Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ F yrir nokkru fjallaði ég á þessum vettvangi um kröfur Banda- ríkjamanna um aukin framlög aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) til hernaðarmála og taldi ég þá að nýleg tilkynning, um að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að senda átta flugumferðarstjóra til starfa í Kosovo, tengdist þessum kröfum. Nú er ljóst að þó að ég hafi þarna sannarlega sett hlutina í rétt samhengi er umfangið mun meira en ég hafði gert mér grein fyrir. Það mátti ráða af yfirlýsingu ís- lenskra stjórnvalda á leiðtogafundi NATO í Prag í síðustu viku. Ísland hefur semsé skuldbundið sig til að verja allt að 300 millj- ónum króna til þess að leigja flug- vélar undir herflutninga á vegum NATO, komi til aðgerða á þess vegum. Þá hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að flýta uppbyggingu Íslensku friðargæslunnar. Ekki virðist öruggt að til þess komi að Ísland þurfi að standa við skuldbindingar sínar varðandi her- flutninga á vegum NATO. Ein- hverjir hafa rætt um hugsanleg átök í Írak í þessu sambandi en er víst að NATO sem bandalag komi að því stríði? Þjóðverjar, sem eiga aðild að NATO, hafa jú lýst því af- dráttarlaust yfir að þeir muni ekki taka þátt í slíku stríði (hugsanlegt er þó að þeir kjósi að standa ekki í vegi fyrir því að önnur NATO-ríki heyi stríðið undir gunnfána banda- lagsins). En munu Bandaríkjamenn kæra sig um að NATO sem slíkt taki þátt? Líklegra er að þeir safni saman „bandalagi hinna viljuðu“, sem án efa hefði innanborðs ýmsar NATO-þjóðir, þó að stríðið væri ekki beinlínis háð undir fána NATO. Yrði skuldbinding Íslands virkjuð við slíkar aðstæður? Eftirtektarverð eru loforðin um að uppbyggingu Íslensku frið- argæslunnar verði flýtt. Skv. upp- lýsingum úr utanríkisráðuneytinu hafa alls 30 friðargæsluliðar farið til starfa á þessu ári. Þar af hafa 17 þeirra farið til starfa á vegum NATO (umræddir flugumferð- arstjórar og fluggagnafræðingar eru þar meðtaldir), átta á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna (t.d. UNIFEM í Kosovo og alþjóðlega lögregluliðsins þar í héraði), þrír á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og tveir á vegum norræns frið- argæsluliðs á Sri Lanka. Í ljós kemur jafnframt að flug- umferðarstjórarnir og fluggagna- fræðingarnir voru ekki á við- bragðslista Íslensku friðargæslunnar (að einum und- anskildum), sem stofnað var til með allmikilli fyrirhöfn og tals- verðum fjárútlátum fyrr á þessu ári. Það sama á reyndar við um lögreglumenn sem starfa fyrir Ís- lensku friðargæsluna. Um eitt hundrað manns eru að sögn á viðbragðslistanum en miðað við tölurnar, sem ég rakti hér að ofan, virðast þó ekki ýkja margir sendir utan af honum; mikill meiri- hluti útsendra friðargæsluliða á þessu ári var valinn framhjá þess- um lista. Nú er ekki meining mín að gera þetta tortryggilegt. Ég hef þó áhyggjur af því að framlög Íslands til NATO gleypi einfaldlega frið- argæsluna (úr því að búið er að setja þau varnarmálaframlög að hluta til í þennan farveg). Því verður auðvitað ekki haldið fram að íslenskir friðargæsluliðar, sem starfa á vegum NATO, geti ekki lagt sitt af mörkum til mann- úðarmála – það uppbyggingarstarf sem flugumferðarstjórar inna af hendi í Kosovo er t.d. óumdeil- anlega af því tagi. Mér finnst hins vegar ómaksins vert að hvetja til að menn gleymi ekki hugsjónaþættinum í þessu; skyldu Íslendinga (sem ríkrar þjóðar) til að taka þátt í uppbygg- ingarstarfi með mannúðarsjón- armið í huga, en ekki til að