Morgunblaðið - 27.11.2002, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 13
VÆNTINGAVÍSITALA Gallup
hækkar um 6 stig á milli mánaða og
mælist nú 107 stig. Þetta er tæpum
25 stigum hærra en meðaltal ársins
2001 en 6,5 stigum undir því hæsta
sem vísitalan hefur mælst, en það
var í september á þessu ári þegar
hún náði 113,5 stigum.
Væntingavísitalan mælir tiltrú og
væntingar fólks til efnahagslífsins,
atvinnuástandsins og heildartekna
heimilisins. Vísitalan getur tekið
gildi á bilinu 0–200. Hún tekur gildið
100 þegar jafn margir eru jákvæðir
og neikvæðir, en er hærri þegar
fleiri eru jákvæðir en neikvæðir.
Væntinga-
vísitalan
hækkar
YFIRTAKA Kaupþings á JP
Nordiska og skráning Kaupþings í
kauphöllinni í Stokkhólmi dragast
frá því sem greint var frá í útboðs-
lýsingu. Í tilkynningu frá Kaup-
þingi kemur fram að ekki sé hægt
að ljúka yfirtökunni og ganga frá
skráningunni fyrr en að fengnu
samþykki fjármálaeftirlitsins í Sví-
þjóð, sem vinni að málinu í sam-
vinnu við Fjármálaeftirlitið hér á
landi. Áætlað sé að samþykkið fáist
í byrjun desember.
Afhending tekur innan við
viku eftir samþykki
Í tilkynningunni, sem birt var í
Kauphöll Íslands, segir einnig að
afhending hluta í Kaupþingi muni
taka innan við viku eftir að sam-
þykki fjármálaeftirlitsins í Svíþjóð
liggi fyrir og þá geti viðskipti með
hlutabréf útgefin af Kaupþingi haf-
ist á O-lista kauphallarinnar í
Stokkhólmi.
Yfirtökutilboð Kaupþings hefur
þegar verið samþykkt af 81,5%
hluthafa í JP Nordiska og hefur
Kaupþing lýst því yfir að það muni
efna tilboðið af sinni hálfu um leið
og samþykki fáist í Svíþjóð. Kaup-
þing hefur framlengt frest til að
samþykkja yfirtökutilboðið til 29.
þessa mánaðar þannig að þeim
hluthöfum í JP Nordiska sem ekki
hafa þegar samþykkt yfirtökutil-
boðið gefist kostur á að taka tilboð-
inu.
Yfirtöku Kaup-
þings á JP Nord-
iska frestað
HAGNAÐUR Samherja hf. á Ak-
ureyri fyrstu níu mánuði ársins
nam 1.950 milljónum króna sam-
anborið við 269 milljóna króna
hagnað á sama tíma í fyrra. Miklar
eignabreytingar einkenna rekstur
félagsins á tímabilinu.
Rekstrartekjur samstæðunnar
fyrstu níu mánuði ársins námu
9.738 milljónum króna, rekstrar-
gjöld voru 7.242 milljónir og hagn-
aður án afskrifta og fjármagnsliða
nam því 2.496 milljónum króna eða
sem svarar 26% af rekstrartekjum.
Afskriftir námu 693 milljónum og
fjármagnsliðir voru jákvæðir um
576 milljónir króna, en þar munar
mest um gengishagnað upp á 820
milljón króna sem er veruleg um-
skipti frá sama tíma í fyrra en þá
var gengistap í fjármagnsliðum
upp á 1.377 milljónir króna. Hagn-
aður fyrir skatta var 2.379 millj-
ónir króna og hagnaður tímabils-
ins, að teknu tilliti til skatta, 1.950
milljónir. Veltufé frá rekstri var á
tímabilinu 2.003 milljónir króna
eða sem svarar 21% af rekstrar-
tekjum.
Ekki er beitt verðleiðréttingum í
reikningsskilum í samræmi við
ákvörðun stjórnar félagsins. Ef
beitt hefði verið sömu reiknings-
skilaaðferðum og árið áður hefði
hagnaður félagsins verið 56 millj-
ónum króna hærri auk þess sem
eigið fé félagsins væri 193 millj-
ónum króna hærra en fram kemur
í árshlutareikningnum.
