Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það verður ekkert komið að tómum kofanum, ef frekjan verður slík að það verði gripið til handrukkunar. Málþing um tungumál og atvinnulífið Áhrif hugbún- aðarþýðinga í brennidepli Stofnun VigdísarFinnbogadóttur íerlendum tungu- málum og Þýðingarsetur Háskólans standa fyrir málþingi með yfirskrift- inni Tungumál og atvinnu- lífið í Norræna húsinu á morgun milli klukkan hálftólf og rúmlega tvö. Um er að ræða eitt af reglulegum málþingum þessara stofnana. Fyrr á þessu ári var fjallað um skjalaþýðingar og vænt- ingar til þeirra, en núna á að beina sjónum að þeim punkti sem kannski brennur á mest nú um stundur, hugbúnaðarþýð- ingum eða innleiðingu þeirra eins og það hefur verið kallað, að sögn Gauta Kristmannssonar sem er í forsvari fyrir málþingið og svar- aði hann spurningum Morgun- blaðsins. – Hvert er tilefni málþingsins? „Yfirskriftin er Tungumál og atvinnulífið: hugbúnaðarþýðingar á Íslandi. Tilefnið, eða markmiðið öllu heldur, er að skoða hugbún- aðarþýðingar á Íslandi eins og þær standa núna; hvaða mögu- leikar eru þar fyrir hendi, hver eru vandamálin. Við viljum eink- um velta fyrir okkur áhrifum hugbúnaðarþýðinga á íslenskt mál, hvort þær séu t.d. gagnlegar fyrir krakkana sem verja æ meiri tíma í tölvuleikjum. Þarf að þýða meira eða eigum við einfaldlega að sætta okkur við að þessi heim- ur sé mestmegnis á ensku? Einn- ig viljum við skoða stærstu þýð- ingar Íslandssögunnar á hugbúnaði, held ég að mér sé óhætt að fullyrða, en það er inn- leiðing fjárhags- og mannauðs- kerfa Oracle fyrir íslenska ríkið, en Skýrr tókst að fá Oracle til að vinna með sér að íslenskum hug- búnaðarins núna og til framtíð- ar.“ – Ein klassísk spurning: Hverj- ar verða helstu áherslurnar á málþinginu? „Helstu áherslurnar verða þrí- þættar. Fyrst verður litið á hlut- verk hugbúnaðarþýðinga í tengslum við íslenskt mál. Þurf- um við og næstu kynslóðir á þýð- ingum að halda á þessu sviði, eða má einfaldlega hafa sama hátt á og hingað til, láta allt vera á ensku? Þá verður að svara hvaða áhrif það hefur síðan á þróun ís- lenskunnar og þar með íslenskrar menningar. Í öðru lagi lítum við á hvernig samskipti þessa örlitla máls eru og geta verið við hinn stóra heim tölvubransans og hvaða leiðir gætu verið æskilegar fyrir okkur í framhaldi af því. Loks fáum við í þriðja lagi að kynnast því hvernig eitt stórverk- efni á þessu sviði lítur út, hvað það kostar, hvernig það er unnið og hvað það gefur ís- lensku máli.“ – Hver er tilgangur ráðstefnunnar? „Tilgangurinn er að skoða við- fangsefnið sem menningarlegan raunveruleika á Íslandi við upp- haf 21. aldar. Það eru margar ákvarðanir sem stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að taka með tilliti til þessara atriða, vegna þess að það hlýtur að vera öllum ljóst að hugbúnaður og samskipti við hann munu móta tungumál og þankagang næstu kynslóða. Þetta er hinn nýi heimur og ef við bíðum bara eftir honum er hætta á að við hverfum inn í hann án þess að geta tekið við honum á okkar eigin forsendum.“ – Hverjir munu taka til máls og um hvað munu þeir aðilar fjalla? „Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, ætlar að taka til máls, en þetta er henni mikið hjartans mál, einkum sá hluti sem snýr að yngri kynslóðinni. Björn Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráð- herra, ætlar að segja okkur frá ferð sinni inn í heim Microsoft, en eins og kunnugt er stóð hann fyr- ir því að ein útgáfa þessa út- breiddasta stýrikerfis heims var íslenskuð. Dr. Peter Weiss, deild- arstjóri Tungumálamiðstöðvar Háskólans, mun síðan halda er- indi sem hann kallar „Sama mál í þúsund ár? Hugbúnaðarþýðingar og sameiginlegur hugtakaheimur Evrópu“ og verður fróðlegt að sjá hvernig hann vinnur úr þeirri spennu sem óneitanlega ríkir á milli íslenskunnar og hins sam- eiginlega hugtakaheims Evrópu. Að lokum mun Pálmi Hinriksson, framkvæmdastjóri Skýrr, segja frá þessu gríðarstóra verkefni sem snerta mun hvern einasta landsmann í skiptum hans við hin opinberu kerfi ríkis og sveitarfé- laga.