dulbúa framlög til íslenskra varnarmála. Eðlilegast er að kalla hlutina rétt- um nöfnum – sjálfur á ég ekki í vandræðum með að sætta mig við þá tilhugsun að Ísland þurfi að eyða peningum í varnarmál. Eftir sem áður er framlag Ís- lands til NATO hlægilega lítið, að- eins um 0,1% af landsframleiðslu þegar almennt er miðað við að bandalagsþjóðir eyði um 2% af landsframleiðslu í varnarmál. Sumir sjá reyndar ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem nú er ráð- gert að eyða, og finna því allt til foráttu að Ísland taki þátt í hern- aðaraðgerðum. En varla ætla menn að gleyma því að NATO er hernaðarbandalag, sem Ísland hefur átt aðild að í 53 ár? Vart get- ur það talist eðlilegt að Íslend- ingar fái þar allt ókeypis, en þurfi aldrei að leggja neitt af mörkum? Er þá orðið tímabært að Ísland segi sig úr NATO, nú þegar sú staða er komin upp að við þurfum að fara að borga fyrir okkur? Væri það ekki hámark hræsninnar? Ekki ætlar undirritaður að ger- ast talsmaður úrsagnar. Hitt er eðlilegt að menn spyrji sig hvort aðild Íslands að NATO auki ef til vill líkurnar á því að alþjóðlegir hryðjuverkamenn finni sér skot- mörk hér á landi (aðildin ein ætti að duga til – flutningar hergagna skipta þar varla höfuðmáli). Ísland var auðvitað ekki eitt landanna sem Osama bin Laden, foringi al-Qaeda-samtakanna, nefndi sérstaklega til sögunnar í nýlegu ávarpi sínu en hann sendi þó skilaboð til allra „þeirra ríkja sem hafa myndað bandalag með ranglátri stjórn Bandaríkjanna“. „Eins og þið myrðið, þannig verðið þið myrt, og eins og þið sprengið, þannig verðið þið sprengd,“ sagði bin Laden í yf- irlýsingu sinni, skv. frásögn Mbl. Miðað við þessi orð getur varla tal- ist óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort öryggi Íslands sé e.t.v. betur borgið utan NATO. Á hinn bóginn má segja að aðildin skipti varla máli í þessu samhengi; Ísland yrði jú bandalagsþjóð Bandaríkjanna eftir sem áður (hefur einhver léð máls á öðru?). Ég tek fram að ég gef mér ekki svör við þessum spurningum þó að ég beri þær upp, finnst hins vegar að þær hljóti að mega ræða eins og aðrar. Ísland úr NATO? Er þá orðið tímabært að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu, nú þegar sú staða er komin upp að við þurfum að fara að borga fyrir okkur? Væri það ekki hámark hræsninnar? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Þeir eru óefað fáir hérlendis sem glatt hafa jafnmarga með hljóð- færaleik sínum og þeir Eydal-bræð- ur, Finnur og Ingimar, gerðu í ára- tugi um landið allt. Það hafa einnig fáir á sinni tíð sett jafnmikinn svip á tónlistarlandslag Akureyrar og þeir gerðu, ég leyfi mér að líkja því í óeiginlegri merkingu við áhrif þau sem Súlutindur setur á hið nátt- úrulegt svipmót bæjarins. Skipting- in æðri og óæðri tónlist, skemmti- tónlist og andstæðan sem ætti þá að vera miður skemmtileg tónlist á sér færri málsvara nú en áður. Vel flutt eða ver flutt tónlist ræður oft- ast skemmtanagildinu, en höfðar þó misjafnlega til lifunar hvers og eins. Fólk velur sér tónlist að sínum smekk og þar skiptir auðvitað stund og staður máli. Íslendingarn- ir sem þarna komu fram höfðu flestir unnið og leikið með Finni Eydal um lengri eða skemmri tíma. Þegar Jón Rafnsson fór af mikilli röggsemi af stað að undirbúa þessa tónleika var ég satt best að segja ögn hræddur við að tónleikarnir næðu ekki því flugi sem gullnar minningar mínar, allt frá æsku, um smitandi leikgleði og hlýtt viðmót Eydal-bræðra gera. En leikur þeirra hafði mikil áhrif á okkur sem unga fólkið. Mínar