Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Hvidbjörnen vænt- anlegt og út fara Helga- fell og Freyja RE. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Furugerði 1. Í dag er venjuleg dag- skrá og á morgun er jóla- bingó kl. 14. Aðventu- skemmtunin verður 5. des. nk. kl. 20. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mán. og fim. Mán. kl. 16 leikfimi. Fim. kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laug.: kl. 10–12 bókband, línu- dans kl. 11. Innkaupa- ferð í Kringluna í dag kl. 13. Miðasala hafin á jóla- hlaðborð 12. des. Uppl. í síma 586 8014. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9– 12 íkonagerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13–16 spilað, kl. 9.30 dans- kennsla. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 línu- dans og fl., kl. 15.15 danskennsla. Söngtími kl. 13.30. Jólabingó föst. 29. nóv. kl. 13. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerðir, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Garðabæ. Jólahlaðborð í Kirkjuhvoli föst. 6. des. nk. kl. 19.30. Uppl. og pantanir hjá Arndísi í s. 565 7826 eða 895 7826 og á skrifstofu félagsins í s. 565 6627 fyrir föst. 29. nóv. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag: Púttað í Hraunseli kl. 10, bingó kl. 13.30, gler- skurður kl. 13. Opið hús kl. 14, upplestur, söngur, kaffiveitingar. Gler- skurður kl. 13. Á morg- un: Tréútskurður kl. 13, brids kl. 13.30 og pútt í Hraunseli kl. 13.30. Námskeið í leirmótun kl. 13, laus pláss. Dans- leikur á föstudag, kl. 20.30. Caprí Tríó leikur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Opið hús fyrir félagsmenn laug. 30. nóv. kl. 14 í Gullsmára 13. Dagskrá: Sagt frá sam- komulagi Landssam- bands eldri borgar og ríkis. Upplestur o.fl. Ein- ar Friðgeir Björnsson, harmónikkuleikari mæt- ir. Kaffi og meðlæti. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð. Fim.: brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Almennur félags- fundur með þingmönn- um Reykjavíkur laug. 30. nóv. í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Jólafagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, mið. 4. des. nk. og hefst kl. 20. Hugvekju flytur Guðrún Ásmunds- dóttir. Karlakórinn Kátir karlar syngur. Létt jóla- lög sungin. Danshópur Sigvalda sýnir línudans og dansað á eftir. Ljósaskreytingar á Akranesi, stutt dagsferð 15. des., uppl. á skrif- stofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“. Félagsvist í samstarfi við Fellaskóla. Uppl. í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 16. 15 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Sýnikennsla og sala á jólaskreytingum verður í dag frá kl. 13– 16. Laxnessdagur í dag, fimmtudag. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Laugardag- inn 30. nóv. verður basar „Hvassóportið“ til efl- ingar félagsstarfinu í Hvassaleiti. Margt til sölu, s.s. föt, kökur, handavinna, sultutau. Basarinn verður opinn frá kl. 13.30–16. Hana-nú Kópavogi. Munið Laxnessdaginn í Gjábakka í dag. Lagt af stað í ferðina kl. 10. Síð- ustu forvöð eru að kaupa miða á Vínarhljómleika Sinfóníhljómsveitar Ís- lands 11. janúar. Farið verður að Fossá í Kjós að höggva jólatré 8. des. kl. 13. Uppl. í Gjábakka 554 3400 og Gullsmára 564 5261. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku, púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga, kl. 14–15 jóga. Jólabingó í dag kl. 14. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl.13–16 kóræfing og mósaík. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spil- að. Aðventu- og jólakvöld 5. des. kl. 17.45. Uppl. og skráning í síma 561 0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digranes- kirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Háteigskirkja eldri borgarar. Kl. 14 í Setr- inu, samverustund, „vinafundur“, fólk hjálp- ast að við að vekja gaml- ar og góðar minningar, sr. Tómas og Þórdís þjónustufulltrúi sjá um stundina. Hallgrímskirkja, eldri borgara starf. Leikfimi- æfingar undir stjórn sjúkraþjálfara þriðjud. og föstud. kl. 13. Spilað á spil, kaffi og spjall. Súpa í hádeginu. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur kl. 17 í umsjá Skúla Svavars- sonar. Allar konur vel- komnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánud. og fimmtud. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Ættfræðifélagið heldur félagsfund í kvöld, fim. 28. nóv., kl. 20.30 í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162, 3.h. Guð- finna Ragnarsdóttir menntaskólakennari flytur erindi um Ætt- fræðinnar ýmsu hliðar. Erindinu fylgir lítil sýn- ing: Leikur að ættfræði. Kaffi, umræður. Húsið opnað kl. 20. Kvenfélagið Heimaey heldur sína árlegu jóla- sölu í Mjóddinni fim. og föst. 28. og 29. nóv. Fé- lagskonur, munið jóla- fundinn 2. des. nk. – til- kynnið þátttöku. Kvenfélag Bústaðasókn- ar . Jólafundur í safn- aðarheimilinu 9. des. kl. 19.15. Jólamatur, happ- drætti og helgistund. Skráning hjá Guðríði í s. 568 5834, Elínu 553 2077 og Erlu Levy 897 5094. Í dag er fimmtudagur 28. nóv- ember, 332. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni. (Matt. 4,4). K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 lak, 8 dugnaðurinn, 9 vel látinn, 10 ferskur, 11 móka, 13 sár, 15 málms, 18 skýla, 21 kjökur, 22 upplýsa, 23 hæðin, 24 óhemja. LÓÐRÉTT: : 2 skærur, 3 þekkja, 4 furða, 5 heiðursmerkjum, 6 álít, 7 tölustafur, 12 tunga, 14 muldur, 15 ávaxtasafi, 16 þor, 17 slark, 18 herðaskjólið, 19 eðlinu, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bílar, 4 förla, 7 vélar, 8 öngul, 9 tál, 11 lóan, 13 grær, 14 álaga, 15 hörð, 17 treg, 20 bik, 22 molla, 23 nú- tíð, 24 rugla, 25 rúðan. Lóðrétt: 1 búvél, 2 lalla, 3 rýrt, 4 fjöl, 5 rígur, 6 aular, 10 ábati, 12 náð, 13 gat, 15 hímir, 16 róleg, 18 ritað, 19 gæð- in, 20 baga, 21 knár. Víkverji skrifar... VÍKVERJI ræddi umferðarmáleigi alls fyrir löngu og langar til að halda aðeins áfram á þeirri braut. Í desember verður lögreglan væntanlega á varðbergi gagnvart ölvunarakstri, ekki síst vegna þess að fólk á það stundum til að aka heim eftir jólaglögg á vinnustöðum. Það er fjári hart að þurfa að borga tugi þúsunda í sekt fyrir að ofmeta eigin getu til aksturs eftir tvö rauð- vínsglös. En svona er þetta nú samt. Ölvunarakstur er alltaf ölvunar- akstur, skiptir ekki máli hvort drukkinn var tvöfaldur vodki eða snarpheitt rauðvín með rúsínum. Víkverji telur að herferð lögregl- unnar gegn þessari tegund af ölv- unarakstri hafi verið þarft og gott verk. Ef ekki hefðu verið gefin skýr skilaboð um að þetta væri hreint og klárt lögbrot, væri án efa stórhættu- legt að vera vegfarandi í sídegisum- ferðinni í desembermánuði. Um- ferðin er nógu snúin samt, þótt ölvunarakstur bætist ekki við. x x x SÍÐAN eru það endurskinsmerk-in. Það er ekki einhlítt að gang- andi vegfarendur noti þau, því mið- ur. Helst eru það yngstu börnin sem eru með mjög góð endurskinsmerki, sem gera sennilega meira gagn en nokkurn gæti grunað. En ungling- arnir eru oftar en ekki án þeirra. Það er í raun ótrúlegt að það þurfi sífellt að reka áróður fyrir notkun endurskinsmerkja á þessu landi. Er það ekki bara sjálfsagt mál? Greini- lega ekki, því miður. Víkverji vildi gjarnan vera með nætursjónauka í bílnum hjá sér en að svo komnu máli vill hann leyfa sér að gera þá kröfu til gangandi vegfarenda að þeir beri endurskinsmerki. Þegar Víkverji stundaði útreiðar í nágrenni Reykjavíkur fyrir nokkr- um árum, var mjög algengt að hestamenn settu endurskinsmerki á fætur hrossa sinna. Þetta var alveg ótrúlega sniðugt og því fleiri end- urskinsmerki, þeim mun meiri virð- ingu báru ökumenn fyrir knapa og hesti hans. Þeir sem gengu lengst í þessu, settu endurskinsmerki á alla fjóra fætur hestsins og sína eigin fætur að auki. Síðan var úlpan gjarnan með endurskinsmerki, jafn- vel tveimur. Þessar ráðstafanir gerðu það að verkum að ökumenn drógu ekki aðeins úr hraða, heldur jafnvel stöðvuðu alveg eða tóku sveig, löturhægt, framhjá hinum ríðandi manni. Þessi endurskins- merkjanotkun var að sumu leyti tíska, en svo sannarlega gagnleg. Hvernig ætli þetta sé núna? Vík- verji er bara að velta þessu fyrir sér. x x x ÞAÐ tekur bara örfáar mínúturað fá bílalán, sagði í auglýsingu frá Sjóvá-Almennum tryggingum sem birt var með Formúlunni, sem lauk í haust. Á undan var spilaður bútur úr Formúlu 1 þar sem ekið er á ofsahraða og síðan er klippt strax yfir einhvern meðaljón sem stendur mannalegur við fjölskyldubílinn. Víkverja finnst að tryggingafélög eigi ekki að skírskota til hraðakst- urs í auglýsingum sínum og vera að espa fólk svona upp. Skrýtið að tryggingafélag sem lætur sig um- ferðaröryggi miklu varða skuli gera svona auglýsingu. Félagið gerði hins vegar tvær aðrar auglýsingar í sama pakka sem hvöttu til fyrir- myndaraksturs og er það vel. Fjölskyldu leitað ÉG, Dóra Kristín, missti fjölskyldu mína þegar ég var barn og finnast nöfn foreldra minna ekki í kerf- inu. Ég þarf nauðsynlega að fá upplýsingar um fjöl- skyldu mína. Ef einhver getur veitt mér þær þá vin- samlegast hafið samband við: Vin, Rauði kross Ís- lands, sími 561 2612. Reykmettað bingó ÉG fór í bingó í Vinabæ sl. sunnudag og hafði mikið gaman af en þangað hafði ég aldrei komið áður. Það eina sem varpaði skugga á kvöldið var að á staðnum var svo mikið reykt að ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Þegar ég kom á staðinn var allt orðið fullt og ekki laust pláss í reyklausa salnum og urð- um við því að vera í aðal- salnum innan um reykinga- fólkið. Mér er spurn, þarf fólk virkilega að reykja svona mikið þótt það sé á bingó? Getur fólk ekki hamið sig aðeins og haft reykingar í lágmarki? Ein reyklaus. Röng stefna Á BAKSÍÐU Morgun- blaðsins 20. nóv. sl. er slá- andi frétt um að R-listinn ætli að hækka leikskóla- gjöld um 8% um áramót. Þessa yfirlýsingu var ekki að finna í glansbæklingi borgarstjóra fyrr á þessu ári. Er það stefna borgar- stjóra að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur? Vill ekki borgarstjóri líka láta koma fram að hún muni einnig hækka fast- eignagjöld á nýju ári? Vitað er um töluvert af fólki sem fór á kjörstað með hálfum huga til að kjósa Ingbjörgu borgarstjóra. Einnig hefur borgarstjóri boðað fækkun á félagsmið- stöðvum fyrir eldra fólkið, það var ekki að finna í áð- urnefndum bæklingi. Ef þetta er stefna jafn- aðarmanna þá hefur orðið mikil breyting. Ég lýsi því yfir að ég segi mig úr R- listanum, ég get ekki stutt flokk sem ræðst á minni máttar í Reykjavík. Þetta er stefna í ranga átt. Hafliði Helgason. Tapað/fundið Silfurnæla í óskilum SILFUR brjóstnæla, víra- virki, fannst fyrir framan Þjóðmenningarhúsið á Hverfisgötu sl. mánudag. Uppl. í síma 690 5292. Karlmanns- gleraugu týndust STÓRGERÐ karlmanns- gleraugu með brúnni Max Mara-umgjörð töpuðust fyrir nokkrum vikum, lík- legast á skemmtistað í mið- borginni. Sá sem hefur fundið þau vinsamlega hafi samband í síma 862 9192. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LOKS er hann kominn, að- stoðarmaðurinn sem mig vantaði fyrir 40 árum. Þetta er margmiðlun- ardiskur, sem ég rakst á núna á dögunum, hann er einfaldur í notkun og leiðir eldabuskur í gegnum frumskóga matar- gerðarinnar, skref fyrir skref. Ég er ein af þeim sem ekki er gædd mat- reiðsluhæfileikum og hef því alltaf átt erfitt með eldamennskuna. Ég þarf nákvæmar leiðbeiningar og gleymi aldrei fyrstu jól- unum í búskap, þá fór ým- islegt úrskeiðis og jóla- steikin heppnaðist ekki vel, einföldustu hlutir vöfðust fyrir mér og ég var feimin að láta það uppi. Í gegnum árin hef ég þurft að fylgja matreiðsluleið- beiningum vandlega ef vel á að fara og hafa þær oft ekki verið nógu ítarlegar. Nú hafa menn áttað sig á að margir vilja nákvæmar leiðbeiningar. Þessi margmiðlunar- diskur, sem heitir „Leikur að elda“, er yndislegur, með lifandi myndum af matreiðslunni og frábær- um uppskriftum af hátíð- armatnum og fleiru. Þar eru einnig smáatriðin, sem skipta kannski öllu máli þegar maður vill vanda sig. Vil því vekja athygli á þessu framtaki, því nú geta einnig þeir sem ekki eru fæddir með „matreiðslu- genið“ bjargað sér og hinir bætt við kunnáttuna. Húsmóðir af eldri kynslóðinni. Þarf einhver hjálp við jólasteikina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.