Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 31
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 31 Frestun hluthafafundar Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. Fyrirhuguðum hluthafafundi Kaldbaks fjárfestingarfé- lags hf. sem halda átti 9. desember nk. hefur verið frestað til 27. desember nk. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst fundurinn kl. 16.00. Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja fram eftirfar- andi tillögu til viðbótar við þær tillögur sem þegar hafa verið auglýstar í dagskrá fundarins. „Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til kaupa á eigin hlutabréfum skv. 55 gr. laga nr. 2/1995. Stjórn félagsins er heimilt að kaupa eigin bréf á gengi sem er að hámarki 10% yfir meðalsölugengi hlutabréfa fé- lagsins síðustu 2ja vikna áður en viðskiptin eru gerð. Heimildin gildir til næstu 18 mánaða og fellur niður fyrri heimild stjórnar um kaup á eigin bréfum frá aðal- fundi 22. maí 2002.“ Stjórn Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. Frestun hluthafafundar Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. Námsráðgjafi!Óskað er eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi til starfa, með menntun í náms- og starfsráðgjöf. Mikilvægt er að hann eigi auðvelt með mannleg samskipti og sé tilbúinn til að taka þátt í mótun starfs og stefnu. Laus er 75% staða frá janúar 2003 Lundarskóli v/Dalsbraut: Fjöldi nemenda er um 520 í 1.-10. bekk. Upplýsingar veita skólastjórnendur Þórunn Bergsdóttir og Gunnar Jónsson í síma 462 4888. Veffang: http://www.lundarskoli.akureyri.is/ Námsráðgjafi starfar eftir starfslýsingu sem samþykkt hefur verið af skólanefnd. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfs- mannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 16. desember 2002. AKUREYRARBÆR Skóladeild, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Lækningaforstjórar sjúkrahús- anna, Jóhannes Gunnarsson, LHS, og Þorvaldur Ingvarsson, FSA, töldu að þjónustan myndi batna í kjölfar samningsins og yrði báðum stofnunum til hagsbóta. Kveðið er á um samstarf um kennslu í heilbrigðisvísindum, m.a. með það að markmiði að styðja við menntun á þessu sviði utan Reykja- víkur. Þá munu sjúkrahúsin hafa FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri, FSA og Landspítali – há- skólasjúkrahús hafa gert með sér samstarfssamning sem miðast að því að styrkja uppbyggingu beggja sjúkrahúsanna í heilbrigðisþjón- ustu, kennslu og rannsóknum. Í gildi eru samstarfssamningar um nokkra þætti, m.a. þjónustu krabbameinslæknis, þjónustu heila- og taugaskurðlæknis, þjónustu háls-, nef- og eyrnalæknis, ráðgjöf vegna sýklarannsókna, þjónustu meinafræðings, þjálfun hjúkrunar- fræðinga á sérdeildum og þjálfun nema í ljósmóðurfræði. Áformað er að gera nú nýja samninga í lækningum, m.a. þvag- færaskurðlækningum, slysa- og bráðalækningum, kvensjúkdóma- lækningum, skurðlækningum, bækl- unarskurðlækningum, augnlækn- ingum, meltingarfæralækningum, hjartalækningum og barnalækning- um. Fram kom við undirritun samn- ingsins að sjúkrahúsin munu stuðla að því að stytta biðlista en liður í því eru áform um að hafa upplýs- ingar á vefsíðum beggja sjúkrahúsa um hversu margir bíða ákveðinnar meðferðar. Þannig verða þær öllum aðgengilegar og sjúklingar geta leitað eftir þjónustu þar sem bið er styttri. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, kvaðst vænta þess að læknar sýndu því skilning að fara á milli sjúkrahúsanna eftir því sem þörf krefði, til hagsbóta fyrir sjúk- lingana. með sér samstarf um upplýsinga- tækni, m.a. þróun rafrænnar sjúkraskrár. Eins opnast mögu- leikar á starfsmannaskiptum, þann- ig að starfsfólk geti farið til náms- og starfsdvalar milli sjúkrahúsanna og þá verður kannað hvort æskilegt verði að auglýsa stöður aðstoðar- lækna sameiginlega og hafa sam- starf um ráðningu þeirra og kennslu. Víðtækt samstarf milli FSA og LHS Miðað að því að styrkja upp- byggingu sjúkra- húsanna Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir víðtækan samstarfssamning milli Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Landspítala – háskólasjúkrahúss. F.v.: Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH, Magnús Pétursson, forstjóri LSH, Halldór Jónsson, forstjóri FSA, og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA. FYRSTU húsin í Kaupvangssveit munu nú um komandi mánaðamót tengjast nýrri vatnsveitu en vinna við hana hófst fyrr í haust. Allmargir íbúar svæðisins hafa búið við það á undanförnum árum að hafa ekki nægilegt vatn og í sumum tilvikum ekki nógu gott, að sögn Óla Þórs Ástvaldssonar eins íbúanna. Hann sagði að íbúarnir hefðu því tekið sig saman og stofnað félag sem nefnt var Vatnsveitufélag Kaupvangssveitar. Lindin gefur um 100 tonn af vatni á sólarhring Framkvæmdir gengu vel í haust og er búið að virkja vatnslind í landi Ytri-Varðgjár, nærri sýslu- mörkum. Óli Þór sagði að líkja mætti vatnstökunni við það þegar Móses ljóst klettinn og af honum spratt vatn, því lindin var virkjuð með þeim hætti að borað var með kjarnabor inn í klettinn og rör sett þar inn. Lindin gefur nú yfir 100 tonn af vatni á sólarhring. Búið er að koma fyrir tveimur 10 tonna tönkum í nánd við lindina og suður sveitina var svo lagður stammi sem væntanlega mun ná langleiðina að Þverá. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkir framkvæmdina og einnig fékkst styrkur frá Eyjafjarðarsveit vegna brunavarna, en gert er ráð fyrir að 7 brunahanar verði settir upp á svæði veitunnar. Fyrstu húsin tengjast vatnsveit- unni um næstu mánaðamót en mörg íbúðarhús sem verið er að byggja í sveitinni munu einnig njóta góðs af framkvæmdinni að sögn Óla Þórs. Jón Ásmundsson tæknifræðingur á Þórustöðum sá um hönnun, en að- alverktaki er Halldór Baldursson og með honum hefur unnið Bolli Ragnarsson auk þess sem veitan hefur notið aðstoðar reynslugóðra starfsmanna Norðurorku. Fyrstu húsin tengd um mánaðamót Íbúar í Kaupvangssveit hafa gengið frá stofnun félags um vatnsveitu Íbúar í Kaupvangssveit stofnuðu félag um vatnsveitu á dögunum en hér eru þeir Halldór Baldursson, Rafn Herbertsson og Bolli Ragnarsson. DANÍEL Árnason, framkvæmda- stjóri Kexsmiðjunnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi til alþingis- kosninganna næsta vor. Daníel skipaði 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og hefur verið varaþingmaður í kjörtímabilinu. „Fólk hefur verið að ýta við mér og ég hef fundið góða strauma,“ sagði Daníel. „Ég hef verið að jafna mig eftir erfiða baráttu, en er orðinn ansi brattur og til alls líklegur,“ sagði hann. Kosið verður á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðaustur- kjördæmi sem haldið verður á Ak- ureyri 11. janúar næstkomandi. Framsókn í Norðausturkjördæmi Daníel gefur kost á sér í 3. sæti Aðventudagur verður í Listagili, Kaupvangsstræti, á morgun, laug- ardaginn 30.nóvember. Vinnustof- ur í Gilinu verða opnar og gestum boðið að skapa sína eigin list. Gospeltónleikar verða í Deiglunni kl. 15, en þar spilar hljómsveitin GIG oger aðgangur ókeypis. Um kvöldið verður skemmtun í Ket- ilhúsinu með Karlakór Akureyrar- Geysi. Sungin verða jólalög og einnig munu nokkrir karlanna sjá um írska stemmningu undir heit- inu „Hoppsasí“. Jólahlaðborð frá Karólínu Restaurant verður þar einnig í boði.Lionsklúbbur Ak- ureyrar mun að þessu sinni leggja aðaláherslu á sölu jóladagatala hvað fjáröflun varðar. Þau verða til sölu í öllum stærstu dag- vöruverslunum á Akureyri, nokkr- um smærri búðum og í Jólagarð- inum í Eyjafjarðarsveit. Salan er að hefjast um þessar mundir og vænta lionsmenn góðs stuðnings nú sem endranær að því er fram kemur í frétt frá klúbbnum. Nú í ár verður ekkert hagyrðingakvöld haldið, svo sem venja hefur verið hin síðari ár og þá hefur klúbb- urinn einni hætt sölu á ljósaperum í bili. Síðasti sýningardagur á myndum sænska ljósmyndarans Hans Malmberg í Minjasafninu á Ak- ureyri verður á sunnudag, 1. des- ember. Safnið verður opið þann dag frá kl. 13 til 17. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Malmberg tók á Íslandi um miðja síðustu öld enda ber sýningin heitið Ísland 1951. Myndirnar eru lifandi og sannar lýsingar á íslensku þjóð- inni og gefa vitnisburð um líf fólksins og störf víðs vegar um landið. Á NÆSTUNNI fyrirtaeki.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.