gullnu minning- ar voru ekki fortíðarduld, þetta staðfestist fyrir mér þegar 35 ára gömul upptaka með þeim bræðrum var leikin fyrir tónleikana og einnig í hléinu. Sígræn djasslög hljómuðu og voru flutt af þeirri alúð og gleði sem stenst tímans tönn. Það var einmitt þessi þáttur í leik þeirra bræðra, sem flýtti för manns í Sjall- ann forðum, þessi hrífandi djass- sveifla á undan dansleiknum, betur ef svo væri í dag. Þessar gömlu upptökur eiga meira erindi inn á geisladiska en margt annað sem gefið er út. Það kom fram í kynn- ingu Jóns Rafnssonar að ekki væri unnt né æskilegt að „kópera“ flutn- ing Finns og félaga, heldur fyrst og fremst að leika til heiðurs minn- ingar hans með þeirri leikgleði og stemmningu sem tónlistarmenn kvöldsins gætu framkallað. Í ljós kom að á þessum degi voru ná- kvæmlega sex ár liðin frá dánar- degi Finns, og var það vel við hæfi. Píanótríó Gunnars, Árna Ketils og Jóns Rafnssonar hóf leikinn með sænska þjóðlaginu Visa från Utan- myra, sem Jan Johansson gerði frægt á sínum tíma, og gerðu það snoturlega. Þarna hefði mér þótt fara vel á að klarinettuleikur Jörg Svare hefði hljómað strax í fyrsta lagi. Það var þriðja lagið Takin’A Chance On Love sem smaug inn í innstu sálarkima sungið af Helenu og það er fljótt sagt að söngkonan síunga var stjarna kvöldsins, ókrýnd drottning á sviðinu, og átti salinn með húð og hári. Ég fullyrði að djasssöngur hennar þetta kvöld var ungur, ferskur og tjáningarík- ur. Ætti að vera henni hvatning til að syngja meira því hún hefur svo mikið að segja. Jörg Svare hóf leik sinn með Birni, Ingva Rafni og Jóni í lagi Django Reinhardt, Minor Swing. Jörg leikur með frekar hrjúfum tóni, en flutningur hans borinn uppi af mikilli leikni og mús- íknæmi verður hrífandi ljúfsár. Nærvera hans á sviðinu var mjög hvetjandi fyrir aðra tónlistarmenn og gladdi áheyrendur mikið. Frammistaða allra tónlistarmanna var góð, en ég leyfi mér að nefna sérstaklega til sögu þann yngsta í hópnum, trommuleikarann Ingva Rafn Ingvason, sem einlék í Carav- an Ellingtons á svo glæsilegan og einstaklega næman hátt. Mikils er að vænta af Ingva Rafni ef tekið er mið af þessari frammistöðu. Hvítur stormsveipur, samnefnt lag, hrísl- aðist um taugar áheyrenda, bæði sem fyrsta lag eftir hlé og einnig sem aukalag. Lagið varð hápunktur heitrar stemmningar kvöldsins og maður gat vart tóna bundist og var ósjálfrátt farinn að syngja með svo og ýmsir aðrir í salnum. Frá upp- hafi til loka réði hiti sveiflunnar ríkjum og stigmagnaðist frá byrjun til loka, þegar upp úr sauð í lang- vinnum fagnaðarlátum. Græni hatt- urinn lyftist og sannaði sig sem fínn salur fyrir slíka tónleika. Ég nefndi fyrr að vel hefði farið á að byrja tónleikana á klarinettuleik og einn- ig hefði ég kosið að Inga og Helena hefðu sungið a.m.k. eitt lag á ís- lensku, t.d. Ástarljóðið mitt. En um fram allt er maður þakklátur fyrir þessa fínu tónlistarskemmtun, sem sannarlega stóð undir þeim tilgangi að heiðra minningu Finns Eydal sem bæri. Jón Rafnsson á mikinn heiður skilinn fyrir að undirbúa og skipuleggja tónleikana svo vel sem raun bar vitni. Græna hattinum lyft TÓNLIST Græni hatturinn, Akureyri Djasslög og léttsveifla í anda Finns Eydal og Helenu Eyjólfsdóttur. Flytjendur: Hel- ena Eyjólfsdóttir, söngur, Inga D. Eydal, söngur, Jörg Svare, klarinetta, Björn Thoroddsen, gítar, Snorri Guðvarðarson, gítar, Gunnar Gunnarsson, píanó, Árni Ketill Friðriksson, trommur, Ingvi Rafn Ingvason, trommur, og Jón Rafnsson á kontrabassa. Laugardaginn 16. nóvember kl. 