Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 35
✝ GuðmundurKristján Her-
mannsson fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 30. ágúst
1920. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
21. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Kristín Jóhannes-
dóttir frá Kvíanesi í
Súgandafirði og Her-
mann Flóventsson frá
Húsavík. Systur Guð-
mundur eru: Þor-
gerður, f. 1921, og Fjóla, f. 1922, d.
1952.
Hinn 2. júlí 1949 kvæntist Guð-
mundur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigríði Kristjánsdóttur frá
Felli í Biskupstungum. Börn
þeirra eru: 1) Katrín, f. 1949, maki
Gunnar Anker Baarregaard. Börn
þeirra eru Kristín Sigríður, Al-
freð, Birna María og Guðmundur
Kristján. 2) Jóhanna Kristín, f.
1950, maki Guðmundur Hall-
grímsson. Börn: Hallgrímur Páll
og Elísa Björk. 3) Soffía, f. 1951,
maki Sverrir Bergmann. Dætur
þeirra eru Berglind
Bergmann og Hanna
Soffía Bergmann. 4)
Fjóla Björk, f. 1953,
maki Jóhannes Þor-
steinsson. Dætur
þeirra: Jóhanna
Kristín og Louísa Sif.
5) Guðbjörg Sigríð-
ur, f. 1955, maki Jó-
hann Davíðsson.
Dóttir Ingibjörg Ýr.
6) Steinþóra, f. 1957,
maki Arngrímur
Sverrisson. Dætur
þeirra eru: Sigríður,
Soffía og Herdís. 7)
Rúnar, f. 1961, maki Ingibjörg
Gylfadóttir. Synir: Gylfi Þór og
Guðmundur Flóvent.
Áður átti Guðmundur soninn Jó-
hannes, f. 1940. Dóttir hans er
Anna Scheving.
Guðmundur vann lengst af sem
vélavörður hjá Fiskiðjunni Freyju
á Súgandafirði og síðar sem verk-
stjóri í Meitlinum í Þorlákshöfn frá
1973 til 1978. Eftir það vann hann
á Vífilsstöðum sem eftirlitsmaður.
Útför Guðmundar fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Guð hafði tendrað stjörnurnar á
himninum við nyrstu strönd eins og
ávallt í ágúst, þegar Guðmundur
Kristján kom í þennan heim, ólst upp
við lognöldu sjávarbakkans á Suður-
eyri. Ungur sendur í sveit til Önund-
arfjarðar, sveif þar um grasi grónar
lendur á hvítum fáki og lék sér við
álfamey. Strauk yfir fjöllin heim.
Unglingar í þá tíð áttu sér framtíð-
arvonir ekki síður en nú. Stjáni vinur
var sennilega misskilinn snillingur.
Hæfileikar og þor þeirra leiddi þá að
ýmsu merkilegu og mörgu markviss-
ara en í dag. Fengu teikningar hjá
Bárði Tómassyni á Ísafirði af kajak
og smíðuðu sjálfir og sigldu um fjörð-
inn, byggðu sér ökufæran þriggja
hjóla bíl og margt fleira. Húsgagna-
smiður vildi hann verða en missti af
þeim möguleika vegna skorts á „rétt-
um samböndum“.
Sjórinn tók við og grunar mig að
hann hafi aldrei unað sér vel þar.
Smábátar frá Suðureyri og stríð á
heimshöfunum var sviðið. Oft lent í
kröppum dansi, stöðvaðir af risaher-
skipum og leituðu vopnaðir hermenn í
hverjum krók og kima um borð. Þá
varð að liggja yfir línunni með allt
myrkvað í skjóli nætur og vona það
besta. Æðruleysið og kvíðinn hafa
ugglaust oft tekist á í huga þessara
sjómanna.
Ávallt snyrtimenni og tel ég víst að
hann hafi verið í hvítum jakkafötum
með hattinn og yfirvararskeggið í fínu
lagi þegar Silla frá Felli varð á vegi
hans. Svo komu börnin þeirra, dæt-
urnar sex og að lokum kom sonurinn.
Bjuggu á Suðureyri með barnaskar-
ann. Þar byrjuðu veikindin, berklar,
dæmdur í útlegð á Vífilsstaðaspítala
og reyndi það á þegar engar voru
bæturnar. Silla út að vinna karl-
mannsverkin og gaf hvergi eftir.
Rétt úr kútnum, einbýlishúsið
reist, sem varð svo verðlaust við
hnignun staðarins. Þeim leið vel á
Suðureyri og áttu þar sín bestu ár og
tryggustu vinirnir eru þaðan.
Haldið suður eftir 20 ára búsetu
vestra, millilent í Þorlákshöfn uns
flutt var í borgina.
Guðmundur starfaði við vélgæslu
eftir árin á sjónum, syðra við verk-
stjórn í fiskvinnslu og síðustu starfs-
árin vaktmaður á Vífilsstaðaspítala.
