Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Sverrir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra afhenti verðlaun í getraun við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra veitti í gær verðlaun til vinningshafa í getrauninni Segðu mér... Getraunin fór fram á sýningunni Vísindahlaðborðið í Ráðhúsi Reykjavíkur 5. og 6. nóv- ember og var hluti af Vísindadög- um 2002. Dregið var úr réttum svörum og hlutu 15 ungmenni verðlaun. Þau voru: Arndís Ásgrímsdóttir, Helga Sif Víðisdóttir og Magnús G. Lár- usson í Víðistaðaskóla, María Ösp Ómarsdóttir og Perla Dögg Jens- dóttir í Hjallaskóla, Viðar Örn Vík- ingsson og Snævar Örn Ólafsson í Hvaleyrarskóla, Bjarni Árnason og Kristján Sigurðsson í Varmárskóla, Einar Bjartur Egilsson, Borg- arskóla, Rósa Hauksdóttir, Hvassa- leitisskóla, Thelma Rut Hauks- dóttir, Klébergsskóla, Arnór Guðmundsson, Korpuskóla, Aðal- björg Guðmundsdóttir, Lækjar- skóla, og Sunna Björg Einarsdóttir, Tjarnarskóla. Verðlaunin voru bækur, reiknivélar og landakort sem Bókabúðir Máls og menningar, Bræðurnir Ormsson og Landmæl- ingar Íslands lögðu til. Verðlaun fyrir vísindagetraun FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Yfir 100 milljarðar Útgjöld heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytis fara í fyrsta sinn yfir 100 milljarða kr. á næsta ári. Spáð er, að útgjöld til tryggingamála auk- ist um 4% á ári næstu fjögur ár, um 5% til sjúkratrygginga og lyfja- útgjöld um 7% árlega. Sjónvarpsþáttur um Stein Jón Óttar Ragnarsson rithöf- undur er að ljúka við sjónvarpsþátt um Stein Steinarr, sem sýndur verð- ur á Skjá einum um jólin. Segir hann, að Steinn eigi ekki minna er- indi við samtíma okkar en Björk og Eminem. Íslenskt flug til Kína Áritaður var í gær í Peking loft- ferðasamningur milli Íslands og Kína en með honum fá íslensk flug- félög rétt til flugs til Kína með far- þega og vörur. Getur hann opnað ný tækifæri fyrir íslensk flugfélög. Heimur án tolla Bandaríkjastjórn hefur lagt til, að Heimsviðskiptastofnunin beiti sér fyrir því að afnema alla tolla á fram- leiðsluvöru fyrir 2015. Segir hún, að það muni verða til að auka viðskipti og velmegun um allan heim. Risavaxið ráðuneyti George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur undirritað lög um nýtt heimavarnaráðuneyti, sem á að auka öryggi landsmanna og koma í veg fyrir hryðjuverk. Á vegum þess munu starfa 170.000 manns. 2002  MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER BLAÐ B REYNT AÐ SPORNA VIÐ ÚTÞENSLU ÓLYMPÍULEIKA / B2 GÍSLI Kristjánsson, lyftingamaður, setti tvö Íslandsmet og jafnaði eitt þegar hann keppti í gærkvöldi á heimsmeistaramótinu í ólymp- ískum lyftingum í Varsjá í Póllandi. Gísli, sem keppir í + 105 kg flokki, byrjaði á því að snara 150 kg, sem er met. Þá jafnhattaði hann 185 kg, sem er metajöfnun. Hann lyfti samanlagt 335 kg, sem er Íslandsmet. Ekki var vitað í hvaða sæti Gísli hafnaði í gær- kvöldi, en í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagðist hann eiga litla möguleika á verðlaunasætum, en sagðist ætla að bæta sig og það gerði hann. Þegar Gísli, sem er fyrsti Íslendingurinn til að keppa á heimsmeist- aramóti í ólympískum lyftingum í langan tíma, varð Norðurlandameistari í fyrra – snaraði hann 147 kg og jafnhattaði 177 kg. Gísli með tvö met í Varsjá SÆNSKI kylfingurinn Annika Sö- renstam bar sigur úr býtum á þrett- ánda atvinnumannamóti sínu á