Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 23 Einföld og áhrifarík leið til grenningar Tilboð í LEIÐTOGAKJÖR verður í dag í Likud-flokki Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels og keppir hann við Benjamin Netanyahau, fyrrver- andi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra. Sharon ítrekaði í gær stuðning sinn við þá hugmynd að Palestínumenn fengju í fyllingu tím- ans að stofna eigið ríki á svæðum sín- um með ströngum skilyrðum en Net- anyahu er andvígur öllum slíkum tillögum. Er Sharon spáð stórsigri og hefur 20% forskot í könnunum. Talsmenn stjórnvalda í Ísrael vís- uðu því í gær á bug að tveir af hátt- settum mönnum Hamas og Al Aqsa- herdeildanna, tveggja herskárra skæruliðasamtaka Palestínumanna, hefðu verið drepnir með eldflaug frá þyrlu í gærmorgun. Útvarpið í Ísrael hafði eftir embættismönnum að um „vinnuslys“ hefði verið að ræða en með því orðalagi er átt við að menn- irnir, sem höfðu bækistöð í flótta- mannabúðum í Jenin, hafi verið að setja saman sprengju. Yasser Abed Rabbo, ráðherra upp- lýsingamála í Palestínustjórn Yassers Arafats, fordæmdi í gær Ísraela fyrir að „myrða“ mennina tvo í Jenin. Sagði hann að um væri að ræða með- vitaða tilraun Sharons til að reyna að bregða fæti fyrir tilraunir Palestínu- stjórnar og Fatah-samtakanna, sem Arafat fer fyrir, til að ræða við hin öfl- ugu Hamas-samtök og efla samheldni meðal Palestínumanna um að vinda ofan af ofbeldinu og hefja aftur frið- arviðræður. Búast mætti við frekari árásum Ísraela. Sagði Rabbo Sharon vera að „skipuleggja blóðsúthellingar næstu daga“ til að styrkja stöðu sína. Meintur sjálfsmorðingi sprengdi sig í gær á Gaza eftir misheppnaða árás á varðstöð hermanna og að sögn Palestínumanna skutu Ísraelar annan mann er gekk milli húsa í flótta- mannabúðum við Nablus til að vekja fólk og minna á morgunbænir. Jólahátíðarhöldum aflýst Yasser Arafat sagði í gær að hátíð- arhöldum vegna jólanna hefði verið aflýst í Betlehem, fæðingarborg Frelsarans og væri ástæðan vera her- námsliðs Ísraela í borginni. Ísraelar lögðu Betlehem undir sig á ný sl. föstudag eftir að sjálfsmorðingi varð 11 Ísraelum að bana í tilræði í stræt- isvagni. Borgin hefur nú verið lýst lokað svæði, þar ríkir útgöngubann að næturlagi og fréttamenn fá takmark- aðan aðgang. Embættismaður í Betlehem sagði líklegt að þó yrði leyft að syngja hefðbundna miðnætur- messu í Fæðingarkirkjunni um jólin. Ariel Sharon spáð stórsigri í leiðtogakjöri Tveir skæruliðaleiðtogar drepnir, að sögn Ísraela við sprengjugerð Jenin, Ramallah. AP, AFP. ALÞJÓÐLEGU mannréttindasam- tökin Amnesty International hafa krafist þess að kínversk stjórnvöld láti lausa úr fangelsi alla þá sem hafa verið handteknir fyrir að tjá skoðanir sínar á Netinu, að sögn BBC. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að minnst 33 hafi verið teknir fastir á þessum forsendum og tveir fanganna virðist hafa dáið af völdum slæmrar með- ferðar og jafnvel pyntinga. Umrætt fólk er oft sakað um ólög- legan undirróður en einnig ákært fyr- ir að miðla leynilegum upplýsingum um Netið. Talsmaður stjórnvalda í Peking sagði að Amnesty hefði áður birt ásakanir gegn Kínastjórn er hefðu ekki átt sér „neina stoð í raun- veruleikanum“. Fleiri netnotendur eru í Kína en öllum öðrum löndum heims að Bandaríkjunum undanskildum og fjölgaði þeim um 12 milljónir fyrstu sex mánuði ársins, eru nú 45,8 millj- ónir. Sérhver sem rápar … „Netnotendur [í Kína] lenda æ oft- ar í því að brjóta gegn flóknum og viðamiklum reglum sem takmarka grundvallarmannréttindi þeirra,“ segir í skýrslu Amnesty. „Sérhver sem rápar um Netið getur átt á hættu geðþóttaákvörðun um varðhald og fangelsi.“ Samtökin lýsa áhyggjum af því að erlend fyrirtæki hafi selt kín- verskum stjórnvöldum forrit sem notuð séu til að framfylgja ritskoðun. Um tíma var leitarforritið Google bannað í Kína og heimasíðum þar sem kemur fram einhvers konar gagnrýni á stjórnvöld er að jafnaði lokað strax. Meðal þeirra sem hafa verið handteknir eru pólitískir and- ófsmenn og rithöfundar en einnig liðsmenn hugleiðslusamtakanna Fal- un Gong sem eru bönnuð í Kína. Þeir tveir sem taldir eru hafa dáið í fang- elsi eru liðsmenn Falun Gong. Kínastjórn rit- skoðar Netið Amnesty segir tugi manna í fangelsi og tjáningarfrelsi netnotenda heft ÍBÚAR Mílanóborgar á Norður- Ítalíu ganga eftir tréplönkum sem lagðir hafa verið til að fólk komist leiðar sinnar eftir götu sem er á kafi í flóðvatni. Flóð vegna gríðar- legra rigninga síðustu daga hafa valdið miklum spjöllum og um- ferðarörðugleikum víða á N-Ítalíu. AP Gengið yfir vatni TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.