Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Borgarafundur
á Suðurnesjum
Stuðningsmenn Kristjáns Pálssonar, alþingismanns,
boða til borgarafundar í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík í kvöld,
miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20.00.
Fundarefni:
Framboðsmál í Suðurkjördæmi.
Stuðningsmenn.
NOKKUR umræða hefur verið um
vandamál vegna eiturlyfjaneyslu í
Reykjanesbæ, meðal annars vegna
viðtala sem birst hafa í bæjarblöðun-
um. Af því tilefni boðaði Ragnar Örn
Pétursson, forvarna- og æskulýðs-
fulltrúi, til fundar með blaðamönnum
þar sem kynnt var margvíslegt starf
sem unnið er að á vegum bæjarfélags-
ins og frjálsra félagasamtaka.
Fram kom að fundarmönnum þótti
full mikið gert úr vandamálinu. Hjör-
dís Árnadóttir, félagsmálastjóri, taldi
að ástandið væri svipað og annars
staðar. Vandamálið væri til staðar og
fengi starfsfólk félagsþjónustunnar
stundum til sín ungt fólk sem farið
hefði illa út úr neyslu. Það heyrði þó
til undantekninga.
Fram kom hjá Hafþóri Birgissyni,
forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar
Fjörheima, að ástandið væri ekki
slæmt í Reykjanesbæ. Taldi hann
ummæli um neyslu grunnskólabarna
orðum auknar.
Víðtæk stefnuskrá
Ragnar Örn Pétursson segir í sam-
tali við Morgunblaðið að helsta verk-
efnið á sviði forvarnamála um þessar
mundir sé að gera tillögur að for-
varnastefnu Reykjanesbæjar. Stofn-
aður verði starfshópur þeirra sviða
bæjarins og félagasamtaka sem
tengjast málinu til að gera drög að
stefnunni og vonast hann til að þau
verði komin á blað fljótlega á nýju ári.
Forvarnastefnan á að vera víðtæk,
hún á ekki aðeins að ná til unga fólks-
ins og eiturlyfja heldur allra aldurs-
hópa og hættu sem steðjar að fólki.
„Hún á ekki að einungis að verða
plagg sem rykfellur ofan í skúffum
heldur tæki til að stuðla að því að íbú-
um bæjarfélagsins líði vel,“ segir
Ragnar Örn.
Um nokkurra ára skeið hefur verið
starfrækt alhliða forvarnaverkefni,
Reykjanesbær á réttu róli. Er það
samstarfsverkefni undir regnhlíf
Íþróttabandalags Reykjanesbæjar
(ÍRB). Starf Reykjanesbæjar á réttu
róli var endurmetið í sumar og for-
varnafulltrúinn tók að sér að fram-
kvæma ýmis verkefni þess.
Að sögn Jóhanns B. Magnússonar,
formanns ÍRB, verður megináhersla
Reykjanesbæjar á réttu róli að veita
foreldrum grunnskólabarna og sam-
tökum þeirra stuðning en einnig verð-
ur stuðlað að eflingu æskulýðssam-
taka og annarrar starfsemi sem ýtt
getur undir æskilegan lífsstíl hjá
börnum og unglingum. Þá verður
reynt að auka þekkingu á ólöglegum
lyfjum hjá þeim sem kunna að rekast
á þau í starfi sínu.
Í því skyni var sett upp fram-
kvæmdaáætlun fyrir veturinn þar
sem gert er ráð fyrir að boðið verði
upp á námskeið af ýmsu tagi, meðal
annars fyrir starfsfólk skemmtistað-
anna um vímuvarnir og einkenni
fíkniefnineyslu og námskeið eða fyr-
irlestra fyrir nemendur í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
Unnið er að því að bæta starf for-
eldrafélaga grunnskólanna með verk-
efni sem felst í því að félögin fari yfir
starfshætti sína, skipulag og mark-
mið og setji fram í handbók.
Fram kom hjá Hjördísi Árnadótt-
ur, félagsmálastjóra, að fjölskyldu- og
félagsmálasvið Reykjanesbæjar vinn-
ur forvarnastarf sitt undir kjörorð-
inu: Foreldrar eru besta forvörnin.
Unnið hefur verið að því í samvinnu
við lögregluna og útideildina, að fá
foreldra og unglinga til að virða úti-
vistartíma. Mikill árangur hefur
náðst á því sviði, að sögn Hjördísar,
og nú taki skipuleggjendur skemmt-
ana fyrir börn og unglinga almennt
tillit til útivistartímans. Ragnar Örn
Pétursson segir að ástandið á þessu
sviði hafi gjörbreyst. Nú sjáist ekki
lengur stórir hópar unglinga á Hafn-
argötunni á kvöldin um helgar. Lög-
reglan hafi unnið mikið starf í þessu
með þeim árangri að nú hafi hún og
starfsmenn útideildar aðeins afskipti
af örfáum einstaklingum um helgar.