þessu keppnistímabili um sl. helgi, ellefu mót vann hún í Bandaríkj- unum auk þess sem hún vann tvisv- ar á evrópsku mótaröðinni á keppn- istímabilinu. Sörenstam átti í harðri keppni við hina áströlsku Rachel Teske á lokamóti kvennatvinnukylfinga í Bandaríkjunum og tókst þar með að jafna 39 ára gamalt met Mickey Wright en hún sigraði á 13 atvinnu- mannamótum árið 1963. Tímabilið gaf vel í aðra hönd fyr- ir Sörenstam því hún önglaði sam- an 244 milljónum ísl. kr. í verð- launafé en Pak Se Ri frá Suður-Kóreu var þar næst í röðinni 148 millj. kr. Afrek sænska kylfingsins er með eindæmum en hún hefur unnið rétt tæpan milljarð ísl. kr. á keppn- isferli sínum og á keppnistíma- bilinu sem lauk um sl. helgi sigraði hún á 13 mótum af þeim 25 sem hún tók þátt í. Jafnvel Tiger Woods kemst ekki með tærnar þar sem hin 28 ára gamla Sörenstam hefur hælana ef afrek þeirra á sl. keppnistímabili eru borin saman. Sörenstam tók þátt í 23 mótum í Bandaríkjunum, vann 11, þar af eitt stórmót. Hún vann sér inn um 250 millj. kr., varð 20 sinnum í hópi 10 efstu. Ef tekið er mið af því verð- launafé sem var í boði fyrir sigur á mótaröðinni náði Sörenstam 64,5 % af þeirri upphæð á tímabilinu. Hún lék að meðaltali á 68,7 höggum. Tiger Woods lék á 18 mótum, vann 5 þeirra, þar af 2 stórmót. Ti- ger vann sér inn um 600 millj. kr., varð 10 sinnum í hópi 10 efstu. Ti- ger náði í 44% af því verðlaunafé sem var í boði fyrir sigurvegarana á mótaröðinni. Hann náði ekki að skáka Sörenstam ef litið er á með- alskor hans, en þar lék hann á 69 höggum að meðaltali. Duranona er staddur hér á landi,kom í viku heimsók til að heilsa upp á vini og kunningja. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki hafa verið að leika handknattleik að undanförnu. „Það stóð til að ég léki með Eyjamönnum í vetur en það varð ekkert úr því. Þegar ég fór frá Eyjum lá leiðin til Grikklands. Ég hafði talað við for- ráðamenn félags þar og allt virtist klappað og klárt en þegar ég kom þangað og við ræddum peningamál- in var orðin talsverð breyting á þeirri upphæð sem við ræddum í síma og ég fór heim aftur,“ segir Duranona um gang mála síðustu mánuðina hjá sér. Spurður um nánustu framtíð seg- ist hann ekki vita hvað sé framund- an. „Það er stundum hringt og spurt hvort ég sé til í að spila hér og þar. Ég er í raun til í að spila hvar sem er ef viðunandi samningar nást. Ég gæti til dæmis alveg hugs- að mér að spila með liði hér í Reykjavík eða nágrenni. Það er allt inn í myndinni hjá mér. Þetta er í raun mjög erfitt. Ég verð ekkert yngri með árunum og það er erfitt að komast á samning hjá félagi þeg- ar maður er ekkert að spila og því geta liðin ekki séð mann í leik. Mig vantar að sýna mig einhvers stað- ar,“ segir Duranona sem lék sem at- vinnumaður í fimm ár í Þýskalandi. Hvað um íslenska landsliðið, áttu von á að leika með því á ný? „Það er mjög erfitt fyrir lands- liðsþjálfarann að velja mig þar sem ég er ekkert að spila. Ef ég fer hins vegar að spila og stend mig vel er aldrei að vita hvað gerist – það er vel hugsanlegt að ég yrði valinn í hópinn á ný.