Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 33 ✝ Gunnar Árnasonfæddist á Gunn- arsstöðum í Þistil- firði 15. júní 1901. Hann lést á öldrun- ardeild Landspítal- ans í Fossvogi 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Arnbjörg Jó- hannesdóttir og Árni Davíðsson sem hófu búskap á Ytra- Álandi 1884 en flutt- ust að Gunnarsstöð- um 1888. Gunnar var næstyngstur átta systkina, en þau voru Ingiríður, Þuríður, Jóhannes, Davíð, Sigríð- ur, Guðbjörg og Margrét, sem öll eru látin. Gunnar ólst upp með systkinum sínum á Gunnarsstöðum en þau misstu móður 1908 og föður að auki mjólkurfræði og naut- griparækt í Noregi og gerðist starfsmaður Búnaðarfélags Ís- lands 1926. Þar starfaði hann við fjölbreytt störf á sviði búfjár- og jarðræktar og frá 1940 sem gjald- keri og skrifstofustjóri allt til árs- ins 1971. Jafnhliða var hann virkur í félagsmálum, þar sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í félagi búfræðikandidata og sem formaður Íslandsdeildar Norræna búfræðifélagsins NJF. Hann vann að stofnun Skógræktarfélags Ís- lands 1930. Auk þess gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Góðtemplararegluna og Framsóknarflokkinn. Búnaðar- félag Íslands og Stórstúka Íslands gerðu hann að heiðursfélaga sín- um. Gunnar hefur búið öll sín Reykjavíkurár í eða við miðbæinn. Hann kaupir húsið Grundarstíg 8 1933 og flytur með fjölskyldu sína á 2. hæð þar sem hann hefur búið þar til fyrir fáum vikum. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1912. Gunnar kvæntist 1927 Olgu Jennýju, en hún var fædd í Aust- urdal í Noregi 1900 og lést 1981. Börn Gunn- ars og Olgu eru: 1) Árni, f. 1929, í sambúð með Kristrúnu Krist- jánsdóttur, búsett í Garðabæ. 2) Helga Lísa, f. 1933, búsett í Seattle. 3) Sólveig, f. 1935, gift Aake Olofs- son, búsett í Svíþjóð. 4) Gunnar, f. 1939, kvæntur Elínu Jónu Jónsdóttur, búsett í Garðabæ. Barnabörn Gunnars Árnasonar eru 11, langafabörnin 28 og langalangafabörnin sjö. Gunnar lauk búfræðinámi á Hól- um 1921 og búfræðikandidatsprófi í Kaupmannahöfn 1925. Hann nam Eins og gefur að skilja upplifði Gunnar miklar þjóðfélagsbreytingar á langri ævi. Hann hafði ekki séð mikið af heiminum þegar hann ung- ur sveitastrákurinn hélt til Kaup- mannahafnar í háskólanám og hefur trúlega verið hálfumkomulaus. Þar stundaði hann námið af þrautseigju við þröngan kost. Hann leigði herbergi hjá danskri frú. Innifalin í leigunni var ein máltíð á viku sem hann hlakkaði alltaf til því hann var yfirleitt svangur á náms- árunum. Þegar frúin bauð honum ábót sagði hann alltaf nei takk því hann vildi ekki vera ókurteis. Hon- um var hæverskan í blóð borin. Gunnar var í framhaldsnámi í Noregi þegar hann varð ástfanginn af Olgu sem síðar fluttist til Íslands og varð eiginkona hans. Hún var frá Alvdal sem er fallegur skógivaxinn dalur. Olga sagði að þegar skipið sigldi inn Faxaflóann kaldan og hryssings- legan vetrardag og grár úfinn sjór- inn og gróðursnauð fjöllin blöstu við hefði hún fyllst kvíða fyrir framtíð- inni og óvissunni sem beið hennar í framandi landi. Þegar skipið lagðist að bryggju sá hún að Gunnar beið hennar með hjólbörur til að flytja farangur hennar að þeirra fyrsta heimili. Það kom fljótt í ljós að kvíði henn- ar var ástæðulaus. Hún hafði valið sér traustan og heiðarlegan mann sem aldrei átti eftir að bregðast henni. Ég er svo lánsöm að vera barna- barn Gunnars og Olgu og að hafa bú- ið flest mín bernskuár í þeirra húsi. Afi var með mikið jafnaðargeð og ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt hann reiðast eða hækka róminn. Hann var jákvæður og for- dómalaus og sagði aldrei styggð- aryrði um nokkurn mann. Það var hægt að skynja ef honum líkaði ekki við einhvern á því að hann