Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 57 ✝ Bragi Guðnasonfæddist á Selfossi 7. júlí 1946. Hann lést á heimili sínu 27. október síðastliðinn. Bragi ólst upp fyrstu árin sín á Selfossi, síðan í Sandgerði. Foreldrar hans voru Guðni Ágúst Guð- jónsson, f. 19. ágúst 1915, d. 17. júlí 1992, og Sesselja Júníus- dóttir, f. 29. apríl 1917, d. 14. maí 1978. Systkini Braga eru Hallfríður, f. 11. des. 1936, d. 6. des. 1995; Guðbjörn Páll, f. 3. okt. 1938, d. 2. okt 1940; Guðbjörg Svala, f. 5. ágúst 1940; Gísli, f. 11. mars 1942; Haf- dís, f. 23. okt. 1944; Bára, f. 8. sept. 1947; Birgir, f. 8. sept. 1947; Sigur- jóna, f. 11. nóv. 1949, d. 2. apríl 1964; Gerður, f. 8. nóv. 1951; Guð- mundur Ingi, f. 12. jan. 1953; og Jó- hann, f. 20. nóv. 1956. Útför Braga var gerð frá Safnaðar- heimili Sandgerðis 8. nóvember síðastliðinn. Elsku Bragi minn. Ég sit hér og hugsa um það hvernig ég á að skrifa minningargrein um þig, þar sem ég trúi ekki enn að þú sért farinn frá okkur, þú fórst svo skyndilega. Það koma margar minningar um þig í hugann en erfitt er að koma þeim frá sér á blað þegar hugurinn vill ekki trúa því að ég sjái þig ekki meir. Þegar við fluttum í okkar fyrstu íbúð þá þurfti auðvitað að taka til hendinni að mála og gera allt fínt, þá komst þú að hjálpa okkur, því að allt- af komst þú ef einhver var að mála hjá sér og bað þig að koma og hjálpa til. Ég hringdi líka í þig þegar við fluttum í húsið okkar og þú og pabbi komuð ásamt fleirum og hjálpuðuð til. Ég man þegar þú tókst bílprófið, hve mikil breyting varð á lífinu hjá þér, þú sem hafðir alltaf hjólað út um allt í Sandgerði og hafðir lítið sem ekkert fyrir því þótt fötlun þín væri einhver. Svo var farið í það að finna góðan bíl handa þér og eftir að þú fékkst bílinn þá var einfaldlega hjól- inu lagt enda búinn að hjóla mikið í gegnum tíðina. Þú talaðir líka mikið um það hvað það væri gott að vera kominn á bíl enda skaustu óspart til Keflavíkur á rúntinn eða í heimsókn hvert sem tilefnið var. Alltaf var gott að hafa bílinn á planinu enda leit bíll- inn alltaf rosalega vel út, alltaf hreinn og fínn sem og heimilið þitt var. Bragi minn, ég gæti eflaust skrifað um þig í allt kvöld því að núna hrann- ast upp minningarnar um þig frá því í barnæsku minni í Sandgerði en ég læt þetta nægja og hef þær fyrir mig. Elsku Bragi minn, ég kveð þig núna en veit að við munum hittast síðar þegar minn tími er kominn. En þang- að til, bless, kæri frændi, sofðu rótt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pétursson.) Þín frænka, Aðalsteina. Elsku Bragi minn. Ég veit að þér líður vel núna hjá langömmu og lang- afa. Mamma er búin að segja mér að núna getir þú sko hlaupið og gert það sem þig langar. Svo ertu örugglega bara að keyra um hjá Guði. Ég sakna þín mikið. Þú varst besti frændinn sem ég átti. Ég geymi allar minningarnar um góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Það verður tómlegt hjá okkur á aðfangadagskvöld og á gamlárskvöld þegar þú verður ekki með okkur. Bestu kveðjur. Þín frænka Þórdís. Elsku Bragi. