Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 61 FIMMTUDAGSTILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 - laugardaga kl. 10-16 DÖMUSKÓR LITUR: SVARTUR STÆRÐ: 36-41 VERÐ 2.995 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þú færð jólagjafirnar fyrir starfsfólkið hjá okkur Jólagjafir starfsfólksins FRÉTTIR LAUGARDAGINN 30. nóvember verður haldið Dalaþing hið fyrra að Laugum í Sælingsdal. Forsaga þess er að sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað að fara út í vinnu við stefnu- mótun fyrir sveit- arfélagið og leita eftir samstarfi við íbúa sveitarfé- lagsins, í því formi að boða til íbúaþings þar sem teknir verða fyrir ákveðnir málaflokkar og íbúum sveitarfé- lagsins gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum um hvað betur megi fara, hvert stefna beri o.s.frv. Dalabyggð er með þessu fyrst sveitarfélaga á landsbyggðinni til að fara út í slíka vinnu. Áður hefur til dæmis Garðabær farið út í sams konar vinnu með góðum árangri. En til hvers er nú allt þetta til- stand? Getur ekki sveitarstjórnin séð um þetta eins og hún er kosin til? Öll þekkjum við að margar góðar hugmyndir verða til heima við eld- húsborðið, það er ekki þar með sagt að þær komist nokkurn tíma lengra. Íbúaþing með þeim hætti sem halda á í Dalabyggð er réttur vettvangur slíkra hugmynda, allir eiga að geta komið skoðunum sínum á framfæri. Það er mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að mæta til að fá sem fjöl- breyttast sjónarhorn á þá stefnu- mótunarvinnu sem framundan er. Dalabyggð er stórt en fámennt sveitarfélag sem hefur verið og er að ganga í gegnum miklar breytingar, sem stafa ekki síst af þeim mikla samdrætti sem orðið hefur í hefð- bundnum landbúnaði. Þrátt fyrir þetta virðist sem dregið hafi úr fólks- fækkun og á síðasta ári fjölgaði nokkuð í Dalabyggð, atvinnuleysi er mjög lítið og eftirspurn eftir húsnæði er meiri en framboðið. Uppbygging ferðaþjónustu hefur verið nokkur og þá helst í kringum Eiríksstaði í Haukadal og Lauga í Sælingsdal. Þetta eigum við ekki síst að þakka þeim mikla sagnaarfi sem er í Dalasýslu allri. Það er samt óneitanlega nokkuð umhugsunarefni að ekki skuli vera eitt einasta fyr- irtæki sem hefur á boðstólum af- þreyingu fyrir ferðamenn á borð við hestaleigu, skemmtisiglingar, skipu- lagðar gönguferðir o.fl. Þjónusta hefur dregist nokkuð saman og kemur það niður á íbúum og ferðaþjónustu á svæðinu, á móti kemur að bættar samgöngur gefa aukna möguleika á að sækja þjón- ustuna annað, en viljum við hafa það þannig? Vaxandi flutningskostnaður er okkur sem erum á landsbyggðinni, bæði fólki og fyrirtækjum, mjög þungur í skauti. Fjarskipti telja allir á GSM-öld sjálfsagðan hlut, en þeir sem búa í Dalabyggð læra það fljótt að þar gilda ekki þau lögmál. Stór svæði sveitarfélagsins eru utan GSM-símasambands, NMT-sam- band er víða mjög lélegt, og nokkuð er um að útvarpsskilyrði séu með þeim hætti að einungis er hægt að hlusta á samtengdar rásir á LW og ekki nást neinar FM-rásir. Sjón- varpsskilyrði eru svo þannig að mörg heimili ná illa eða ekki útsendingum frá Ríkissjónvarpinu og enn fleiri ná ekki Stöð 2. Er þetta viðunandi? Svar okkar íbúanna hlýtur að vera nei. Þetta og svo margt fleira þurfum við að hafa áhif á til betri vegar. Orð eru til alls fyrst, en annað skrefið gæti verið að taka þátt í íbúaþingi Dalabyggðar og hafa áhrif á fram- vindu mála. Íbúar í Dalabyggð eru að mínu mati ekki síður þeir sem eiga hér sumarhús, búa hér lengri eða skemmri tíma ár hvert og njóta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Fróðlegt væri að heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja. Burtfluttir Dalamenn hafa oftast mjög sterkar taugar til Dalanna og gaman væri að fá þátttöku þeirra einstaklinga á íbúaþingi. Það er von mín að þetta greinar- korn geti vakið þá sem