Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIMAR Einarsson leigubílstjóri er fastheldinn maður að upplagi og í 55 ár hefur hann ekið leigubíl hjá BSR. Sextánda desember nk. er síð- asti dagurinn í vinnunni áður en hann leggur leyfið sitt inn og hættir leigubílaakstri fyrir fullt og allt, daginn fyrir 76 ára afmælið. „Ég er búinn að eiga sömu kon- una í yfir 50 ár, sömu íbúðina í 45 ár og hef verið í sömu vinnunni í 55 ár. Þannig að ég er lítið fyrir að breyta til,“ segir Ingimar. Það var í maí árið 1947 sem hann hóf að keyra leigubíl hjá BSR þá tvítugur að aldri. „Ég kom nú bara ungur maður úr sveitinni og fannst spennandi að fara til Reykjavíkur og fara að keyra leigubíl.“ Hann stofnaði síðar til fjölskyldu og árin liðu. „Þetta er auðvitað litríkt starf og maður er alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk og auðvitað líka sama fólkið.“ Hann hefur ekið farþegum úr öllum þjóðfélagshópum, ráðherrum, for- setum, hefðarfrúm, brúðhjónum, ógæfumönnum og allt þar á milli. Fyrsta árið sem Ingimar ók leigubíl varð hann fyrir því óhappi að lítill drengur hljóp fyrir bílinn en sem betur fer meiddist hann lít- ið. Eftir það hefur hann ekið óhappalaust um götur bæjarins, sem hefur margfaldast að stærð. „Í upphafi voru sárafáar götur malbikaðar og Hringbrautin var ekki malbikuð. Í dag er það algjör tilviljun ef maður þarf að aka út af malbiki,“ segir hann um þær gríð- armiklu breytingar sem orðið hafa í borginni á umliðnum áratugum. Í gegnum árin 55 hefur Ingimar átt rúmlega 20 bíla. Í upphafi var það Dodge árgerð 1942, fimm ára gamall. „Við fengum ekki nýja bíla í þá daga.“ Í dag ekur hann um á Hyundai Sonata. Hefur keyrt á fjórðu milljón kílómetra Á hverju ári hefur Ingimar ekið rúma 60 þúsund kílómetra eða á fjórðu milljón kílómetra í það heila. Til gamans má geta að það jafn- gildir fjórum sinnum vegaglengd- inni fram og til baka milli jarð- arinnar og tunglsins og rúmlega það! Sú breyting er einnig að verða á högum hans að hann er að flytja úr Bugðulæknum þar sem hann hefur búið í 45 ár og í nýtt hús í Laug- arlæk. Þá hyggur Ingimar á ferðalög eftir að hann er sestur í helgan stein en hann segist hafa verið dug- legur að taka sér frí í gegnum árin vegna ferðalaga og níu sinnum heimsótt dóttur, tengdason og barnabörn í Ástralíu. Ingimar vill að lokum þakka sam- starfsmönnum sínum á BSR fyrir samfylgdina í gegnum árin sem hann segist kveðja með söknuði. Ingimar Einarsson lætur brátt af störfum eftir að hafa ekið leigubíl hjá BSR í rúm 55 ár Fastheldinn maður að upplagi Morgunblaðið/Jim Smart „Helsti kosturinn við starfið er frjálsræðið. Maður getur tekið sér frí án þess að spyrja nokkurn mann og svo getur maður bætt á sig vinnu ef maður þarf á að halda,“ segir Ingimar sem lætur af störfum í næsta mánuði. NÝTT kortatímabil hefst 7. des- ember og er búist við að jóla- verslun taki kipp í kjölfarið. Sig- urður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist hafa heyrt af því að jólaverslunin hafi ekki verið ýkja fjörug hingað til. Hljóðið var þó gott í þeim kaup- mönnum sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Sigurður segir greinilegt að fólk hafi minni fjárráð en oft áð- ur og sé varkárara í útgjöldum. Því verði kaupmenn að hafa meira fyrir því að selja vörur sínar. „Það er áberandi meira framboð af ódýrari vöru og það eru afslættir og tilboð í gangi sem aldrei fyrr,“ segir Sigurður. Þá hafi milt veður undanfarnar vikur ekki ýtt undir jólaskapið og sjálfsagt væri jólaverslunin komin á meira skrið ef það væri snjór í byggð. Sigurður segir al- veg ljóst