Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1717 er símanúmer hjálparsíma
Rauða krossins sem tók til starfa í
gær og er ætlaður öllum sem þurfa
aðstoð vegna depurðar, kvíða,
þunglyndis eða sjálfsvígshugsana.
Síminn er opinn allan sólarhring-
inn og er í neyðartilvikum hægt að
beina símtölum beint inn til geð-
deildar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, þar sem hægt er að
ræða við geðlækni eða geðhjúkr-
unarfræðing. Síminn er aðalstyrkt-
araðili hjálparsímans en auk hans
hafa Íslandssími og Tal ákveðið að
gefa eftir gjald vegna símtala í
1717 og er það fólki því að kostn-
aðarlausu að hringja í símanúm-
erið.
Landlæknisembættið áætlar að
um 500 sjálfsvígstilraunir séu
gerðar á ári hverju hér á landi.
Hjálparsíminn tekur við af trún-
aðarsímanum sem hefur verið rek-
inn í rúman áratug fyrir ungt fólk í
vanda. Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri RKÍ, segir að síðustu
ár hafi talsvert af símtölum borist
frá fullorðnu fólki. Þannig hafi
Rauði krossinn síðustu ár ekki ein-
ungis sinnt ungu fólki en með nýja
hjálparsímanum sé þjónustan efld.
Landlæknisembættið sjái um eft-
irlit með þjónustunni og þjálfun
starfsfólks, Neyðarlínan geti tekið
við símtölum auk þess sem alltaf
verði hægt að vísa samtölum til
fagfólks á geðdeild LSH. Hjálp-
arsíminn er samstarfsverkefni
Rauða kross Íslands, Landlækn-
isembættisins, neyðarlínunnar og
geðsviðs Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss.
Fyrir bráðan og langvinnan
sálarvanda
Sigurður Guðmundsson land-
læknir sagðist vonast til þess að
hjálparsíminn yrði líflína eða hald-
reipi þeirra sem ættu í hvers konar
sálarstríði. „Ekki einungis fyrir
fólk sem vill ræða um sjálfsvíg,
heldur hafa svona símalínur reynst
mjög gagnlegar fyrir fólk sem á
við hvers konar sálarvanda að
stríða, hvort sem hann er bráður
eða langvinnur.“ Erfitt yrði að
meta árangur starfsins í nákvæm-
um tölum um fækkun sjálfsvíga.
„En það er alveg ljóst að línur af
þessu tagi gera gagn til að bæta
líðan fólks og kannski efla lífs-
löngun og lífsvilja og þá er mjög
stórum tilgangi náð,“ sagði Sig-
urður.
Sjálfvíg væru flókið fyrirbæri og
erfitt væri að greina orsakir þeirra
þótt þunglyndi sé algengasta or-
sökin hjá eldra fólki og vímu-
efnaneysla hjá þeim yngri. Sjálfs-
víg hér á landi væru skráð allt frá
árinu 1911 og þrátt fyrir gríð-
arlegar breytingar í samfélaginu
hefði tíðni sjálfsvíga ekki aukist
verulega. Helst hafi sjálfsvígum
fjölgað meðal ungra karlmanna.
Til að berjast gegn sjálfsvígum sé
nauðsynlegt að læra meira um þau
og þess vegna sé verið að vinna
rannsóknir til að skilja þennan
vanda betur.
Margir þurfa á
huggun að halda
Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir
bráða- og göngudeildar geðsviðs
LSH, lagði áherslu á að kvíðið og
þunglynt fólk og þeir sem eiga við
áfengis- og vímefnamisnotkun að
etja leiti sér aðstoðar í tíma, áður
en alvarlegar lífsleiða- og sjálfs-
vígshugsanir leiti á hugann.
Þórhallur Ólafsson hjá neyð-
arlínunni sagðist vænta mikils úr
þessu samstarfi. Margir ættu við
erfiðleika að stríða og þyrftu á
huggun að halda. „Til neyðarlín-
unnar hringir margt gamalt fólk á
nóttunni sem veit ekki hvert það á
að snúa sér, er vakandi og þarf að
tala við einhvern,“ sagði Þórhallur.