“ Morgunblaðið/Golli Julian Róbert Duranona, handknattleikskappi, í stuttri heimsókn á Íslandi. Heldur sér í æfingu í Essen JULIAN Róbert Duranona, handknattleiksmaður, fyrrverandi leikmaður með KA og landsliðinu, býr um þessar mundir í Ess- en í Þýskalandi – er ekki að leika handknattleik en heldur sér sjálfur í æfingu og vonast eftir að komast að hjá einhverju liði á næstunni. Julian Róbert Durnona í stuttri heimsóknSörenstam slær öll met ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Ís- lands í knattspyrnu, gekkst undir aðgerð á nára sl. fimmtudag og voru það læknar norska liðsins Rosenborg sem framkvæmdu aðgerðina í Þrándheimi. Að sögn Árna eru meiðslin vel þekkt hjá knattspyrnumönnum og vonaðist hann til þess að geta leikið knattspyrnu á ný eftir tvo mánuði eða svo. „Ég fór í aðgerðina daginn eftir lands- leikinn gegn Eistum í Tallinn en við verðum að bíða og sjá hvort þetta hafi heppnast, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Árni í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Ég mun fara til Taílands í tveggja vikna frí á næstunni auk þess sem ég á eftir að klára ritgerð í lögfræðinni heima á Ís- landi,“ bætti hann við og sagðist ætla að dvelja á Íslandi um jól og áramót. „Rosenborg mun taka þátt í móti á Kanaríeyjum í byrjun janúar og ég mun fara með í þá ferð en sé ekki fram á að leika neitt með liðinu á því móti.“ Þess má geta að Árni Gautur er einnig meiddur á olnboga og íhuguðu læknar liðsins að laga þau meiðsli um leið og hann fór í aðgerðina á nára en þeir ákváðu að bíða með þá aðgerð þar til síðar. Læknar Rosenborg hafa haft í nógu að snú- ast eftir að keppnistímabilinu lauk og má nefna að keppinautur Árna um markvarðarstöðuna, Espen Johnsen, fór undir hnífinn á mánudag en áður höfðu Roar Strand, Espen Johnsen, Dag- finn Enerly, Frode Johnsen, Ståle Stensaas og Janne Saarinen farið í aðgerðir. Árni Gautur fór í aðgerð SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 27.nóvember 2002 BÆ UR Með auga fuglsins Hávar Sig- urjónsson ræðir við Eystein Björnsson AÐ SEGJA alla sólarsöguna get- ur verið mjög erfitt fyrir þann sem verður fyrir jafn hroðalegri árás og íslenska stúlkan Sól sem er aðalper- sóna fyrstu skáldsögu ljóðskáldsins Sigurbjargar Þrastardóttur. Þessi átakanlega reynsla er bakgrunnur og hreyfiafl sögunnar þar sem hin tuttugu og fjögurra gamla Sól byrj- ar af veikum mætti að aðlagast líf- inu á ný. Undir og yfir liggja djúp sorg, mikill ótti og ákaft þunglyndi en allt þetta sýnir höfundur svo vel að lesandi verður djúpt snortinn. Sigurbjörg leikur sér með nafnið Sól sem merkir birtu, yl, gróandi og stundum við að lýsingar á fólki og umhverfi og faðmlögunum sjálfum séu of langdregnar en það varð þó ekki til þess að áhugi minn á afdrif- um Sólar minnkaði. Persónulýsing Sólar í þessari fyrstu persónu frá- sögn verður smátt og smátt heilleg og áhugaverð þegar brotunum er raðað saman. Þó að hún hafi verið einræn og sérstök sem barn og ung- lingur hefur hún verið tilfinningarík og viðkvæm og haft mikla þörf fyrir annað fólk. Meðal annars þess vegna verður einsemd hennar og sjálfkjörin einangrun svo dapurleg. Það er merkilegt hvernig ungir rithöfundar flæða fram um þessar mundir. Hjá þeim er mikið um fyrstu persónu frásagnir þar sem er eins og horft sé í gegnum myndavél- arauga eða öllu heldur kvikmynda- vél. Persónum, stöðum og atvikum vegna þess að það á að faðma þá sem maður er ósáttur við og þá sem hafa gert manni eitthvað segir hún. Súlurnar eru margar og verkefnið erfitt í byrjun: ,,Það þarf að vanda sig við að faðma byggingar eins og annað fólk... þegar fáir eru í sjón- máli æfi ég mig betur... ég kemst smám saman upp á lagið (bls.14). Sól virðist á mörkum geðveiki en við dæmum hana ekki þannig