“ – Hverjum er mál- þingið ætlað? „Málþingið er ætlað öllum sem áhuga hafa á málefninu.“ – Verður málefninu síðan á einhvern hátt fylgt eftir? „Já, við munum að sjálfsögðu halda áfram að sinna þessum hlutum bæði innan Háskóla Ís- lands og annars staðar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur mun einnig standa fyrir málþingum um Tungumál og atvinnulíf í framtíðinni og vonumst við til að geta tekið ferðaþjónustu fyrir á næsta ári.“ Gauti Kristmannsson  Gauti Kristmannsson er aðjunkt við HÍ og hefur lokið BA-prófi frá HÍ, prófi sem lög- giltur skjalaþýðandi og dómtúlk- ur sama ár. Meistarapróf frá Edinborgarháskóla 1991 og doktorspróf frá Johannes Guten- berg-háskólanum í Mainz 2001. Eiginkona Gauta er Sabine Leskopf verkefnastjóri hjá Öss- uri og börnin eru tvö, Fjóla, f. 1996, og Jakob, f. 2000. … þetta er hinn nýi heimur HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur sýknað rútubílstjóra á Eski- firði af ákæru fyrir ógætilegan akst- ur. Maðurinn ók rútu með 18 farþeg- um sem valt út af veginum á Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, í desember í fyrra. Tíu farþegar slösuðust, tvö rifbein brotnuðu í einum, tennur brotnuðu eða losnuðu í öðrum en aðrir kenndu sér aðallega eymsla í hálsi og baki. Aflestur á ökurita bifreiðarinnar leiddi í ljós að síðustu fimm mínút- urnar fyrir slysið hafi henni verið ek- ið á um 90 km hraða en síðan hafi verið dregið úr hraðanum í 80 km/ klst áður en bíllinn valt. Í veðurspá sem lesin var þennan dag var varað við að búist væri við stormi, eða meira en 20 m/sek á öllu landinu. Fyrir Austurland var spáð vaxandi suðvestanátt, 20–25 m/sek, þegar liði á kvöldið. Samkvæmt vindhraðmæli Vegagerðarinnar var vindhraði þó ekki nema 12 m/sek þegar lagt var á Fagradal. Í niðurstöðu dómsins segir að bíl- stjóranum og farþegum sem báru vitni, beri saman um að vindhviður hafi skyndilega skollið á bifreiðinni. Við það hafi bílstjórinn misst stjórn á bifreiðinni, sem feyktist til að aftan- verðu og valt á hliðina. Er það því niðurstaða dómsins að slysið megi rekja til skyndilegra breytinga á veðri sem bílstjórinn hafði ekki tök á að bregðast við í tæka tíð. Bílstjórinn var einnig ákærður fyrir að færa bílinn ekki til endur- skoðunar. Við aðalmeðferð málsins kom í ljós að um misritun var að ræða í ákæru, í raun hefði hann átt að vera ákærður fyrir að færa bílinn ekki til aðalskoðunar. Ekki má dæma fyrir önnur brot en menn eru ákærðir fyrir og var maðurinn því sýknaður af þessum ákærulið, þótt hann hafi játað að fyrir trassaskap hafi hann ekki farið með bílinn í að- alskoðun. Héraðsdómararnir Arngrímur Ís- berg og Guðjón St. Marteinsson kváðu upp dóminn ásamt dr. Gísla Óttarsyni verkfræðingi. Helgi Jens- son sótti málið f.h. sýslumannsins á Seyðisfirði en Gísli M. Auðbergsson hdl. var til varnar. Sýknaður af ákæru um ógætilegan akstur MILLI 20 og 25 flóttamönnum frá ríkjum gömlu Júgóslavíu verður boðið hingað til lands á næsta ári. Var þetta samþykkt á ríkisstjórn- arfundi í gær. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra lagði tillögu um málið fyrir fundinn og sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa von um að samningar tækjust við Akureyrarbæ um að hann annað- ist fólkið fyrsta árið. Þá sagði félagsmálaráðherra að enginn flóttamannahópur hefði komið hingað til lands á þessu ári þar sem yfirvöld hefðu lent í svo- litlu basli við að koma fyrir hópn- um, sem kom hingað á síðasta ári, og það hefði reynst dýrara að taka á móti honum en gert hafði verið ráð fyrir. Það hafi því verið látið bíða um eitt ár að bjóða hingað nýjum hópi fólks og því sé gert ráð fyrir að hópurinn verði aðeins stærri á næsta ári. Hópi flóttamanna boð- ið hingað á næsta ári Golfgræjur - um jólin Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18, Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 11 /2 00 2 Ambassador kerrupoki 9.990 kr. á›ur 14.990 kr. Bite golfskór 6.990 kr. á›ur 13.990 kr. 20 - 50% afsláttur af öllum golfvörum og fatna›i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.