Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 35             !  "          ! "# " $%&% # $   %"$ & '() * +& $ " * ! &  *  , $  & -*  +  $ &$ . / !0 + 1 & 2  $  +  1 +  * &  ! ÞAÐ eru sennilega ekki margir íslenskir tónlistarunnendur sem þekkja mikið til finnskrar tónlist- ar. Nafn Síbelíusar trónir þar of- ar öllu og hefur vafalítið skyggt á nöfn fjölda annarra og ágætra tónskálda. Finnsk sönglist hefur þó ratað hingað, bæði gegnum kóra landsins og með mörgum þekktustu söngvurum Finna sem hafa heimsótt okkur. Þar kannast fólk eflaust við nöfn eins og Jorma Hynninen, Petteri Sal- omaa, Soile Isokoski, Kim Borg, Martti Talvela, Monica Groop, Raimo Laukka og Esa Ruuttunen. Ágúst Ólafsson baritonsöngvari stundar söngnám við Síbelíus- arakademíuna í Helsinki, og nú er hann kominn hingað heim með tvo félaga sína með sér, írsk- finnska tenórinn Niall Chorell og rússneska píanóleikarann Kiril Kozlovski, en þeir eru allir á lokastigi í námi við Síbelíusar- akademíuna. Þremenningarnir flytja landanum finnsk sönglög á Tíbrártónleikum í Salnum í kvöld kl. 20, og þar gefst söngvinnum Íslendingum því tækifæri til að kynnast finnskri sönglagahefð enn betur. Ágúst segir Finna mjög stolta af söngarfi sínum og að finnsk sönglög skipi því veiga- mikinn sess í námskrá söngnem- enda við Síbelíusarakademíuna. „Ég varð strax heillaður af þess- um kraftmiklu lögum og mig hef- ur lengi dreymt um að geta deilt þessari upplifun minni með ís- lensku söngáhugafólki. Niall Chorell hefur þegar vakið athygli í Finnlandi og stigið á verðlauna- pall í þremur stórum innlendum söngkeppnum, og píanóleikarinn, Kiril Kozlovski, sem er ungur að árum, hefur einnig unnið til margra verðlauna.“ Sjálfur hefur Ágúst einnig not- ið ýmissa viðurkenninga fyrir söng sinn. Hann segir tónleikana bera yfirskriftina Söngvar þög- ullar þjóðar, og forvitni blaða- manns á mótsögninni sem í henni felst var samstundis vakin. „Við vorum beðnir að finna nafn á tón- leikana, og þegar við strákarnir fórum að ræða það, datt Niall þetta í hug. Hann er hálfur Íri og mjög félagslyndur, og finnst Finn- arnir oft ansi þöglir og ekki bein- línis skrafhreifnir. Það er líka skemmtileg mótsögn í þessu, því þótt Finnarnir geti verið þöglir og þungir í persónulegum sam- skiptum, þá eru þeir mjög söng- elskir.“ Síbelíus, Merikanto og Kilpinen Það verða ekki bara lög eftir Síbelíus á efnisskránni, heldur marga aðra af fremstu sönglaga- smiðum Finna. Í þeim hópi eru Oskar Merikanto og Yrjö Kilp- inen. „Kilpinen var mjög vinsæll í Þýskalandi á sínum tíma, og mik- ið sunginn af þýskum ljóðasöngv- urum á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hann átti sína frægð að miklu leyti nasistunum að þakka, enda kom hann úr Norðrinu. Hann hefur eflaust goldið þess á síðari tímum, og er ekki mikið sunginn utan Finn- lands. Þó er það að breytast núna, því söngvarar eru farnir að leita miklu meira að minna þekkt- um tónskáldum. Kilpinen á ábyggilega eftir að verða vinsælli aftur.“ Þeir syngja lög eftir Levi Madetoja, en hann þekkja Íslend- ingar líklegast betur sem sinfón- ískt tónskáld, enda hefur Sinfón- íuhljómsveit Íslands lagt rækt við hann og gefið tónlist hans út á geisladiskum. „Hann samdi þó líka mörg gullfalleg sönglög.