Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 19
er staðsett í miðborg Reykjavíkur á Spítalastíg 1.
Þar er boðið upp á lúxus 2ja manna herbergi með
sér setustofu, eldunaraðstöðu og sjónvarpi.
Einnig 3ja herbergja íbúðir (2 svefnherbergi, 4 rúm).
Bílastæði fyrir gesti. Kjörin staðsetning og gott verð
hvort heldur sem þú ert í viðskiptaerindum eða
vilt njóta menningarlífs höfuðborgarinnar.
Myndir á vefsíðu.
Hafðu samband og þú sérð ekki eftir því.
Sími 511 2800. Fax 511 2801
Netfang: luna@luna.is. Vefsíða www.luna.is
Gistihúsið Luna
Gjafavöruverslun
til söluGjafavöruverslun
á besta stað á Akureyri er til sölu.
Góð velta, besti sölutíminn framundan,
miklir möguleikar fyrir duglegt fólk.
Reksturinn er til afhendingar strax.
Allar frekari upplýsingar
veittar á Fasteignasölunni
BYGGÐ (Björn), símar 462 1744
og 462 1820. Fax 462 7746.
Netfang bjorn@byggd.is
ÁRMANN Jóhannesson, sviðsstjóri
tækni- og umhverfissviðs Akureyr-
arbæjar, sagði að gert væri ráð fyrir
því að nýir stjórnendur kæmu að
Slökkviliði Akureyrar. Hann sagði
málið í vinnslu, þetta ferli gæti tekið
nokkra mánuði en vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um málið. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er gert
ráð fyrir því að skipta bæði um
slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökk-
viliðsstjóra. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær, kemur fram
hörð gagnrýni á stjórnun í nýrri
skýrslu um rekstur slökkviliðsins,
menn í stjórnunarstöðum séu ekki
samtiga og að mikil togstreita sé til
staðar. Er sagt í skýrslunni að þetta
vandamál hafi skaðað slökkviliðið,
ekki minnst út á við.
Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi-
liðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar,
sagði að niðurstaða skýrslunnar
væri að hluta til rétt en að hins veg-
ar vantaði skýringar á ýmsum þátt-
um. „Það er alveg rétt að þarna eru
hlutir sem hefðu mátt betur fara en
svo er annað sem gengið hefur vel
og getið er um í skýrslunni líka.“
Tómas Búi sagðist ekki hafa fundið
fyrir þeim miklu samstarfsörðug-
leikum sem getið er um í skýrslunni
„og ég hef þá verið leyndur því.“
Aðspurður hvort hann hefði sagt
upp störfum eða hygðist gera það
sagði Tómas Búi að það mál væri til
skoðunar. Engum hefði verið sagt
upp og að Heimir Gunnarsson að-
stoðarslökkviliðsstjóri væri kominn
í leyfi. „Það er ekkert launungarmál
að ég hef ekki talið störf hér á
slökkvistöðinni vera fyrir eldri en 60
ára. Ég hef náð þeim aldri og hef
því hugsað mér gott til glóðinnar,
óháð þessu máli,“ sagði Tómas Búi.
Hann sagðist ekki sammála því að
fækka í slökkviliðinu, eins og nefnt
er í skýrslunni. „Ég var búinn að
berjast fyrir því til fjölda ára að fá
fjölgun og það tókst fyrir um þrem-
ur árum. Fækkun er því ekki sam-
kvæmt minni ósk en þegar ekki fæst
fé til reksturs þarf eitthvað að gera.
Það er dýrt að reka slökkvilið og
miklar skyldur sem á því hvílir, m.a.
varðandi menntun og þjálfun starfs-
manna.“ Gert er ráð fyrir að heildar
rekstrarkostnaður Slökkviliðs Akur-
eyrar verði um 170 milljónir króna á
næsta ári.
Sigurður L. Sigurðsson, trúnað-
armaður starfsmanna Slökkviliðs
Akureyrar, sagði að megn óánægja
hefði verið með störf slökkviliðs-
stjóra og samstarfsörðugleikar við
hann. Þetta hefði m.a. annars orðið
til þess að tveir aðstoðarslökkviliðs-
stjórar hefðu látið af störfum á síð-
ustu árum. Sigurður sagði að það
kæmi því réttilega fram í skýrslunni
að stjórnunin hefði staðið slökkvilið-
inu fyrir þrifum og skaðað það út á
við. Hann sagðist þó ekki sammála
því að fara eigi í niðurskurð á starf-
semi slökkviliðsins og fækka mönn-
um á vöktum.
