Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA fjölmiðlaumræðu um mál- efni Frjálsrar fjölmiðlunar efh. hafa stjórnarmenn félagsins beðið mig að taka eftirfarandi fram: 1. Yfirlýst stefna Frjálsrar fjöl- miðlunar ehf. undanfarin tvö ár var að selja eignir til að létta á skuldum félagsins. Ráðstöfun þeirra fjármuna sem komu út úr ofangreindum eignasölum er nú til skoðunar hjá skiptastjóra félags- ins. Er þar m.a. um að ræða skoð- un á því hvort félagið hafi verið knúið til þess af einstökum lán- ardrottnum að ráðstafa fjármun- um sínum á einn veg frekar en annan. Í einhverjum tilfellum telur skiptastjóri að ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að varpa ljósi á einstök mál. Er því fagnað að skiptastjóri leiti allra leiða, þ.m.t. leiti aðstoðar þartilbærra yf- irvalda, við skoðun sína. 2. Fyrsti skiptafundur var hald- inn í félaginu í dag. Fyrir fundinn kom fram fjöldi lýstra krafna sem ekki tengjast starfsemi félagsins og augljóst er að verður mótmælt af raunverulegum kröfuhöfum. Til glöggvunar eru hér listaðar upp þær kröfur sem fram hafa komið, án tillits til þess hvort þeim hefur verið hafnað: Forgangskröfur 47,0 m.kr. Krafa yfirmanna fjármálasviðs og ritstjórnar 24,5 m.kr. Almennar kröfur 195,0 m.kr. Lýstar kröfur hluthafa, þ.m.t. fjármálastofnana, 1.308,8 m.kr. Lýstar kröfur v. riftunar DV, andvirði 330,3 m.kr. Lýstar kröfur v. rekstrarskulda DV (sem DV ber að greiða) 280,8 m.kr. 3. Af þessu má sjá að meg- inþorri lýstra krafna er vegna fjár- framlaga og lána sem hluthafar Frjálsrar fjölmiðlunar inntu af hendi, þ.m.t. fjármálastofnanir. Ef slíkar kröfur eru undanskildar eru almennar kröfur innan við 200 m.kr. Í dag eru til ráðstöfunar 300–400 m.kr. og er hugsanlegt að sú tala eigi eftir að hækka. Því er rétt að bíða með fullyrðingar um niðurstöðu skiptanna þar til allar staðreyndir liggja fyrir. 4. Að gefnu tilefni skal einnig tekið fram að meint vörsluskatta- skuld var gerð upp með leiðrétt- ingum hjá Tollstjóranum í Reykja- vík í september síðastliðnum. F.h. stjórnarmanna Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Jón G. Zoëga, hrl. Yfirlýsing vegna gjaldþrots FF HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Haf ehf., sem er í eigu Ágústs Einarssonar prófessors og fyrrv. alþingismanns, til að greiða rúmlega 42 milljónir króna vegna kaupa á 5% hlut í Frjálsri fjöl- miðlun í apríl árið 2001. Kaupverðið var samtals 105 millj- ónir og greiddi Ágúst fljótlega meirihluta upphæðarinnar til Hilm- is ehf. en forsvarsmaður þess fyr- irtækis er Sveinn R. Eyjólfsson. Ágúst neitaði á hinn bóginn að greiða rúmlega 40 milljón króna eftirstöðvar og sagðist hafa verið fenginn til kaupanna með svikum. Verulegur munur er á lýsingum Ágústs og Sveins á því hvernig kaupin bar að. Ágúst lýsti mála- vöxtum þannig að hann og Sveinn hefðu setið í stjórn Dagsprents hf. sem gaf út dagblaðið Dag og það hafi vakið athygli hans að FF hafi tekið á sig verulegar ábyrgðir fyrir Dag og hann því haft ástæðu til að ætla að FF væri vel stætt fyr- irtæki. Þegar Sveinn hafi boðið sér 5% hluta í FF hafi hann enga ástæðu haft til að ætla að fullyrð- ingar hans væru rangar. Hafi Sveinn tilkynnt að Saxhóll ehf. hefði keypt umtalsverðan hlut í FF á genginu 31 og hefði jafnframt borist tilboð í félagið sem hafi bent til þess að verðmæti þess væri tveir milljarðar króna. Á þessum grund- velli hafi samningur verið gerður hinn 8. apríl 2001. Eftir kaup ESÓB á öllu hlutafé í Útgáfufélag- inu DV 8. desember 2001 sagðist Ágúst hafa orðið þess áskynja hversu slæm fjárhagsstaða FF var. Að beiðni Ágústs lögðu dómkvaddir matsmenn mat á verðmæti FF þeg- ar kaupsamningur var gerður. