Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sérsniðin innheimtulausn „WESTERN Wireless Corporation lagði upp með þá hugmynd að hægt væri að eiga ábatasöm viðskipti í dreifðum byggðum Bandaríkjanna. Enginn hélt að hægt væri að hagnast nema þar sem byggð er þétt,“ segir Brad Horwitz, forstjóri Western Wireless Internarional dótturfélags Western Wireless Corporation, og bætir því við að athygli Western Wireless hafi beinst að svæðum sem hafi að meðaltali um 3,5 íbúa á fer- kílómetra. „Eftir á að hyggja reynd- ist þetta frábær hugmynd vegna þess að tæknin þróaðist út í að nota hærri tíðni og það var mjög óhagkvæmt að byggja upp slíkt kerfi. Sem dæmi má nefna að í Montana höfum við fjárfest fyrir um 40 milljónir dala, en að ná sömu útbreiðslu með núverandi tækni myndi kosta um 400 milljónir dala. Það mun því enginn fara út í þetta og þess vegna búum við í raun við tvíkeppni þarna og stór hluti við- skiptanna byggist á reikisamn- ingum.“ Horwitz segir að með stofnun Western Wireless Internarional hafi hugmyndin verið sú að gera svipaða hluti erlendis og móðurfélagið gerði í heima fyrir, þ.e. að hefja rekstur fjar- skiptakerfa á stöðum þar sem stærri fyrirtæki hefðu ekki áhuga á að starfa vegna smæðar markaðanna. Western Wireless International hafi viljað byggja upp eignasafn á þessu sviði til að dreifa áhættunni. Það hafi viljað fara inn á litla markaði, mark- aði þar sem samkeppni var lítil og markaði þar sem kostnaður við að komast inn á markaðinn var lítill. Það er að segja þar sem ríkið tók ekki óheyrilegt gjald fyrir rekstrarleyfið því þá væri hægt að nota fjármagnið í að byggja upp kerfið og vörumerkið og það væri betur til þess fallið að skila hluthöfunum arði. Horwitz segir að þótt markaðurinn á Íslandi sé agn- arsmár hafi landið uppfyllt öll þessi skilyrði. Spurður um umsvif Western Wire- less International segir Horwitz að fyrirtækið starfi í 10 löndum í þremur heimsálfum, Afríku, Suður-Ameríku og Evrópu. Það hafi leyfi til að þjóna 73 milljónum viðskiptavina og við- skiptavinir þess séu nú um 1,6 millj- ónir. Tekjur síðasta fjórðungs hafi verið sem svarar um sjö milljörðum króna, lítilsháttar rekstrartap hafi verið á þeim fjórðungi og gert sé ráð fyrir að sjóðstreymi verði jákvætt á næsta ári. Móðurfélagið sé skráð á markað og markaðsvirði þess sé jafn- virði nálægt 50 milljörðum króna og að það haldi áfram að vaxa. Ekki teknir alvarlega Horwitz segir reynslu sína af við- skiptum á Íslandi vera mjög góða. „Við komum hingað fyrir fimm árum og ég held að enginn hafi tekið okkur mjög alvarlega. Við sóttum um leyfi og fórum í gegnum mörg viðtöl hjá yfirvöldum og svöruðum spurningum þeirra. Þau komust loks að þeirri nið- urstöðu að okkur væri full alvara og við fengum leyfið. Að því búnu hófst hönnunarvinnan,“ segir hann, og bætir því við að talið hafi verið mik- ilvægt að hafa innlenda eignaraðila með í fyrirtækinu. Mikill tími hafi í upphafi farið í að ræða við innlenda fjárfesta en enginn þeirra hafi heldur tekið þetta alvarlega. „Þá fórum við að ráða fólk og reisa möstur og þá held ég að menn hafi farið að trúa því að eitthvað yrði úr áformum okkar. Áhuginn jókst því, en það var ekki fyrr en við settumst niður með Ís- lenska útvarpsfélaginu og ræddum hugmyndir okkar og áætlanir að hlut- irnir fóru að ganga. Á þeim fundi voru félagi minn og ég annars vegar og hins vegar Jón Ólafsson, Sigurður G. Guðjónsson og Hreggviður Jóns- son. Það tók bókstaflega ekki nema 15–20 mínútur að taka ákvörðun um að láta verða af samstarfinu,“ segir Horowitz. „Ég tel að við höfum byrjað á mjög góðum tíma. Það voru aðeins um 20% þjóðarinnar með farsíma, bankarnir voru mjög móttækilegir fyrir fjar- skiptafyrirtækjum og áhuginn var nokkuð mikill hjá erlendum bönkum þótt fjárfestingin væri lítil,“ segir Horwitz og bætir því við að ákvörðun hafi verið tekin um að reyna ekki að ná til fyrirtækjanna en beina mark- aðssetningu Tals þess í stað að ein- staklingum, ekki síst ungu fólki, og það hafi gengið upp. Þórólfur Árna- son, sem ráðinn hafi verið forstjóri, hafi haldið áfram að