Slökkvistarf og stjórnun fór út
um þúfur í Strýtubrunanum
Sigurður sagði að í kjölfarið á
brunanum í Strýtu (í júní 2001), þar
sem slökkvistarf og stjórnun hefði
farið gjörsamlega út um þúfur, hefði
hann farið í að leita eftir viðbrögð-
um frá bæjaryfirvöldum yfir stöðu
mála á slökkvistöðinni. „Við vorum
búnir að vara við þeirri uppsetningu
að vera með þrjá óvana menn með
einum vönum manni á vakt. Við
mótmæltum þessu á fundi með
slökkviliðsstjóra á fimmtudegi án
árangurs en bruninn í Strýtu varð
tveimur dögum síðar.“ Sigurður
sagði að ekki hefði verið gerð stór-
brunaskýrsla vegna brunans í
Strýtu en með slíkri skýrslu hefðu
vankantar slökkviliðsins komið í
ljós, m.a. að varaliðið hefði ekki ver-
ið þjálfað í nokkur ár og að vara-
menn hefðu skilað sér illa á bruna-
stað.
„Það náðist samstaða meðal
starfsmanna að fara í aðgerðir og
við kvörtuðum opinberlega við bæj-
aryfirvöld og kröfðumst úrbóta. Við
færðum rök fyrir okkar máli og
lögðum fram ýmsar staðreyndir og
þetta er árangurinn. Ég var per-
sónulega ekki tibúinn að segja upp
og flýja af vettvangi og hef því unnið
að því að ná fram úrbótum og fengið
til liðs við mig þrjá varðstjóra.“
Fara þarf mjög varlega í að
fækka í slökkviliðinu
Sigurður sagði að Slökkvilið Ak-
ureyrar væri bundið af samningum
við ýmsa aðila, Flugmálastjórn, heil-
brigðisráðuneytið og Brunavarnir
Eyjafjarðar og því þyrfti að fara
mjög varlega í að fækka í liðinu,
sem jafnframt þýddi lækkun á þjón-
ustustigi. „Eins og fram kemur í
skýrslunni er mikill mannauður og
metnaður í slökkviliðinu. Það er því
hægt að gera mjög góða hluti og það
má því ekki draga úr þeim mögu-
leikum með því að fækka mönnum.
Við þurfum að standa vörð um okk-
ar störf, sem og öryggi bæjarbúa.
En það var búið að leita allra leiða
til að leysa þessi mál í góðu en það
bara gekk ekki,“ sagði Sigurður.
Hörð gagnrýni á stjórnun slökkviliðsins í nýrri skýrslu
Nýir stjórnendur munu
koma að slökkviliðinu
Morgunblaðið/Skapti
Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna á Akureyri segir að slökkvistarf og
stjórnun í brunanum í Strýtu í júní í fyrra hafi farið gjörsamlega út um
þúfur. Tugmilljóna króna tjón varð í brunanum.
ALÍ-sport er heiti á nýrri sport- og
billjardstofu sem opnuð verður á Ak-
ureyri á föstudag, 29. nóvember.
Staðurinn er á Ráðhústorgi, þar sem
veitingastaðurinn Venus var til húsa
áður. Húsnæðið er 420 fermetrar og
á efri hæð verða snóker- og púlborð
ásamt pílukasti og fleiru. Á neðri
hæðinni verða íþróttaviðburðir
sýndir á breiðtjaldi og hefur Birgir
Torfason umsjón með þeirri starf-
semi. Eigendur Alí-sports eru, auk
Birgis, Sjallamennirnir Elís Árnason
og Þórhallur Arnórsson sem og þeir
Sveinn Rafnsson sem er rekstrar-
stjóri og Gunnar Sigtryggsson.
Alí-sport opnað
Arabísk stemning verður í Deigl-
unni, Kaupvangsstræti annað kvöld,
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Lesið
verður upp úr þúsund og einni nótt
og balzamer-hljómsveitin Bardukha
leikur tónlist. Balzamer-tónlist sem
er einkenni hljómsveitarinnar á ræt-
ur að rekja til austur-evrópskrar, ar-
abískrar og persneskrar þjóðlaga-
hefðar, en er þó einnig undir
sterkum áhrifum frá sígaunatónlist.
Íslendingar hafa sjaldan átt þess
kost að hýða á leik hljómsveit-
arinnar, en nú gefst tækifæri. Bard-
ukha er skipuð fiðluleikaranum
Hjörleifi Valssyni, harmonikkuleik-
aranum Ástvaldi Traustasyni,
kontrabassaleikaranum Birgi
Bragasyni og arabíska hand-
trommuleikaranum Steingrími Guð-
mundssyni, S.G. Ungar dansmeyjar
í fullum skrúða munu einnig sýna
magadans.
Á MORGUN
RÁÐNING Kristins H. Svanbergs-
sonar í starf deildarstjóra Íþrótta- og
tómstundadeildar jafnaði stöðu
kynja í stjórnunarstörfum á fé-
lagssviði og á heildina litið bætti
ráðningin stöðu karla meðal allra
stjórnenda á sviðinu. Þetta kemur
fram í umsögn bæjarlögmanns Ak-
ureyrar, Ingu Þallar Þórgnýsdóttur,
til kærunefndar jafnréttismála
vegna kæru Soffíu Gísladóttur.
