Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á KJÖRDÆMISÞINGI Samfylk-
ingarinnar, sem haldið var á Hólma-
vík hinn 26. okt. sl., var ákveðið að
uppstillingarnefnd myndi raða á
lista fyrir komandi alþingiskosning-
ar og áttu gömlu kjördæmin þrjú að
eiga þar fulltrúa í efstu sætunum.
Sú samþykkt hefur nú verið brotin
með því að bjóða Vestfirðingum
fjórða sæti listans.
Mér finnst það umhugsunarvert
að stjórnmálaafl, sem heldur því
fram að það eigi að bera öll meiri-
háttar mál undir þjóðaratkvæða-
greiðslu, skuli ekki einu sinni geta
farið eftir þeim niðurstöðum sem
fást á einu ekki svo margmennu
kjördæmisþingi.
Það læðist að manni sá grunur
þegar upp er staðið að hér sé ekki
verið að hugsa um Vestfirðinga, ég
tel að það hefði ekki skipt máli hvaða
frambjóðanda við hefðum teflt fram
– hvort hann hefði átt lögheimili í
Súðavík eða á Þingeyri – við áttum
aldrei að fá eitt af þremur efstu sæt-
unum.
Hvers vegna? Svarið er augljóst.
Á Akranesi eru tveir sitjandi þing-
menn Samfylkingarinnar og ef það
er hróflað við þeim verður allt vit-
laust!
Á þessu svæði er ekki geta til að
sameinast um einn fulltrúa í efsta
sætið og því ágætt að senda okkur
Vestfirðingum vandamálið til úr-
lausnar: Þið setjið ykkar fulltrúa í
fjórða sætið og ekki orð um það
meir.
Vestfirðingum hefur alltaf þótt
vont að láta setja sér afarkosti, því
ákvað sá eini fulltrúi okkar sem gaf
kost á sér að þiggja ekki sætið.
Það þýðir ekki endilega uppgjöf
en það kallar á baráttu, sú barátta
mun fara fram heiðarlega en ekki
með baktjaldamakki með því að bera
út róg um þann sem settur er í þriðja
sætið eins og því miður hans fámenni
stuðningsmannahópur hér fyrir
vestan gerir um fulltrúa okkar.
Vestfirðingar munu taka slaginn á
kjördæmisþinginu fyrir opnum
tjöldum.
Ég ætla að vona að sá orðrómur að
flokksforystan sé með puttana í
framboðsmálunum í Norðvestur-
kjördæminu sé bara orðrómur, en
það skyldi þó ekki vera að það geti
fleiri en Davíð Oddsson slegið menn
leiftursnöggt í hausinn ef þeir eru
ekki á línunum sem flokkurinn vill?
Vestfirðingum
stillt upp við vegg!
Eftir Kolbrúnu
Sverrisdóttur
Höfundur er varabæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ.
„Vestfirð-
ingar munu
taka slaginn
á kjördæm-
isþinginu
fyrir opnum tjöldum.“
UNDANFARIN misseri hefur
orðið stöðug aukning á innbrotum
í bifreiðar. Þar er í langflestum til-
fellum verið að stela hljómflutn-
ingstækjum með geislaspilara, far-
símum, fartölvum og geisladiskum
ásamt öðrum verðmætum.
Skýringin á aukningu þessara
innbrota er trúlega sú, að þarna
ná þjófar í vöru sem auðvelt er að
koma í verð. Þá spyr maður sig,
hvers vegna skyldi það vera svo að
fólk sé tilbúið að kaupa vöru, sem
langflestum má vera ljóst að sé
stolin, þegar verið er að bjóða um-
búðalausa vöru langt undir raun-
virði. Með þessu háttalagi er fólk
að ýta undir og óbeint að stuðla að
þessum þjófnuðum, því ef ekki
væri markaður fyrir vöruna væri
til lítils að stela henni.