lagði ekk- ert til málanna þegar þá manneskju bar á góma. Hann var nákvæmur og heiðarleg- ur og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Afi var alltaf tilbúinn að bregða á leik með börnum og húsið á Grund- arstígnum var tilvalið fyrir feluleiki sem nutu mikilla vinsælda. Það var líka skemmtilegt að laumast aftan að honum þar sem hann sat og las og setjast á axlirnar á honum. Eftir smástund stóð hann upp og þóttist ekki taka eftir neinu en um leið og maður hrópaði „hoppa, dansa og góla“ hentist hann af stað og hopp- aði, dansaði og gólaði þar til amma kom og tilkynnti okkur að við mætt- um ekki æsa hann svona mikið upp. Það var notalegt að koma inn í Búnaðarfélag til afa þegar maður hafði verið lengi á skautum á tjörn- inni og var orðinn ískaldur í gegn. Þar var alltaf tekið vel á móti manni. Þar fékk ég líka stundum að setja bændablaðið Frey í umslög og fannst ég þá vera mjög mikilvæg persóna. Í Stykkinu, sem var sumarbústað- ur afa og ömmu, bjó hann til kofa sem kallaður var Ugluhús fyrir barnabörnin og þar urðu til skraut- legar drullukökur sem afi þóttist háma í sig með bestu lyst. Í Stykkinu ræktaði afi grænmeti og það var ánægjulegt að fara þangað með hon- um að setja niður kartöflur, reyta arfa, taka upp og yfir veturinn að ná í uppskeru í jarðhúsið sem hann hafði byggt. Þar sagði afi ógleymanlegar sögur og kenndi manni ýmislegt í náttúrufræði. Við fórum oft saman í gönguferðir um bæinn og þá var um að gera að hlaupa á undan honum, klifra upp á grindverk og kasta sér síðan á hann þegar hann gekk hjá. Hann hristi sig og kvartaði undan því að fluga hefði sest á hann, síðan gekk leikurinn út á það að hanga á honum þar til maður missti takið og þá var hlaupið af stað á nýjan leik. Þegar ég varð eldri fór ég oft með honum að spila félagsvist. Á eftir var dansað og afi var dansfélagi minn þar til að ég varð svo mikill ungling- ur að það hentaði mér ekki lengur að fara með honum. Þetta skildi hann vel. Afi hafði óskaplega gaman af að búa til stíflur í lækjum og bíða eftir að þær brystu þegar nægilega mikið vatn hafði safnast saman. Ef hann sá læk kom sérstakt blik í augun á hon- um og hann hófst þegar handa ef þess var nokkur kostur. Hann var ní- ræður þegar ég horfði á hann síðast vestur í Djúpi losa stóra steina með járnkarli og flytja þá með mikilli fyr- irhöfn til að stífla læk. Afi var með einn löst, hann átti erfitt með að horfa á logandi kerti án þess að fikta í þeim og móta vaxið. Það var gaman að fylgjast með hon- um við þessa iðju um síðustu jól og sjá að hann hafði engu gleymt. Afi var ótrúlega heilbrigður mað- ur og heilsteyptur persónuleiki. Það er mikið lán að hafa fengið að alast upp í návist hans og síðar að fylgjast með því hvað hann eltist fallega. Hann lifði lífi sínu á þann hátt að hann gat horft yfir farinn veg án þess að iðrast neins, enda var hann sáttur við allt og alla. Með söknuði. Gunnhildur Olga Jónsdóttir. Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýg- ur hratt, segir í ljóðaflokknum Rub- áiyát. Rúmlega þrjátíu ár eru síðan Gunnar Árnason lét af störfum sem skrifstofustjóri og gjaldkeri Búnað- arfélags Íslands, en hann á sér enn traustan sess í minningu okkar. Gunnar sameinaði einstaka trú- mennsku og dugnað í starfi og létta lund ásamt græskulausri kímni. Ára- tugum saman bar hann ábyrgð á fjárreiðum Búnaðarfélagsins og naut til þess óskoraðs trausts. Þar átti hann samskipti við fjölmargt fólk og félög bænda, svo sem hreppabúnað- arfélög og búnaðarsambönd, og allir vissu að þar skeikaði engu. Reyndar var orðrómur uppi um það að Gunn- ar ætti sér svarta vasakompu þar sem ekki var gott að vera skráður. Gunnar var af aldamótakynslóð- inni svokölluðu og hreifst af hugsjón- um