Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arinbjörn Kol-beinsson fæddist á Úlfljótsvatni í Grafningshreppi í Árnessýslu 29. apríl 1915. Hann lést í Reykjavík 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kolbeinn Guðmunds- son, bóndi, hrepp- stjóri og sýslunefnd- armaður í Hlíð og á Úlfljótsvatni, f. 19. mars 1873, d. 25. mars 1967, og kona hans Geirlaug Jó- hannesdóttir, húsfreyja, f. 19. nóv- ember 1870, d. 26. apríl 1952. Systkini Arinbjarnar voru Katrín, f. 18. ágúst 1897, d. 6. maí 1982, kennari í Rvík; Guðmundur, f. 27. mars 1899, d. 10. janúar 1987, skipasmiður í Rvík; Jóhannes, f. 13. september 1906, d. 9. febrúar 1982, húsgagnasmiður í Rvík; Vilborg, f. 27. október 1909, kennari í Hafn- arfirði, d. 16. febrúar 1992; og Þor- lákur, f. 23. desember 1911, tré- smiður og bóndi, d. 22. mars 1997. Hinn 31. desember 1951 kvænt- ist Arinbjörn fyrri konu sinni Unni Höllu Magnúsdóttur, f. 4. október 1915, d. 21. sept 1975. Foreldrar hennar hennar voru Magnús Ís- leifsson, byggingameistari í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir. Son- ur Arinbjarnar og Unnar er Magn- ús Eric, f. 7. nóvember 1951, lækn- ir, og synir hans eru Örn og Felix. Þau skildu. Hinn 21. mars 1959 kvæntist Arinbjörn seinni konu sinni Sigþrúði Friðriksdóttur, f. 1. desember 1918. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson, cand. theol., kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Marta María Bjarnþórsdótt- ir. Synir Arinbjarnar og Sigþrúðar eru: 1) Andri Geir, f. 19. maí 1959, verkfræðingur. 2) Sturla Orri, f. 3. maí 1961, læknir, maki Anna Mar- grét Ólafsdóttir lögfræðingur og Arinbjörn vann brautryðjanda- starf á ýmsum sviðum heilbrigðis-, félags- og umferðaröryggismála. Hann byggði upp sýklarannsóknir við Landspítala – háskólasjúkra- hús og lagði grunn að kennslu í þeim fræðum við Háskóla Íslands. Einnig var hann helsti hvatamaður að stofnun námsbrautar í hjúkrun- arfræði við Háskóla Íslands og fyrsti formaður stjórnar hennar. Arinbjörn var formaður og heið- ursfélagi Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur, for- maður Samtaka heilbrigðisstétta, varaformaður Rauða kross Íslands og formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ. Hann sat í tryggingaráði og var fyrsti formaður sérfræðifélags lækna, auk þess sat hann í stjórn Öryrkjabandalagsins, Gigtarfé- lags Íslands, Íslenskrar getspár, Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Múlabæjar. Arinbjörn vann að um- ferðaröryggismálum á Íslandi. Hann var formaður Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda í 23 ár og jafnframt heiðursfélagi þess. Einn- ig sat hann í umferðarlaganefnd sem samdi frumvarp til laga um hægri umferð. Arinbjörn var einn af stofnendum Hagtryggingar og fyrsti stjórnarformaður félagsins. Hann sat í stjórn og gegndi for- mennsku í fjölda félaga og sam- taka, þar á meðal í Árnesinga- félaginu, þar sem hann var heiðursfélagi. Auk þess var hann meðlimur í Oddfellow-reglunni í áratugi. Arinbirni hlotnuðust ýms- ar viðurkenningar svo sem ridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu, viðurkenning landlæknis- embættisins fyrir störf að slysa- vörnum og gullmerki Umferðar- ráðs. Hann var höfundur fjölda vís- indagreina og sat í ritstjórn Læknanemans, Heilbrigðs lífs, Læknablaðsins, Scandinavian Journal of Infectious Diseases og Acta Pathologica et Microbio- logica Scandinavica. Hann skrifaði einnig fjölda greina í blöð, tímarit og bækur um heilbrigðis- og um- ferðaröryggismál. Útför Arinbjarnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. synir þeirra Ólafur Orri og Andri Elvar. 