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú sem komst til okkar í kaffi á morgnana þegar þú varst búinn að taka bryggjurúntinn. Það var mjög erfitt að sætta sig við að þú værir farinn frá okkur en við vitum að þér líður vel núna. Við geymum minningarnar um þig í hjarta okkar. Guð geymi þig. Kveðja. Guðni og Birna. Elsku Bragi. Ég mun alltaf muna eftir þér. Þú varst alltaf jafn skemmtilegur við mig og alla sem þú kynntist. Þú varst alltaf brosandi þegar þú komst og varst aldrei leið- inlegur við neinn. Þú munt alltaf verða uppáhalds frændi minn. Ég mun alltaf hugsa vel og fallega til þín. Þú varst besti frændi sem var hægt að biðja um. Þú munt alltaf eiga þinn stað í mínu hjarta. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Bragi. Þinn frændi, Gísli Guðna. BRAGI GUÐNASON ✝ Guðlaug Eli-mundardóttir fæddist 13. apríl 1915. Hún lést 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elimundur Þorvarðarson, f. 28. des. 1877, d. 4. febr. 1959, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 30. des. 1872, d. 25. nóv. 1947. Börn þeirra eru: a) Elín, f. 25. nóv. 1898, d. 27. des. 1987, b) Ingv- eldur, f. 4. mars 1900, d. 28. júní 1988, c) Björn- fríður Ingibjörg, f. 10. sept. 1902, d. júlí 1979, d) Ólöf Guð- munda, f. 11. júlí 1905, d. 7. júlí 1997, e) Sigfríður, f. 24. ágúst 1906, d. 22. júní 1995, f) Guð- björg Helga, f. 1. nóv. 1909, d. 24. ágúst 1966, g) Ingimundur, f. 13. júlí 1912, og h) Guðlaug, sem hér er minnst. Eiginmaður Guð- laugar er Ólafur Kristjánsson, f. 29. des. 1914. Foreldr- ar hans voru Krist- ján Bjarni Árnason sjómaður í Stykkis- hólmi og kona hans Súsanna Einars- dóttir Þorkelsson- ar, skrifstofustjóra Alþingis. Dóttir þeirra er María Helena, f. 6. jan. 1941, maki 30. des. 1961 er Jón Þórð- arson, f. 15. ágúst 1943. Börn þeirra: a) Súsanna, f. 27. júlí 1962, maki Haraldur Ein- arsson, f. 18. apríl 1961, þau eiga saman fjögur börn, b) Ólafur, f. 7. okt. 1963, c) Gunnar, f. 28. júní 1967, og d) Elimundur, f. 8. mars 1975. Útför Guðlaugar var gerð 21. október í kyrrþey að hennar ósk. Jarðsett var í Garðakirkjugarði. Nú á haustdögum féll frá Guðlaug Elimundardóttir seinust af systrun- um sjö frá Stakkabergi, enda yngst sinna systkina. Nú er aðeins á lífi eini bróðirinn Ingimundur og orðinn níræður. Guðlaug var fædd á Stakkabergi, sem þá var hluti af Skarðsströnd. Foreldrar hennar voru búandi á Stakkabergi og skömmu síðar var hreppnum skipt og alla tíð meðan Guðlaug bjó í sveit- inni átti hún heima í Klofnings- hreppi. Foreldrar hennar áttu mörg börn og voru því mjög fátæk, og jörðin var lítil þótt hún væri slægna- góð. Eins og vant var á þeim árum þurfti Guðlaug, eða Lauga eins og hún var vanalega kölluð, snemma að fara að vinna. Hún var greind og góð til náms og hefði eflaust gengið menntaveginn nú á dögum. Á ung- lingsárum var hún mest heima við, en einn vetur lærði hún karlmanna- fatasaum á saumastofu Kaupfélags Stykkishólms. Mikil lagvirkni ein- kenndi störf hennar alla tíð. 15. júlí sumarið 1937 giftist Lauga Ólafi Kristjánssyni úr Stykkishólmi og bjuggu þau fyrstu tvö árin á Stakkabergi í sambýli við foreldra Guðlaugar. Árið 1939 keyptu þau jörðina Mela í sömu sveit og bjuggu þar í 22 ár. Jörðin er fremur góð og þau höfðu þar arðsamt bú enda bæði natin við skepnur og dýravinir. Byggðu þau þar upp öll útihús og síðar íbúðarhús 1952. Þar fæddist þeim einkadóttirin Helena, en áður höfðu þau misst barn í fæðingu. Guð- laug átti barnið úti í Stykkishólmi og var fæðingin mjög erfið. Hún var