Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 25
HEIÐURSHJÓNIN Ágústa Ein-
arsdóttir og Sigurbjartur Loftsson,
sem nú eru bæði látin, ákváðu með
erfðaskrá alllöngu fyrir andlát sitt að
arfleiða Krabbameinsfélag Íslands
að öllum eignum sínum. Um var að
ræða íbúð þeirra með innanstokks-
munum og reiðufé, samtals að verð-
mæti um 29 milljónir króna.
Þessi höfðinglega gjöf sýnir ein-
stakan hlýhug og skilning á því fjöl-
þætta og mikilvæga starfi sem
Krabbameinsfélagið sinnir í þágu
landsmanna. Gjöfin var kvaðalaus
með öllu og var ætluð til stuðnings
þeim málefnum sem Krabbameins-
félagið hefur á stefnuskrá sinni, þ.e.
baráttunni gegn krabbameini.
Ágústa Einarsdóttir var fædd 24.
ágúst 1908 í Haga, Holtahreppi en
foreldrar hennar voru Stefanía Stef-
ánsdóttir, ættuð úr Holtunum og
Einar Pálsson bóndi í Haga í Holt-
um. Ágústa ólst upp með móður
sinni að Múla í Landsveit hjá þeim
hjónum Bjarnrúnu Jónsdóttur og
Guðmundi Árnasyni en þar mótaði
andi menningar og höfðingsskapar
allan heimilisbrag. Ágústa vann ýmis
sveitastörf á yngri árum en fór svo til
náms og tók próf úr Kvennaskólan-
um í Reykjavík 1928. Hún lærði
saumaskap í Reykjavík og stundaði
síðan fatasaum á heimili sínu sam-
hliða húsmóðurstörfum. Ágústa var
um tíma í stjórn Kvenfélags Frí-
kirkjunnar og var lengi í kirkjukórn-
um. Hún lést 27. júní 1994.
Sigurbjartur Loftsson fæddist 2.
júní 1912 í Neðra-Seli, Landsveit.
Hann var sonur Önnu Þorsteinsdótt-
ur frá Holtsmúla í Landsveit og
Lofts Jakobssonar bónda frá Neðra-
Seli. Sigurbjartur stundaði áður al-
menn sveitastörf en vann frá 1944–
1984 sem verkamaður hjá Íshúsi
Hafnarfjarðar. Hann var einnig
lengi virkur í starfi kirkjukórs Frí-
kirkjunnar. Sigurbjartur lést 4.
mars 2000.
Þau Ágústa og Sigurbjartur gift-
ust 23. maí 1940 og áttu fyrst heima í
Múla, svo á Geldingalæk í Holtum en
síðar í Sveinskoti á Hvaleyri og frá
1947 að Álfaskeiði 27. Þau náðu að
halda upp á 50 ára búsetuafmæli sitt
í Hafnarfirði áður en Ágústa lést.
Þeim hjónum varð ekki barna auðið
en Stefanía móðir Ágústu dvaldi hjá
þeim til dauðadags og ungt frænd-
fólk Sigurbjarts dvaldi á heimili
þeirra um lengri og skemmri tíma.
Það er Krabbameinsfélagi Íslands
afar mikils virði að njóta velvildar og
stuðnings landsmanna og margir
styðja félagið reglulega með litlum
og stórum upphæðum til minningar
um ástvini og samferðafólk. Einnig
hefur þjóðin sýnt velvild sína í verki í
landsöfnunum félagsins. Öll framlög
skipta máli og eru þegin með þökk-
um.
Stundum berast Krabbameins-
félaginu stórar erfðagjafir þar sem
segja má að fólk leggi lífsstarf sitt til
stuðnings baráttunni gegn krabba-
meini. Það er Krabbameinsfélaginu
mikið þakkarefni þegar þess er
minnst með svo myndarlegum hætti.
Ágústa og Sigurbjartur hafa skynjað
sem er að Krabbameinsfélagið vinn-
ur í þágu þjóðarinnar og vantar stöð-
ugt fé til verðugra verkefna.
Ég vil fyrir hönd Krabbameins-
félags Íslands minnast þeirra hjóna
Ágústu Einarsdóttur og Sigurbjarts
Loftssonar með vinsemd og virðingu
og þakka hlýhug þeirra og veglega
erfðagjöf.
Höfðingleg erfða-
gjöf til Krabba-
meinsfélagsins
Eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
„Það er
Krabba-
meinsfélag-
inu mikið
þakkarefni
þegar þess er minnst
með svo myndarlegum
hætti.“
Höfundur er forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.
Ágústa Einarsdóttir og Sigurbjartur Loftsson.
HINN 2. nóvember sl. var hald-
in ráðstefna á Grand Hóteli við
Sigtún, sem bar nafnið Textaþing.