3) Kolbeinn, f. 10. maí 1962, verkfræðingur, maki Björk Braga- dóttir hjúkrunarfræð- ingur og synir þeirra Arinbjörn og Bene- dikt. Arinbjörn ólst upp á Úlfljótsvatni fram að fermingu þegar fjöl- skylda hans flytur til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1936 hóf hann nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands og lauk embættis- prófi þaðan árið 1943. Að loknu kandidatsári starfaði hann sem að- stoðarlæknir í Patreksfjarðarhér- aði og á Rannsóknastofu Háskól- ans í meinafræði. Vorið 1947 hóf Arinbjörn sérfræðinám í sýkla- og ónæmisfræði við Statens Serum- institut í Kaupmannahöfn og síðar við British Postgraduate Medical School og við London School of Hygiene and Tropical Medicine. Árið 1949 var honum boðið til áframhaldandi sérfræðináms og rannsókna hjá National Institutes of Health (NIH) í Bethesda í Mary- land í Bandaríkjunum. Árið 1952 hóf hann störf sem sérfræðingur við Rannsóknastofu Háskóla Ís- lands og var skipaður yfirlæknir sýkla- og ónæmisdeildar árið 1976 og gegndi starfi yfirlæknis til 1985. Jafnframt helgaði Arinbjörn sig kennslu í sýkla- og ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, þar sem hann starfaði sem dósent frá 1966–1985. Hann kenndi jafn- framt við tannlæknadeild, lyfja- fræðideild og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands auk kennslu í meinatækni við Tækniháskóla Ís- lands. Á árabilinu 1970–1980 ann- aðist hann skammtímahéraðslækn- isstörf í Ólafsfjarðar-, Bolungar- víkur- og Djúpavogslæknishéruð- um. Þegar kemur að kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta Arinbjarnar sem tengdaföður. Hann var einstaklega greiðvikinn, hugulsamur og hjálpfús, ekki síst þegar barnabörnin áttu í hlut. Ósérhlífinn var hann með ein- dæmum og var hann tilbúinn að koma hvenær sem er jafnt að nóttu sem degi ef eitthvað bjátaði á er varðaði heilbrigði hans nánustu. Barnabörnunum sýndi hann mikinn áhuga og hafði öryggi og velferð þeirra ávallt að leiðarljósi. Hann bar virðingu fyrir smáfólkinu í stráka- fjölskyldunni eins og hún var stund- um kölluð, því Arinbjörn eignaðist fjóra syni og sex barnabörn, allt drengi. Hann lagði sig fram við að skilja litlu drengina þótt ómálga væru og var oft gaman að horfa á hve vel hann naut sín meðal þeirra. Í sumarbústaðnum Krummakoti í Borgarfirði kenndi hann okkur öll- um að meta íslenska náttúru, ekki síst bláberin sem voru í miklu uppá- haldi hjá honum. Barnabörnin muna hann við borðsendann með fulla skál af bláberjum. Nú þegar hann er lagður af stað á eilífðarbraut og jarð- lífið er að baki viljum við minnast hans með bæninni: Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Megi minnig góðs manns lifa. Anna Margrét Ólafsdóttir, Björk Bragadóttir. Á uppvaxtarárum mínum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga að afa, sem báðir reyndust mér einstak- lega vel og höfðu hvor á sinn máta mikil áhrif á líf mitt. Jón afi kvaddi þennan heim fyrir nokkrum árum og nú kveð ég Arinbjörn. Mig langar með fáeinum orðum að minnast afa míns Arinbjarnar. Er faðir minn fór utan til framhaldsnáms í læknisfræði er ég var á öðru árinu tók Arinbjörn að vissu leyti við hlutverki hans. Hugur minn leitaði til baka er pabbi tilkynnti mér andlát afa. Og minningarnar streymdu fram. Allar ökuferðirnar um Reykjavík