Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GERT er ráð fyrir að nýr sæ- strengur milli Íslands, Færeyja og Skotlands verði tekinn í notk- un í lok næsta árs, en undirbún- ingur hefur staðið yfir í tvö ár og er talið að kostnaður verði um 4,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á Grand hótel í Reykjavík í gær þegar skrifað var undir samning um lagningu sæstrengsins. Stofnað hefur ver- ið félagið Farice hf. vegna verk- efnisins en Landssími Íslands og Förøya Tele hafa unnið að und- irbúningnum, þ.e. unnið að botn- rannsóknum, útboði á lagningu sæstrengsins, undirbúið land- tengingar og svo framvegis. Jón Birgir Jónsson, stjórnarformað- ur Farice, gat þess að þetta væri þriðji sæstrengurinn milli þess- ara þriggja landa, en áður hefðu verið lagðir sæstrengir 1906 og 1962, en auk þess væri Cantat-3 strengurinn sem nú væri not- aður. Hann sagði að framleiðsla strengsins hæfist nú þegar en sumarið yrði notað fyrir lagn- inguna og samband yrði vonandi komið á í lok næsta árs. Ítalirnir hafa mikla trú á verkefninu „Við erum hreyknir af því að taka þátt í þessu verkefni og höf- um mikla trú á því,“ sagði Mauro Saccetto, forstjóri ítalska fyrir- tækisins Pirelli, sem framleiðir og leggur strenginn. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði við þetta tæki- færi að um afar merkilegan urstöðu að það væri afsk brýnt að tryggja betur fj skiptasamböndin við útlö mikilvægt væri að nægja öryggi væri í þeim efnum áfanga væri að ræða og hann fagnaði því hve vel hefði til tek- ist í undirbúningnum. Hann sagði að fyrir skömmu hefðu sér- fræðingar komist að þeirri nið- Nýr sæstrengur milli Íslands, Færeyja og Skotlands Kostn- aður um 4,5 millj- arðar Morgunblað Jón Birgir Jónsson, stjórnarformaður Farice, Sturla Böðvarsson gönguráðherra, Mauro Saccetto, forstjóri ítalska fyrirtækisins P Enrico Banfi, sölustjóri fyrirtækisins, eftir undirskrift samnings                               !  "#           BÖRN eru sönnunarlega fötluð. Ekki er talið fært að láta þau mæta í dómsal til að svara spurningum fyrir dómi því það sé þeim of þung- bært. Skýrslutökur af þeim lúta því öðrum lög- málum en skýrslutökur af fullorðnum. Í raun stríðir þetta gegn meginreglum réttarfars um að málsaðilar skuli njóta jafnræðis og hefur orðið til þess að framburður barnanna sé ekki metinn til jafns á við framburð annarra. Á hinn bóginn eigi venjulegt réttarfar ekki við um börn og þau því „sönnunarlega fötluð“. Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi Barnaheilla, Börn og réttarkerfið – kynferðis- brot gegn börnum, sem haldið var í gær, í erindi Önnu Kaldal. Anna útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá háskólanum í Stokkhólmi árið 1996 og hefur m.a. unnið að rannsóknum á kynferðis- brotamálum í Svíþjóð. Í erindi sínu bendir Anna á að hæstiréttur Svíþjóðar hafi í dómum sínum sagt að skýrslur af börnum sem teknar eru upp á myndband og leiknar fyrir dómi hafi ekki sama gildi og framburður fyrir dómn- um sjálfum. Með því að láta barnið ekki koma fyrir dóminn sé í raun verið að brjóta gegn einni af grundvallarreglum rétt- arfarsins um að sönnunarfærsla fyrir dómi sé milliliðalaus. Þá gefist sakborningi ekki kostur á að koma á framfæri spurningum til barnsins en það stríði gegn meginreglunni um formlegt jafn- ræði málsaðila. Anna segir að til þess að auka vægi framburðar barnanna hafi verið lagt til að dómurinn taki skýrslu af þeim í Börn eru sönnunarlega Anna Kaldal STJÓRN Barnaheilla skorará ríkisstjórn og Alþingi aðundirbúa setningu laga umað Barnahús verði sjálf- stæð stofnun þar sem unnið verði að rannsókn og meðferð í kynferðis- brotamálum gegn börnum á þver- faglegan hátt. Jafnfamt verði rétt- arfarslöggjöf í slíkum málum gerð skýrari, börn verði ekki yfirheyrð í dómshúsum, kunnáttumenn sjái um yfirheyrslur undir stjórn dómara og börn njóti traustrar hagsmuna- gæslu. Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla, segir að ein megin- ástæðan fyrir því að Barnahús þurfi að vera sjálfstæð stofnun sé að með því verði óhlutdrægni Barnahúss- ins hafin yfir allan vafa. Eins og málum sé háttað í dag heyri húsið undir Barnaverndarstofu og það hafi verið gagnrýnt að starfsmenn þess annist skýrslutöku yfir börn- um vegna alvarlegra sakamála. Með því geti hlutlægni dómsmeð- ferðarinnar verið stefnt í hættu. Ef Barnahús verði algjörlega sjálf- stætt verði ekki lengur ágreiningur um hlutlægni starfsmanna þess. Guðbjörg segir að Barnahús hafi sannað sig í réttarkerfinu og það sé tímabært að festa það í sessi með því að setja um það sérstök lög. Í ályktun stjórnarinnar er jafn- framt vikið að niðurstöðum skýrslu sem systursamtök Barnah Evrópulöndum hafa unnið barna í réttarkerfinu sem ið beitt kynferðislegu ofbe urstaðan varð sú að ekkert tæki á þessum málum á v hátt. Stjórn Barnaheilla v sérstaka athygli á því að legt sé að tryggja sam starfa og kerfisbundna s hinna ólíku starfsstétta se Barnaheill vilja skýrari réttarfarsreglur um kynferðis Barnahús verði sjálf- stæð stofnun MENNINGARPÓLITÍSK STEFNUMÓTUN Listasafn Íslands stóð fyrir mál-þingi sl. laugardag um alþjóð-leg tengsl myndlistar og stöðu íslenskra listamanna. Töluverð um- ræða hefur verið um þessi málefni á undanförnum misserum enda virðist sem nokkur straumhvörf séu að verða á sviði myndlistarmála í landinu í kjöl- farið. Ef marka má málflutning þeirra sem fluttu erindi á þinginu er áhugi á stofnun samtímalistastofnunar á borð við þær sem starfa á öðrum Norður- löndum að aukast, bæði meðal mynd- listarmanna sjálfra og þeirra sem starfa að háskólakennslu á sviði mynd- listar. Stofnanir á borð við IASPIS í Svíþjóð, DCA í Danmörku, FRAME í Finnlandi og Skrifstofu samtímalista í Noregi „starfa að alþjóðlegum tengsl- um með því að reka alþjóðlegar vinnu- stofur og sýningarstaði, veita fé í ákveðin verkefni, vinna með erlendum sýningarstjórum og styrkja rannsókn- arstarfsemi“, eins og Tumi Magnús- son, myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Íslands, benti á í sínu er- indi, og full ástæða er til að ætla að slík stofnun gæti sinnt veigamiklu hlut- verki hér á landi rétt eins og í ná- grannalöndunum. Það er því áhuga- vert að Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri lista- og safnadeildar menntamála- ráðuneytisins, skuli lýsa því yfir að ráðuneytinu hafi borist hugmyndir um að þróa miðstöð eða stofnun af þessu tagi og að „hugsanlega [þurfi] að end- urskoða hugmyndafræðina á bak við núverandi styrkveitingu til myndlistar í ljósi breyttra aðstæðna í myndlistar- umhverfi samtímans“. Orð Þorgeirs um að stefna ríkis- stjórnarinnar undanfarin ár hafi verið „að ráðuneytið eigi ekki að hafa frum- kvæði í málefnum lista, heldur eigi það frumkvæði að koma frá myndlistar- mönnunum“ eru þó umhugsunarverð, þar sem afar hæpið er að framtak ein- staklinga geti verið helsta hreyfiaflið á sviði myndlistarmála í jafnlitlu sam- félagi og okkar. Myndlistarmenn eru sundurleitur hópur, mjög misgóðir og hafa þar af leiðandi ólíkra hagsmuna að gæta. Að auki eru þeir nánast án undantekninga einyrkjar er hafa litla sem enga burði til að markaðssetja verk sín eða koma þeim á framfæri nema fyrir tilstilli utanaðkomandi að- ila sem sjá um