Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 37 á Íslandi. kki nema a saman iri þætti í kemur ál- kum sam- mum alls m þekkja Því er ekki traumsvík rfslið þess ekki tölur frá en ég vinnuafls menn hafa a stoltir af að ný ál- í iðnríkj- unarlönd- til rétt en ð eru reist Kanada og eru mörg unum. En ekki um sem and- gur. Áliðn- naður og ndaríkjun- þar sem nar fram- ekki endi- urinn. Að að menn urlöndum, , er ekki eru reist ítil önnur fur til að mynda sterka stöðu að þessu leyti vegna ónýttrar orku bæði í jörðu og vatnsföllum. Hér er að finna endur- nýjanlega orku sem vegna legu landsins er ekki enn hægt að flytja út og hún er því ekki nýtt. Þetta gef- ur Íslandi forskot á mörg önnur lönd. Sú staðreynd að Ísland er þró- að iðnríki skiptir ekki máli í þessu samhengi.“ Nú hafa risið harðar deilur hér á landi vegna fyrirhugaðra virkjana- og álversframkvæmda en umræður um mögulega stækkun álversins í Straumsvík hafa á hinn bóginn verið frekar takmarkaðar. „Já, ætli þetta sé ekki eins og með fjölskylduna. Menn taka ekki svo mikið eftir sínum nánustu frá degi til dags en ef það kemur nýr nágranni í hverfið eru menn ekkert nema eyru og augu. En mér finnst þetta þó frekar vera traustsyfirlýsing og staðfesting á því að við séum vel- komnir hér enda höfum við starfað hér lengi í góðri sátt. Samskiptin í góðum farvegi Við erum líklega sjöunda stærsta fyrirtækið á Íslandi og það eitt ætti að draga að okkur athygli fjölmiðla. Það að við höfum ekki verið á for- síðum dagblaðanna hér að undan- förnu eða í sjónvarpi er líklega, eðli málsins samkvæmt, vísbending um að við vinnum rétt að okkar málum. Svo ég segi þetta hreint út þá er það oftast ekki af góðu einu að athygli fjölmiðla beinist að fyrirtækjum í þessum geira. Ég vil því túlka þetta sem svo að samskiptin við sveitar- félögin, stjórnvöld og fólkið í landinu séu í góðum farvegi.“ Þið hafið væntanlega orðið varir við aukinn þrýsting af hálfu um- hverfissamtaka? „Það er rétt að hafa í huga þegar rætt er um umhverfismál að þótt framleiðsla á áli útheimti mikla orku er mjög hentugt að endurvinna ál. Heimsframleiðslan er kannski um 27 milljónir tonna á ári og þar af eru sjö milljónir endurunnið ál. Og það tek- ur aðeins einn tuttugusta af orkunni sem fer í að framleiða ál að endur- vinna það. Ál er í síauknum mæli notað í farartæki, s.s bíla, lestir o.s.fr.v. og þannig sparast mikil orka samborið við að nota t.d. stál. Þannig að kostir álsins eru ótvíræðir þegar kemur að umhverfissjónarmiðum og þá verða menn að horfa á allan lífs- feril álsins en ekki bara hvernig það verður til í upphafi. Opnum dyrnar upp á gátt Við hjá Alcan höfum staðið okkur vel í umhverfismálum og leyfum mönnum að skoða allt sem við ger- um, við gefum út skýrslur, setjum þær á Netið og opnum dyr okkar upp á gátt að þessu leyti. Það gera það ekki allir og okkur ber engin skylda til þess. Þetta er hins vegar venja hjá okkur og við álítum hana vera rétta.“ r með Íslandi laðið/Golli arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg an sins kuli di. ‘ ÁTTA tankar sem verða notaðir til að lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE 15 af hafsbotni, sem sökk við Lófóten í N-Noregi í sumar, voru hífðir um borð í norskt flutningaskip í Helguvík í gær. Skipið leggur af stað áleiðis til Noregs í dag. Þá er stefnt að því að nóta- og netaskipið Stakka- nes, sem hefur verið leigt frá Ísafirði vegna björgunarinnar, leggi af stað til Noregs í kvöld með sex Íslendinga innanborðs af tólf sem munu koma að björg- uninni. Stefnt er að því að Guð- rún Gísladóttir verði komin til hafnar í Noregi fyrir jól. Það var í mörg horn að líta í gær þegar tankarnir voru hífðir um borð í flutningaskipið Svea- nord frá Harstad, sem er í grennd við sundið þar sem Guð- rún Gísladóttir strandaði 18. júní síðastliðinn og sökk sólar- hring síðar. Íshús Njarðvíkur keypti flak skipsins í október og ætlar fyrirtækið að gera skipið upp þannig að það geti siglt um heimsins höf að nýju. Þyngstu tankarnir 25 tonn Þyngstu tankarnir sem verða notaðir við björgunina vega 25 tonn, eru um fjögurra metra breiðir og 24 metrar á lengd. Tveir slíkir verða notaðir og sex minni, sem áður voru notaðir undir gas. Þeir eru sautján metrar á lengd og tæpir fjórir á breidd. Tankarnir verða fylltir af sjó og þeim síðan sökkt niður til skipsins, sem liggur á um 40 metra dýpi. Þeir verða síðan festir við skipið og vatninu dælt úr þeim þannig að þeir lyftist upp af hafsbotni og taki skipið með sér. Þá verður einnig fjöldi blaðra notaður við björgunina. Flutningaskipið Sveanord kom hingað til lands með timbur sem það losaði í Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Íshús Njarðvíkur leigði skipið undir þessa flutn- inga og segir