Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 43
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 43
Árnað heilla
Af tilefni afmælanna bjóða þær mæðgur ættingjum og vinum
að drekka með sér kaffi í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafn-
arfirði, sunnudaginn 1. desember kl. 15.
HINDRUNARSAGNIR
eru nákvæmlega það sem
þær segjast vera – sagnir
sem hindra.
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ D752
♥ 7543
♦ 72
♣K63
Suður
♠ ÁK4
♥ KD
♦ ÁK5
♣ÁG954
Suður er með 24 punkta
og hlakkar til að láta
reyna á slemmutæknina í
vel smurðu kerfinu, en þá
eyðileggur vestur allt með
því að opna á þremur tígl-
um. „Það á að banna svona
skemmdarstarfsemi!“
Jæja, suður doblar til út-
tektar og síðan fer allt í
tóma vitleysu:
Vestur Norður Austur Suður
3 tíglar Pass Pass Dobl
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 lauf Pass 5 tíglar
Pass 5 grönd Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
Enginn vill láta hlunn-
fara sig og því er tilhneig-
ingin sú að yfirmelda í
slíkum stöðum. Og það er
ljóst að mikið er á spilin
lagt að reyna sex grönd,
því báðir svörtu litirnir
þurfa að skila hármarks-
arðsemi: spaðinn þarf að
falla 3-3 og laufið að spi-
last upp á fimm slagi.
Vestur kemur út með
tíguldrottningu, sem suður
tekur og spilar strax
hjartakóngi. Austur drep-
ur og spilar hjartagosa um
hæl og vestur fylgir lit.
Hvað nú?
Spurningin snýst fyrst
og fremst um laufíferðina.
Vestur á væntanlega sjölit
í tígli og hefur sýnt tvö
hjörtu. Hann þarf að vera
með nákvæmlega þrjá
spaða og þá getur hann
ekki átt meira en eitt lauf:
Norður
♠ D752
♥ 7543
♦ 72
♣K63
Vestur Austur
♠ 1086 ♠ G93
♥ 86 ♥ ÁG1092
♦ DG109863 ♦ 4
♣7 ♣D1082
Suður
♠ ÁK4
♥ KD
♦ ÁK5
♣ÁG954
Því er eina vinningsvon-
in að spila laufi á kóng og
svína níunni í bakaleiðinni.
Innkoman á spaðadrottn-
ingu er svo notuð til að
svína aftur í laufinu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 d6 6. g4
a6 7. Be3 Rge7 8. Rb3 b5 9.
Dd2 Bb7 10. f4 Rc8 11. O-
O-O Be7 12. Kb1
O-O 13. g5 De8 14.
Hg1 b4 15. Re2 a5
16. Rg3 a4 17. Rd4
b3 18. cxb3 axb3 19.
Rxb3 Bd8 20. Bb5
De7 21. f5 Re5 22.
f6 Dc7 23. fxg7
Kxg7 24. Bd4 Ra7
25. Be2 Rac6 26.
Bc3 Be7 27. Rh5+
Kh8
Staðan kom upp á
Ólympíuskákmótinu
sem lauk fyrir
skömmu í Bled í
Slóveníu. Peter Svidler
(2690) hafði hvítt gegn
Klaus Bischoff (2554). 28.
g6! fxg6 29. Dh6 Hg8 30.
Rf4 Ra5 31. Rxa5 Hxa5 32.
Rxg6+ Hxg6 33. Hxg6
Bxe4+ 34. Bd3 og svartur
gafst upp enda fátt til
varnar.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
Brunnu beggja kinna
björt ljós á mig drósar
– oss hlægir það eigi –
eldhúss of við felldan;
en til ökkla svanna
ítrvaxins gat eg líta
– þrá muna oss um ævi
eldast – hjá þreskeldi.
x x x
Brámáni skein brúna
brims und ljósum himni
Hristar hörvi glæstrar
haukfránn á mig lauka;
en sá geisli sýslir
síðan gullmens Fríðar
hvarmatungls og hringa
Hlínar óþurft mína.
