Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni atkvæða- greiðslu fer fram önnur umræða um fjárlög ársins 2003. MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til að út- gjaldaliður fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár hækki um 4,3 milljarða króna. Fjárlaganefnd af- greiddi frumvarpið í gær til annarrar umræðu á Al- þingi. Mest hækka útgjöld til heilbrigðismála, eða um 1.572 milljónir, og til menntamála, um 1.177 milljónir. Lögð er til 700 milljóna kr. hækkun framlaga til að styrkja rekstrargrunn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Þar af eru 20 milljónir vegna aukinna ferliverka. Í umfjöllun nefndarmeirihlutans segir, að verulegur halli sé á rekstrinum og stefni að óbreyttu í áframhaldandi halla á næsta ári miðað við sama umfang starfseminnar. Kostnaður við lyf og lækninga- og hjúkrunarvörur hafi aukist mun meira en hægt sé að skýra með verðlags- og tækni- breytingum og sé því mikilvægt að þessir rekstr- arþættir verði teknir fastari tökum en verið hafi. 570 millj. kr. hækkun á framlagi vegna lyfjakostnaðar Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til að veitt verði 145 millj. kr. framlag á næsta ári til að styrkja rekstrargrunn hjúkrunarheimila og er sú fjárhæð til viðbótar 350 millj. kr. framlagi sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Lögð er til 570 millj. kr. hækkun á framlagi vegna lyfja á næsta ári og 118 millj. kr. hækkun framlags vegna hjálpartækja. Gerð er tillaga um 317 millj. kr. fjárveitingu til að styrkja rekstrargrunn dvalarheimila. Lögð er til 81 millj. kr. hækkun á framlagi vegna örorkulífeyris í samræmi við endurskoðaða áætlun. Jafnframt er lögð til 281 millj. kr. lækkun framlags vegna tekju- tryggingar ellilífeyrisþega þar sem auknar lífeyr- issjóðstekjur og hærri tekjur í þjóðfélaginu hafi í för með sér að þessi útgjöld verði lægri en ráð var fyrir gert. Einnig er gerð tillaga um 155 millj. kr. fjárheim- ild til að mæta auknum útgjöldum við lækniskostn- að en á næsta ári er áætlað að útgjöld við lækn- iskostnað verði samtals 3.230 millj. kr. og þar af eru rúmir 3 milljarðar vegna sérfræðilækniskostnaðar. 310 millj. til að ljúka framkvæmdum við Náttúrufræðihús Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til að veitt verði 310 millj. kr. tímabundið framlag til að ljúka framkvæmdum við Náttúrufræðihús í Vatns- mýri. Gerð er tillaga um 35 millj. kr. tímabundið fram- lag í fjögur ár til uppbyggingar á háhraðaneti fyrir framhaldsskóla, 36 símenntunarmiðstöðvar og 25 útibú þeirra á næsta ári. Þá er lagt til að fjárveiting til framhaldsskóla hækki um 200 milljónir kr., m.a. vegna nemendafjölgunar sem ekki var séð fyrir við gerð fjárlagafrumvarpsins. Fjárveiting til Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 130 milljónir kr. verði tillögur meiri- hluta fjárlaganefndar samþykktar. Lánþegum heldur áfram að fjölga og er áætlað að þeir verði um 8.000 á yfirstandandi námsári sem er 21% fjölgun. Spáð er auknu atvinnuleysi á næsta ári og leggur meirihluti fjárlaganefndar því til að framlag til At- vinnuleysistryggingasjóðs hækki um 300 milljónir. Gerð er tillaga um 562,9 millj. kr. hækkun á liðn- um launa- og verðlagsmál á næsta ári. „Annars veg- ar er lögð til 300 m.kr. hækkun á fjárheimild lið- arins til að mæta áhrifum af úrskurði kjaranefndar um kjör heilsugæslulækna á útgjöld heilbrigðis- stofnana. Samkvæmt bráðabirgðamati á úrskurð- inum er áætlað að kostnaður heilbrigðisstofnana kunni að aukast um 600 m.kr. brúttó. Á móti vegur að um 180 m.kr. fjárheimild fellur niður á fjárlagalið sjúkratrygginga þar sem greidd hafa verið viss læknisverk beint til heilsugæslulækna en slíkar greiðslur færast nú yfir á heilsugæslustöðvar sam- kvæmt