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að verðmætið hefði verið um 711 millj- ónir en við umrædd kaup var FF metið á tæplega tvo milljarða. Sveinn sagði á hinn bóginn að Ágúst hefði átt frumkvæðið að við- skiptunum sem hafi verið ætlað að greiða fyrir sölu á Útgáfufélagi DV til ESÓB. Hann hefði tjáð Ágústi að hann hefði ekki aðrar forsendur um verð heldur en hlutabréfasöluna til Saxhóls sem hefði keypt á geng- inu 31. Þá hefði hann sýnt honum drög að samningi þar sem til stóð að aðilar tengdir Íslandssíma keyptu alla hluti í FF. Sveinn sagði að aldrei hefði staðið á því að veita Ágústi upplýsingar um rekstur fyr- irtækisins. Ágúst greiddi 60 milljónir í apríl og 5 milljónir í september en neit- aði að greiða afganginn, 40,4 millj- ónir, og var mál því höfðað á hend- ur honum til greiðslu á þeirri upphæð. Í gagnsök krafðist Ágúst þess að samningum yrði rift vegna verulegra vanefnda, kaupverðið yrði endurgreitt og hann fengi skaðabætur sem næmu 15% ávöxt- un af hinu greidda kaupverði. Til vara fengi hann 62,9% afslátt af kaupverðinu. Engin gögn sýna blekkingu Í niðurstöðu héraðsdóms segir að í samningnum hafi enginn fyrirvari verið gerður sem laut að könnun á verðmæti FF. Þá hafi að mati dómsins ekki verið færð fram gögn sem sýna fram á að beitt hafi verið blekkingum við söluna. Beri sér- staklega að hafa í huga að Ágúst hafi ekki séð ástæðu til að gefa skýrslu fyrir dómi í tengslum við málið. Við mat á því hvort heimila ætti riftun væri ekki hægt að líta fram hjá því að Ágúst væri alvanur viðskiptum af þessu tagi og hefði verið í lófa lagið að afla sér eða krefjast frekari upplýsinga um stöðu fyrirtækisins. Auk þess sé hann forseti hagfræði- og viðskipta- deildar Háskóla Íslands og fráleitt að á hann hafi hallað við samnings- gerðina. Öllum kröfum Ágústs var hafnað og var hann dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðsins auk dráttarvaxta, samtals rúmlega 42 milljónir. Einnig málskostnað að upphæð 1,5 milljónir. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sótti málið f.h. Hilmis ehf. en Þórð- ur Bogason hdl. var til varnar f.h. Hafs ehf. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Þverholt 11, þar sem Dagblaðið Vísir var lengst af til húsa. Haf efh. dæmt til að greiða rúmlega 40 milljónir vegna kaupa á hlut í Frjálsri fjölmiðlun Enginn fyrirvari gerður um verðmæti RÚMLEGA fimmtugur karl- maður fannst meðvitundarlaus á sunnudag í náttúrugufubaði Baðfélags Mývetninga í Bjarn- arflagi. Hann var einn í gufu- baðinu og er talið að hann hafi legið þar meðvitundarlaus í um tvær klukkustundir áður en uppgötvaðist um málið. Þá hafði hann brennst nokkuð illa og var fluttur með sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Þaðan var hann sendur með sjúkraflugi á Landspítala – háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík missti maðurinn einhverra hluta vegna meðvitund í gufu- baðinu og fannst þegar fjöl- skylda hans fór að líta eftir hon- um. Engin gæsla er á staðnum og fara baðgestir í gufubaðið á eig- in ábyrgð. Lögreglan hyggst ekki gera neinar athugasemdir við Baðfélag Mývetninga í kjöl- far atburðarins. Að sögn Péturs Snæbjörnssonar forseta Bað- félagsins gefur atburðurinn ekki tilefni til að gera neinar ráðstaf- anir af hálfu félagsins til að fyr- irbyggja slys af þessu tagi og verður gufubaðið starfrækt áfram. Segir hann að gestir fari í baðið á eigin ábyrgð. Fannst meðvitund- arlaus í gufubaði TILKYNNT hefur verið um tjón á 2.319 stöðum vegna Suðurlands- skjálftanna í júní 2000 að því er fram kemur í nýrri skýrslu nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði til þess að fara yfir framkvæmd tjóns- uppgjöra vegna jarðskjálftanna. Í 301 tilfelli reyndist ekki um bóta- skylt tjón að ræða. Í ágúst á þessu þessu ári hafði Viðlagatrygging Íslands greitt samtals tæplega 2,4 milljarða króna í tjónabætur vegna hamfar- anna. Fram kemur í skýrslunni að lítið hafi verið um einstök stórfelld tjón í skjálftunum en mikið um smærri tjón. Altjón á íbúðarhúsum, þ.e. þau tilvik þar sem fasteignir voru ekki metnar viðgerðarhæfar, voru 47 talsins. Önnur altjón á bygging- um voru 291 talsins og var þar að- allega um að ræða eldri byggingar. Þá var nefndinni ætlað að fara yfir verklagsreglur sem Viðlaga- trygging Íslands hefur stuðst við og benda á leiðir til úrbóta. Einnig var henni falið að kanna hvort ham- faratryggingar væru betur komnar hjá almennum tryggingafélögum. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að ekkert bendi til þess að verklagi VÍ við mat á tjónum og uppgjör bóta hafi verið verulega ábótavant og að ekki verði séð að fjöldi ágreiningsmála hafi verið meiri en vænta mátti. Nefndin var sammála um að á meðan lagaramminn um lögboðna viðlagatryggingu væri óbreyttur væri ekki raunhæft að vænta þess að almenn tryggingafélög gætu eða vildu bjóða hana. Bent er á í þessu sambandi að iðgjald viðlagatrygg- ingar er lögákveðið og engin heim- ild fyrir vátryggjendur að miða ið- gjald við raunkostnað. Nefndin telur hins vegar flest mæla með því að samið verði við vátryggingafélögin um að ganga frá lausafjártjónum. Lagt er til að útbúin verði ný aðgerðaráætlun þar sem skilgreind verði viðbrögð VÍ vegna meiriháttar hamfara og hún verði m.a. kynnt vátrygginga- félögum og sveitarfélögum. VÍ haldi eftir altjónsbótum Þá er lagt til að settar verði regl- ur varðandi meðferð og afgreiðslu bótamála þar sem m.a. verði kveðið á um heimild til lækkunar eða brottfalls bóta vegna „óforsvaran- legrar gerðar eða viðhalds húss“. Mælt er með því að VÍ fái heim- ild í lögum til að halda eftir altjóns- bótum til að standa straum af förg- un og rústahreinsun og að stofnuninni verði heimilt að til- skilja að bótum vegna hlutatjóns verði varið til viðgerða á hinni vá- tryggðu eign. Framkvæmd tjónsuppgjöra vegna Suðurlandsskjálftanna árið 2000 Tilkynnt var um tjón á rúmlega 2.300 stöðum    (&) * +, - . * +, %  /  0 (& -&. 1 % - . $    2& 33 0  +- & 4 !#" # "# !"# # "!# # "# "#" ! #!   !    ! ! ! ! !  "# # # # # # # !# # "# ""#" #" #! # # # # #" # # #      & '((   ) "   *      & + !     ! " #   SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. fór fram í gær. Þar ákvað skipta- stjóri að fresta fundi fram í febrúar næstkomandi þannig að frekara ráðrúm fengist til að taka afstöðu til krafna, sem alls eru 189 og nema rúmum 2,1 milljarði króna. Þar af eru launakröfur upp á um 70 milljónir króna og að sögn Sigurðar Gizurarsonar skiptastjóra verða þær væntan- lega greiddar út úr þrotabúinu upp úr mánaðamótunum. Búið var nánast eignalaust þar til ný- lega að bankar endurgreiddu 330 milljónir króna vegna sölu á hlut eigenda Frjálsrar fjölmiðl- unar í útgáfufélagi DV. Um leið gerðu bankarnir jafnháa kröfu í búið. Launakröfur væntanlega greiddar úr þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.