ráða nýtt fólk til starfa og fyrirtækið hafi vaxið mun meira en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Áhugi á frekari viðskiptum Horwitz segir að fáir þeirra sem ráðnir hafi verið til starfa hafi haft nokkra reynslu af fjarskiptamark- aðnum, en þetta hafi reynst afar vel því menn hafi ekki haft fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig hlut- irnir ættu að vera og þess vegna hafi komið fram margar nýjar hug- myndir. Þórólfi hafi tekist að móta þannig anda í fyrirtækinu að starfs- menn hafi verið reiðubúnir að leggja mikið á sig fyrir það og hafi haft áhuga á velgengni þess. Þar sem Tal hafi gengið vel hafi ekki verið ætlunin að selja fyrirtækið. Frumkvæðið að sölunni hafi komið frá kaupendunum og þar sem gott verð hafi verið í boði hafi verið tekin ákvörðun um að selja. Þegar Horwitz er spurður að því hvort einhver frekari áform séu uppi um fjárfestingar hér á landi segist hann mundi hafa mikinn áhuga á að stunda áframhaldandi viðskipti hér. Hann segist ekki sjá fyrir sér mögu- leika á fjarskiptamarkaðnum, því hér sé farsímaeign líklega sú mesta í heimi, 90%–95% landsmanna séu með farsíma, og umhverfið hafi því breyst mikið frá því Western Wire- less kom inn á markaðinn. Á hinn bóginn sé umhverfið hér á landi al- mennt afar hagstætt til fjárfestinga og að vegna stærðar markaðarins horfi margir fram hjá möguleikunum hér auk þess sem þeir þekki lítið til aðstæðna. Hér sé mjög gott vinnuafl, auðvelt að finna hæfa innlenda stjórnendur, allir tali ensku og hvergi sé almenn tæknikunnátta meiri en hér á landi. Stjórnmálaáhætta sé eng- in, efnahagsleg áhætta lítil en ákveð- in gengisáhætta sé fyrir hendi. Til samanburðar nefnir hann önnur ríki sem Western Wireless hefur fjárfest í. Þar geti ávinningur verið mikill en áhætta sé líka mikil og byltingar- ástand jafnvel ríkjandi. Hann segist því hafa mikinn áhuga á frekari við- skiptum hér, en hafi ekki enn komið auga á rétta tækifærið. Aðspurður segir hann að lítil þekk- ing sé á aðstæðum á íslenska mark- aðnum í Bandaríkjunum. Þekkingin sé líklega einna mest í Seattle þar sem Western Wireless sé og þar hafi verið fluttar fréttir af viðskiptum fyr- irtækisins hér á landi. Hann vonist því til að viðskipti Western Wireless hér á landi hafi orðið til góðs að þessu leyti. Horwitz bætir því við að það sé dálítið sérstakt að hann hafi sjálfur ekki vitað um álframleiðslu Kenneth Peterson fyrr en tiltölulega nýlega og þó séu ekki nema 100–200 kílómetrar á milli hans og Peterson í Bandaríkj- unum. Hann segir að tekist hafi að ná þeirri arðsemi út úr fjárfestingunni hér á landi sem staðið hafi til, en hann segist einnig telja að fyrirtækið hafi komið ýmsu góðu til leiðar. Áhugi á frekari fjárfestingum Morgunblaðið/Jim Smart Brad Horwitz Western Wireless Int- ernational hefur selt meirihluta sinn í Tali. Haraldur Johannessen ræddi við forstjóra WWI af þessu tilefni. haraldurj@mbl.is FORMLEGA hefur verið gengið frá kaupum Landsbanka Íslands hf. á 56% hlut í SP-Fjármögnun hf. Þá seldi Landsbanki Íslands hf. í gær Sparisjóði vélstjóra 5% hlut í SP- Fjármögnun hf. og mun eftir þá sölu eiga 51% hlut í félaginu á móti 49% hlut sparisjóða. Landsbankinn greiddi tæpar 1.266 milljónir króna fyrir 56% hlutabréfanna en selur um leið 5% fyrir um 113 milljónir króna. Eftir viðskiptin á Sparisjóður vél- stjóra rúmlega 15% hlut í SP-Fjár- mögnun. Þegar hefur verið haldinn hluthafafundur í félaginu og því kjör- in ný stjórn. Stjórnina skipa þeir Brynjólfur Helgason framkvæmda- stjóri fyrirtækja-, alþjóða- og fjár- málasviðs Landsbankans, Hallgrímur Jónsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, Ingimar Haraldsson að- stoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsbankans og Þorgeir Baldurs- son forstjóri Odda hf., sem verið hef- ur stjórnarformaður félagsins frá upphafi og var endurkjörinn formað- ur á fyrsta fundi nýrrar stjórnar. Til vara voru kjörnir þeir Geir- mundur Kristinsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, Kristinn Briem forstöðumaður á viðskipta- bankasviði Landsbankans, Stefán