23.30. Í MINNINGU FINNS EYDAL Jón Hlöðver Áskelsson Morgunblaðið/Kristján Helena Eyjólfsdóttir söngkona og ekkja Finns Eydal tekur lagið. HUGMYNDIN að baki sýningu Leikfélags Dalvíkur, Kverkataki, er í raun svo umfangsmikil og lýsir svo miklum metnaði að sjálf leiksýning- in verður nánast að aukaatriði. For- maður félagsins ræðst í það að gefa áhugasömum unglingum í sveitarfé- laginu tækifæri til að taka þátt í leikhúsvinnu, sjá um alla þætti upp- setningar á leikriti. Sjálfur skrifar hann verkið, þjálfar hópinn og leik- stýrir sýningunni. Um fimmtíu ung- menni koma að verkefninu á einn eða annan hátt, og eðli málsins sam- kvæmt eru þau öll byrjendur á sínu sviði, leikarar, ljósamenn, leik- mynda- og búningafólk, förðunar- deild og miðasalar. Allir sem þekkja til leikhúsvinnu vita hve krefjandi, gefandi og þroskandi hún getur ver- ið. Í ljósi þess verður að óska Júlíusi Júlíussyni, þátttakendum öllum, Leikfélagi Dalvíkur og sveitarfé- laginu Dalvíkurbyggð til hamingju með þetta einstaka verkefni. Júlíus þreytir hér margar frum- raunir í einu. Hann skrifar í fyrsta sinn leikrit í fullri lengd, en á að baki nokkra smærri þætti. Hann leikstýrir í fyrsta skipti heils kvölds verki. Og síðast en ekki síst er hann í hlutverki leiklistarleiðbeinanda með hóp af ungmennum sem litla sem enga leikreynslu hafa. Verkið sjálft fjallar um unglinga- hóp í litlu þorpi. Þeim leiðist sjoppu- hangsið og tíðindaleysið og ákveða að fara saman í útilegu í gamla ver- búð skammt frá. Þar hafa hins vegar gerst voveiflegir atburðir, dauðir menn sem málinu tengjast liggja ekki kyrrir og gestkvæmt verður í verbúðinni. Ekki er rétt að fara nán- ar út í nokkuð flókna fléttuna, sem tekur nokkrar krappar beygjur áður en yfir lýkur. Það verður að segjast að þræðir verksins, hryllingurinn, húmorinn og dramað, eiga nokkuð óblíða sam- búð sem höfundi hefur ekki tekist alls kostar að friða og samþætta. Best hefur tekist upp með grínið, og þar gengur leikhópnum líka best. Hryllingurinn verður aldrei sérlega hryllilegur og dramað undir lokin fær ekki þá undirbyggingu sem það þarf til að verða trúverðugt. Eft- irminnilegustu atriðin verða trúlega ágæt samtöl unglingahópsins í fyrri hlutanum og aldeilis bráðskemmti- leg innkoma björgunarsveitarinnar í lokin. Einnig voru draugarnir fyndnir, en fyrir vikið frekar lítið hræðsluvekjandi þegar þess var þörf. Leikhópurinn er stór og samt nokkuð jafngóður, og ekki þykir mér rétt að taka einstaka leikara fyrir til lofs eða lasts. Leikstjórn Júlíusar er fremur hófstillt, eins og oft einkennir uppfærslur höfunda á eigin verkum. Það kom vel út í fyrri hlutanum og skilaði sannfærandi sjoppuhangsi og afslöppuðum leik, en í viðburðaríkum seinni hlutanum hefði meiri kraftur og hreyfanleiki átt betur við. Umgjörð sýningarinn- ar er vel útfærð, sérstaklega ver- búðin sem var glæsileg og nýtti sviðsrýmið skemmtilega. Hljóð- effektar settu mikinn svip á sýn- inguna og voru áhrifamiklir. Þegar upp er staðið hefur mikið unnist með þessari sýningu. Stór hluti unglinga svæðisins hefur tekið þátt í skapandi ferli. Nýbyrjaður leikstjóri og höfundur hefur fengið tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni. Hér er horft til framtíðar og allt bendir til að ríkuleg uppskera sé handan við hornið. Leiksýningin er ágæt skemmtun en endanlegrar útkomu bíðum við enn um sinn. Ekki meira sjoppuhangs LEIKLIST Leikfélag Dalvíkur Höfundur og leikstjóri: Júlíus Júlíusson, 16. nóvember 2002. KVERKATAK Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.