skipstjóri skipsins, Ketil Rabbem, að það sé óvenju- legt að skipið taki farm aftur með sér til Noregs. Stundum hafi skipið þó verið notað undir flutninga á fiskimjöli á bakaleið- inni, en aldrei hafi það flutt ann- an eins farm. Skipið, sem er um 55 metra langt og getur borið um 1.200 tonn, á 1.008 sjómílna ferð fyrir höndum. Rabbem áæltar að ferðin taki um 4–5 daga, verði veðrið gott og vind- ar hagstæðir. Haukur Guð- mundsson, eigandi Íshúss Njarð- víkur, segir að marga lausa enda þurfi að hnýta vegna björgunarleiðangursins en und- irbúningur gangi vel. Á frétta- vef norska ríkisútvarpsins var sagt frá því í gær að Riise Und- erwater Engineering, verktaka- fyrirtækið sem mun framkvæma neðansjávarhluta björgunar- innar, setti spurningamerki við fjárhag íslensku eigendanna. Hafi Íslendingar ekki útvegað bankatryggingu síðar um daginn [í gær] muni fyrirtækið dæla ol- íu úr skipinu á vegum Meng- unarvarna norska ríkisins sem muni greiða allan útlagðan kostnað, en senda Íslendingum reikninginn. Tvær vikur væru frá því gengið hefði verið frá samningnum, en hann tæki ekki gildi fyrr en bankatrygging lægi fyrir. Haukur segir að gengið hafi verið frá bankatrygging- unni á þriðjudag, hún hafi eitt- hvað flækst á milli banka á leið- inni yfir hafið en nú sé málið í höfn. Björgunarleiðangur Guðrúnar Gísladóttur leggur í hann í dag frá Helguvík Hefur aldrei áður flutt annan eins farm Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Tankur af minni gerðinni hífður yfir í Sveanord í Helguvík í gær. Í bakgrunni má sjá stærri gerð tankanna, sem vega 25 tonn hver og eru 25 metra langir. Þeim verður sökkt niður til skipsins og þeir festir við skipið. Vatni verður síðan hleypt úr tönkunum þannig að þeir lyftist aftur upp á yfirborð sjávar og taki skipið með sér. SKULDIR borgarsjóðs Reykjavík- ur hækka um tæpa tvo milljarða króna, samkvæmt nýrri spá ársins, skatttekjur verða um 238 milljónir kr. undir áætlun og rekstrargjöld um 899 millj. umfram áætlun, en undir liðnum fjármunatekjur og fjármagnsgjöld er gert ráð fyrir 788 mkr. tekjum í stað 711 mkr. út- gjalda. Þetta kemur fram í greinargerð fjármáladeildar Reykjavíkurborgar um fjárhagsstöðu borgarsjóðs og stöðu framkvæmda eftir fyrstu níu mánuði ársins, en hún var lögð fram á fundi borgarráðs á þriðjudag. Samkvæmt útkomuspá verða skatttekjur 238 mkr. undir áætlun eða sem nemur 0,9%. Tekjur af út- svari eru 120 mkr. umfram áætlun, en tekjur af fasteignasköttum 360 mkr., eða 7,5%, undir áætlun. Tekjufallið er umtalsvert frá síð- asta ári og er fyrst og fremst rakið til almenns endurmats Fasteigna- mats ríkisins á fasteigna- og bruna- bótamati og þeirrar ákvörðunar borgaryfirvalda að lækka álagning- arhlutfall á íbúðarhúsnæði úr 0,375% í 0,32% til að koma í veg fyr- ir hærri álögur á íbúa vegna end- urmatsins. Hins vegar kann niður- staða Fasteignamats ríkisns vegna kærumála að leiða til hækkunar tekna. Rekstrargjöld verða 899 mkr. umfram áætlun eða sem nemur 4%. Fram kemur að hækkunina megi að langmestu leyti rekja til þjónustu borgarinnar á sviði félagsmála þar sem útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækka um 253 mkr., til húsaleigu- bóta um 52 mkr. og niðurgreiðslu leigu til áfangaheimila um 23 mkr. Jafnframt tvöfaldast framlag borg- arinnar vegna viðbótarlána Íbúðar- lánasjóðs, fer úr 60 mkr. í 120 mkr., og veruleg aukning er á fram- færslulánum Félagsþjónustunnar. Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir 638 mkr. afgangi sem fyr- irhugað var að lána Fráveitu Reykjavíkur til fjárfestinga en ekki verður af því. Skuldir borgarsjóðs hækka um tæpa tvo milljarða króna, einkum vegna fjárfestinga í landi og lóðum umfram áætlanir. Kaup á landi og fasteignum Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi kostuðu 1.280 mkr., land í Úlfarsfelli 220 mkr. og Stjörnubíósreiturinn var keyptur fyrir 140 mkr., en fram kemur að þessi lönd og lóðir skili tekjum í borgarsjóð á ný þegar þeim verði ráðstafað til uppbyggingar. Undir liðnum fjármunatekjur og fjármagnsgjöld er gert ráð fyrir 788 mkr. tekjum í stað 711 mkr. út- gjalda og munar mestu um hag- stætt gengi krónunnar. Í fyrra nam gengistap vegna erlendra lána 840 mkr. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 225 mkr. Vegna útgjaldaþróunarinnar samþykkti borgarráð lækkanir á útgjaldaheimildum til rekstrar og byggingarframkvæmda fyrir árið 2003 um 514 mkr. Enn fremur var samþykkt að skipa nefnd þriggja borgarráðsfulltrúa sem á að koma með tillögur fyrir miðjan apríl 2003 til að draga úr útgjöldum borgar- innar og ná fram varanlegri hag- ræðingu og sparnaði í rekstri og stofnkostnaði. Skuldir borgarsjóðs hækka um tæpa tvo milljarða Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.