Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 SALA rauð- víns hjá Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins jókst um rúm 18% í lítrum talið á fyrstu tíu mánuðum ársins sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Hvít- vínssalan jókst á sama tíma um 10% mælt í lítrum. Sala sterkra vína hefur hins vegar dregist nokkuð saman frá síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR. Áfengissala ÁTVR jókst um 7,13% í lítrum talið á fyrstu tíu mánuðum ársins og mælt í alkó- hóllítrum nam aukningin 5,46% á tímabilinu. Í síðasta mánuði jókst áfeng- issala ÁTVR um 4,6% í lítrum talið ef miðað er við sama mánuð í fyrra og 2,8% fleiri alkóhóllítrar seldust í mánuðinum. Sala á vindlingum dregst saman Sala á tóbaki hefur dregist jafnt og þétt saman á undanförnum ár- um eða að jafnaði um 2–3% á ári. Sala vindlinga minnkaði um tæp 1,5% á fyrstu tíu mánuðum ársins. Í seinasta mánuði nam samdráttur í vindlingasölu ÁTVR til smásala um 4%. Sölutölur vindlinga sveiflast nokkuð á milli mánaða sem skýrist m.a. af birgðastöðu hjá kaupmönn- um á hverjum tíma. Sala á rauðvíni eykst um 18% Sterk vín seljast minna en áður ;+ )<*  = ; ( *  : )<*  = 8 * )<*  = 1   F ' +- & ;+ )<*  = ; ( *  1   Q!#> Q#> Q#> Q#> R#> Q#"> Q#"> R#>  ,)- F R+-   .$   '   ANNIR voru á Alþingi í gær þegar þingmenn sátu maraþonfund um fjárlögin. Í miðjum umræðum henti Gísli S. Einarsson tyggjóplötu til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra sem ráðherrann greip fimlega. Drífa Hjartardóttir og Ólafur Örn Haralds- son fylgdust með því sem fram fór.  Óvissa ríkir/10 Morgunblaðið/Kristinn Viltu nammi, væni? EYÐIMERKURDÖGUN eftir Waris Dirie er söluhæsta bókin á Íslandi dagana 19. til 25. nóvember, samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar. Röddin, skáldsaga Arnalds Indriðasonar, er í öðru sæti og Út- kall – Geysir er horfinn eftir Óttar Sveins- son í því þriðja. Sonja eftir Reyni Trausta- son er í fjórða sæti og Jón Sigurðsson – ævisaga eftir Guðjón Friðriksson í því fimmta. Arnaldur Indriðason á þrjár söluhæstu bækurnar í flokknum Íslensk og þýdd skáldverk, Röddin er þar í efsta sæti en síð- an koma Mýrin og Napóleonsskjölin. Bók Davíðs Oddssonar, Stolið frá höfundi staf- rófsins, kemur ný inn í 8.–9. sæti. Tveir aðrir íslenskir skáldsagnahöfundar eiga bók á listanum, Elísabet Ólafsdóttir og Vig- dís Grímsdóttir. Eyðimerkur- dögun söluhæst  Bóksala/41 Morgunblaðið/Kristinn SKJÁR einn hefur nú til athugunar að hefja rekstur stafræns áskriftarsjónvarps. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, segir að verið sé að leita að tækifærum til að styrkja fé- lagið. Margt bendi til þess að pláss sé fyr- ir stafræna sjónvarpsstöð, sem byði upp á það sem Skjár einn geti ekki verið með. Kristinn leggur áherslu á að um viðbót væri að ræða, ekki sé ætlunin að hrófla við Skjá einum. Áskriftarstöðin myndi væntanlega bjóða upp á efni sem ekki borgi sig að vera með í auglýsingasjón- varpi, eins og textaðar kvikmyndir og barnaefni. Þá sjái hann mikla möguleika í íþróttaútsendingum. Skjár einn íhugar áskriftar- sjónvarp  Skarpari mynd/B4 MIKLAR umræður urðu á auka- ársfundi Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga (LAT) um fyr- irhugaða sameiningu sjóðsins við Almennan lífeyrissjóð Íslands- banka (ALVÍB). Fundinum, sem fram fór á þriðjudag, lauk með því að samþykkt var tillaga um að fresta honum til 17. desember. Fyrir fundinum lá tillaga um breytingar á samþykktum sjóðs- ins og sameiningu hans við AL- VÍB frá og með næstu áramót- um. Á fundinum lýstu nokkrir sjóðfélagar yfir efasemdum við ákveðin