úrskurðinum. Nettókostnaðurinn verður þá 420 m.kr. samkvæmt þessu. Gert er ráð fyrir að unnt verði að nýta um 300 m.kr. af tæplega 460 m.kr. fjárheimild þessa fjárlagaliðar í frumvarpinu til að bæta heilbrigðisstofnunum kostnaðaraukann og er hér því gerð tillaga um það sem á vantar,“ segir í umfjöllun meirihluta fjárlaganefndar. Afgreiðsla á tekjuhlið frumvarpsins bíður 3. um- ræðu auk ýmissa viðfangsefna sem nefndin hefur enn til umfjöllunar. Lagt til að útgjaldaliður fjárlagafrumvarps hækki um 4,3 milljarða króna Útgjöld til heilbrigðismála aukin um 1.572 milljónir MEIRIHLUTI fjárlaganefndar ger- ir fjölmargar tillögur um hækkanir á einstökum útgjaldaliðum fjárlaga- frumvarpsins fyrir næsta ár í breyt- ingartillögum sínum fyrir aðra um- ræðu um frumvarpið. Meðal tillagna meirihlutans er að veitt verði 100 milljóna kr. framlag í þrjú ár til viðgerða og viðhalds á fasteign ríkisins á Grensásvegi 9. Kjarasamningar á almenna vinnu- markaðnum renna út á næsta ári og leggur meirihluti fjárlaganefndar til að ríkissáttasemjari fái 12 millj. kr. viðbótarfjárveitingu. Viðbótarframlög vegna Umhverfisstofnunar Um næstu áramót tekur til starfa ný stofnun, Umhverfisstofnun, og leggur meirihluti fjárlaganefndar til að veitt verði 9 millj. kr. tímabundið framlag vegna kostnaðar við flutning hennar í nýtt húsnæði. Einnig er gerð tillaga um 7,3 millj. kr. fjárveit- ingu vegna aukins húsnæðiskostnað- ar stofnunarinnar. Gerð er tillaga um 7,9 milljóna kr. fjárveitingu vegna kostnaðar við nýtt starf sérfræðings á sviði efna- hagsmála á aðalskrifstofu forsætis- ráðuneytisins. Nefndarmeirihlutinn leggur einn- ig til að veitt verði 15 millj. kr. tíma- bundið framlag í eitt ár til að halda áfram endurbótum á Alþingishúsinu. Hækkun á framlagi til safna Gerð er tillaga um 50 millj. kr. hækkun á fjárheimild til háskóla og lögð er til 28 millj. kr. hækkun á liðn- um byggða- og minjasöfn. Gerðar eru fjölmargar tillögur um hækkun framlaga til safna. Er m.a. lagt til að framlag til Listasafns ASÍ hækki um 2 millj. kr. og gerð er tillaga um 7 millj. kr. tímabundna fjárveitingu til áframhaldandi uppbyggingar galdrasýningar á Ströndum. Lögð er til 7 millj. kr. tímabundin fjárveiting til Söguseturs á Hvols- velli og sama fjárhæð til Hvalamið- stöðvar á Húsavík. Alls er lögð til 39,8 millj. kr. hækk- un á framlögum til húsfriðunar- nefndar sem skiptist á fjölmörg við- fangsefni, m.a. er lagt til 7 millj. kr. framlag til Fríkirkjunnar í Hafnar- firði vegna endurbóta á kirkju, 5 millj. kr. til endurbóta á gufubaðinu og smíðahúsinu á Laugarvatni, 2 millj. kr. framlag til endurbóta á Flateyjarkirkju á Breiðafirði og 1,8 millj. kr. til endurbyggingar Hraunsréttar í Aðaldal. Nefndarmeirihlutinn leggur til að framlag til Ungmennafélags Íslands hækki um 20 millj. kr. 63,4 millj. vegna beinna greiðslna til kúabænda Lagt er til 8 millj. kr. framlag í eitt ár vegna biðlauna í kjölfar niður- lagningar Umsýslustofnunar varn- armála og 7 millj. kr. framlag til að fjármagna fullt starf fulltrúa land- búnaðarráðuneytisins í Brussel. Gerð er tillaga um 63,4 millj. kr. hækkun á fjárheimild vegna beinna greiðslna til kúabænda. Lagt er til að veitt verði 16,1 millj. kr. til opinberrar réttaraðstoðar vegna umframútgjalda við gjafsókn- ir en útgjöld vegna þessa eru sögð hafa aukist mjög á undanförnum ár- um. Í fyrra voru útgjöld vegna gjaf- sókna um 75 milljónir. Breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið 2003 Meira fé veitt til safna og gjafsóknaÁ ALÞINGI í gær sögðu stjórnar-andstæðingar m.a. að tillögur ríkis- stjórnarinnar og meirihluta fjárlaga- nefndar Alþingis um samtals um 10,6 milljarða viðbótarútgöld ríkis- sjóðs á árinu 2002 væru dæmi um það hve lítið aðhald væri í fjármála- stjórn ríkisins. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2002 fór fram á Alþingi í gær og mælti formaður fjárlaganefndar þingsins, Ólafur Örn Haraldsson, fyrir breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um tæplega 3,3 millj- arða kr. aukaútgjöld frá því sem lagt var til í fjáraukalagafrumvarpinu. Í fjáraukalagafrumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi, í haust, er lagt til að útgjöld ríkissjóðs aukist um 7,3 milljarða á yfirstandandi ári. Samtals nema því tilllögur um við- bótarútgjöld á árinu um 10,6 millj- arða kr. Gagnrýndu stutta ræða Ólafur Örn lagði til að tillögur meirihlutans yrðu samþykktar við aðra umræðu. Þess má geta áður en lengra er haldið að framsöguræða Ólafar Arnar þótti óvenju stutt og var það gagnrýnt af hálfu stjórnar- andstæðinga. Jón Bjarnason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sagði að ræða Ólaf- ar Arnar hefði tekið um tvær mín- útur. Hann hefði því mælt fyrir ein- um og hálfum milljarði á mínútu. „Ég tók eftir því að honum svelgdist ekki einu sinni á,“ sagði Jón þegar hann gagnrýndi það hve ræðan hefði verið stutt. Jón Bjarnason mælti annars fyrir nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar, en hann stendur einn að því áliti. Jón sagði að megnið af þeim fjárútlátum sem kæmu fram í fjáraukalagafrumvarp- inu hefði mátt sjá fyrir við gerð fjár- laganna fyrir þetta ár. T.d. hefði mátt sjá fyrir fjárskort heilbrigðis- kerfisins, öldrunarstofnana og fram- haldsskóla. Þá sagði Jón að sum þeirra verkefna sem tillögur væru um að veita fjármagn til í fjárauka- lögum ættu í raun heima í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. T.d. tillaga um 18 milljóna kr. framlag til iðnaðar- ráðuneytisins vegna nýrra raforku- laga og breytts fyrirkomulags í raf- orkumálum. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, mælti fyrir nefndaráliti fyrsta minnihluta fjár- laganefndar en að því áliti standa auk Einars, Gísli S. Einarsson og Margrét Frímannsdóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Hann sagði að útgjöldin sem lögð væru til í fjár- aukalagafrumvarpinu og í áliti meiri- hluta nefndarinnar við aðra umræðu væru dæmi um lítið aðhald í fjár- málastjórn ríkisins. „Þrátt fyrir að unnið sé með rammafjárlög halda rammarnir ekki nema fram að fram- lagningu fjárlagafrumvarps hvers árs. Þegar kemur að fjáraukalögum eru allir rammar horfnir,“ sagði hann. „Það ríkir því aðhaldssleysi í fjármálum ríkisins og agaleysi meðal þeirra sem taka ákvarðanir um út- gjöld.“ Einar Már vék einnig að tillögum um aukin útgjöld til heilbrigðiskerf- isins en í tillögum meirihluta fjár- laganefndar er gert ráð fyrir um 1,9 milljarða kr. viðbótarfjármagni til þess málaflokks. Einar Már sagði óþarfa að fara mörgum orðum um fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins. Alþingi hefði á hinn bóginn í engu verið gerð grein fyrir því hvað farið hefði úrskeiðis. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði að niðurstaða fjárlagaársins 2002 væri miklu verri en gert hefði verið ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga þessa árs, sem fram fór í desember á síð- asta ári. „Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að útgjöld stofnana geta breyst á heilu ári sem og tekju- öflun og útgjöld ríkisins.“ Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga fór fram á Alþingi í gær Stjórnarandstæðingar segja lítið aðhald í fjármálastjórn Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Einar Már Sigurðarson þingmaður Samfylkingarinnar (lengst til vinstri) var meðal þeirra þingmanna sem tóku til máls um fjáraukalögin. Hjá honum sitja þingmennirnir Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.