“ Erkki Melartin var nemandi Síb- elíusar og Ágúst segir sönglög hans létt og glaðleg. Toivo Kuula er enn annað tónskáld sem samdi stór og dramatísk sönglög. „Hann átti rætur að rekja til Austur- Finnlands, og Finnar segja að þeir sem þar búi séu skapheitari en gengur og gerist. Tónlist hans er mjög sterk og áhrifamikil.“ Gestur Fischers- Dieskaus Ágúst er nýkominn frá Þýska- landi, þar sem hann var gestur Dietrichs Fischers-Dieskau, sem bauð honum á tveggja vikna söngnámskeið á heimili sínu í Berlín. Ágúst var á söng- námskeiði hjá honum í Stuttgart í haust, og í framhaldi af því fékk hann þetta höfðinglega boð frá þessum þekktasta ljóðasöngvara heims. Það fylgdi, að ef hann þægi boðið myndi Dieskau bjóða honum á enn annað námskeið hjá sér í lok janúar, og því lyki með tónleikum í kammertónleikasal Fílharmóníunnar í Berlín. Þar verða fyrirmenni og forsprakkar úr söngheimininum og hlýtur þetta tækifæri að vera einstakt fyrir ungan söngvara. Ágúst segir aðstöðu til söng- náms í Síbelíusarakademíunni al- veg einstaklega góða, þar sé allt eins og best verður á kosið. Hann segir að Finnarnir leggi mikla áherslu á að ná fram miklum hljómi í röddinni, og í því hafi hann verið að vinna. En þeir eru ekkert mikið að hugsa um smáat- riði og fínessur. „Söngmátinn hjá Finnum er öðruvísi en til dæmis í Þýskalandi. Það einkennir finnska söngvara meir en annað, að þeir eru mjög kraftmiklir á sviði og hafa geysilega sterka nærveru. Það er mikið gefið í – blóð, tár og sviti, en vantar kannski meira að þeir gefi sig að fínu dráttunum. Finnskir tónleikagestir eru hrifn- ir af mikilli dramatík. Ljóðasöng- urinn er þeim ekki alveg í blóð borinn, þeir syngja sín lög, sem þeir mála sterkari litum og stærri penslum.“ Félagi Ágústs, Niall Chorell, hefur þegar fengið sitt fyrsta óp- eruhlutverk í Finnsku þjóðaróper- unni. Þar syngur hann í óperu Rossinis, Veginum til Reims, en leikstjóri er enginn annar en ítalska Nóbelsskáldið Dario Fo, sem er farinn að gefa sig talsvert að óperuleikstjórn á síðustu ár- um. Ágúst segir Niall afburðagóð- an söngvara og að mikils sé af honum vænst í Finnlandi. „Hann hefur til dæmis betri píanissimó- hljóm en nokkur annar söngvari í Síbelíusarakademíunni.“ En finnsk dramatík er dagskip- anin í Salnum í kvöld, í finnskum sönglögum sem þeir Ágúst Ólafs- son, Niall Chorell og Kiril Kozl- ovski flytja. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Ágúst Ólafsson, Niall Chorell og Kiril Kozlovski á tónleikum í Salnum Söngvar þögullar þjóðar Ágúst Ólafsson Niall ChorellKiril Kozlovski INNSTI kjarni sígildrar tónlistar- upplifunar var enn í hávegum hafður á mjög vel sóttum tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnudaginn var. Auk hins alkunna Píanókvintetts Schuberts í lokin voru tvö verk á boðstólum af mun „rarara“ tagi, Píanókvintett eftir Johann Nepomuk Hummel og þáttur eftir Gustav Mahler frá 17. aldursári. Það sást glöggt á alllöngum (rúmar 13’) Þætti Mahlers hvað hann var þegar í æsku maður stórra forma og furðusjálfstætt þenkjandi þrátt fyrir augljós og eðlileg Brahms-áhrif. Hér fór slyngilega saman tvinnuð og til- finningaþrungin tjáning sem boðaði verðandi