Foreldrar þurfa að vera vel á
verði þegar þau verða vör við að
unglingnum stendur til boða að
kaupa til dæmis hljómflutnings-
tæki í bifreið sína, á verði sem er
langt undir raunvirði. Þá á sá sem
kaupir stolna vöru það á hættu, ef
málið upplýsist og þjófurinn verð-
ur að segja til þýfisins, að verða að
skila hinni stolnu vöru og tapar því
andvirði hennar bótalaust. Segja
má að þáttur þess sem kaupir vís-
vitandi stolna vöru sé síst betri en
verknaður þjófsins.
Þá þurfa bíleigendur að skoða
sinn þátt, því oft eru þeir að
freista þjófa, bæði með því að
skilja bílana eftir ólæsta og eins
með því að skilja eftir í þeim verð-
mæta hluti og auðseljanlega. Þar
ber mest á farsímum og þá er tölu-
vert um að fartölvur séu skildar
eftir í bifreiðum. Þá er einnig al-
gengt að fólk geymi mikinn fjölda
geisladiska í bifreiðum. Ekki er
óalgengt að þeir séu um 100 tals-
ins í sömu bifreiðinni. Þess háttar
varðveisla á fjármunum er eitt-
hvað sem hver og einn umráða-
maður bifreiðar þarf að skoða. Það
að stilla út dýrum hlutum í bifreið-
inni getur kallað á að inn í hana
verði brotist.
Þáttur umráðamanns bifreiðar-
innar er því stór. Hann getur
dregið mikið úr líkunum á því að
brotist verði inn í hans bifreið,
bara með því að geyma ekki í
henni verðmæta hluti. Ef hann
einhverra hluta vegna þarf þess,
þá á að koma þeim þannig fyrir að
þeir séu ekki áberandi. Það að
skreppa í kvikmyndahús og skilja
eftir á áberandi stað farsímann og
fartölvuna, kann ekki góðri lukku
að stýra.
Til að snúa þessari þróun við
þarf að koma til samstillt átak,
bæði bíleigenda og alls almenn-
ings, sem þarf að hafna því að
kaupa stolna vöru. Takmarkinu
verður ekki náð bara með því að
auka löggæslu, þrátt fyrir að það
hafi örugglega sín áhrif.
Á þessu ári hefur verið lögð
aukin áhersla á eftirlit óeinkenn-
isklæddra lögreglumanna, að nóttu
til, sem eru á ómerktum bílum og
fara um hverfi borgarinnar. Hefur
það skilað miklum árangri í að ná
til innbrotsþjófa og að upplýsa
mál.
Nágrannagæslan er mikilvæg til
að koma í veg fyrir innbrot í bif-
reiðar og að fólk hafi vakandi auga
með grunsamlegum aðilum, sem
líklegir eru til að hafa eitthvað
misjafnt í huga, og láta strax lög-
reglu vita verði það vart við eitt-
hvað grunsamlegt.
Betra er að fá fleiri er færri
slíkar ábendingar, þrátt fyrir að í
ljós komi að þær eigi ekki alltaf
við rök að styðjast.
Gefið ekki þjófum
færi á eigum ykkar
Eftir Árna
Vigfússon
„Nágranna-
gæslan er
mikilvæg til
að koma í
veg fyrir inn-
brot í bifreiðar.“
Höfundur er aðstoðar-
yfirlögregluþjónn forvarna-
og fræðsludeildar.
ÍSLENDINGAR lifðu um hríð í
þeirri von og trú að yfirlýsing um
hlutleysi myndi endast þeim til fram-
tíðar. Síðari heimsstyrjöldin kenndi
þeim aðra lexíu. Hlutleysisyfirlýs-
ingar voru að engu hafðar í þeim
hildarleik. Eftir það heita stríð tók
við kalt stríð, sem skildi að þjóðir
Evrópu og Járntjald féll.