Eftir starfslok tók heilsu að hraka
og hafa síðustu árin liðið við vaxandi
sjúkdómabyrði þar sem sjóndepran
hamlaði mjög. Silla studdi hann svo
lengi sem stætt var og kom þá gamla
bardagalundin og trúmennskan upp.
Síðustu mánuðina dvaldist hann á
hjúkrunardeildum í Fossvogi og
Sunnuhlíð við góða umönnun og nán-
ast ástríki starfsfólks, sem aðstand-
endur þakka af heilum hug.
Oft hjálpuðum við hvor öðrum við
það sem við kunnum til verka við
byggingu og viðhald eigna okkar. Oft
töluðum við saman og oft þögðum við
saman og nutum notalegrar nærver-
unnar.
Guðmundur Kristján er allur.
Hnökralaust samband okkar, sam-
band tengdafeðga, í rúm 30 ár á enda.
Mér og mínum var hann góður. Bless-
uð sé minning hans.
Áfram tindra stjörnur við nyrsta
haf og eilífðin heldur á.
Gunnar.
Elsku pabbi. Ég kveð þig nú hinstu
kveðju með góðar minningar í hjarta.
Mér var það ætíð ljóst hve vænt
þér þótti um mig, og þótt við værum
ekki alltaf sammála varstu alltaf
sanngjarn og tilbúinn að hlusta. Þeg-
ar ég hugsa til baka virtist mér eins
og þú gætir allt. Þú byggðir hús, gerð-
ir við vélar, smíðaðir leikföng fyrir
okkur systkinin, það var bara mikil
vinna hjá þér sem kom í veg fyrir að
þú gerðir ekki miklu meira fyrir okk-
ur. Eins gleymi ég sjálfsagt aldrei
þegar ég í byrjun minnar skólagöngu
átti að læra að skrifa og fannst mér
það hræðilega erfitt. Þá kom skóla-
stjórinn minn til mín og bauð mér inn
á skrifstofu sína. Þar dró hann upp
gömlu skriftarbækurnar þínar og
fékk ég að skoða þær. Mikið voru þær
fallegar og vel unnar. Þess vegna
höfðu þær verið geymdar svona lengi,
þessi vinna þín var mér mikil hvatn-
ing til að skrifa fallega. Það var mont-
in lítil stelpa sem labbaði heim úr
skólanum þann daginn.
Þegar ég síðan stækkaði fór ég að
meta aðra þætti í fari þínu, hvað þú
hafðir fallega framkomu og lagðir
mikið upp úr snyrtimennsku. Það var
sko ekki leiðinlegt að koma á fallega
heimilið ykkar mömmu, enda til þess
tekið hvað þið voruð alltaf samhent.
Og núna að leiðarlokum þakka ég þér,
pabbi minn, fyrir öll árin okkar. Og
síðast en ekki síst þakklæti til
mömmu. En ljúft var að sjá væntum-
þykju hennar til þín þegar þú varst
orðinn veikur og hve vel hún annaðist
þig. Einnig sérstakar þakkir til
starfsfólks öldrunardeildar Borgar-
spítalans og Sunnuhlíðar í Kópavogi.
Ég bið góðan Guð að gæta þín.
Jóhanna Kristín.
Ástkær faðir minn er látinn eftir
erfið og langvinn veikindi. Mínar
fyrstu minningar um pabba eru þegar
hann kom heim aftur á Súganda eftir
tveggja ára veikindalegu á berklahæl-
inu á Vífilsstöðum. Þá var ég tæplega
fimm ára og pabbi mér nær gleymdur
enda höfðum við mamma, amma og
systurnar sex verið án hans allan
þann tíma, sem var barnshjartanu svo
ósköp langur. Þetta var erfiður tími
fyrir okkur öll en Súgfirðingar reynd-
ust stóru fjölskyldunni vel í fjarveru
pabba og skal vinskapur þeirra og
takmarkalaus hjálpsemi hér þökkuð.
Það fyrsta sem pabbi spurði mig eftir
allan þennan langa tíma var hvort ég
myndi eftir honum og hefði saknað
hans. Þar sem ég þekkti ekki þennan
mann aftur svaraði ég hreinskilnis-
lega eins og barni einu er lagið: „Nei.“
Smátt og smátt kynntumst við þó aft-
ur og vorum alla tíð síðan miklir vinir.
Eftir veikindin efldist pabbi að
styrk og heilsu enda naut hann
ómælds stuðnings dugnaðarforksins
hennar mömmu. Saman byggðu þau
glæsilegt hús í Hjöllunum þar sem við
systkinin nutum ástar og öryggis for-
eldra okkar næstu árin. Þetta voru
okkur öllum góð ár og leitar hugurinn
oft æskustöðvanna fyrir vestan.
Góðu ævistarfi föður míns er nú
lokið en minningar um mætan mann
lifa.
Fjóla Björk.