sinfóníska breidd. Heildin óskýrðist að vísu svolítið vegna full- sterks píanóleiks og sumir hæstu strengjastaðir voru frekar sárir, en samspilið gaf þó athyglisverða innsýn í bráðefnilegar unglingsgáfur. Það versta sem sagt verður um Sil- ungskvintett Schuberts er hversu oft hann er fluttur. Um Píanókvintett Hummels í Es-dúr (ekki moll) hversu sjaldan. Raunar mundi undirritaður varla eftir að hafa heyrt hann áður, hvað þá á tónleikum, og gilti það ef- laust um fleiri áheyrendur. Þótt varla verði komizt lengra frá A-dúr en til Es, eru bæði verkin fyrir sömu áhöfn (píanó, strengjatríó og kontrabassa), en við fyrstu heyrn virtist kammer- stykki Hummels ekki aðeins hug- myndafrjórra en Silungurinn ef nokk- uð var heldur einnig natnar unnið. Afbragðs velheppnað kammerverk, gætt ferskum bráðgrípandi stefjum með beethovenska snerpu í scherzo- kenndum „Menuettnum“ (II.), fleytt áfram af mozarzkri mýkt og perlandi chopinskum slaghörpuþokka. Það var í meira lagi vel til fundið að grafa þetta meistaraverk (samið 1821 í Weimar) upp úr gleymskunnar dái og virðist full ástæða til að kanna í kjöl- farið hvað fleira gæti leynzt í handraða þessa fyrrum píanónemanda Mozarts. A.m.k. renndi frískleg túlkun hópsins gildum stoðum undir þvílík hugboð. Með fullri virðingu fyrir snilligáfu Schuberts, sem vissulega tókst betur upp með Píanókvintett sínum í A-dúr en fyrirmynd verksins – Septett Beethovens í Es-dúr Op. 20 (hvern Ludwig þoldi reyndar aldrei eftir að hann varð vinsæll með ólíkindum) – þá þykir manni í seinni tíð líða einum of skammt á milli konsertuppfærslna á þessu háttelskaða verki. Það hljóta að finnast fáheyrðari píanókvintettar með kontrabassa. Allt um það var verkið vel og snaggaralega flutt, ekki sízt þökk sé bragðmiklu framlagi pí- anistans sem mótaðist af samvinnu- þýðri lipurð, eftirtektarverðu úthaldi og glitrandi nákvæmni í jafnvel veik- ustu tónarunum. Meistaraverk grafið úr gleymsku TÓNLIST Bústaðakirkja Mahler: Þáttur f. píanókvartett. Hummel: Píanókvintett í Es Op. 87. Schubert: Sil- ungskvintettinn. Anna Áslaug Ragn- arsdóttir, píanó, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Þórun Ósk Marínósdóttir, víóla, Richard Talkowsky, selló, Hávarður Tryggvason, kontrabassi. Sunnudaginn 24. nóvember kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson BRESKI píanóleikarinn Simon Marlow hélt tónleika í Norræna hús- inu á dögunum. Marlow hóf tón- leikana með flutningi á fimm sónötu- æfingum (B-dúr, d-moll, b-moll, d-moll og C-dúr) eftir Scarlatti. Leik- ur Marlows var einkar skýr og án notkunar pedals, sem fer þessum sembalverkum einkar vel og var leik- ur Marlows sérstaklega góður og líf- legur í þeirri síðustu, C-dúr-sónöt- unni. Sónata í A-dúr eftir Haydn var næst á efnisskránni, en ekki var til- greint númerið á þessari sónötu en aðeins ein A-dúr sónata er til í heild, því aðrar eru ýmist eftir aðra höf- unda (Pleyel o.fl.), glataðar eða að- eins til að hluta. Þrátt fyrir að són- atan væri skýrlega leikin, var ekki mikið af snilld Haydns í þessari són- ötu. Impromtan fræga, í B-dúr op. 142 eftir Schubert, er eitt að þeim verk- um sem allir lengra komnir píanó- nemendur spreyta sig á. Það vantaði punktinn