Árið 1948 sáu forystumenn lýð-
ræðisflokkanna á Íslandi fram á að
ekki var lengur til setunnar boðið og
gerðu Ísland að félaga í Atlantshafs-
bandalaginu, varnarbandalagi vest-
rænna ríkja gegn þeirri ógn, sem
mönnum virtist steðja að úr austri.
Eitt af grundvallarskilyrðum Ís-
lands fyrir aðildinni var að Ísland
væri herlaust land og vopnlaust og
myndi aldrei eiga beina aðild að
neinskonar hernaði.
Innan tíðar frá stofnun bandalags-
ins þótti nauðsyn til bera að reisa
herstöð á Íslandi til varnar árás. Og
Íslendingar léðu land sitt undir slík
vígvirki, enda þótt ýmsum væri
þungt í fyrstu. Í því sambandi mætti
minna framsóknarmenn á orð Her-
manns Jónassonar er hann viðhafði
fyrir kosningar 1956; ,,Það er betra
að vanta brauð en að hafa her í
landi.“
Þar kom þó að menn létu sannfær-
ast og reyndist langsýni manna eins
og Bjarna Benediktssonar í þeim
málum frá upphafi Íslandi gæfusam-
legt.
En við gerð varnarsamningsins
við Bandaríkin 1951 var enn ítrekað
af hálfu Íslands að Íslendingar væru
vopnlaus þjóð og ætluðu sér að vera
það um aldur og ævi; að aldrei kæmi
til greina hernaður af þeirra hálfu.
Þessi afstaða Íslands hefir staðið
óhögguð til þessa dags, að Góðu dát-
arnir tveir, Davíð og Halldór, virðast
hafa varpað henni fyrir ofurborð án
þess að tala við kóng eða prest; nema
náttúrlega þjóna sína á Morgun-
blaðinu, sem strax eru uppi til handa
og fóta.
Augljóst er hvaða atburðir hér
hafa orðið: Öllum bandalagsþjóðum
okkar var fullkunnugt um afstöðu
okkar og hefði engri þeirra til hugar
komið að fara fram á breytingu þar á
að fyrra bragði.
Góðu dátarnir tveir hafa því haft
frumkvæði að því að bjóða fram
hernaðaraðstoð sína af þeim höfð-
ingjasleikjuhætti, sem borið hefir
mjög á í fari þeirra upp á síðkastið í
viðskiptum við aðrar þjóðir.
Í viðtölum við Morgunblaðið
reyna Góðu dátarnir að láta líta svo
út að hernaðaraðstoð þeirra sé sama
eðlis og friðargæzla! Og Halldór vill
„…tengja það tvennt saman“, þátt-
töku í hernaði og þróunaraðstoð!
Generáll Halldór sagði í Prag að
bylting væri að verða í umhverfi ör-
yggismála Íslands! Hvað á maðurinn
við?
Hann kannski kemur við í alþingi
á næstunni og greinir þingheimi frá
hinni nýju byltingu, sem þeir dátar
hafa hrundið í framkvæmd. Hún er
reyndar ekki flóknari en svo, að þeir
kumpánar róa nú að því öllum árum
að slitinn verði einn mikilvægasti
þátturinn í utanríkisstefnu Íslands
og gerð að engu eiðsvarin afstaða ís-
lenzkrar þjóðar: Að hún muni aldr-
eigi bera vopn á aðra menn né að því
stuðla.
Góðu dátarnir
Eftir Sverri
Hermannsson
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.
„Í viðtölum
við Morg-
unblaðið
reyna Góðu
dátarnir að
láta líta svo út að hern-
aðaraðstoð þeirra sé
sama eðlis og frið-
argæzla!“
MIKIÐ er talað í háum tölum í
þjóðfélaginu þessa dagana.
Fyrstu níu mánuði ársins hagn-
aðist Eimskip um tæplega fjóra
milljarða króna.
Á hátíðarstundum er þar stund-
um sagt að starfsfólkið sé mesti
auður félagsins.
