Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 11 Flíspeysur Fallegar barnaflíspeysur. Renndar m. vösum. Litir: Bláar, rauðar og bleikar. Stærðir 68-152 cm. Verð kr. 3.400 og 3.900. Kringlunni - Sími 568 1822 Desember Dagana 28. nóv. til 5. des. bjó›um vi› 20 % afslátt af öllum barnaskóm. tilbo› 2990 2392 2990 2392 3990 3192 Laugavegi 84, sími 551 0756 Kjólar • Dragtir • Jakkar Samkvæmisfatnaður frá Skóaðu þig upp fyrir jólin, þú kaupir tvö pör og færð það þriðja frítt, Þrjú fyrir tvö „þú greiðir fullt verð fyrir dýrari skóna“ Dömustærðir: 42-44 Leðurstígvél og leðurskór í miklu úrvali Herrastærðir: 47-50 Margar gerðir Opið í dag í Grundarhvarfi 1 á milli 14 og 19 eða eftir samkomulagi í síma 897 4770 Þýsk jakkaföt kr. 18.500 Ullarfrakkar síðir kr. 10.900 — stuttir kr. 9.200 Náttföt — mikið úrval — verð frá 2.400 Skólavörðustíg 8 fræðingur verður á stofunni í dag milli kl. 13 og 17 og veitir ráðgjöf um val á hár- og snyrtivörum. Verið velkomin. Tískusýning í versluninni Anas, Hafnarfirði föstudaginn 29. nóv. kl. 20 „Eyðimerkurkremið“ - ítalskt þema - tónlist - lífleg stemning Nánari upplýsingar á www.femin.is Allir velkomnir! UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ gerir athugasemdir við mótmæli Svía vegna fyrirvara Íslands við hval- veiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins og þá ályktun sem þeir draga varð- andi það réttarsamband sem þeir telja að ríki milli Íslands og Svíþjóð- ar, að sögn Tómasar H. Heiðar, þjóð- réttarfræðings í ráðuneytinu. Hann segir að athugasemdunum verði komið formlega til bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sem er vörslu- aðili stofnsamnings ráðsins. Tómas vill þó taka skýrt fram að einhliða mótmæli Svía breyti að sjálfsögðu engu um þá staðreynd að Ísland sé aðili að Alþjóðahvalveiðiráðinu með fyrirvara við hvalveiðibannið. Svíar mótmæltu formlega í fyrra- dag fyrirvara Íslendinga við bann ráðsins við hvalveiðum í atvinnu- skyni. Í bréfi til vörsluaðila stofn- samningsins var jafnframt dregin sú ályktun af mótmælunum að hval- veiðisamningurinn gildi milli Íslands og Svíþjóðar og þar með hvalveiði- bannið en fyrirvarinn ekki. „Þetta fær ekki staðist,“ segir Tómas H. Heiðar. „Það kemur skýrt fram í okkar aðildarskjali að fyrirvarinn er óaðskiljanlegur hluti af aðild Íslands og ríki geta því ekki samþykkt aðild- ina og hafnað fyrirvaranum. Þetta er ein órofa heild.“ Einhliða mótmæli breyta engu Hann segir að einhliða mótmæli Svíþjóðar gegn fyrirvara Íslands breyti engu um það að Ísland sé aðili að Alþjóðahvalveiðiráðinu með fyr- irvara við bann ráðsins við hvalveið- um í atvinnuskyni. Aðild Íslands hafi verið samþykkt á aukafundi ráðsins í Cambridge í Englandi 14. október síðastliðinn og Svíar hafi, sem kunn- ugt er, staðið að þessari samþykkt ráðsins. Tómas segir að Svíum sé að sjálf- sögðu frjálst að segja skoðun sína á fyrirvara Íslands og fyrir liggi að Svíar séu andsnúnir hvalveiðum. Mótmæli Svía byggist hins vegar á þeirri forsendu að fyrirvarinn sé ekki í samræmi við tilgang og mark- mið hvalveiðisamningsins. „Það fær ekki staðist þar sem markmið samn- ingsins er að hvalveiðar verði stund- aðar en ekki að hvalir verði friðaðir um aldur og ævi. Þess vegna er bannið í ósamræmi við markmið hvalveiðisamningsins en ekki fyrir- varinn.“ Fyrirvarinn óaðskiljanlegur hluti aðildarskjals Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu að mati utanríkisráðuneytisins Íslendingar gera athuga- semdir við mótmæli Svía KVEIKT var í tveimur fjölbýlishús- um í Reykjavík, að því er talið er, með skömmu millibili í fyrrinótt, án þess að teljandi skemmdir hlytust þó af. Eldsupptökin eru ekki staðfest, en lögreglan telur flest benda til íkveikju á báðum stöðum. Karlmað- ur á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við annað málið, en lög- reglan sleppti honum í gær þar sem hann var ekki talinn viðriðinn málið. Enginn liggur því undir grun um íkveikjurnar tvær, en ekki er talið að sami aðili hafi verið að verki. Fyrri eldsvoðinn var tilkynntur klukkan 0.22 í sameign fjölbýlishúss við Hjaltabakka. Mikill reykur myndaðist í stigagangi og var óttast að hann bærist inn í íbúðir. Það gerð- ist þó ekki og réði Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins fljótt niðurlögum eldsins. Sendir voru slökkvibílar frá þremur slökkvistöðvum þar sem ótt- ast var um afdrif íbúanna. Þegar slökkvilið kom á vettvang kom í ljós að eldurinn var minni en óttast hafði verið. Kveikt hafði verið í borði og fleiri munum við reiðhjólageymslu í sameign. Íbúar hússins voru beðnir um að halda sig inni í íbúðum og leggja blaut handklæði að útidyrum færi reykur að berast inn. Eldurinn var slökktur og stigagangurinn reykræstur en ekki þurfti að reyk- ræsta íbúðir. Handtekinn við Gnoðarvog Aðeins níu mínútum eftir útkallið var tilkynnt um annan eldsvoða, að þessu sinni í ruslageymslu fjölbýlis- húss við Gnoðarvog. Sá eldur reynd- ist minni en við Hjaltabakka og gekk slökkvistarf greiðlega. Eldurinn barst ekki út úr ruslageymslunni og skemmdir eru því litlar. Starfsmaður öryggisfyrirtækisins Securitas sá karlmann ganga af vett- vangi og handtók lögreglan hann stuttu síðar en sleppti honum í gær að loknum yfirheyrslum þar sem hann var ekki talinn tengjast málinu. Útilokað þykir að sami maður hafi kveikt í á báðum stöðum þar sem mjög skammur tími leið milli íkveikj- anna. Málin eru í rannsókn lögregl- unnar. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík, lítur lögreglan mjög alvarlegum augum á atvik af þessu tagi. Segir hann mik- ilvægt fyrir íbúa fjölbýlishúsa að stýra aðgangi að geymslum og loka þeim fyrir aðgangi óviðkomandi. Sterkur grunur um íkveikju í tveimur fjölbýlishúsum ATVINNA mbl.isStórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.