yfir i-ið, hvað varðaði snerpu og syngjandi túlkun í þetta undur fallega verk meistarans. Sex prelúdíur, allar úr 2. prelúdíu- bókinni eftir Debussy, voru að mörgu leyti fallega fluttar, en án þeirrar snerpu sem þessi verk gefa oft tilefni til, eins og t.d. í Hafgúur (Ondine) en þó sérstaklega í Flugeldum (Feux d’Artifice). Fyrsta prelúdían, Fölnuð lauf (Feuilles mortes), var fallega flutt. Marlow lauk tónleikunum með fallegu og elskulegu sónatínunni eftir Ravel, sem er í raun eitt samfellt lag, er gerir ekki miklar kröfur til píanist- ans en gefur honum tækifæri til fal- legrar tónmótunar, sem Marlow nýtti sér. Marlow er góður píanóleikari, lék fallega en var ekki tilþrifamikill í útfærslu viðfangsefnanna. Sérstak- lega hefði mátt láta „þjóta“ meira í pí- anóinu í sumum af prelúdíunum eftir Debussy, en bestur var leikur Marl- ows í æfingasónötunum eftir Scarl- atti, þar sem tær og hófstilltur leikur hans naut sín einkar vel. Tær og hófstillt- ur leikur TÓNLIST Norræna húsið Simon Marlow flutti verk eftir Scarlatti, Haydn, Schubert, Debussy og Ravel. PÍANÓTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson KAMMERKÓR Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, heldur tónleika í Kristskirkju kl. 20.30 í kvöld. Organisti á tónleikunum verður Steingrímur Þórhallsson og einsöngvari Loftur Erlingsson. Hildur Hákonardóttir sér um list- ræna umgjörð og mun fyrst og fremst styðjast við verk eftir William Blake. Fluttir verða m.a. kaflar úr sálumess- um eftir Gabriel Fauré, Duruflé, Jón Leifs, Jehan, Alain o.fl. Kórinn hefur starfað frá árinu 1997 og koma söng- félagar víða af Suðurlandi. Brot úr sálu- messum í Kristskirkju HAFNFIRSKUM listamönnum gefst kostur á að dvelja í gistivinnu- stofu í Künstlerhaus Cuxhaven í 1–3 mánuði árin 2003 og 2004, á tíma- bilinu mars–maí og er dvölin í tengslum við vinabæjasamskipti Hafnarfjarðar og Cuxhaven. Hafnarfjarðarbær greiðir fargjald en vinarbæjarfélagið í Cuxhaven greiðir fyrir afnot gistivinnustofu. Ef listamenn eru alla þrjá mánuðina er möguleiki á að ljúka dvölinni með sýningu. Sjá nánar á www.kuenstler- haus-cuxhaven.de Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu menningarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar Vesturgötu 8. Býðst vinnustofa Jólasveinarnir þrettán eftir Elsu E. Guðjónsson, textíl- og búninga- fræðing er komin út í fjórða sinn, aukin og endurbætt. Bætt hefur verið við aðaltextann vísum og myndum. Bókin er öll litprentuð, skreytt sérhönnuðum útsaumuðum mynd- um eftir höfund. Myndirnar eru saumaðar úr íslensku einbandi með gamla íslenska kross- saumnum, en leiðbeiningar um saumgerðina er að finna aftast í bókinni. Jólasveinarnir þrettán komu fyrst út fyrir jólin 1998 og kom bókin tvisvar út óbreytt en nú eru í henni þrettán sjónablöð, þ.e. reita- munstur með litatáknum af öllum jólasveinunum, og enn fremur er myndskreytt kynning á útsaumuðu jólasveinadagatali sem höfundur hefur hannað. Í Jólasveinunum þrettán segir frá íslensku jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum á ís- lensku, dönsku og ensku. Höfundur gefur út. Bókin er 88 blaðsíður, 10,5x10,5. Þjóðfræði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.