Það virðist þó ekki vera því að
nýlega tóku þeir upp á því að selja
eitt af skipum sínum (ms. Lag-
arfoss) og taka eins skip á leigu
mannað útlendingum. Telja þeir
sig græða 10 milljónir á ári með
þessu. Ekki fer orðum af gróða
þeirra sem misstu vinnuna. Ekki
er heldur spurt um líðan þeirra
sem héldu vinnunni. Þeir þurfa að
sætta sig við að vinna undir stjórn
afarmenna sem gætu átt það til að
segja þeim upp um næstu mán-
aðamót og ráða í staðinn Filipps-
eyinga og Rússa sem ekki leggja
krónu til þjóðfélagsins. Þetta er
ótrúlegur hroki í garð manna sem
hafa sýnt vinnuveitendum sínum
hollustu árum saman.
Ég efast um sparnað af þessu,
t.d. þarf að hafa þrjá Íslendinga
um borð samt sem áður, hleðslu-
stjóra, rafvirkja og kranamann.
Einnig er trúlega dýrara að gera
út undir skipstjóra eins og er á
ms. Hansiduo, en svo heitir leigu-
skipið, sem var einnig í leigu hér
áður fyrr.
Íslensku skipstjórarnir sigla oft-
ast hjálparlaust til og frá bryggju.
En kjarkurinn hjá þeim rússneska
var ekki meiri en svo að hann
þurfti tvo dráttarbáta til að kom-
ast að bryggju í Immingham. Auk
þess er hann gífurlega erfiður í
samstarfi vegna mikilla skapgerð-
arbresta. Frést hefur að vandræð-
in séu byrjuð strax aftur í fyrsta
túr. Hann geri Íslendingunum erf-
itt fyrir að stunda sína vinnu.
Það er hart að vinna hjá Eim-
skip og vera niðurlægður af rúss-
neskum skipstjóra.
Það voru örugglega ekki þær
hugmyndir sem bændur, sjómenn,
verkamenn og fleiri gerðu sér um
framtíð félagsins og kölluðu það
óskabarn þjóðarinnar.
Töldu það hluta af sjáfstæðis-
baráttu þjóðarinnar að stofna
skipafélag svo við gætum séð um
okkar flutninga sjálfir.
Þessir menn sem nú stjórna eru
að svíkja þær hugsjónir fyrir
minna en 30 silfurpeninga.
Hvað ætla þeir að gera ef brýst
út ófriður? Þá eigum við e.t.v. eng-
in flutningaskip því að þau eru öll
skráð undir hentifánum í Karab-
íska hafinu og víðar. Íslenskir sjó-
menn fórnuðu lífi sínu til að halda
uppi flutningum í stríðinu. Ef svo-
leiðis ástand kemur aftur þá erum
við líklega nógu góðir tíl að sigla.
Gróflega áætlað tel ég að það
séu a.m.k. 12 skip í hérumbil föst-
um siglingu til og frá landinu,
mönnuð útlendingum. Eimskip
með fjögur. Samskip með þrjú.
Atlantsskip með þrjú. Aðrir með
2–3 skip. (Mætti spara sér bygg-
ingu eins álvers.)
Ekki þarf að reikna með að
stjórnvöld komi farmönnum til að-
stoðar. Þau hafa hingað til að-
stoðað fiskiútgerðir með lagasetn-
ingum þegar þær hafa staðið í
sinni kjarabaráttu.
Ég skora á íslenska sjómenn að
labba allir í land sem einn maður
og svínbeygja þau félög, sem ekki
setja sín skip undir íslenskan fána,
að gera það strax og biðja Íslend-
inga afsökunar á því að þeim
skyldi hafa dottið í hug að flagga
þeim út.
Ég er viss um að verkamenn,
bændur og fleiri munu standa með
okkur.
Þetta er hluti af sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar.
Óskabarnið
Eftir Baldvin
Þorláksson
„Ég skora á
íslenska sjó-
menn að
labba allir í
land sem
einn maður.“
Höfundur er stýrimaður.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna