Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 45
KRISTJÁN Krist-jánsson, betur þekkt-ur sem tónlistarmað-urinn KK, er kominn
með nýja plötu og heldur útgáfu-
tónleika í kvöld af því tilefni.
Þrátt fyrir að Paradís sé fyrsta
sólóplata KK í fimm ár hefur
hann ekki setið aðgerðarlaus.
Hann hefur gefið út þrjár plöt-
ur með Magnúsi Eiríkssyni auk
þess að vinna að ýmsum öðrum
verkefnum.
„Til að gera tónlist eins og á
þessari plötu verð ég að vera
einn. Þetta þarf að vera mín
plata,“ segir KK um nýju plöt-
una.
„Ég er að láta eftir mér að
gera það sem mig langar að
gera í stað þess að reyna að
uppfylla væntingar fólks.
Þarna er ákveðið flæði í
gangi. Þegar ég var að vinna
að þessari plötu hugleiddi ég
mikið og lifði heilbrigðu
lífi,“ bætir hann við.
„Mér finnst ég hafa tekið
skrefið fram á við. Haldið
áfram á sömu braut en far-
ið lengra. Það eru lög
þarna sem mætti segja að
ég hefði byrjað að ýja að á
plötunni Hótel Föroyar
árið 1994.“
Andleg næring
í tónlistinni
KK segir að hann opinberi sig í
tónlistinni. „Ég veit ekki hvernig er
hægt að gera tónlist án þess að op-
inbera sig. Ég veit ekki hvernig á að
tjá sig í tónlist án þess að vera per-
sónulegur. Tónlist er andleg iðkun í
mínum huga og ætti að vera andleg
næring fyrir þá sem hlusta á hana.
Andleg næring er nokkuð sem ég
þarf mikið á að halda og ég efast
ekki um að við þurfum öll á henni að
halda.
Það er nú enginn meðvitaður boð-
skapur á plötunni. Ætli þetta sé ekki
bara mitt hugarástand. Paradís er í
raun og veru ekkert annað en hug-
arástand. Og líðan fólks, þjóðfélags
og heimsins er í raun ekkert annað
en hugarástand,“ segir KK og minn-
ist orða Johns Lennons og Yoko
Ono, „War is over, if you want it“.
„Ljóðin fylgja voða mikið lögunum,“
segir KK aðspurður um hvernig
hann hagi sér við lagasmíðar. „Ég
geri lögin fyrst og svo fylgja einhver
orð með. Ég vil nú varla kalla þetta
ljóð,“ segir hann hikandi og bætir
við að lög og orð verði að fara vel
saman.
Samstarf við unga listamenn
KK segist hafa gaman af sam-
starfi við unga listamenn og kann að
meta kraftinn sem í þeim býr. Hann
spilaði með Bent og 7Berg í laginu
„Kæri hlustandi“ á tónleikum á veg-
um Eddu sl. föstudagskvöld og segir
það hafa komið upp „nánast á staðn-
um“. „Þeir eru með eitt lag sem í er
smámunnhörpustef og ég spilaði það
stef með smá „freestyle“ eins og
þeir kalla það.“
KK kann að meta marga starfandi
rappara á borð við XXX Rottweiler
og fyrrnefnda Bent og 7Berg. „Þeir
eru að tjá sig um málefni sem skipta
máli. Þeir eru að tjá sig um þjóð-
félagsástand.“
Hann nefnir einnig að samstarf
sitt og hljómsveitarinnar Úlpu sé á
döfinni. „Ég er með lag sem mig
langaði að prófa með þeim,“ segir
KK en ekkert er ákveðið með útgáfu
eða nánari örlög samstarfsins.
„Mér finnst gaman að vera í þessu
og finnst gaman að vinna með fólki
sem hefur gaman af tónlist,“ út-
skýrir hann.
Vinnan við plötuna hófst í fyrra og
var KK búinn að taka upp sex lög
þegar hann tók sér hlé til að gefa út
safnplötuna Galfjaðrir. Hann út-
skýrir að galfjaðrir séu „stærstu
fjaðrirnar í stéli hanans“ og því
nafnið vel við hæfi á safnplötu.
Þarf að hafa nægan tíma
Eftir þetta uppgjör við tímabil-
ið 1991 til 2001 hélt vinna við nýju
plötuna áfram. „Ég tók mér mjög
góðan tíma í þessa plötu. Mér
finnst gott að hafa nægan tíma.
Það tekur mig langan tíma að gera
þetta og ég þarf að velta fyrir mér
hlutunum fram og til baka.“
Hann verður ekki einn á sviðinu í
kvöld heldur er um að ræða sex
manna hljómsveit og tvær bak-
raddasöngkonur. KK sjálfur syngur
og spilar á gítar, Guðmundur Pét-
ursson spilar á gítar, Birgir Braga-
son á kontrabassa, Þórir Baldursson
á hammond, Helgi Svavar Helgason
á trommur og Guðni Franzson á
didgeridoo og flautu. Ragnheiður
Gröndal og Þóra Gísladóttir syngja
bakraddir. „Þær eru nemar í Tón-
listarskóla FÍH. Það var mælt með
þeim og þær standa sig alveg stór-
kostlega. Gaman að fá nýtt blóð í
þetta.“
Morgunblaðið/Golli
„Ég er að láta eftir mér að
gera það sem mig langar að
gera í stað þess að reyna að
uppfylla væntingar fólks,“
segir KK í viðtalinu.