heldur viljum við trúa því að þetta sé henn- ar leið til bata. Hún getur alls ekki þolað tilhugsunina um snertingu við fólk og velur súlur í staðinn. Á leið sinni um borgina rifjar hún upp í brotum fortíð sína og bernsku á Ís- landi og hamingjuríkar stundir sem hún trúir að komi aldrei aftur. Smátt og smátt tekst henni að koma einhverri hugsun að því sem gerðist en á mjög erfitt með það. Það jaðrar von en aðalpersónan verður fyrir reynslu sem er alger andstæða þessa; árás í dimmum skógi í skjóli nætur. Fyrir árásina leikur allt í lyndi hjá stúlkunni sem hefur tekið sér þetta nafn. Hún hefur látið draum sinn rætast, dvelur í sól og sumri í draumalandinu Ítalíu og lífið bókstaflega blasir við henni. Eftir árásina tekur myrkrið völdin og þrátt fyrir mikinn lífsvilja verður henni hvað eftir annað um megn að tjá sig og hvað þá að segja alla sólar- söguna. Að megninu til gerast samtíma- atburðir sögunnar í gamalli, ónafn- greindri borg á Ítalíu. Þar býr Sól og lærir tungumál og þar er ráðist á hana. Við fylgjumst með henni þar sem hún reynir að taka borgina í sátt á ný með því að faðma allar súl- ur innan gömlu borgarmúranna Fyrir og eftir SKÁLDSAGA Sólarsaga SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR JPV forlag, Reykjavík 2002, 232 bls. Leiðin til Rómar eftir Pétur Gunnarsson er sjálfstætt framhald af bók Péturs, Myndin af heiminum, sem var til- nefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna árið 2000. Á 12. öld er öll Evrópa á faraldsfæti til Rómar. Þar leita menn sálu sinni hjálpar og freista þess að greiða götu hennar til himna. Á 20. öld liggja líka leiðir til Rómar en ólíkt pílagrímum fyrri tíma fer Máni þangað á puttanum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Líkt og í Myndinni af heiminum beitir Pétur hér sjónarhorni nútímans á atburði úr verald- arsögunni – og öfugt: Nýlegir atburðir eru líka skoðaðir í ljósi sögunnar. Þannig flétt- ast tímarnir saman og bókin verður stór- skemmtileg ferð um heimssöguna, með sérstakri áherslu á Ísland.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 175 bls., prentuð hjá Odda hf. Kápa var hönnuð af Næst. Verð: 4.690 kr. Leiðin til Rómar Pétur Gunnarsson Sveigur heitir nýjasta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar. Höfundur heldur hér áfram að gera skil þeim tímum sem voru baksvið Morgunþulu í stráum en fyrir þá bók hlaut hann Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1998. Hér er sögð saga Guð- mundar skálda, fátæks drengs á 13. öld sem elst upp við kröpp kjör en kemst í vist með munkum þar sem hann lærir til bókar. Fulltíða maður lendir hann í slagtogi með helstu höfðingjum aldarinnar, þar á meðal Sturlu Sighvatssyni. „Með orðkynngi sinni og stílgnótt, djúpri innlifun og sterkri samúð færir hann okk- ur nær tímum sem um margt minna á okk- ar daga í viðsjám sínum og heimsend- augg,“ segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 208 bls. og prentuð í Odda hf. Kápu hann- aði Jón Óskar Hafsteinsson. Verð: 4.490 kr. Sveigur Thors Thor Vilhjálmsson Heimssaga Péturs heldur áfram Pétur Gunnarsson Á 12. öld er öll Evrópa á faraldsfæti til Rómar. fiar leita menn sálu sinni hjálpar og freista fless a› grei›a götu hennar til himna. Á 20. öld liggja líka lei›ir til Rómar en ólíkt pílagrímum fyrri tíma fer Máni flanga› á puttanum. Hér fléttast saman tvennir tímar, líkt og í fyrri bók Péturs, Myndinni af heiminum, sem