atriði í samþykktum sameinaðs sjóðs, auk þess sem sjóðstjórn var gagnrýnd fyrir að hafa ekki haldið kynningarfund um fyrirhugaða sameiningu. Það sem einkum var gagnrýnt á fundinum var að í samþykktum hins sameinaða sjóðs er ákvæði um að hann skuli rekinn af Ís- landsbanka. Íslandsbanki féllst á það í sameiningarviðræðum LAT og ALVÍB að gefa eftir meiri- hluta í stjórn í nýjum sjóði en í samþykktum sjóðsins er ákvæði um að hann skuli rekinn af Ís- landsbanka. Til þess að breyta ákvæðum í samþykktum varð- andi þann þátt þarf samþykki bankans. Sameining ekki í uppnámi Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri LAT, segist ekki líta svo á að fyrirhuguð samein- ing sjóðanna sé í uppnámi. „Ég met stöðuna þannig menn þurfi lengri tíma til að skoða þessi mál. Við vissum fyrirfram að ef miklar umræður yrðu um þessi mál á fundinum, ættum við kost á því að fresta honum um ein- hverjar vikur og gefa sjóðfélög- um meiri tíma til að skoða málið. Það er mjög margt jákvætt við þessa sameiningu, m.a. mun rekstrarkostnaður lækka og líf- eyrisréttindi verða aukin um samtals 22%. Ég tel að það hafi verið meirihluti fyrir tillögunni á fundinum en til þess að málið nái fram að ganga þarf samþykki 2⁄3 greiddra atkvæða. Málið er hins- vegar það umfangsmikið að menn vilja að um það ríki sátt,“ segir Gunnar. Verði af sameiningu Lífeyris- sjóðs arkitekta og tæknifræðinga og ALVÍB um næstu áramót, verður til tíundi stærsti lífeyr- issjóður landsins með um 18 þús- und sjóðfélaga og heildareignir upp á um 19 milljarða króna. Sjóðurinn verður sá fjórði stærsti sé miðað við árleg ið- gjöld. ALVÍB heldur sjóðsfélagafund í dag þar sem sameining við LAT verður rædd og borin undir at- kvæði. Efasemdir um samein- inguna við ALVÍB   $.,+.$)/0 B& )3 0 ))) 5     ))) *  / , I)3 -() (.#   (F   " "#/!#& "/ "  "! /!"$ "/ #  $/ Miklar umræður á aukaársfundi Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga NORSKA blaðið Aftenposten greinir frá því að á meðan aðrir Evrópubúar geta fengið ný og öruggari Visa-kort með örgjörv- um en ekki segulrönd innan fárra mánaða þurfa Norðmenn að bíða í þrjú ár eftir slíkum kortum. Ástæðan? Jú, svindl með Visa-kort er margfalt minna í Noregi en í öðrum löndum Evrópu og því mik- ilvægara að skipta kortunum út þar og þá ekki síst í Bretlandi en um helmingur af öllu Visa- svindlinu í Evrópu á sér stað í Bretlandi. Leifur Steinn Elísson hjá Visa Íslandi segir að Visa International hafi sett þá reglu að fyrir árs- byrjun 2005 verði þessi nýju kort að vera komin í notkun. „Það verð- ur þá að vera búið að koma út nýj- um greiðslukortavélum sem lesa nýju kortin til kaupmanna og end- urnýja eða uppfæra annan búnað að verulegu leyti. Þetta er því tölu- vert mikið mál og um leið kostn- aðarsamt en það verður gengið í þetta mál þannig að það mun ger- ast á tveggja ára tímabili.“ Leifur segir að Norðmenn geti vissulega státað af því að það sé lítið svindlað hjá þeim með Visa- kortin. „En við getum örugglega státað af því að það er minnst svindlað hjá okkur, að minnsta kosti enn sem komið er. En við verðum auðvitað að fara í þetta eins og aðrar þjóðir því annars flyst svindlið bara hingað.“ Leifur segir að það hafi gengið heldur hægar að taka upp þessa nýju tækni en menn vonuðu, ekki bara hér heldur um allan heim en ástæðan sé m.a. sá mikli kostnaður sem þessu fylgi. Leifur segir að margfalt erfiðara verði að misnota og afrita nýju kortin og nánast úti- lokað nema með mjög dýrri tækni. Íslendingar svindla minnst Styttist í að ný og öruggari Visa-kort verði tekin í notkun ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.