Heildareignir Samherja hf. í
septemberlok voru bókfærðar á
21,3 milljarð króna. Þar af eru
fastafjármunir tæplega 15,4 millj-
arðar og veltufjármunir 5,9 millj-
arðar. Skuldir félagsins námu rúm-
lega 13 milljörðum króna og eigið
fé var 8,3 milljarðar. Eiginfjárhlut-
fall var í lok september tæp 39% og
veltufjárhlutfall 1,21.
Miklar eignabreytingar
Í frétt frá Samherja kemur fram
að miklar eignabreytingar hafa
einnkennt árið. Fjárfestingar í
eignarhlutum á tímabilinu námu
3.463 milljónum króna. Fjárfest
var í Síldarvinnslunni hf. fyrir
1.320 milljónir króna og á Samherji
nú 20,8% eignarhlut í félaginu.
Keypt voru hlutabréf fyrir um 709
milljónir króna í SR-Mjöli eða sem
svarar tæpum 13% í því félagi.
Fjárfesting í Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar hf. var rétt um 290 milljónir
króna og á Samherji nú tæp 50%
eignarhlut í HÞ. Þá eignaðist fé-
lagið ríflega 16% eignarhlut í fjár-
festingarfélaginu Kaldbaki hf. fyrir
um 794 milljónir króna.
Breytingar á skipastól
„Þá hafa verið gerðar allnokkrar
breytingar á skipastól félagsins.
Baldvin Þorsteinsson EA-10, sem
verið hefur flaggskip félagsins, var
seldur á tímabilinu auk Kamba-
rastar EA. Þá var Akureyrin
EA-110, sem var fyrsti frystitogari
félagsins, seld í októbermánuði. Í
ágúst fjárfesti félagið í Sléttbaki
EA, sem fengið hefur nafnið Ak-
ureyrin EA-110, og var fjárfesting
vegna þess ríflega 200 milljónir
króna. Ennfremur keypti félagið
Hannover frá þýska félaginu
DFFU, en skipið hefur fengið
nafnið Baldvin Þorsteinsson, og er
nú í lengingu í Lettlandi og búast
má við því inn í flota félagsins á
næstunni. Fjárfesting vegna þessa
nam um 1.275 milljónum króna í
lok september. Þá var ennfremur
lokið við breytingar á Þorsteini
EA-810 og var fjárfesting vegna
þess ríflega 220 milljónir króna. Þá
er vert að nefna að fjárfest var í
Sæsilfri hf. í Mjóafirði fyrir 140
milljónir króna á tímabilinu,“ að
því er segir í tilkynningu frá Sam-
herja.
Hagnaður Samherja 1.950 milljónir
Mikill viðsnún-
ingur í fjár-
magnsliðum
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Til sölu 340 fm vandað steinsteypt hús ásamt
30 fm samb. bílskúr. Mögul. að hafa séríbúð
á neðri hæð. Húsið er vel staðsett, skammt
frá Árbæjarsundlauginni.
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun 533 4200
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali sími 892 0667
Opið hús í kvöld frá kl. 19.00-20.00
Heiðarás 14 - einbýli/tvíbýli
Samrunagögn er hægt að nálgast á skrifstofu
Íslenskra verðbréfa hf. á Strandgötu 3, Akureyri
Hluthafafundur
Hlutabréfasjóðs
Íslands hf.
vegna sameiningar við Kaldbak hf.
verður haldinn 27. desember nk.,
fundurinn var áður auglýstur 9. desember.
Stjórn Hlutabréfasjóðs Íslands hf. boðar til hluthafafundar
föstudaginn 27. desember kl. 10 á Strandgötu 3, Akureyri.
Á dagskrá fundarins er tillaga stjórnar sjóðsins um að Hluta-
bréfasjóður Íslands hf. sameinist Kaldbaki hf. með skiptum á
hlutabréfum í Hlutabréfasjóði Íslands hf. fyrir bréf í Kaldbaki
hf. í samræmi við samrunaáætlun félaganna dagsetta 3. októ-
ber 2002
Hluthafafundi Hlutabréfasjóðs Íslands frestað til 27. desember
!
"
#
$ %
&
Málning
fyrir vandláta