Að ráðstefnunni stóðu félög heyrn-
arskertra og heyrnarlausra, eldri
borgara og nýbúa. Þarna tóku
höndum saman hópar fólks sem
berjast vilja fyrir því að fá textun
á íslenskt efni í sjónvarpi. Ráð-
stefnan var hin vandaðasta, færir
erlendir fyrirlesarar kynntu sögu
og árangur í textunarmálum í ná-
grannalöndum okkar og frásagnir
neytenda og þeirra sem þjón-
ustuna veita hérlendis voru bæði
upplýsandi og málefnalegar. Ráð-
stefnan var mjög fjölsótt og meðal
fundarmanna voru fulltrúar ríkis-
stjórnar og stjórnmálamanna,
fulltrúar sjónvarpsstöðva og fjöl-
mennur hópur neytenda, sem gaf
fundarmönnum innsýn í mikilvægi
textunar og breidd hópsins, sem
hennar mundi njóta.
Textaþingið hefur varpað nýju
ljósi á þörfina fyrir textun.
Fulltrúar allra þeirra er að ráð-
stefnunni stóðu komu fram hver af
öðrum og ræddu þessi mál út frá
sínum sjónarhóli, sinni þörf. Er-
lendu fyrirlesararnir kynntu ráð-
stefnugestum „framandi heim“ þar
sem textun á innlendu sjónvarps-
efni er margföld á við það sem við
þekkjum.
Þessi heimur er mér reyndar
ekki svo mjög framandi, þar sem
ég hef búið erlendis í áratug. Ég
bý einnig að þeirri reynslu að hafa
flutt til Noregs 1991 með tvö börn,
sem nota sterkustu heyrnartæki
sem völ er á, en heyra þó ekki tal-
að mál við bestu aðstæður.
Það var strax mikil breyting fyr-
ir fjölskylduna að geta horft á
sjónvarpið saman, þannig að allir
nutu. Þetta eilífa túlkahlutverk
foreldranna fyrir framan sjónvarp-
ið var úr sögunni, því við gátum
valið textað efni, þegar við horfð-
um saman á sjónvarpið. Ungling-
urinn fékk unglingaþætti beint í
æð og naut þess til hins ýtrasta.
Smátt og smátt gat hann fylgst
með fréttum og fræðsluþáttum og
notið fullkomlega.
Yngra barnið vandist því frá 5
ára aldri að geta náð í texta og
hafa hann með lifandi mynd, sem
gjörbreytti stöðu hennar til að
læra að lesa. Betri lestrarbók er
nefnilega ekki til, því þegar saman
fer áhugavekjandi lifandi mynd og
texti skapast kjöraðstæður til að
efla málþroska og lestrarfærni.
Ég gæti haldið lengi áfram að
segja ykkur hve fjölskylduvænt
það er fyrir fjölskyldur heyrnar-
skertra – á öllum aldri – að eiga
völ á texta á innlent efni í sjón-
varpi. Það sama gildir að sjálf-
sögðu um kvikmyndir. Heyrnar-
skertir og heyrnarlausir fara
einfaldlega ekki á íslenskar kvik-
myndir, sem ekki eru textaðar.
Sem kennari við skóla heyrn-
arskertra og heyrnarlausra og
ráðgjafi í almennum grunnskólum
í Noregi áttaði ég mig líka á því að
lestrar- og ritfærni heyrnar-
skertra og heyrnarlausra var al-
mennt mun meiri en ég átti von á.
Textunin hjálpar heyrnarskert-
um og heyrnarlausum börnum
ekki síður félagslega, því þau „sjá“
þá hvað er efst á baugi, þekkja
nöfn á mönnum og málefnum. Þau
geta því verið þátttakendur í um-
ræðunni, hvort sem verið er að
ræða almennar fréttir og dægur-
mál, persónur í poppheiminum eða
síðustu Stundina okkar.
Upplýst var á Textaþingi að
Stöð 2 hefði ekki uppi neinar áætl-
anir um textun íslensks efnis eins
og stendur og RÚV áætlar um 400
þúsund krónur í textun á íslensku
efni á þessu ári, hækkun úr
365.168,00 frá 2001. Þetta er dap-
urlega lítið og varla raunhækkun
milli ára. Skjár 1 tók ekki þátt í
ráðstefnunni, né heldur fulltrúar
kvikmyndasjóðs eða kvikmynda-
gerðarmanna, þótt þeim aðilum
hafi verið boðið til ráðstefnunnar.
Hér má benda sjónvarpsstöðvum
og kvikmyndagerðarmönnum á þá
staðreynd að áhorfstölur hafa
hækkað á Norðurlöndunum á þeim
innlendu kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum sem bjóða upp á
texta.
Textun er ekki síst réttlætismál.
Texti er sjálfsagt aðgengi þeim til
handa, sem ekki geta nýtt sér flutt
efni með öðrum hætti. Það er til
dæmis hluti af sjálfsögðum póli-
tískum réttindum að geta fylgst
með umræðu í þjóðfélaginu og
geta þannig tekið upplýstar
ákvarðanir. Er hægt að ætlast til
þess að þeir sem ekki ná „mik-
ilvægum“ boðskap stjórnmála-
manna á fundum og í sjónvarps-
umræðum mæti á kjörstað?