og ná- grenni, þar sem afi var óþreytandi að benda mér á allt það markverðasta sem fyrir augu bar. Hann kenndi mér helstu kennileiti náttúru og borgarlífs. Þessar samverustundir okkar á þessum fyrstu árum lífs míns lögðu grunn að þeirri þekkingu sem ég mun alltaf búa að. Í lok öku- ferðar okkar lá leiðin oft í Árlandið, þar sem Dúa tók mér alltaf opnum örmum. Minnisstæð er mér ferð er ég fór með afa og Dúu í Rangárvallasýslu í sumarbústað. Sú ferð er ógleyman- leg fyrir margra hluta sakir, en að- allega þó hversu vel mér leið í návist þeirra. Afi íhugull, rólegur og yfir- vegaður fræðimaður, sem sífellt miðlaði mér af þekkingu sinni, og Dúa með sína einstöku glaðværð og kímni. Fyrir nokkrum árum þegar heilsu afa míns hafði hrakað svo mikið, að hann gat ekki ekið sjálfur, fórum við í okkar síðustu ökuferð saman, en nú sat ég við stýrið. Nú var það ég sem benti afa á markverðustu breyting- arnar sem höfðu orðið á borginni. Arinbjörn afi mun alltaf skipa stóran sess í minningu minni. Örn Kaldalóns Magnússon. Mörk lífs og dauða eru óræð, en spanna upphaf og lyktir. Þetta lög- mál er algjört og ófrávíkjanlegt og lýtur njörvuðu jafnræði. Þessar hugrenningar brutust fram þá ég frétti um lát drengskap- ar- og heiðursmannsins Arinbjarnar Kolbeinssonar. Þar fór höfðingi til orðs og æðis í dýrstu merkingu þeirra orða. Vert er að minnast þess að þakk- læti er dygð sem ástunda skyldi oft- ar en ella og því ákalli er fylgt eftir þeim orðum, er hér fara á eftir og líta má á sem uppgjör skuldar þakklætis til forsjónarinnar fyrir þau forrétt- indi að hafa notið vinskapar og sam- verustunda við mann búinn þeim mannkostum og hæfileikum, sem Arinbjörn hafði til að bera. Vinskapur okkar Arinbjarnar byggðist á fjölskyldutengslum, eig- inkona hans, Sigþrúður, Dúa eins og hún er jafnan nefnd af vinum og okk- ur frændsystkinum hennar, er skyld mér í föðurætt, móðir hennar og fað- ir minn voru systkinabörn. Arinbjörn haslaði sér ungur vett- vang á velli læknisfræðinnar og skil- aði því hlutverki með sæmd og við góðan orðstír. Vel látinn og hvers manns hugljúfi og öll framganga mótuð jafnvægi og fastmótuðum aga. Lífsstíll hans bar merki hins sið- vædda þjóðfélagsþegns og til var kominn fyrir tileinkun gilda, sem skapast við þrotlaust, kerfisbundið nám og starf. Hann stundaði sem ungur læknir framhaldsnám í grein sinni víða er- lendis og m.a. við hina frægu Heilsu- og læknisfræðistofnun í Bandaríkj- unum (National Institute of Health) í Bethesda í Maryland. Hann tjáði mér að nám og starf hans þar hefði reynst sér nytsamlegt og haldgott veganesti á lífsleiðinni í starfi síðar meir og stuðlað að víkkun sjóndeild- arhrings síns. Arinbjörn var óvenjulega fjölhæf- ur maður, kom víðar við á öðrum sviðum en sínu sérsviði, læknisfræð- inni, og þar sem hann kom við sögu fór hann jafnan mikinn. Er þar af mörgu að taka, heilbrigðis-, félags- og öryggismál, störf fyrir Rauða krossinn o.m.fl., sem of langt mál er að rekja. Meðfæddir skipulagshæfileikar, skipulagning tíma og meitlaður starfsagi gerðu Arinbirni kleift að sinna öllum þessum verkefnum. Þessi staðbundna skipulagsgáfa Ar- inbjarnar minnir mig óneitanlega á þær skipulags-analýsur, sem fram koma í hinu fræga riti þýska hers- höfðingjans Carls Von Clausewitz, um hernaðarlistina og uppi var fyrir meir en 180 árum, en sumir telja að Clausewitz sé frumhöfundur að nú- tímalegri stjórnun (Modern Man- agement Theory). Aðalsmerki Arinbjarnar var ístöðusett