um fjóra mánuði á sjúkrahúsinu og komst ekki heim að Melum fyrr en í júlí. Guðlaug var ekki alltaf heilsu- hraust og átti það sitt þátt í því, að þau hjón brugðu búi 1961 og fluttu til Reykjavíkur. Dóttir þeirra bauðst til að gerast ráðskona hjá þeim, en þau vildu ekki, að hún fórnaði sér fyrir þau. Heimili þeirra var í 33 ár á Rauðalæk 8. Í Reykjavík stundaði Ólafur lengst af verkamannavinnu við höfnina og eftir að hann hætti þar starfaði hann um hríð við heimilis- hjálp, enda húslegri en margir karl- menn af hans kynslóð. Lauga stundaði saumaskap, m.a. í Karnabæ, í 10 ár. Hún var mjög lag- in við saumaskap sem annað verk- legt og því var sagt að á heimilinu væri hún smiðurinn. Eftir að hún var hætt á vinnumarkaði vann hún heima mikið að fatabreytingum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Síðustu árin var hún léleg til heilsu og ann- aðist Ólafur hana vel og gat hún því verið lengur heima en ella, en 22. ágúst 2001 fór hún á Skjól. Hélt hún andlegum kröftum og leið vel, þótt líkaminn væri lítilfjörlegur orðinn. Þótt ég hafi þekkt til frænku minnar frá því að ég man eftir hófust raunveruleg kynni er ég var hálfan mánuð hjá farkennara á heimili hennar veturinn 1953. Það var helm- ingur af minni barnaskólagöngu. Eftir það sýndi hún, og Ólafur maður hennar, mér alla tíð tryggð, hýsti mig er ég var á ferð og fylgdist með mér. Oft leitaði ég til hennar, er þurfti að lagfæra föt og hafði hún yndi af að aðstoða mig. Mun ég alltaf minnast tryggðar hennar og hlýju. Einar G. Pétursson. GUÐLAUG ELIMUNDARDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRISTMUNDSDÓTTUR, Þangbakka 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á deild 11G Landspítala Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Hermannsdóttir, Arnþór Árnason, Kristinn Hermannsson, Inga Jóna Stefánsdóttir, Valgerður Hermannsdóttir, Ágústa G. Hermannsdóttir, Atli Ingi Ragnarsson, Hulda Hermannsdóttir, Dean Thomas, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, stjúpföður, tengda- föður, afa og langafa, SIGURJÓNS PARMESSONAR, Litlahvammi 3, Húsavík. Séstakar þakkir til eigenda Norðurvíkur ehf. Sigríður M. Arnórsdóttir, Arnrún Sigfúsdóttir, Eiður Guðjohnsen og afabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, INGÓLFUR ARNARSON, Hellisgötu 27, Hafnarfirði, sem lést þriðjudaginn 19. nóvember, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Friðrikka Sigfúsdóttir, Þorsteinn R. Ingólfsson, Hallgerður Jónsdóttir, Jón Arnarson, Anna Vala Arnardóttir, Sigurjón Friðjónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ESTHERAR EINARSDÓTTUR, Snorrabraut 56, Reykjavík. Gurðríður Sigfúsdóttir, Thormod Haugen, Margrét D. Sigfúsdóttir, Sigurður Petersen, Einar Sigfússon, Anna Sigþórsdóttir, Dómhildur A. Sigfúsdóttir, María K. Sigfúsdóttir, Kristbjörn Theódórsson, Sigurður Sigfússon, Sjöfn Björnsdóttir, Ragnheiður E. Briem, Jóhann Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- mömmu og ömmu, FANNEYJAR EINARSDÓTTUR LONG kjólameistara, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Siguroddur Magnússon, Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir, Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson, Bogi Þór Siguroddsson, Linda Björk Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.