Soffía, Kristinn og Viðar Sigurjóns-
son þóttu hæfust til að gegna stöð-
unni.
Fram kemur í umsögn bæjarlög-
manns að á félagssviði, en undir það
heyrir íþrótta- og tómstundadeild,
hafi verið jafnt hlutfall kynja í stjórn-
unarstörfum, þrír karlar og þrjár
konur. Á næsta stigi fyrir neðan séu
mun fleiri konur í stjórnunarstöðum
en karlar, en þar er um að ræða
skólastjóra, leikskólastjóra, for-
stöðumenn sambýla, öldrunarstofn-
ana og fleira.
Sú ákvörðun að krefjast ekki há-
skólamenntunar í starfið var meðvit-
uð að því er fram kemur í umsögn-
inni, þar sem talið var að einhverjir
íþrótta- og tómstundafulltrúar í
landinu hefðu ekki slíka menntun en
reynsla af þessum málaflokki gæti
skipt miklu. Nám Kristins við
Börsöns Idrottsfolkhögskola í Sví-
þjóð hafði mikið að segja varðandi
ráðningu hans og féll vel að hæfn-
iskröfunni „menntun sem nýtist í
starfi“, eins og auglýst var.
„Við val á starfsmanni er það oft
almennt viðmót og heildarmyndin,
en ekki einstakir þættir sem e.t.v.
skara fram úr, sem verða til þess að
viðkomandi er valinn í starfið. Sér-
staklega er þetta mikilvægt þegar til
greina koma nokkrir einstaklingar
sem teknir hafa verið til sérstakrar
skoðunar. Þegar allar hæfniskröfur
voru vigtaðar fyrir þá þrjá umsækj-
endur um starf deildarstjóra íþrótta-
og tómstundadeildar, sem til greina
komu, stóðu menntun, reynsla og
þekking Kristins á verkefnum mála-
flokksins upp úr og höfðu þar með af-
gerandi áhrif á að hann var valinn í
starfið. Aðrir annars ágætir umsækj-
endur stóðu þar nokkuð að baki að
mati þeirra sem ákvörðunina tóku,“
segir í umsögn bæjarlögmanns.
Umsögn bæjarlögmanns vegna
kæru Soffíu Gísladóttur
Menntun, reynsla
og þekking Krist-
ins réðu úrslitum
formlegrar afgreiðslu innan ÍTA.
Steingrímur Birgisson sagðist hafa
heyrt af umræddu bréfi en ekki séð
það en hann telur sig ekki hafa brotið
trúnað gagnvart Íþróttafélaginu Þór.
Hann hefur óskað eftir fundi með
formanni félagins til að skýra sitt
mál.
„Ég var aðeins að sinna minni
vinnu í þessu máli. Það lá fyrir erindi
hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa frá
unglingaráði Þórs, þar sem óskað var
eftir tímum í fjölnota íþróttahúsinu.
Til þess að geta gengið frá þeirri ósk
þurfti að fá fram óskir allra aðila í
málinu varðandi tímaúthlutun. Er-
STJÓRN Íþróttafélagsins Þórs hef-
ur sent erindi til íþrótta- og tóm-
stundaráðs Akureyar, þar sem farið
er fram á að Steingrímur Birgisson,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ÍTA,
komi ekki að málum félagsins innan
ráðsins. Steingrímur er sakaður um
að hafa brotið trúnað gagnvart Þór
varðandi meðferð gagna frá ung-
lingaráði félagsins, sem merkt voru
sem trúnaðarmál.
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmda-
stjóri Þórs, sagði að bréfið hefði verið
sent um miðjan október en að form-
legt svar hefði ekki borist félaginu.
Erindið hefur ekki verið tekið til
indi Þórs var þess eðlis að afgreiðsla
þurfti að ganga hratt fyrir sig. Ég
vildi verða við því og sagði þess
vegna aðilum í KA hvers vegna hraða
þyrfti málinu. Ég lít ekki á að með því
hafi ég brotið trúnað gagnvart Þór.“
Steingrímur sagði það sitt sjónar-
mið að félögin eigi að vinna meira
saman „og það getur vel verið að það
fari fyrir brjóstið á einhverjum innan
félagsins og sjálfsagt innan beggja
félaga. Mér kom þetta bréf, sem ég
hef reyndar ekki séð, mjög á óvart.
Ég hef reynt vera fulltrúi allra í
ráðinu og ekki verið að horfa á hvað
einstök félög eða samtök heita.“
Íþróttafélagið Þór sakar fulltrúa í ÍTA um trúnaðarbrot
Fulltrúinn komi ekki
að málum félagsins