Paradís er hugarástand
KK er búinn að gefa út
fyrstu sólóplötu sína í
fimm ár. Inga Rún Sig-
urðardóttir ræddi við
hann um orðin, andlega
næringu og skrefið
fram á við.
ingarun@mbl.is
Platan Paradís er komin í verslanir.
KK heldur útgáfutónleika í Aust-
urbæ í kvöld klukkan 21. Forsala
miða fer fram í Japis.
KK með útgáfutónleika og nýja plötu
Robbie Williams – Escapology
Hann hefur staðfastlega neitað því
en ekki fæ ég séð að hann nái að
sannfæra nokkurn
mann; Robbie legg-
ur með þessari nýj-
ustu plötu sinni allt
undir til að vinna
villta vestrið á sitt
band. Ekki? Hvern-
ig á þá að skýra hið Don Henley-lega
„Something Beautiful“, Macy Gray-
lega „Revolution“ eða iðnaðarpönk-
rokkið „Handsome Man“ (enn eitt
„Teenage Dirtbag“-minnið) og
„Cursed“. Vafasöm stefnubreyting
það því sjarminn er svo nátengdur
þjóðerni hans, hversu enskur hann
er í raun og bestu lögin eru þau sem
sverja sig í ætt við eldri plöturnar;
smáskífan „Feel“, „Sexed Up“, „Me
and My Monkey“, fyrsta lagið sem
hann semur sjálfur „Nan’s Song“ og
svo fínt leynilag í blálokin.
The Coral – The Coral
The Coral er einhver alferskasta
rokksveit sem komið hefur fram á
breska sjónarsviðið
í góðan tíma. Og það
sem gerir þessa
Liverpool-sveit eft-
irtektarverða er
hve skemmtileg
tónlistin er, en satt
að segja hefur skort talsvert á létt-
leikann í bresku rokki á þessum síð-
ustu tímum Radiohead, Coldplay og
allra þeirra félaga, að þeim ólöstuð-
um. Ringulreiðin er aðal The Coral,
nett ofskynjun í anda sjöunda ára-
tugarins en á allt öðrum nótum en
hippanostalgían undanfarið hefur
gengið út á. Þannig ægir saman
gamla Mersey-taktinum, The Doors
og seinni tíma Liverpool-böndum á
við Echo and the Bunnymen. Óút-
reiknanleg lög, útsetningarnar frum-
legar. Frábær plata. McAlmond & Butler – Bring it Back
Þetta kallar maður að snúa hnífnum í
sárinu. Um svipað leyti og gömlu fé-
lagarnir í Suede
gefa út slaka plötu
sem einkennist af
meðalmennsku
sannar Bernard
Butler, fyrrum gít-
arleikari sveitarinn-
ar, að hann var snillingurinn í band-
inu og skóp í raun nafn þess og
vinsældir. Hér er hann í sálargír
ásamt fyrrum samstarfsmanni sín-
um og fjandmanni, söngvaranum
David McAlmond. Fínar lagasmíðar,
magnaður söngur og bullandi leik-
gleði. The Music – The Music
Þessari sveit hefur verið hampað
mjög í bresku pressunni. Kornungir
kauðar frá Leeds
hreinlega að
springa úr orku.
Tónlistin er rokk og
allundarleg sem
slíkt, eitthvað svo
innilega mikið ní-
unda áratugar,
blanda af bandarísku iðnaðarrokki,
bresku þungarokksbylgjunni og
Manchester-dansrokksenunni.
Ágætis kraftur, ærandi hávaði en
heldur leiðigjarnt til lengdar.
The Smashing Pumpkins
– Earphoria
Safn óútgefinna hljóðverslaga og
tónleikaupptaka frá 1994 og eldra
með Smashing sál-
ugu. Misjafnlega
gott efni enda
kannski helst um að
ræða þjónustu við
þá allra hörðustu og
nauðsynlega skrá-
setningu á mikil-
vægum heimildum um mikilvæga
rokksveit. Undarlega hrá útgáfa í
flesta staði og upplýsingar um efnið
engar, sem gefur til kynna að hinn
sjúklega vandvirki Billy Corgan hafi
lítið haft með þessa útgáfu að gera.
Skarphéðinn Guðmundsson
Erlend tónlist
Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
| Y
D
D
A
/
si
a.
is
N
M
0
7
6
4
7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum
• Frír útdráttur fjórum sinnum á ári
– gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker
• Þú styrkir gott málefni