Hvernig á þetta fólk að geta tekið
afstöðu til málefnanna sem kosið
er um?
Svarið við spurningunni sem
varpað var fram í yfirskrift þess-
arar greinar er einfalt: Við viljum
texta, því hans er þörf.
Ég hvet stjórnmálamenn til að
sjá til þess, að nú verði gert átak í
textunarmálum. Ég hvet einnig
Ríkisútvarp – sjónvarp til að end-
urskoða hjá sér ýmsa kostnaðarliði
með hliðsjón af því hve lítið þeir
láta í textun innlends efnis, sem
þjónar þó mjög stórum hópi lands-
manna. Hvatning mín nær einnig
til annarra sjónvarpsstöðva og
kvikmyndagerðarmanna.
Af hverju texti á ís-
lenskt sjónvarpsefni?
Eftir Málfríði
Gunnarsdóttur
„Við viljum
texta, því
hans er
þörf.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heyrnarhjálpar og fyrrverandi
formaður Foreldra- og styrktar-
félags heyrnardaufra barna.
MIKILL vandi steðjar að okkur
Suðurnesjamönnum. Allir læknar
Heilsugæslu Suðurnesja við Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
hafa sagt upp störfum vegna deilu
við ráðuneyti heilbrigðismála um
kaup og kjör. Heimilislæknar vilja
fá greitt samkvæmt gjaldskrá sér-
fræðilækna. Handvömm stjórn-
valda í heilbrigðismálum á umliðn-
um árum er orsökin fyrir því
hvernig nú er komið málum.
Einkarekstri hyglað
Markvisst hefur verið unnið að
því að færa þjónustu við sjúka til
einkarekinna heilbrigðisstofnana
sem eru mjög útgjaldafrekar og
óhagkvæmar fyrir samfélagið og
sjúklinga, sem greiða vaxandi
hluta þjónustunnar. Ríkisstjórnin
hefur náð þessu fram með því að
draga úr fjárframlögum til heil-
briðgisstofnana sem háðar eru
framlögum úr ríkissjóði. Þetta
virðist vera gert með skipulegum
hætti til þess að auka hlut einka-
rekinna sjúkrastofnana. Hér er
verið að mismuna fólki og kemur
þetta harðast niður á þeim sem
minnst mega sín.
Við hér á Suðurnesjum höfum
fundið fyrir niðurskurði á fjár-
framlögum til HSS sem komið hef-
ur niður á þjónustu við sjúklinga.
Margendurteknar athuganir á
rekstri HSS hafa þó staðfest að
fjárframlög til rekstrar hafa ekki
staðið undir nauðsynlegum út-
gjöldum vegna lágmarksþjónustu.
Vitlaust gefið
Auðvitað munum við ekki sætta
okkur við að vera lengi læknislaus-
ir Suðurnesjamenn en okkar mál
eru ekki í höfn þó að þessi lækna-
deila leysist. Meira þarf til þess að
það ástand skapist sem við eigum
skilið og er öllum fyrir bestu. Við
höfum orðið að líða fyrir mistök
ráðamanna sem leynt og ljóst
breyta kerfinu í átt til einkarekstr-
ar. Þá höfum við ekki fengið okkar
hlut þegar skipt hefur verið fram-
lögum milli sjúkrastofnana. Það
hefur verið vitlaust gefið.
Þolinmæði starfsfólksins og
sjúklinga sem hafa mátt búa við
þetta ástand hefur verið aðdáun-
arverð. En nú er mál að linni. Við
krefjumst þess að þjónusta við
sjúka á HSS verði tryggð með
auknum framlögum úr ríkissjóði.
Tryggja verður rekstur sjúkra-
deildar fyrir aldraða í D-álmu, sem
lofað var að tekin yrði í notkun í
júní sl. Mikill skortur er á sjúkra-
rými fyrir aldraða og úrbætur þola
enga bið.
Reynsla okkar Suðurnesja-
manna hefur sýnt að ekkert verð-
ur gert til framfara í okkar málum
ef við stöndum ekki saman í glím-
unni við ráðuneyti heilbrigðismála.
Læknadeilan
á Suðurnesjum
Eftir Eyjólf
Eysteinsson
Höfundur situr í stjórn
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
„Við krefj-
umst þess
að þjónusta
við sjúka á
HSS verði
tryggð.“
Einföld
og áhrifarík
leið til
grenningar
Tilboð í
www.ef.is
Skoðaðu þessa
frábæru pönnu!
Fást grunnar eða
djúpar og sem
grillpönnur.
24-26-28-30 sm.
Feitislaus steiking.
Hagstætt verð!
3 viðurk
enningar
„Frábær“
hjá
þýskum
neytenda
samtöku
m
Besta steikarpannan
í Evrópu....
samkvæmt dómi þýskra
neytendasamtaka