sýningarhald, kynningu og annan ytri aðbúnað. Eins og Krist- ján Steingrímur Jónsson, myndlistar- maður og deildarforseti myndlistar- deildar Listaháskólans, benti réttilega á á málþinginu er ekki ætlast til þess að myndlistarmennirnir sjálfir vinni að breiðri menningarpólitískri stefnu- mótun í þeim nágrannalöndum okkar er við berum okkar gjarnan saman við. Frumkvæði í málefnum lista kemur frá stjórnvöldum, sem sjá um að byggja upp kynningar- og upplýsinga- kerfi fyrir myndlistarheiminn, auk þess að sinna menntun og uppfræðslu almennings með markvissum hætti í gegnum skólakerfið og söfnin með það að markmiði að skapa myndlist mark- aðsgrundvöll til framtíðar. Í skjóli slíkrar stefnumótunar er síðan gert ráð fyrir að rekstrargrundvöllur skap- ist fyrir fagmannleg einkarekin gall- erí, er auka streymi fjármagns inn í listumhverfið. Með því að leggja þá ábyrgð á herðar myndlistarmönnunum að þeir hafi sjálfir allt frumkvæði í þróun myndlistarumhverfisins er í raun ver- ið að ýta undir þá félagslegu hags- munastefnu sem einkennt hefur myndlistarlífið hér á landi um árabil, þar sem litlum fjármunum hefur verið dreift mjög víða með það fyrir augum að sem flestir einstaklingar fái eitt- hvað fyrir sinn snúð, í stað þess að fag- leg mat á listrænum gæðum ráði ferð- inni. Það er löngu orðið tímabært að skilja á milli hlutverks myndlistar- mannanna sjálfra sem hins skapandi afls og sérfræðinga á sviði listmiðlun- ar er sjá um að meta og markaðssetja listina. Að sjálfsögðu er æskilegt að myndlistarmenn komi sjónarmiðum sínum á framfæri í umræðu um mynd- listarvettvanginn, en stefnumótun ætti að vera í höndum sérmenntaðs fagfólks er nyti fulltingis stjórnvalda við markaðssetningu og kynningar- starf – til að mynda fyrir tilstilli sam- tímalistastofnunar. Í gegnum slíka stofnun gæti menntamálaráðuneytið haft frumkvæði að nauðsynlegri stefnumótun í málefnum lista og um leið skapað myndlistarmönnum skil- yrði til að vinna að list sinni, óháðir þeim ytri veruleika er aðrir eru betur fallnir til að sinna. MIKILVÆGI VATNS Um þriðjungur mannkyns býr umþessar mundir við vatnsskort. Stærstur er vandinn í Afríku og Vest- ur-Asíu, en hann teygir anga sína mun víðar því að vatnsnotkun er einnig meiri en náttúran getur fram- leitt í Kína, Indlandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Vatnsskortur er tal- inn einn sá mesti umhverfisvandi, sem við eigum við að glíma. Það kann að vera erfitt fyrir Íslendinga að gera sér þetta vandamál í hugarlund, enda býr engin þjóð á jörðinni að jafnmiklu ferskvatni. Hjalparstarf kirkjunnar er nú að hefja söfnun fjár, sem nota á að til að grafa brunna í Mósambík. Stofnunin hefur undanfarin tíu ár lagt fé í að grafa þar brunna og hafa á þeim tíma verið grafnir um tíu brunnar á ári. Í samtali við Önnu M.Þ. Ólafsdóttur, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálp- arstarfs kirkjunnar, í Morgunblaðinu á sunnudag kom fram að einn brunn- ur dygði fyrir 600 til 1.000 manna þorp í marga áratugi og því mætti ætla að brunnarnir 200, sem grafnir hefðu verið fyrir söfnunarfé frá Ís- landi, dygðu fyrir allt að tvö hundruð þúsund íbúa í Mósambík. Vatnsskortur getur haft mikil áhrif á heilsufar og skítug vatnsból eru gróðrarstía baktería og klakstöðvar skordýra, sem bera með sér sjúk- dóma á borð við malaríu. Með því að tryggja hreint vatn er stigið stórt skref í að bæta lífskjör í þessum heimshluta. Inn á heimili hafa und- anfarið borist baukar frá Hjálpar- starfi kirkjunnar vegna þessarar söfnunar. Hún á skilið góðar undir- tektir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.