að- stöðu í þjónustumiðstöðinni og að hún starfi í náinni samvinnu við fæðingadeildir, vökudeildir og barnadeildir sjúkrahúsanna. „Til að ná markmiðinu þurfum við að leita til fólksins í landinu,“ segir Dögg, en Gevalia reið á vaðið í fjársöfnunni og lætur 15 krónur af hverjum seldum kaffipakka til jóla renna til Umhyggju auk þess sem Gevalia kynnir Umhyggju. Um- hyggja selur líka jólakort í símasölu og rennur ágóðinn óskiptur í söfn- unina. Að Umhyggju standa félög og samtök foreldra barna með marg- víslega sjúkdóma og meðfædda galla. Þar má nefna hjartveik börn, sykursjúk börn, geðsjúk börn, krabbameinssjúk börn, börn með axlarklemmu, börn með arfgenga efnaskiptagalla, börn með Tourette- sjúkdóminn, börn með klumbufæt- ur, börn sem fædd eru með skarð í vör og góm, gigtveik börn, börn með mjög alvarlega sjaldgæfa sjúk- dóma og flogaveik börn. Aðildar- félög Umhyggju eru með aðstöðu hér og þar, jafnvel á stofuborðum í heimahúsum, eins og Dögg orðar það, en Umhyggja er með skrifstofu við Laugaveg 7. Dögg segir mikilvægt að félögin séu á sama stað því þá sé hægt að samnýta tæki og tól auk þess sem fólk þurfi aðeins að koma á einn stað vegna mála sem tengjast lang- veikum börnum. „Þjónustumiðstöð skiptir alla viðkomandi mjög miklu máli,“ segir hún. Fjáröflunarátak er hafið til stuðnings langveikum börnum á Íslandi Morgunblaðið/Jim Smart Frá kynningu átaksins. Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, Grímur Óli Grímsson, sem er níu ára og fæddur með klumbufætur, Magnea Herborg Magnúsardóttir, sem er sjö ára og haldin efnaskiptasjúkdómnum PKU, og Hilmir Snær Guðnason, leikari og talsmaður fjáröflunar- og kynningarátaksins. Átak fyrir þjónustu- miðstöð Umhyggju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.