Hann sagði hjálparlínuna auka lífs-
gæði landsmanna, að geta hvenær
sem er fengið úrlausn sinna vanda-
mála hjá fagfólki. Neyðarlínan
tæki á móti 300.000 símtölum á ári
og það mundi létta á starfs-
mönnum hennar að fá aðstoð frá
hjálparlínunni við lengri og erf-
iðari símtöl sem berist. Náið sam-
starf verði á milli hjálpar- og neyð-
arlínu. Þannig verði hægt að halda
símafundi ef starfsmaður hjálp-
arlínu þurfi aðstoð og eins ef þurfi
að senda lögreglu eða sjúkraflutn-
ingamenn á staðinn.
Líflína og haldreipi þeirra sem
eiga í hvers konar sálarstríði
Morgunblaðið/Golli
Hægt er að hringja í hjálparlínuna 1717 allan sólarhringinn, allt árið um kring. Þar svarar sérþjálfað starfsfólk og
ef þess gerist þörf er hægt að fá samband við fagaðila. Hér má sjá frá hægri Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni
bráða- og göngudeildar geðsviðs LSH, Sigrúnu Árnadóttur, frkvstj. RKÍ, Sigurð Guðmundsson landlækni, Þórhall
Ólafsson hjá Neyðarlínu og Heiðrúnu Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans.
1717, hjálpar-
síma Rauða
krossins, hleypt
af stokkunum
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála hefur staðfest þá niðurstöðu
Samkeppnisstofnunar að Samskip hf.
hefðu átt aðild að kæru félagsins til
stofnunarinnar á hendur Eimskip
fyrir að hafa misnotað markaðsráð-
andi stöðu sína í sjóflutningum.
Sömuleiðis var staðfest sú ákvörðun
að Samskip mættu kynna sér öll gögn
sem Eimskip lét af hendi vegna máls-
ins.
Málavextir eru í stuttu máli þeir að
í ágúst sl. óskuðu Samskip eftir því að
Samkeppnisstofnun rannsakaði
hvort Eimskipafélag Íslands, Eim-
skip, hefði brotið ákvæði samkeppn-
islaga í flutningastarfsemi sinni.
Einnig var þess óskað að stofnunin
beitti Eimskip þeim viðurlögum sem
lög mæltu fyrir um ef rannsókn stað-
festi slík brot. Forráðamenn Sam-
skipa héldu því m.a. fram að Eimskip
hefði verðlagt þjónustu sína óeðlilega
lágt í vissum tilvikum þar sem Sam-
skip sóttust eftir sömu viðskiptum.
Í september sl. óskaði Samkeppn-
isstofnun eftir tilteknum upplýsing-
um og gögnum frá Eimskip og
skömmu síðar ritaði lögmaður félags-
ins stofnuninni bréf þar sem innt var
eftir því hvaða sjónarmið væru höfð
að leiðarljósi þegar gögn væru send
til annarra aðila en þau beindust að.
Með bréfi frá 19. september sl. til-
kynnti Samkeppnisstofnun þá
ákvörðun sína að Samskip teldust að-
ilar málsins og ættu því rétt á að
kynna sér öll gögn þess. Eimskip
kærði þessa ákvörðun til áfrýjunar-
nefndar og taldi að Samskip ættu
ekki hagsmuna að gæta í málinu.
Samkeppnisstofnun krafðist þess að
málinu yrði vísað frá eða ákvörðun
hennar að öðrum kosti staðfest.
Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar seg-
ir m.a. að lögskýringargögn gefi til
kynna að aðildarhugtakið beri að
skýra rúmt þannig að ekki sé aðeins
átt við þá sem eigi beina aðild að máli
heldur einnig þá sem hafi óbeinna
hagsmuna að gæta. Lítur nefndin svo
á að Samskip hafi mikilvægra og sér-
stakra hagsmuna að gæta varðandi
úrslit málsins sem samkeppnisaðili á
sama markaði.