var fádæma vel teki›. Lei›in til Rómar er annar hluti í sagnaflokki Péturs, Skáldsaga Íslands. verslanir Komin í ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 94 95 11 /2 00 2 Yf ir l i t Kynning – Blaðinu í dag fylgir tímarit- ið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 13/14 Minningar 30/35 Erlent 15/17 Kirkjustarf 36 Höfuðborgin 18 Staksteinar 38 Akureyri 19 Bréf 40 Suðurnes 20 Dagbók 42/43 Landið 21 Fólk 44/49 Listir 22/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM síma. Ísetning á staðnum. Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 • Sími: 540 1500 FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Vesturhraun 3, 210 Garðabæ sími 565 5333  SENDIHERRANN VELUR BRESKT  BÍLARNIR HANS JAMES BONDS  TRABANT Á 100 EVRUR VW GOLF REYNSLUEKINN  JEPPAHORNIÐ Á SÍNUM STAÐ  SAAB ÞRÓAR 9-2  NORÐMENN BREYTA SUZUKI XL-7 PORSCHE CAYENNE Jeppi og sportbíll Stöðnun á Veður- stofu STÖÐNUN ríkir á helstu sviðum Veðurstofu Íslands vegna fjárskorts. Þetta kom fram í viðtölum fulltrúa Veðurstofunnar við nefndarmenn í umhverfisnefnd Alþingis að því er segir í nefndaráliti umhverfisnefnd- ar um frumvarp til fjárlaga. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 408,7 millj. kr. til Veðurstof- unnar en fulltrúi hennar telur það ekki duga. Greindi hann frá því að hagræðingarkröfum síðustu ára hefði aðallega verið mætt með frest- un verkefna, vanrækslu í viðhaldi og seinkun á endurnýjun tækja og stífu aðhaldi í rekstri. Hagræðing sem krafist er af stofnuninni mundi bein- ast að rekstri hennar á landsbyggð- inni því lengra yrði ekki gengið í Reykjavík, segir m.a. í álitinu. Hagræðingu mætt með frestun verkefna Metdagur í Blóðbankanum En betur má ef duga skal því enn vantar blóð ALLS komu 197 manns og gáfu blóð í Blóðbankanum sl. mánu- dag og var þetta metdagur í blóðsöfnun að sögn Sigríðar Ósk- ar Lárusdóttur, forstöðumanns í Blóðbankanum. „Í fyrra gáfu ríflega 200 manns blóð á einum degi en þá tókum við líka á móti blóði í Kringlunni en það hafa aldrei komið jafnmargir í Blóðbankann á einum degi og gefið blóð. Það er opið til kl. 15 hjá okkur á morgun (í dag) og blóðsöfnunar- bíllinn verður líka fyrir framan Bifreiðar og landbúnaðarvélar uppi á Höfða og þar geta menn því líka gefið blóð. Á fimmtudag- inn verður svo aftur tekið á móti blóði til kl. 19 í Blóðbankanum. Okkur vantar meira af blóði, það er svo mikil notkun, það hefur mikið verið um blæðingar og að- gerðir þessa dagana þannig að ég hvet fólk eindregið til þess að koma og gefa blóð,“ segir Sigríð- ur. Lést af slysförum KRUFNING hefur leitt í ljós að rúmlega þrítugur maður, sem fannst illa á sig kominn á stigagangi húss við Funahöfða í Reykjavík um helgina og lést síðar á sjúkrahúsi, hafi látist af slysförum en ekki vegna áverka af mannavöldum. Maðurinn var illa haldinn þegar lögregla kom að honum í stigagangi í húsi við Funahöfða aðfaranótt laug- ardags. Lést hann á sjúkrahúsi af áverkum sínum um sólarhring síðar. Maðurinn var meðal leigjenda í hús- inu. Ekki ástæða til að halda Ástþóri HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ástþóri Magnússyni en Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hafði úrskurðað hann í gæsluvarðhald fram á föstu- dag. Var honum því sleppt úr haldi. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að þótt orðsending frá Ástþóri hafi gefið tilefni til þess að hann yrði sviptur frelsi og leit gerð í húsakynn- um samtakanna Friðar 2000, sem orðsendingin var sögð koma frá, verði að líta til þess að af hálfu rík- islögreglustjóra hafi í engu verið rökstutt fyrir Hæstarétti hvaða ástæður væru fyrir því að svipta hann frelsi lengur en þegar væri orð- ið. Í yfirlýsingu frá Ástþóri, sem dag- sett er 24. nóvember en barst Morg- unblaðinu í gær, segist hann vera orðinn pólitískur fangi á Litla- Hrauni. Þar segir m.a. að „við hefð- um rökstuddan grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél með flug- ráni eða sprengjutilræði“. Orðsend- ingin var send að kvöldi föstudags til 1.246 aðila, þ.á m. til ráðherra, al- þingismanna, ýmissa embættis- manna og fjölmiðla. Í dóminum segir að lögregla hafi nú tekið skýrslu af Ástþóri, gert leit í húsakynnum og tölvubúnaði Friðar 2000 og jafnframt tekið skýrslur af manni sem telst forsvarsmaður Frið- ar 2000, einum starfsmanni og fyrr- nefndum manni sem Ástþór sagði að hefði sent sér tölvupóst. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki væru rök fyrir því að Ástþór sæti áfram í gæsluvarðhaldi á grund- velli rannsóknarhagsmuna. SVÍAR lögðu í gær fram formlega kvörtun til vörsluaðila stofnsáttmála Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) vegna aðildar Íslands að ráðinu. Er haft eftir Lenu Sommestad, umhverfismálaráðherra Svíþjóðar, í fréttaskeyti Associated Press að Svíar séu ekki mótfallnir aðild Íslands sem slíkri að ráðinu, heldur fyrirvara Íslendinga vegna alþjóð- legs banns við hvalveiðum. Íslendingar fengu í október aðild að Alþjóða- hvalveiðiráðinu að nýju á fundi sem haldinn var í Cambridge í Englandi. Réð atkvæði Svía úrslitum í flókinni atkvæðagreiðslu. Hafa Svíar lýst því yfir að um mistök hafi verið að ræða og að þeir vilji fá niðurstöðunni breytt. Slíkt er hins vegar ekki hægt, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. „Þeir geta ekki heldur ógilt að fyrirvar- inn var samþykktur. Atkvæðagreiðsla er atkvæða- greiðsla,“ sagði Árni. Stefán Ásmundsson, þjóðréttarfræðingur og aðalfulltrúi Íslands hjá IWC, kvaðst líta svo á, þar til annað kæmi í ljós, að Svíar væru með aðgerðum sínum í gær að koma á framfæri mótmælum vegna fyrirvara Íslendinga við hvalveiðibannið. Slík mótmæli væru ekki einsdæmi á vettvangi ráðsins og Íslendingar hefðu raunar vitað að þetta stæði til af hálfu Svía. Þeir hefðu boðað mótmæli í lok fundarins í Cambridge, eftir að Íslendingar höfðu verið samþykktir aðilar að ráðinu. Sagði Stefán að þetta hefði því ekki áhrif á stöðu Íslands í ráðinu. Jafnvel þó að Svíar hefðu gert mistök á sínum tíma hefðu þeir engar forsendur til að taka aðild Íslands að ráðinu upp að nýju. „Þetta er í raun það sem við höfum alveg frá upphafi sagt að hvert aðildarríki hefði rétt á að gera. Við höfum ekki talið rétt af þeim að gera þetta og við hvetjum ríki ekki til þess að leggja fram þannig einhliða mótmæli gegn okkar fyr- irvara en það sem við höfum sagt alveg frá upphafi er að það sé einstakra aðildarríkja að taka afstöðu til okkar fyrirvara en ekki hvalveiðiráðsins sem slíks,“ sagði Stefán. Stefán kvaðst ekki hafa séð mótmæli Svíanna og það ætti því eftir að koma í ljós hvort Íslendingar teldu ástæðu til að gera athugasemd við eitthvað í orðalagi þeirra. Svíar mótmæla fyrirvara Íslands við hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins Ekki áhrif á aðild Íslands ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.