Þ. Bjarnason lögmaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, Sveinn Árnason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norð- fjarðar, og Úlfar Ö. Friðriksson, framkvæmdastjóri Landsafls hf. LÍ selur 5% í SP-Fjár- mögnun ÍSLANDSSÍMI keypti í gær öll hlutabréf í Tali hf. eins og samið var um við eiganda meirihluta hlutafjár í félaginu 18. október síð- astliðinn þegar Íslandssími keypti 57,31% hlut Western Wireless Int- ernational í Tali. Heildarkaupverð Tals er um 4,1 milljarður króna. Íslandssími á eftir kaupin öll hlutabréf í Tali enda hefur verið fallið frá öllum fyrirvörum sem gerðir voru við kaupin. Í gær var skrifað undir kaup á 35% hlut Norðurljósa, 6% hlut T-Holding en eigendur þess eru nokkrir helstu hluthafar Norðurljósa, 1% hlut Þórólfs Árnasonar, fyrrum for- stjóra Tals og 0,59% hlut Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Íslandssími og Tal lúta nú sam- eiginlegri stjórn þótt ekki verði gengið frá formlegum samruna fyrirtækjanna fyrr en á næstu mánuðum. Í framhaldi af lokafrá- gangi á kaupum á öllum hlutabréf- um í Tali var félaginu kosin ný stjórn og skipa hana þeir Stefán Héðinn Stefánsson stjórnarfor- maður, Margeir Pétursson, Bjarni K. Þorvarðarson, Friðrik Jóhanns- son og Kenneth D. Peterson. Þetta eru sömu aðilar og skipa stjórn Ís- landssíma. Óskar Magnússon er forstjóri Íslandssíma og Tals og verður forstjóri sameinaðs félags. Lykilstjórnendur Tals verða áfram við störf hjá sameinuðu félagi. Hluthafar Íslandssíma hafa sam- þykkt hlutafjáraukingu til að fjár- magna kaupin á Tali. Gefið verður út hlutafé fyrir 3.000 milljónir á þessu ári og 1.900 milljónir á næsta ári. Til að fjármagna kaupin fram að fyrirhuguðu útboði hefur Ís- landssími gert lánasamninga við Landsbanka Íslands hf. og Bún- aðarbanka Íslands hf. um brúar- fjármögnun. Auk bankanna tveggja taka Columbia Ventures Corporation, Frumkvöðull ehf. og Talsímafélagið ehf. þátt í sölu- tryggingu hlutafjárhækkunarinnar með samningum við Landsbanka Íslands hf. þar að lútandi. Fækka þarf starfsfólki Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir að fækka þurfi starfsfólki hjá sameinuðu félagi og starfsmönnum hafi verið gert það ljóst. Hann segir að hafin sé marg- vísleg vinna meðal stjórnenda og annars starfsfólks, m.a. við sam- runa kerfa og fjarskiptaneta félag- anna. Þá sé hafin athugun á öllum vörumerkjum beggja félaganna, meðal annars með aðstoð erlendra ráðgjafa, og niðurstöður þeirrar vinnu liggi væntanlega fyrir innan fárra mánaða. Þangað til muni fé- lögin þjóna viðskiptavinum sínum sem sjálfstæðar einingar. Óskar segir samrunann tvímælalaust bæta samkeppnisstöðu félaganna. „Félagið er enn sem komið er ekki eins sterkt og Landssíminn en engu að síður með nægilega burði til að geta veitt öflugri samkeppni en áður,“ segir Óskar. 725% ávöxtun Norðurljós fá 1.417 milljónir króna fyrir 35% hlut sinn í Tali. Að sögn Jóns Ólafssonar, stjórnarfor- manns Norðurljósa og aðaleiganda, fer upphæðin eins og hún leggur sig til að koma í skil og greiða nið- ur sambankalán Norðurljósa. „Ég geri mér vonir um að þessar greiðslur verði til þess að liðka fyr- ir frekari samningum okkar við lánardrottna okkar, bankana,“ sagði Jón í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri ánægjulegt að þessi viðskipti væru afstaðin. „Það ánægjulegasta fyrir okkur er auðvitað þessi geysi- lega góða ávöxtun á fjármunum okkar, sem við settum í Tal 1998 þegar Stöð 2 seldi sinn hlut í Dag- blaðinu, en frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur ávöxtunin verið 725%,“ sagði Sigurður. Sigurður tók undir orð Jóns Ólafssonar og kvaðst gera sér von- ir um að eftirleikurinn í samninga- gerð við lánardrottna yrði auðveld- ari eftir að 1,4 milljarðar króna væru komnir inn til þess að koma sambankaláninu í skil og greiða það niður. Tal að fullu komið í eigu Íslandssíma Morgunblaðið/Golli Skrifað undir samning Íslandssíma um kaup á öllum hlutabréfum Tals í gær. Norðurljós seldu sinn hlut í Tali fyrir 1,4 milljarða króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.