Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 53 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Afi kunni þá list að segja sögur og ýkti vel að vestfirskum sið. Hann magnaði upp sagnaseið um háskaferðir á bátnum yfir á Ísafjörð að kaupa jólagjafir fyrir krakkaskarann á Eyrinni. Skipstjórinn Einsi Guðna og vél- stjórinn afi, frændur og vinir á blankskóm og svörtum jakkafötum á leið í kaupstað. Uppátæki nafnanna afa og Gumma Adda urðu efni í ótal gamansögur, sumar hverj- ar vart prenthæfar. Enginn gleymir ævintýrinu þegar glæsimennið Guð- mundur fór að Felli að sækja sér kvonfang. Hávaxinn og dökkur yf- irlitum eins og kvikmyndastjarna heilsaði hann Biskupstungnabónd- anum Kristjáni og bað um hönd Sillu. Sögur fóru um sveitina, Fransmaður með hrafnsvart hár og blik í bláum augum hafði heillað hana Sigríði. Fagurkerinn afi með fas heimsmannsins og rammíslensk- ar lakkrísreimar í rassvasanum. Ég naut þess að alast upp í sama húsi og afi. Við áttum vel skap sam- an og þótt áratugir skildu að skipti það engu. Unglingurinn og öldung- urinn sátu oft saman og þögðu bara. Við þurftum engin orð. Borðuðum saman hádegismat á hverjum degi, ég hafragraut og afi hræringinn, lauk svo máltíðinni með gúlsopa af GUÐMUNDUR KR. HERMANNSSON ✝ Guðmundur Kr.Hermannsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. ágúst 1920. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digranes- kirkju 27. nóvember. lýsi. Eitt sinn laumaði hann að mér fimmtíu- kalli og við ákváðum að honum yrði best varið til Happaþrennu- kaupa. Við sátum með miðann og viti menn; unnum tvö hundruð krónur. Hófst þá það sem við afi kölluðum Happaþrennuveturinn mikla. Á hverjum degi skottaðist stelputetrið með vinningsmiða dagsins út í búð og fékk nýja miða í stað- inn og við afi alltaf jafn spennt að skafa. Ekki græddum við nú mikið á þessu fjárhættuspili. Hin síðari ár fór ég niður á spítala til afa og enn gátum við talað saman um allt milli himins og jarðar en líka bara þagað. Og stundum þegar afi var of veikur til að borða eða ganga sagði ég honum litlu sögukornin mín. Englarnir á himnum sitja nú í hring og hlusta á sögurnar hans afa og eru eflaust allir búnir að læra uppáhaldslagið hans og syngja svo ómar í himnasölum „Góður er bless- aður blái borðinn“. Jóhanna Kristín. Liðin er rúm hálf öld síðan Guð- mundur kom inn í fjölskyldu mína eftir að hann gekk að eiga eina af systrum mínum. Hann dvaldi á heimili foreldra minna um sumarið. Silla kona hans hafði eignast fyrstu dóttur þeirra þá um vorið. Guð- mundur ávann sér strax væntum- þykju og virðingu fjölskyldunnar. Hann var frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Vestfirðingurinn var hár og grannur, með svart, liðað hár, huggulegur, léttur í spori og lund, en fastur fyrir ef gengið var á hans hlut. Hann var bráðduglegur og verklaginn hagleiksmaður, snyrti- menni sem sýndi sig í því hvað hann gekk ávallt vel til fara og bar sig vel. Mér er það sérstaklega minnisstætt hve rithönd hans var fögur. Um haustið fluttu þau Silla til Suðureyr- ar með litlu dótturina og stofnuðu þar sitt heimili. Fjölskyldan stækk- aði jafnt og þétt. Dæturnar voru orðnar sex og sú yngsta á fyrsta ári, þegar skyndilega dró ský fyrir sólu. Guðmundur greindist með berkla og var sendur suður á Vífilsstaði til lækninga. Það hljóta að hafa verið þung spor hjá Guðmundi og fyrir Sillu að sjá á eftir manni sínum og fyrirvinnu. Þá var engin áfallahjálp, en hún var kjarkmanneskja sem sá fyrir heimilinu án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Það sýndi sig í verki hvað nágrannar og vinir á Suðureyri voru traustir. Systkini Sillu og makar þeirra réttu hjálp- arhönd, en þá var ekki hægt að skreppa tíma og tíma þar sem strandferðaskipin voru einu sam- göngurnar. Guðmundur dvaldist eitt ár á Vífilsstöðum og náði fullri