félagslyndi og listræn leikni í samskiptum við fólk. Hann hafði numið listina að hlusta og spyrja réttra spurninga til svara og lausnar málefna sem á dagskrá voru til umræðu hverju sinni. Á lífsleiðinni hefi ég vegna fyrra starfs míns átt þess kost að kynnast fjölmörgum einstaklingum af ýmsu þjóðerni, hafa samskipti við og deila með þeim geði. Þá ég horfi yfir far- inn veg og met verðleika og gildi þeirra, verður mér Arinbjörn hvað minnisstæðastur og skipar þar önd- vegissess. Þar skiptir sköpum mann- gildi Arinbjarnar, æðruleysi og per- sónubundnir mannkostir. Færi Dúu og fjölskyldunni ein- lægar samúðarkveðjur. Gunnar Helgason. Mágur minn, Arinbjörn Kolbeins- son læknir, er nú fallinn frá í hárri elli. Áhugamál hans voru mörg og ævistarfið mikið. Hafði hann reynst laginn stjórnandi og athafnamaður á mörgum sviðum. Hann kom inn í fjölskyldu okkar á miðjum aldri og eðlilega með reynslu og þekkingu sem mótaði umgengni við aðra í hópnum. Fengur var í að svo náinn vensla- maður skyldi vera læknir og var lið- veisla hans þegin með þökkum. Þau Arinbjörn og Sigþrúður, systir mín, komu sér upp veglegu húsi í Árlandi, þar sem vinir þeirra áttu ævinlega gott athvarf og þar sem ættingjar fengu að njóta margra ánægju- stunda. Þar var einnig sá unaðsreit- ur sem mannvænlegir synir þeirra hlutu umhyggjusamt uppeldi í. Eftirminnilegt var að vera með þeim Arinbirni í laxveiðiferðum, eða skyggnast með honum í undraheim smálífvera, þegar við unnum saman í könnunarferðum og á bakteríuveið- um í Surtsey á meðan eyjan var nær lífvana. Margar góðar endurminningar um Arinbjörn á ég og fjölskylda mín frá liðnum árum sem við munum varðveita. Þó er mér efst í huga nær- gætnin, sem hann sýndi móður minni, eftir að heilsu hennar tók að hraka á síðustu árum ævi hennar. Góðar samverustundir, fé- lagsskap og umhyggju er mér ljúft að þakka Arinbirni. Sturla Friðriksson. „Mínir vinir fara fjöld …“ Það mun vera einn fylgifiskur þeirra sem ná að lifa fram á síðari hluta fullorðinsáranna að þykja hver sá dagur góður sem líður án þess að fregna að einhver samferðamaður til langs eða skamms tíma, náinn vinur, ættingi eða hvorttveggja hafi kvatt í hinsta sinni og lagt upp í þá langferð sem allra bíður að lokum. Þessu var ekki að fagna á gráum haustmorgni 20. þessa mánaðar. Það fyrsta sem augun námu var frétt um andlát góð- vinar um meir en hálfrar aldar skeið – Arinbjarnar Kolbeinssonar læknis. Löngum og farsælum starfsdegi mikils afreks- og afkastamanns var lokið. Vissulega var honum þörf hvíldar en skarðið sem hann skilur eftir í mannfélagi okkar Íslendinga verður vandfyllt. Arinbjörn var einn þeirra ham- ingjumanna sem gat litið yfir ævi- starf og glaðst yfir mörgum afrek- um, – margföldu dagsverki auk þeirra læknis- og vísindastarfa sem hann hafði menntast til og helgað sér sem aðalstarf; starfa sem flest voru unnin til heilla almennings og ís- lensks þjóðfélags. Hér verða þessir hlutir að öðru leyti ekki settir á blað en vonandi raktir af þeim sem betur þekkja en sá sem hér situr við tölvuskjá; í þess stað aðeins – í huganum – reynt að fylgja gömlum góðvini áleiðis á vit ei- lífðarinnar, – í minningarskyni ótal skemmtilegra og gagnlegra sam- verustunda; jafnframt leitar hugur- inn óhjákvæmilega með þakklæti til óeigingjarnrar hjálpsemi hans sem læknis – ómetanlegrar og ógleyman- legrar hjálpsemi sem ekkert hefði nokkru sinni getað endurgoldið. Eftirlifandi eiginkonu, sonum og vandamönnum eru hér að lokum