það lesa og áhuga hafa á málefnum Dalabyggðar til umhugsunar og jafnvel þátttöku í Dalaþingi næstkomandi laugardag. HÖRÐUR HJARTARSON, íbúi í Dalabyggð. Dalaþing, hvað er nú það? Frá Herði Hjartarsyni: Hörður Hjartarson MÉR er orðið nokkurt undrunarefni hve illa bæði stjórnmálamenn sem verkalýðsforkólfar virðast eygja sýn núorðið á kjör almennra launþega þessa lands, þar sem svokallaður kaupmáttur launa í formi hækkana hefur jafnan verið etinn fyrirfram með verðhækkunum hvers konar, ekki síst af hálfu hins opinbera í þjónustugjöldum hvers konar. Það er sorglegt að höfuðborg landsins skuli ríða á vaðið og hækka þjónustu við barnafólk í formi leikskóla- gjalda. Hlutfall skatta á laun um 100.000 krónur er fyrir löngu úr samhengi við t.d. hlutfall lögbundinna skatta og þjónustugjalda sem teljast til út- gjalda hins vinnandi manns mánuð hvern. Svo er komið að skattaleg mismunun veldur því að hjónaband- ið er ekki lengur sá hornsteinn sem býr til grundvallarramma nýrra þjóðfélagsþegna, til þátttöku í sam- félaginu. Sama máli gegnir um kon- ur, ekkjur og einstæðar mæður sem verða að vinna fulla vinnu en vinna mestmegnis fyrir skattþátttöku hvers konar allra handa, sem og greiðslum til verkalýðsfélaga fyrir að semja um þessi vægast sagt lé- legu kjör. Svo ekki sé minnst á vaxtakjör þau á lántöku er bjóðast í bönkum og sparisjóðum, sem verka- fólk kann að neyðast til að þiggja til þess að velta vanda láglaunastefn- unnar á undan sér. Í ljósi þessa má því spyrja hvort hinu siðferðislega gildismati hafi hnignað hjá einni þjóð. Óskilvirkur rekstur ríkis og sveitarfélaga Umfang hins opinbera sem vinnu- veitanda virðist hafa gleymst varð- andi skattalækkanir á fyrirtæki, því hvorki ríki né sveitarfélög eru í launalegu sambandi við laun fyrir- tækjanna, sem þurfa aðeins að greiða 10% skatt og hafa getað umb- unað starfsmönnum sínum að því er virðist sem aftur veldur því að stjórnvöld guma af auknum kaup- mætti sem enginn er hjá starfs- mönnum þess hins sama. Hallarekstur og viðbótarfjárlaga- heimildir eru árviss atburður og heilu sveitarfélögin nær á hausnum rekstrarlega. Ákveðnir ríkisstarfsmenn virðast þó hafa möguleika á allt að 40 millj- óna samningum við hið opinbera í formi launa ár hvert í krafti sér- fræðistöðu sinnar, meðan verka- maður hins opinbera rétt skríður yf- ir milljón árlega í launum. Í ljósi þessa mismunar gefur það svo sem augaleið hvers vegna það er svo erfitt að lækka skatta á hinn al- menna verkamann – stétt á móti stétt væri nær sanni en hitt. Mál er að linni. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Berjahlíð 1, 221 Hafnarfirði. Vantar verkalýðsflokk á Íslandi? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun aðalfundar Félags ungra sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ: „Félag ungra sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ lýsir yfir fullum stuðn- ingi við kjör Sturlu Böðvarssonar í 1. sæti lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi. Úrslit prófkjörsins sýna að Sturla Böðvarsson stendur uppi sem sigurvegari. FUSS álykt- ar einnig og áminnir frambjóðend- ur að hugsa um hag sjálfstæð- ishreyfingarinnar í kjördæminu og að vera ekki að hleypa upp fjöl- miðlum með misjafnlega illa rök- studdum og að því er oft virðist lít- ið ígrunduðum upphrópunum og ásökunum, sem gera ekki annað en að skaða alla viðkomandi og flokk- inn enn frekar. FUSS áréttar að menn voru í framboði fyrir flokkinn en ekki fyrir sig persónulega og verið var að velja fulltrúa kjördæmisins en ekki verið að deila út þingsætum. Ekki skulu menn gleyma að enn eiga menn eftir að ná kjöri í þessi sæti og að ekkert er sjálfgefið í þeim efnum. FUSS harmar enn fremur og lýsir vanþóknun sinni á þeim til- fellum sem fóru úrskeiðis í próf- kjörinu en áréttar að ekki er gæfu- legt að fara út í meting og