Rannsóknin þokast í rétta átt
Hjá Samkeppnisstofnun fengust
þær upplýsingar að rannsókn vegna
upphaflegrar kæru Samskipa á hend-
ur Eimskip „þokaðist í rétta átt þó að
ekki væri farið að sjást til lands“, eins
og Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs, orðaði það.
Bjóst Guðmundur við að rannsóknin
stæði yfir fram á næsta ár.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
Samskip máttu
kynna sér gögn TÆPLEGA sextugur leigubíl-stjóri, sem stöðvaður var fyrir
að aka á 105 km hraða suður
Reykjanesbraut í Kópavogi í
vor, þar sem leyfilegur hraði er
70 km/klst., var dæmdur í 30
þúsund króna sekt í Héraðs-
dómi Reykjaness. Leigubíl-
stjórinn neitaði sök og sagðist
hafa talið sig vera á um 80 km
hraða; hann kvað bifreið sína
útbúna með hraðastilli og þeg-
ar hann hefði farið framhjá um-
ferðarljósunum á móts við
Breiðholtsbraut hefði hann
stillt hann á 80 km/klst.
Fjórir farþegar voru í bíl
leigubílstjórans á leið á krá í
Kópavogi. Eftir að leigubíl-
stjórinn var stöðvaður neitaði
hann boði um að koma yfir í
lögreglubifreiðina og kynna sér
og sjá mælda hraðatölu á rat-
sjárskjá hennar. Lögreglan
greindi honum þá frá því að
hann hefði verið á 109 km
hraða. Þrátt fyrir neitun bíl-
stjórans taldi dómarinn að með
hliðsjón af samhljóða vitnis-
burði beggja lögreglumann-
anna og ratsjármælingunni,
sem ekki hafi verið hnekkt,
nægilega sannað að leigubíl-
stjórinn hefði ekið á þeim hraða
sem hann var sakaður um.
Hraðastill-
irinn dugði
ekki til
ÁÆTLAÐ er að um fjórar
milljónir manna hafi séð Vík-
ingasýningu Smithsonian-
stofnunarinnar í Washington í
Bandaríkjunum, en hún var sett
upp í Minneapolis fyrir helgi og
lýkur í vor.
Á sýningunni eru meðal ann-
ars gripir frá Þjóðminjasafni Ís-
lands og handrit frá Stofnun
Árna Magnússonar.
Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður segir að það sé
gríðarlega mikilvægt fyrir
Þjóðminjasafnið að hafa átt að-
ild að þessu verkefni og mikil og
góð reynsla hafi fengist sem
nýtist við opnun Þjóðminja-
safnsins á ný, en safnið hefur
verið lokað undanfarin misseri
vegna uppbyggingar safnsins.
„Það hefur verið ævintýri líkast
að taka þátt í þessu og sýningin
hefur fengið mjög mikla at-
hygli, bæði hjá almenningi og
fjölmiðlum,“ segir hún.
Sýnd frá árinu 2000
Víkingasýning Smithsonian-
stofnunarinnar í Bandaríkjun-
um, „Víkingar: Saga Norður-
Atlantshafsins“, var fyrst sett
upp í Náttúruminjasafni Smith-
sonian í Washington í apríl árið
2000, en hefur síðan verið í New
York, Denver, Houston og Los
Angeles í Bandaríkjunum, en
var síðast í Þjóðmenningarsafni
Kanada í Ottawa, Canadian
Museum of Civilization, frá 8.
maí til 14. október.
Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, flutti setn-
ingarávarp sýningarinnar í Vís-
indasafninu í Minneapolis á
föstudag og ásamt forseta Vís-
indasafnins opnaði hann síðan
sýninguna fyrir almennum
gestum á laugardag.
Sýningin var sett á laggirnar
í tilefni þúsund ára afmælis
landafunda norrænna manna í
Ameríku og voru þjóðhöfðingj-
ar Norðurlanda viðstaddir opn-
un hennar fyrir tveimur árum.
Góð að-
sókn að
Víkinga-
sýningu