fluttar innilegar samúðarkveðjur. E.J. Stardal. Arinbjörn Kolbeinsson læknir var einhver mesti félagsmálafrömuður sem ég hef þekkt. Hann var kominn fast að sjötugu þegar við kynntumst en lét þó hvergi deigan síga. Hann varð formaður Öryrkjabandalags Ís- lands árið 1981 á ári fatlaðra og skil- aði því hlutverki með sóma. Ári síðar var ég kjörinn í stjórn Öryrkjabandalagsins. Kynni okkar hófust með því að stjórnarfundur var boðaður með litlum fyrirvara. Hafði ég orð á því við framkvæmdastjóra bandalagsins að svona ætti ekki að boða fundi og vísaði hún mér þá á formanninn. Hann tók þessum reiða, unga manni vel og sagði: „Arnþór, þetta er rétt hjá þér og héðan af hög- um við okkur eins og menn. Við tök- um upp nýjar starfsaðferðir.“ Á vettvangi Öryrkjabandalags Ís- lands áttum við farsælt samstarf. Arinbjörn lauk formennsku sinni ár- ið 1983 en tók þess í stað sæti í fram- kvæmdaráði sem þá var sett á fót. Sat hann síðan í aðalstjórn banda- lagsins um árabil sem fulltrúi Gigt- arfélags Íslands. Nutu því arftakar hans stjórnvisku hans og saman áttu þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson ásamt Oddi Ólafssyni hlut að því að stofnað var til Íslenskrar getspár. Var þann- ig lagður grunnur að hinni miklu uppbyggingu sem verið hefur í hús- næðismálum fatlaðra. Átti Arinbjörn sæti í stjórn Íslenskrar getspár í rúman hálfan áratug. Störf sín í þágu Öryrkjabandalags Íslands endaði hann síðan sem fulltrúi í stjórn Hús- sjóðs Öryrkjabandalagsins. Ef koma þurfti erfiðum málum í gegnum stjórn Öryrkjabandalagsins var oft fangaráðið að leita til Arin- bjarnar. Honum var einum lagið að orða tillögur þannig að enginn gat greitt atkvæði gegn þeim og málin voru í höfn. Þannig sá hann til þess að tækist að stofna til Skóla fatlaðra sem varð seinna að Hringsjá, starfs- þjálfun fatlaðra. Arinbjörn hélt þannig á málinu að enginn gat þæfst við þótt andstaðan væri hörð í fyrstu. Árið 1991 hófst atlagan að velferð- arkerfinu hér á landi sem staðið hef- ur linnulítið síðan. Viðeyjarstjórnin hóf feril sinn með því að stórhækka lyf til handa öryrkjum og var þeim skipt í ýmsa verðflokka. Stjórn Ör- yrkjabandalagsins var sammála um að taka þyrfti á þessu máli af festu og eindrægni. Var Arinbjörn fenginn til þess að taka saman skýrslu um lyfjaflækju heilbrigðisráðherrans og kynna málið fyrir starfsmönnum ráðuneytisins. Varð úr því ágætt samstarf sem leiddi m.a. til þess að Sighvatur Björgvinsson féllst á að endurskoða að nokkru ákvörðun sína um hækkun lyfjakostnaðar. Arinbjörn var svo mikill hugmað- ur og hafði svo mörg járn í eldinum að hann sást ekki alls kostar fyrir. Því segir sagan að eitt sinn hafi hann komið askvaðandi á ráðstefnu, sest niður og tekið að skrifa hjá sér af miklum móði. Skyndilega stökk hann á fætur og sagði: „Ég á ekki að vera hér! Ég á að vera annars stað- ar!“ Gamlir samstarfsmenn Arin- björns hjá Öryrkjabandalagi Íslands minnast með þökkum góðs samherja og þakka allt það sem hann vann ör- yrkjum þessa lands. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Kveðja frá Læknafélagi Íslands Við andlát kunnugra, sem sjúkir hafa verið og sviptir lífskraftinum síðustu misseri ævinnar, er eins og þeir um stund stigi fram og vitji okk- ar að nýju. Þá er sjálfsagt að fanga tómið, sem þá gefst, til að hamra lífið að nýju úr deiglu augnabliksins, augnabliks, sem þó er faldað sorg og söknuði nákominna. ARINBJÖRN KOLBEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.