heilsu. Eftir nokkur ár fæddist þeim einkasonur. Húsið var orðið of lítið fyrir fjölskylduna. Þau réðust þá í það að byggja rúmgott hús sem svaraði kröfum nútímans. Hér naut smekkvísi Guðmundar sín til fulls. Heimili þeirra hjóna var mann- margt og mikið þar um að vera. Hjá þeim dvaldi í nokkur sumur Þóra Berglind dóttir mín sem ein af systkinunum. Eftir 25 ára búskap fluttu þau til Þorlákshafnar og fáum árum síðar til Reykjavíkur. Barna- lán er mikið. Ég þakka samfylgdina. Silla, við Guttormur vottum þér og fjölskyld- um þínum okkar dýpstu samúð. Áslaug Kristjánsdóttir. Í hjarta mér á ég mjög dýrmætan fjár- sjóð og eru þetta allar þær fallegu og góðu minningar um hann afa minn sem nú er fallinn frá eftir hetjulega bar- áttu undanfarna mánuði. Minning- arnar eru allt frá því þegar amma og afi voru heimsótt í Borgarnesið af lítilli stelpu eða þau komu í heim- sókn og voru þau svo kvödd með vinki og fingurkossum. Svo eru nú ekki fáar sumarbústaðaferðirnar sem var farið í og allar voru þær jafn skemmtilegar. Var alltaf farið í gönguferðir og var mjög gaman að skoða náttúruna með afa. Hann var mjög fróður og var mjög auðvelt að tala við hann um allt. Eftir að ég eignaðist mín börn hefur verið ein- staklega gaman að fylgjast með þeim og afa. Sonur minn og afi áttu sama áhugamál sem var allt sem tengdist Simpsons, þeir komu sér þægilega fyrir hlið við hlið þegar þeir horfðu á þáttinn saman og svo var hlegið. Með dóttur minni gat afi alltaf fundið upp á einhverju sem fékk hana til að finnast afi voða sniðugur. Elsku amma, þinn missir er mikill og bið ég góðan Guð að styrkja þig í þinni miklu sorg. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Gæti þín Guð. Þín Gunnur Steinunn. GUNNAR A. AÐALSTEINSSON ✝ Gunnar Aðils Að-alsteinsson fædd- ist í Brautarholti í Dölum hinn 3. sept- ember 1926. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Akraness hinn 16. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Borg- arneskirkju 23. nóv- ember. Mér er ljúft að minnast Gunnars móð- urbróður míns sem nú er fallinn frá. Ég man eftir honum í mínum fyrstu minningum úr Dölunum. Þegar ég kom í Brautarholt átti Gunnar það til að sprella og láta nefið á mér hverfa og síðan birtast á ótrúlegan hátt á milli vísifingurs og löngutangar, áður en hann setti það aftur á. Hann skammaði mig aldrei eða bannaði og mér er tjáð að ég hafi stolt tilkynnt það eftir einhverja dvölina í Braut- arholti að mamma, pabbi og Gunnar væru þau sem ættu mig. Ég varð ekki glöð þegar þau Steinunn og Gunnar fluttu í Borgarnes með krakkana því þá sá ég einnig á bak Árnýju frænku minni, en við lékum okkur saman. Alltaf hélst þó sam- gangur og stundum var farið í sunnudagsbíltúrinn í Borgarnes. Eftir að ég stálpaðist og eignaðist eigin fjölskyldu var freistandi að koma við þar á leið vestur í Dali eða suður. Gestrisni þeirra hjóna var einstök og ávallt fengum við hlýleg- ar og elskulegar móttökur hvernig sem stóð á. Þegar við settumst síðar að í Borgarnesi var það ánægjulegt að eiga traust og gott frændfólk á staðnum og ekki síður í þeim Ingi- leif og Tryggva ásamt þeirra fjöl- skyldum. Engin hjón hef ég þekkt eins eilíflega ástfangin og þau Gunnar og Steinunni. Augnatillit og hlýleg orð þeirra á milli sýndu og sönnuðu að ástin er til. Það er dýr- mætt að eiga góðar minningar sem ylja á sorgarstundu. Elsku Steinunn mín og fjöl- skylda, við Gylfi sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðrún Vala Elísdóttir. Egill Guðmundsson var fyrsti maðurinn sem ég kynntist þegar ég flutti á Sunnuflöt- ina í Garðabæ sumar- ið 1981. Aldursmunur okkar var nokkur, ég var sjö ára og hann tíu, en mikill og góður vin- skapur tókst þó með okkur fyrr en varði. Við Egill vorum nágrannar, aðeins eitt hús skildi okkur að, og því kröfðust heimsóknir ekki mik- illa ferðalaga. Flestum stundum