Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 1
         ! "# # # "# "# ""#"           VIÐLAGATRYGGING Íslands hafði í ágúst greitt 2,4 milljarða í tjónabæt- ur vegna Suðurlandsskjálftanna í júní árið 2000. Ekki var talið hægt að gera við 47 íbúðarhús sem skemmdust í hamförunum. Önnur altjón á bygg- ingum voru 291 og var þar aðallega um að ræða eldri byggingar. Tilkynnt var um tjón af völdum skjálftanna á 2.319 stöðum en í 301 tilfelli var ekki um bótaskylt tjón að ræða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu nefndar sem iðn- aðarráðherra skipaði til að fara yfir hvernig tjón vegna skjálftanna voru gerð upp. Nefndinni var m.a. falið að kanna hvort hamfaratryggingar væru betur komnar hjá almennum tryggingafélögum. Nefndin var sam- mála um að miðað við óbreytt lög væri ekki raunhæft að vænta þess að tryggingafélög gætu eða vildu bjóða lögboðna viðlagatryggingu. Bent var á að iðgjald viðlagatryggingar er ákveðið í lögum og engin heimild til að miða iðgjald við raunkostnað. Suðurlandsskjálfti kostaði 2,4 milljarða Tilkynnt var/14 STOFNAÐ 1913 279. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 mbl.is Lítið fyrir að breyta til Ingimar leigubílstjóri hættir daginn fyrir 76 ára afmælið 4 Birgitta og Írafár kynna nýju plötuna í Borgarleikhúsinu í kvöld Fólk 68 Finnar þöglir en söngelskir Barítóninn Ágúst Ólafsson í Salnum í góðum félagsskap Listir 35 GERHARD Schröder, kansl- ari Þýskalands, hét því í gær að Bandaríkjaher fengi að nota herstöðvar í Þýskalandi og bandarískar flugvélar fengju að fljúga í lofthelgi landsins kæmi til stríðs í Írak. Hann áréttaði hins veg- ar að þýskar hersveitir myndu ekki taka þátt í árás- um á landið. Þetta var svar þýsku stjórnarinnar við fyrirspurn frá Bandaríkjastjórn um hvaða aðstoð Þjóðverjar gætu veitt ef til hernaðar kæmi í Írak. Fyrirspurnin setti Schröd- er í vanda þar sem hann lagði mikla áherslu á að hann legðist gegn árásum á Írak fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í september. Kanslarinn hefur mildað af- stöðu sína eftir kosningarnar og reynt að jafna ágreining- inn við Bandaríkjastjórn í Íraksmálinu til að bæta sam- skipti ríkjanna. Schröder sagði að Banda- ríkjastjórn hefði einnig spurt hvort Þjóðverjar gætu útveg- að búnað og herafla til að verjast hugsanlegum efna-, sýkla- og kjarnavopnaárás- um. Þýska stjórnin myndi ekki heimila þýskum her- sveitum í Kúveit, sem sér- hæfa sig í vörnum gegn ger- eyðingarvopnum, að taka þátt í hernaði í Írak. Heidemarie Wieczorek- Zeul, ráðherra þróunarað- stoðar í þýsku stjórninni, gagnrýndi stefnu Banda- ríkjastjórnar í gær og sakaði hana um að ætla að gera árásir á Írak en láta önnur ríki standa straum af kostn- aðinum við að endurreisa landið. Fá að gera árásir á Írak frá Þýskalandi Berlín. AP, AFP. Schröder mild- ar afstöðu sína í Íraksmálinu GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög um að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka hryðjuverkin 11. september í fyrra og tilnefndi Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem formann hennar. Kissinger er 79 ára og einn af þekktustu stjórnarerindrekum aldarinnar sem leið. Kissinger rannsakar hryðjuverkin AP ATVINNULEYSIÐ meðal háskólagenginna Dana hefur aukist um tæp 40% á einu ári, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Blaðið segir að nær 10.000 háskólagengnir Danir hafi verið án atvinnu í lok október og þeim hafi fjölgað um 37,4% frá því á sama tíma í fyrra. Um þriðjungur þeirra, sem hafa nýlokið háskóla- námi, var atvinnulaus í októ- ber. Að læknum og lyfjafræð- ingum undanskildum jókst atvinnuleysið í öllum starfs- greinum háskólamanna. Atvinnu- leysið stóreykst Danskir háskólamenn Nánast eins og systkinahópur HAGASKÓLI sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni Grunnskóla Reykjavíkur, sem fram fór í gær í Borg- arleikhúsinu. Hlíðaskóli hafnaði í öðru sæti en Rétt- arholtsskóli í því þriðja. Óhætt er að segja að and- rúmsloftið hafi verið rafmagnað í aðalsal leikhússins og hvöttu stuðningsmenn lið sín óspart. Fólk 69 Morgunblaðið/Þorkell Hagaskóli sigraði í Skrekk Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra er opnað á þann möguleika að breyta lögum þannig að heilsugæslulæknar heyri ekki lengur undir kjaranefnd svo semja megi við þá á líkum nótum og við sjálfstætt starfandi heimilis- lækna. Meirihluta þeirra heilsu- gæslulækna sem hafa sagt upp störf- um og sátu fundinn töldu að með yfirlýsingu ráðherra væri kominn grundvöllur sem vinna mætti út frá. Þórir Björn Kolbeinsson, formað- ur Félags íslenskra heimilislækna, segir að menn hefðu gjarnan kosið að sjá nánari útfærslu en fram kem- ur í yfirlýsingu ráðherra. „En við teljum að með þessu sé kominn grundvöllur fyrir áframhaldandi vinnu. Heilsugæslulæknum er boðið að fara undan kjaranefnd, eins og ráðherra hefur raunar boðið áður, og við munum í framhaldinu kanna vilja félagsmanna gagnvart því. Það er einnig boðið upp á gerð nýs samn- ings um vinnu á læknastofum sem byggist á ákveðnum forsendum. Það er ljóst að vinna við slíka samninga getur ekki hafist nema ákveðið verði að heilsugæslulæknar fari undan kjaranefnd og því erum við tilbúnir til þess að láta reyna á þann vilja og athuga hvort meirihluti sé fyrir því meðal okkar félagsmanna. Þetta er meginniðurstaðan.“ Skriður á læknadeilu STJÓRN Félags heimilislækna fundaði í allt gærkvöld vegna yfirlýs- ingar ráðherra og var niðurstaðan sú að með henni væri kominn grundvöllur að frekari samningum við heilbrigðisyfirvöld. Hyggst stjórn Félags heilsugæslulækna bera það undir félagsmenn sína hvort þeir séu reiðubúnir að samþykkja að fara undan kjaranefnd. Læknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði sem sagt hafa upp störfum og sátu fundinn tóku jákvætt í tilboð heilbrigðisráðherra. Kannað hvort meirihluti lækna sé tilbúinn að fara undan kjaranefnd JÓN Krist- jánsson heil- brigðisráðherra sagðist fyrir fund Félags heimilislækna telja að það væri heilmikill vilji til þess að setja þessar deilur niður af beggja hálfu. „Við ræddum við stjórn félags- ins og það er auðvitað þeirra að ræða síðan við félagsmenn og einnig þá lækna sem hafa sagt upp störfum. Það má segja að læknar hafi fallið frá sinni aðalkröfu og við höfum í staðinn fundið leið sem við getum unnið sameiginlega að og sem er í samræmi við og útfærsla á samningum við sjálfstætt starf- andi heimilislækna. Það felur í sér að læknarnir fari undan kjara- nefnd,“ sagði heilbrigðisráðherra. Heilmikill vilji til lausnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.