ungmennafélaganna sem áttu sér kjörorðið „Íslandi allt“. Hann braust til mennta við lítil efni, eins og kynslóð hans, og það kenndi henni ráðdeild og hagsýni. Hann lifði velti- ár en einnig krepputíma og var hvar- vetna hinn trausti liðsmaður. Gunnar hreifst af bindindishug- sjóninni og var virkur félagi í Góð- templarareglunni. Jafnframt var til þess tekið að á góðri stund var hann allra manna glaðastur, orti dægur- flugur og skemmtikveðskap, sem fékk vængi og samferðamenn hans minnast enn. Eftir að hann lét af störfum leit hann inn á gamla vinnustaðnum sín- um í Bændahöllinni þegar eitthvað var um að vera, svo sem Búnaðar- þing að störfum. Sem fyrr fylgdi honum þá hressandi andblær. Hann upplýsti okkur eitt sinn um að hon- um hefði nú farið aftur um fimm mín- útur frá því hann lét af störfum. Þá hefði hann gengið á 18 mínútum heiman frá sér í vinnuna en nú væri hann kominn upp í 23. Ævi og starf Gunnars verður ekki rakið í þessari kveðju. Það gerði Jón- as Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri í 8. tbl. Freys á síðasta ári, í tilefni af 100 ára afmæli hans. Hér viljum við aðeins þakka kynni við einstakan sómamann sem lengi brá birtu á um- hverfi sitt og vann að hverju verkefni sem honum var falið af heilum huga. Fjölskyldu hans flytjum við sam- úðarkveðjur. Vinnufélagar hjá Búnaðarfélagi Íslands. GUNNAR ÁRNASON  Fleiri minningargreinar um Gunnar Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARINBJÖRN KOLBEINSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Sigþrúður Friðriksdóttir, Magnús Kolbeinsson, Andri Arinbjarnarson, Sturla Arinbjarnarson, Anna Margrét Ólafsdóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Björk Bragadóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ADDA TRYGGVADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Lónabraut 41, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju föstu- daginn 29. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Aðalbjörn Björnsson, Tryggvi, Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir, Heiðbjört Björnsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Þorgerður Tryggvadóttir, Hulda Tryggvadóttir, Gunnar Björn Tryggvason, Emma Tryggvadóttir. Ástkær amma okkar, tengdamóðir og lang- amma, GUÐLAUG LALLA ERLENDSDÓTTIR, Stigahlíð 22, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 21. nóvember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þórður Erlendsson, Pia Luoto, Guðlaug Erlendsdóttir, Vilhjálmur Wiium, María Dröfn Erlendsdóttir, Ásgeir Ingólfsson, Una Hlín Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, CAROL SPEEDIE, Sólheimum 2, Breiðdalsvík, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstu- daginn 29. nóvember kl. 10.30. Sigurður Haukur Garðarsson, Tómas Patrik Sigurðarson, Helena Sigurðardóttir, Lisa Sigurðardóttir, Phoebe Speedie, Paul Speedie, Sheena Speedie og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ARTHUR V. O'BRIEN, Klapparstíg 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut aðfaranótt mánudagsins 25. nóvember. Sigríður O'Brien, Richard O'Brien, Guðrún Ottósdóttir, Theresa A. O'Brien, Sigfús Jóhannesson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA BJÖRNSDÓTTIR frá Neskaupstað, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést mánudaginn 18. nóvember, verður jarðsett frá Seljakirkju föstudaginn 29. nóvem- ber kl. 15.00. Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðlaugur Gíslason, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Selma Sigurðardóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Björn E. Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hreinn Sigurðsson, Gróa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.