á heimili Egils vörðum við í bílskúrnum hjá hon- um. Ekki kom þetta til af því að fjölskylda Egils væri svo ógestris- in, Guðmundur og Guðrún foreldr- ar hans voru höfðingjar heim að sækja og húsfreyjan þreyttist ekki á að spjalla við okkur krakkana um daginn og veginn í eldhúsi sínu. Bílskúrsvistin helgaðist af því að Egill var frá blautu barnsbeini gíf- urlegur áhugamaður um bíla og reyndar flest farartæki á hjólum. Eyddi hann þar af leiðandi tals- verðum tíma í reiðhjól, en þau átti hann nokkur, og gerði á þeim margháttaðar breytingar sem fæst- ir hefðu talið á færi svo ungs EGILL GUÐMUNDSSON ✝ Egill Guðmunds-son fæddist 9. febrúar 1971. Hann lést á heimili for- eldra sinna, Garða- torgi 17 í Garðabæ, 15. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Garða- kirkju 27. nóvember. manns. Allt lék þetta í höndunum á honum; hjólbarðaviðgerðir, keðjustyttingar og stillingar á gírum svo eitthvað sé nefnt. Ekki liðu mörg ár þar til Egill þeysti um hverfið á skellinöðru og er því tímabili lauk urðu þeir allmargir bílarnir sem fengu andlitslyftingu í bíl- skúrnum á Sunnuflöt 22. Ófáir rótgrónir íbúar við götuna minnast án efa, og sumir með skelfingu, bifreiðarinnar BY-160 sem var eldrauður átta strokka Ford Mustang. Engum duldist hvenær sá færleikur var í nánd. Leiðir okkar Egils skildi á ung- lingsárum en fyrstu árin mín í Garðabænum eru mörkuð af vin- skap okkar. Alltaf heilsuðumst við á förnum vegi og ég brosti út í annað þegar ég las viðtal við Egil í bílablaði DV fyrir nokkrum árum. Hann hafði þá smíðað vígalega kvartmílugrind í bílskúrnum heima og vakið verðskuldaða athygli á kvartmílubrautinni í Kapellu- hrauni. Þar var minn gamli vinur sannarlega á heimavelli. Ég var svo lánsamur að hitta Egil í apríl síðastliðnum og gáfum við okkur þá tíma til að rabba örlít- ið um gamla daga. Mikið er ég feg- inn að það varð. Ég bið fjölskyldu Egils og vinum allrar blessunar. Atli Steinn Guðmundsson. Hrafn Ragnarsson, bróðursonur minn, lést snögglega á Kanaríeyj- um 11. nóvember sl. Það var okkur mikil sorgarfrétt. Ég hef þekkt hann allt frá því að ég passaði hann um mánaðartíma, er hann var sjö mánaða. Móðir hans var þá ráðs- kona í vegavinnuflokki sem var á Bröttubrekku. Nokkur ár liðu, næst lágu leiðir okkar saman vorið 1945, er ég kom vestur í Dali til að vera í vegavinnu. Dvaldi ég oft um helgar á heimili foreldra hans. Það vakti strax athygli mína hvað hann var stór og hraustlegur miðað við aldur. Um haustið fluttu Ragnar og Sig- urlaug til Ólafsfjarðar, þar sem Ragnar gerðist kennari. Ekki liðu mörg ár þar til Hrafn kom í Dalina til sumardvalar. Mörg sumur var hann í Brautarholti í Haukadal, hjá Ingileif og Aðalsteini, HRAFN RAGNARSSON ✝ Hrafn Ragnars-son var fæddur á Skagaströnd 25. nóv. 1938. Hann varð bráðkvaddur á Kan- aríeyjum 11. nóv. síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Ólafs- fjarðarkirkju 23. nóvember. sem síðar urðu tengda- foreldrar mínir. Hann var dagfarsprúður, ljúfur í umgengni, vilj- ugur, röskur og kraft- mikill til allra starfa. Enda sagði Ingileif í Brautarholti oft, ef eitthvað var trassað eða ekki gert, eftir að Hrafn var hættur að vera þar. „Þetta væri ekki svona ef hann Krummi minn væri hér.“ Í Brautarholti leið Hrafni vel, gagn- kvæm vinátta tengdi hann fjölskyldunni. Hrafn fór að stunda sjóinn er hann var ungur. Það varð hans ævistarf. Hann gleymdi þó aldrei uppruna sín- um og veru sinni í Dölum. Kom í heimsóknir á sumrin, fyrst einn en síðan með konu sína og börn og voru öll aufúsugestir. Okkur hjónum fannst slæmt að at- vikin urðu þau að við gátum ekki ver- ið við útför þessa ágæta frænda míns og vinar okkar. Lilju, börnum og ást- vinum öllum sendum við Emilía okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Elís G. Þorsteinsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.