Þá telur hann að lítið sé orðið um eft-
irlitslausar veislur í heimahúsum, en
það hafi verið verulegt vandamál áð-
ur.
Reglulegt samráð starfsmanna
Reykjanesbæjar við lögregluna hefur
leitt til þess að nú er unnið að sér-
stöku eftirlitsátaki á skemmtistöðum
bæjarins. Fylgst er með því að ald-
urstakmörk séu virt og að staðirnir,
sem eru sex talsins, hafi öll leyfi í lagi
og virði skilyrði sem þar eru sett.
Ragnar Örn segir að þetta hafi leitt til
þess að lögreglan lokaði einum staðn-
um í sólarhring, á meðan eigendurnir
unnu að því að koma málum sínum í
lag.
Fjölskyldu- og félagsmálasviðið
veitir foreldrum og börnum ýmsa
þjónustu sem flestar hafa þann til-
gang að styrkja foreldrana í uppeldis-
hlutverkinu. Nefnir Hjördís að sál-
fræðiþjónustan sé mikið notuð.
Einnig eru haldin námskeið og unnið
sérstaklega með tilteknum hópum,
eins og einstæðum mæðrum og ung-
lingsstúlkum.
Samkeppni við rúnt og kaffihús
Ragnar Örn segir að allir sem vinni
að forvarnamálum hjá Reykjanesbæ
vilji gera það undir merkjum já-
kvæðrar fræðslu en noti ekki
hræðsluáróður. Það sé gert sam-
kvæmt leiðbeiningum Þórólfs Þór-
lindssonar prófessors sem byggir
þessa skoðun á rannsóknum. Þórólfur
hefur haldið nokkur námskeið fyrir
starfsfólk bæjarins. „Þeir unglingar
sem eru í jákvæðu tómstundastarfi,
til dæmis íþróttum, skátum eða tón-
listarnámi, ánetjast síður vímuefnum.
Þórólfur telur að ef við leggjum
áherslu á að koma því jákvæða á
framfæri við unglingana hljóti það að
minnka líkurnar að þeir leiði hugann
að hinu neikvæða.“
Reykjanesbær hefur ákveðið að
taka á leigu Hafnargötu 88 og koma
þar fyrir æskulýðs- og tómstunda-
starfi. Ragnar Örn segir að það muni
bæta mjög aðstöðuna.
Bærinn hefur ákveðið að færa fé-
lagsmiðstöðina Fjörheima þangað
ásamt vinnuskólanum og æfingarað-
stöðu fyrir hljómsveitir. Þá er ætlunin
að koma þar upp upplýsinga- og
menningarmiðstöð ungs fólks. Hún er
hugsuð fyrir eldri unglingana. Hvað
nákvæmlega felst í því hugtaki liggur
hins vegar ekki fyrir. Ýmsar hug-
myndir hafa komið fram við undir-
búning málsins á vettvangi bæjarins
en Ragnar Örn segir að leitað verði í
smiðju unglinganna sjálfra að hug-
myndum um starfsemi í miðstöðinni
enda verði þar að vera starf sem þeir
hafi áhuga á. Í því skyni hefur meðal
annars verið leitað til stjórnar Nem-
endafélags Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og vonast Ragnar til að þaðan
berist frjóar hugmyndir.
Ragnar Örn lítur svo á að það starf
sem bærinn bjóði eldri unglingum sé í
harðri samkeppni við tvær aðrar fé-
lagsmiðstöðvar, bílinn á rúntinum og
kaffihúsin. „Við viljum ná til þessarra
unglinga og það gerum við einungis
með því að hafa það framboð af af-
þreyingu og uppbyggilegu starfi sem
unglingarnir hafa áhuga á.“
Fjölmörg verkefni eru framundan
á þessu sviði. Í nýsamþykktri stefnu
meirihluta bæjarstjórnar fyrir kjör-
tímabilið kemur fram að komið verð-
ur upp öflugum heilsdagsskóla sem
meðal annars felur í sér að börn geti
fengið dagskrá við hæfi að loknum
hefðbundnum skóladegi. Í janúar
verður skipaður verkefnishópur
flestra sviða bæjarins en menningar-,
íþrótta- og tómstundasvið mun ann-
ast verkefnisstjórnina.
Ragnar Örn segir að í heilsdags-
skólanum felist ýmis áhugaverð tæki-
færi í forvarnastarfinu sem kappkost-
að verði að nýta.