Kormákur Ögmundarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hæfileikaríkur og
skapandi einstaklingur og
mættir hafa meiri trú á sjálf-
um þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fátt er svo með öllu illt að ei
boði gott. Gakktu úr skugga
um að þú misskiljir ekki
neitt áður en þú skuldbind-
ur þig til einhvers.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Mundu að þú ert ekki einn í
heiminum og það á ekki síst
við um vinnustað þinn. Mis-
skilningur getur margan
hlutinn skemmt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt ekki að reka á eftir
málum, nema þú sért tilbú-
inn að hlusta á lyktir þeirra.
Vertu óhræddur að eiga
skoðanaskipti við aðra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nýtt upphaf mun færa þér
nýja sýn á lífið en hvort sem
þér líkar það betur eða verr
þarftu að fara eftir lögum
og reglum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Mundu að þú berð ábyrgð á
öllum þínum mistökum en
hinsvegar er óþarfi að
ganga um með hauspoka
þeirra vegna.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er eitt og annað sem
kemur þér á óvart þegar þú
ferð að athuga mál sem þér
hefur verið falið að leysa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einhverra hluta vegna virð-
ast allir leita til þín með
vandamál sín. Það er út af
fyrir sig í lagi, því þú ert
með allt á hreinu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þær aðstæður hafa skapast
að þú ert í óvenju valdamik-
illi aðstöðu og því skiptir
miklu máli að þú kunnir
með vald þitt að fara.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert í ævintýralegum
hugleiðum og skalt bara
láta þig dreyma. Farðu þér
hægt í að trúa öðrum fyrir
leyndarmálum þínum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú er rétti tíminn til þess að
láta reyna á þær hugmynd-
ir, sem þú hefur gengið með
í maganum að undanförnu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér líður eins og tilfinninga-
brunnur þinn sé á þrotum.
Leggðu allt kapp á að finna
farsæla lausn svo þú getir
sofið rólegur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Varastu að gera nokkuð það
sem getur valdið misskiln-
ingi um fyrirætlanir þínar.
Vertu umfram allt þolin-
móður.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu flöskum
að andvirði 12.012 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands.
Þær heita Fanney Elsa Hólmgeirsdóttir og Guðrún Har-
aldsdóttir.
70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27.
nóvember, er sjötug Jónína
Guðrún Andrésdóttir, Vall-
arbraut 5, Hafnarfirði.
50 ÁRA afmæli. 7. des-ember n.k. verður
fimmtug Ásdís Herrý Ás-
mundsdóttir, Tangagötu 9,
Stykkishólmi. Eiginmaður
hennar er Bergur J.
Hjaltalín húsasmiður.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Það mættu 20 pör í tvímenninginn
þriðjudaginn 19. nóvember. Loka-
staða efstu para í Norður-Suður:
Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 257
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 257
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsd. 233
Hæsta skor í Austur-Vestur:
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 260
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 256
Gróa Guðnadóttir – Jóna Magnúsd. 226
Sl. föstudag var betri mæting eða
26 pör. Þá urðu úrslitin þessi í N/S:
Ernst Backman – Garðar Sigurðss. 379
Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 343
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 342
Hæsta skorin í A/V:
Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 374
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 369
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 361
Meðalskor á þriðjudag var 216 en
312 á föstudag.
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids, tvímenning, í Hraunseli,
Flatahrauni 3, tvisvar í viku þ.e. á
þriðjudögum og föstudögum. Það
vantar fleiri spilara. Mæting kl.
13.30.
Spilað var 19. nóv. þá urðu úrslit
þessi:
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 152
Hermann Valsteinss. – Jón V. Sævaldss. 123
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundss. 123
Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmundsson
121
Sigurlín Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 121
22. nóv.
Árni Bjarnas. – Guðvarður Guðmundss. 60
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 55
Hermann Valsteinss. – Jón V. Sævaldss. 50
Sigurður Jóhannsson – Jón Gunnarsson 49
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Fallegur og
vandaður
náttfatnaður
á dömur
og herra
PÓSTSENDUM
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Sími 553 7355
Opið mánudaga til laugardaga
frá kl. 11-18.
Samkvæmiskjólar
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Erum komnar aftur til starfa
Bjóðum
gamla og nýja
viðskiptavini
velkomna.
Dagmar Brynhildur
HÁRSAGA
sími 552 1690