Nú ertu farinn, elsku pabbi minn,
og söknuður minn er mikill. Ég er svo
eigingjörn að sakna þín því þú varst
svo veikur og þrautaganga þín bæði
löng og ströng.
Gott fannst mér að alast upp hjá
þér og henni mömmu heima á Suður-
eyri. Þar átti ég gott atlæti, nóg að
gera bæði í leik og starfi. Alltaf nóg að
bíta og brenna og þið mamma alveg
einstök við okkur börnin ykkar sjö.
Ekki fannst þér leiðinlegt þegar son-
urinn hann Rúnar fæddist loks,
yngstur sjö systkina, þar af sex
systra. Þá var nú glatt á hjalla. Minn-
isstæðar eru líka stundirnar áður en
við krakkarnir fórum á jólaböllin eða
til kirkju á aðfangadag þegar þú
hnýttir slaufur í hárið á okkur systr-
unum, enginn gerði fallegri slaufur en
þú. Oft var líka gaman um mánaða-
mót þegar þú fékkst útborgað hjá
Fiskiðjunni Freyju og komst við í
versluninni Suðurveri á leiðinni heim
og keyptir kókosbollur og gos hjá
Mumma Ella og Nonna. Þá var nú
gos eða gotterí ekki eins oft á boð-
stólum á heimilum og í dag og því
mikil kátína hjá krakkahópnum þín-
um. Á þessum árum var ég stráka-
stelpan þín og fékk að skottast um í
vélasalnum þar sem þú vannst. Þar
voru alls kyns tæki og tól og fékk ég
þig stundum til að búa til fyrir mig
ýmislegt smálegt. Mikið þótti mér
vænt um bogann minn, örvarnar og
örvapokann svo ég tali nú ekki um
teygjubyssuna. Við tvö gátum brallað
ýmislegt því ég átti skyldum að gegna
þar sem ég færði þér alltaf morgun-
kaffið klukkan hálftíu og miðdags-
kaffi rétt fyrir þrjú. Þarna áttum við
oft góða tíma saman. Ég man hvað ég
var stolt þegar þú skrifaðir nafnið
mitt svo fallega í sunnudagaskólabók-
ina mína. Enginn hafði fallegri rit-
hönd en þú. Það var alltaf svo gott að
leita til þín í raunum mínum, elsku
pabbi minn. Þú varst mér ætíð stoð og
stytta í lífinu og mér þótti afar sárt að
horfa á þig svona þjáðan alveg fram
undir það síðasta. Við áttum friðsæla
stund í Sunnuhlíð þegar þú kvaddir
þessa jarðvist og þú sagðir við mig að
þú myndir taka á móti okkur öllum,
mömmu og okkur systkinunum, þeg-
ar kallið kemur. Núna ertu hjá
mömmu þinni og pabba og Fjólu syst-
ur þinni sem fór svo ung.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn.
Þín
Guðbjörg Sigríður.
GUÐMUNDUR KR.
HERMANNSSON
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Kr. Hermannsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS ELÍASSONAR
bókaútgefanda,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík.
Helga Sigbjörnsdóttir,
Sigbjörn Guðjónsson, Matthildur Hermannsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Jórunn Guðjónsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Elín Guðjónsdóttir, Tore Axel Sellgren
og barnabörn.
Lokað
í dag, miðvikudaginn 27. nóvember vegna útfarar
INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR.
Endurskoðun og reikningshald,
Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
HRAFNS RAGNARSSONAR
skipstjóra,
Ægisbyggð 9,
Ólafsfirði.
Lilja Kristinsdóttir,
Kristinn E. Hrafnsson, Anna Björg Siggeirsdóttir,
Sigurlaug Hrafnsdóttir,
Líney Hrafnsdóttir, Georg Páll Kristinsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
KRISTRÚNAR BJARNAR
ARNFINNSDÓTTUR,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks FSN
sem annaðist hana svo vel.
Kristján Vilmundarson,
Jón Már Jónsson, Anna Þóra Árnadóttir,
Örn Rósmann Kristjánsson, Þóra Lilja,
Arnfinnur Kristjánsson, Elízabet Guðný Tómasdóttir,
Kristján Rúnar Kristjánsson, Guðbjörg Lára Ingimarsdóttir,
Unnur Dagmar Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR DAGNÝSSONAR
frá Seyðisfirði,
Miðvangi 8,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 4b og 2b á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Helga Sveinsdóttir,
Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Kristinn Kristinsson,
Guðný Sigurðardóttir, Árni Þorsteinsson,
Sigríður Gunnarsdóttir,
Anna Sigríður Björnsdóttir, Enok Guðmundsson,
Sigrún Árnadóttir,
barnabörn og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GYÐA ÓLAFSDÓTTIR,
Fellsmúla 9,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 29. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á
félög til styrktar fötluðum.
Halldór Kjartansson,
Guðrún Ólafsdóttir,
Guðrún Pétursdóttir, Jón Sveinlaugsson,
Nanna Pétursdóttir,
Gyða Jónsdóttir.