skítkast þess efnis hvar potturinn hafi verið mest brotinn. Gæta þarf hagsmuna flokksins í heild og þessu máli verður að lenda eins fljótt og auðið er til að flokkurinn geti gengið heill og sterkur til kosninga í vor. FUSS ítrekar stuðning sinn við Sturlu Böðvarsson enda er hann sigurvegari prófkjörsins hvernig sem úrslitin eru túlkuð, teygð, tal- in og toguð. FUSS lýsir einnig yfir sárum vonbrigðum með yfirlýsingar menntamálaráðherra um fram- haldsskóla í Grundarfirði. FUSS leggur til að háttvirtur mennta- málaráðherra endurskoði afstöðu sína til málsins því þörfin er brýn, grundvöllurinn til staðar og alger- lega óásættanlegt að bakinu sé al- gerlega snúið við málinu. Ályktun FUSS var tekin fyrir í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Snæfellsbæ og lýsti stjórnin fullum stuðningi við hana.“ Styðja kjör Sturlu Böðvarssonar VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands sendir öllum börnum sem fædd eru árið 1992 Vetrarljós VÍS, sem börnunum er ætlað að nota til viðbótar við end- urskinsmerki. Dreif- ingin er ekki tengd við- skiptum við tryggingafélagið. Alls fá 4.568 börn ljósin send. Þetta er þriðja árið í röð sem tíu ára krakkar fá endurskinsljós frá VÍS. Vetrarljós VÍS er kringlóttur, rauður hnappur sem börn- unum er ætlað að klemma á fatnað sinn. Sé hnappnum snúið í hálfhring kviknar rautt og skært ljós í miðju hans. Hægt er að nálgast venjuleg end- urskinsmerki á næsta af- greiðslustað VÍS, segir í frétta- tilkynningu. Vetrarljós VÍS sent öllum 10 ára börnum FUGLAVERNDARFÉLAG Ís- lands hefur gefið út tvö ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum af auðnutittlingi eftir Daníel Berg- mann og snjótittlingum eftir Jóhann Óla Hilmarsson og eru þeir félagar í Fuglaverndarfélaginu. Kortin eru 12 x 17 cm að stærð og prentuð hjá Grafík/Gutenberg. Hægt er að panta þau hjá félaginu með tölvupósti: fuglavernd@fugla- vernd.is, á heimasíðu félagsins: www.fuglavernd.is, með símbréfi eða senda pöntun í pósthólf 5069, 125 Reykjavík. Kortin eru einnig til sölu í afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar við Hlemm, þriðju hæð til vinstri. Kortin kosta kr. 200 með umslagi. Veittur er 20% afsláttur, ef keypt eru fleiri en 20 kort. Ennþá eru til nokkrar birgðir af sumum eldri kortum félagsins og eru þau seld á hagstæðu verði. Jólakort Fugla- verndar- félagsins NÝVERIÐ hóf Edda Björg Há- konardóttir rekstur nýrrar verslun- ar. Verslunin heitir Náttúrubúðin og eins og nafnið bendið til er þar til sölu ýmislegt náttúruvænt auk þess sem búðin er í húsnæði Heilsustofn- unar NLFÍ í Hveragerði. Edda Björg býður upp á úrval af húðvörum úr náttúrulegum efnum frá Crabtree & Evelyn, Purity Herbs og frá íslensku fyrirtæki, Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd, sem vinnur sínar húðvörur úr ís- lenskum jurtum. Einnig hefur hún ýmiss konar fatnað og skart til sölu. Auk Eddu Bjargar vinnur í verslun- inni Kristín Pálsdóttir. Náttúrubúðin verður opin frá klukkan 11–17 alla virka daga og laugardaga frá klukkan 14–16. Náttúrubúðin – ný verslun í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið. GÖTUSMIÐJAN mun í byrjun desember hefja sölu á vernd- arengli til styrktar meðferðar- heimilinu á Árvöllum. Salan er for- varnarstaf í samvinnu við íþróttafélög landsins og valdar verslanir. Verndarengillinn er lítið silfur- litað barmmerki, framleitt af Götu- smiðjunni í minningu þeirra sem lotið hafa í lægra haldi í baráttunni við vímuefni. Sala verndarengilsins er fjármögnunarleið til að geta mætt mikilli aðsókn ungmenna í meðferðarpláss á Árvöllum. Sala verndarengilsins hjá íþróttafélögum stendur frá 1. til 7. desember. Frá 8. til 24. desember verður engillinn til sölu í versl- unum, segir í fréttatilkynningu. Götusmiðjan sel- ur verndarengil ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.