Unnið að ýmsum forvarnaverkefnum á vegum bæjarfélagsins og félagasamtaka
Áhersla lögð á
jákvæða fræðslu
Reykjanesbær
Starfsfólk Reykjanes-
bæjar vinnur að for-
vörnum undir merkjum
jákvæðrar fræðslu, tel-
ur það betra til árang-
urs en hræðsluáróður.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Forvarnamál kynnt, sitjandi f.v.: Hafþór Birgisson, Sóley Birgisdóttir, Albert Eðvaldsson, Hjördís Árnadóttir og
Rannveig Einarsdóttir en standandi eru Guðmundur Axelsson, Ragnar Örn Pétursson og Stefán Bjarkason.
RAGNAR Örn Pétursson, for-
varnar- og æskulýðsfulltrúi
Reykjanesbæjar, er menntaður
framreiðslu-
meistari og
vann við fagið í
aldarfjórðung í
Reykjavík og
Keflavík.
Hann vann
einnig um tíma
sem blaðamað-
ur á Tímanum
og Vísi og var
íþróttafréttamaður hjá Ríkisút-
varpinu. Þá hefur Ragnar Örn
starfað mikið að félagsmálum.
Var í mörg ár formaður Bar-
þjónaklúbbs Íslands og hefur
tvisvar orðið Íslandsmeistari bar-
þjóna og jafnoft Norðurlanda-
meistari í blöndun drykkja. „Ég
þekki vel til afleiðinga óhóflegrar
drykkju og vandamála sem því
tengjast,“ segir Ragnar þegar
hann er spurður að því hvort
reynsla úr fyrri störfum nýtist
honum ekki í núverandi starfi.
Hann hefur átt sæti í ýmsum
stjórnum og ráðum innan íþrótta-
hreyfingarinnar í Reykjanesbæ
og á vegum bæjarins. Ragnar er
nú formaður Starfsmannafélags
Suðurnesja og á sæti í stjórn
BSRB.
Ragnar Örn hóf störf hjá
Reykjanesbæ árinu 1997 sem
skólastjóri vinnuskóla en starfs-
heitinu var breytt á síðasta ári í
forvarnar- og æskulýðsfulltrúa.
Hann er yfirmaður vinnuskólans,
útideildarinnar og félagsmið-
stöðvarinnar Fjörheima og vinnur
að ýmsum öðrum verkefnum á
sviði forvarnar- og æskulýðsmála.
Þá er Ragnar Örn staðgengill
Stefáns Bjarkasonar, íþrótta- og
tómstundafulltrúa, sem stjórnar
menningar-, íþrótta- og tóm-
stundaviði bæjarins en í stofnun-
um á þess vegum vinna liðlega 60
manns.
Ragnar Örn er í námi í tóm-
stunda- og félagsmálafræðum við
Kennaraháskóla Íslands ásamt
nánasta samstarfsmanni sínum,
Stefáni Bjarkasyni, íþrótta- og
tómstundafulltrúa. Þetta er
tveggja ára fjarnám og lýkur í
vor.
Þjónn forvarna og æskulýðs
Stuðningsmenn Kristjáns Pálssonar
alþingismanns boða til borg-
arafundar í kvöld vegna uppstill-
ingar á lista Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.
Komið hefur fram að uppstilling-
arnefnd mun ekki gera tillögu um
Kristján á lista flokksins við kom-
andi alþingiskosningar. Fundur
stuðningsmanna Kristjáns verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Njarð-
vík og hefst klukkan 20 í kvöld.
Í DAG
MINNIHLUTI T-lista og V-lista í
hreppsnefnd Vatnsleysustrandar-
hrepps lagðist á móti því að sveit-
arstjóri hefði rétt til setu á fundum
nefnda, með málfrelsi og tillögurétt.
Kom þessi andstaða fram þegar
tillaga að nýjum og endurskoðuðum
erindisbréfum nefnda á vegum
hreppsnefndar kom til seinni um-
ræðu. H-listinn sem fer með meiri-
hluta í hreppsnefnd samþykkti til-
lögurnar en fulltrúar minnihlutans
sátu hjá þar sem tillaga T-listans um
breytingar var felld. Kjartan Hilm-
isson, fulltrúi T-lista, lýsti því yfir að
nefndirnar væru kjörnar á pólitískan
hátt og ættu að vera frjálsar. Þaðan
ættu að koma nýjar og ferskar hug-
myndir sem hreppsnefnd tæki síðan
afstöðu til. Embættismenn ættu ekki
að stýra umræðunni á því stigi, slík
tilhögun væri slæm fyrir lýðræðið.
„Ef einn aðili, sama hver hann er,
kemur að stjórnkerfi sveitarfé-
lagsins á öllum stigum þess, hvaða
nafni sem það nefnist, er hann orð-
inn mótandi [...] úr hófi fram,“ segir í
bókun hans.
Vilja ekki að sveitar-
stjóri sitji nefndafundi
Vogar