að jólaverslunin taki mið af kortatímabilum og því víst að hún aukist 7. desember þegar nýtt kortatímabil hefst. Hefst fyrir alvöru 10. desember Gunnar B. Dungal fram- kvæmdastjóri Pennans-Ey- mundssonar segir bóksölu hafa verið góða og svipaða á síðasta ári. „Þannig að við berum okkur vel,“ segir hann. Aðspurður seg- ist hann ekki sjá merki þess að fólk hafi minni fjárráð. „Það mælist aukning þótt lítil sé,“ segir Bolli Kristinsson, kaupmaður í Sautján. Verslun hafi verið með hefðbundnum hætti en hann segir að jólaversl- un hefjist ekki af krafti fyrr en 10. desember. „Í gamla daga voru stóru vinningarnir í Happ- drætti Háskólans dregnir út 10. desember en í dag tekur versl- unin meira mið af kortatímabil- um,“ segir hann. Um þetta leyti sé fólk fyrir alvöru að komast í jólaskap og verslanirnar séu opnar lengur. Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, kann- ast heldur ekki við að jólaversl- un fari hægt af stað. Að hans sögn hafa verðtilboð m.a. á ís- lenskri tónlist og barnafatnaði heppnast vel og mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum. „Það er mik- il barátta á markaðnum og neyt- endur eiga að geta notið þess mjög vel í innkaupum,“ segir hann. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA, segir hamingju og gleði ríkja í verslun IKEA í Holtagörðum. Verslun hafi verið meiri en á sama tíma í fyrra og telur Jóhannes greini- legt að fólk ætli að hefja jólainn- kaupin snemma en taka sér svo góðan tíma til að njóta jólanna. Kaupmenn segja að jólaverslunin muni taka kipp eftir 7. desember Kortatíma- bil ræður hrynjandinni herrar ESB gangi endanlega frá samningskröfunum 9. desember og að formlegar viðræður EES/EFTA- ríkjanna og bandalagsins hefjist 9. janúar. Erfiðir samningar „Samningamenn eru ekki lengur bundnir af því að sækja eftir ýtrustu og óraunhæfustu kröfum eins og gert var ráð fyrir í upphaflegum tillögum,“ segir Halldór Ásgrímsson. „Það er meðal annars vitnað til landfræðilegr- ar stöðu, sem við lögðum verulega áherslu á í okkar málflutningi. En við „ÞESSAR kröfur eru ennþá mjög miklar. Við teljum hins vegar að við höfum náð ákveðnum árangri að því leyti að Evrópusambandið virðist gefa meira svigrúm til samninga við EES/EFTA-ríkin en áður,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Embættismenn Evrópusambands- ins í svonefndum EFTA-hópi náðu í fyrrakvöld samkomulagi um uppkast að samningsumboði fyrir viðræðurn- ar við EFTA-ríkin, vegna stækkunar bandalagsins, sem standa fyrir dyr- um. Gert er ráð fyrir að utanríkisráð- gerum okkur grein fyrir því að þetta verða erfiðir samningar og þeir gætu tekið töluverðan tíma. Að því er varðar kröfur um bættan aðgang fyrir fisk, þá er ennþá tenging við fjárfestingar í sjávarútvegi. Þó það sé ekki útilokað að það geti átt sér stað tollalækkanir, þá er gengið út frá því að það gerist í gegnum bókun 9.“ Utanríkisráðherra segir það svig- rúm sem nú sé að finna í samnings- umboðinu m.a. felast í því að ekki séu jafn beinar tilvísanir í greiðslur í upp- byggingarsjóð ESB og ekki jafn af- dráttarlaust orðalag og áður var. „Samningsumboðið er ekki hreinir úrslitakostir eins og upphaflegi text- inn var að mínu mati,“ segir Halldór. Utanríkisráðherra segir engan vafa leika á því að samtöl við fulltrúa einstakra aðildarríkja að undanförnu, þar sem lögð var áhersla á að gera grein fyrir afstöðu Íslands, hafi skilað nokkrum árangri. „En það eru hins vegar samningarnir sjálfir sem ráða úrslitum um hvernig þetta fer. Við göngum út frá löngum og ströngum samningum. Viðræður hefjast trúlega fljótlega á næsta ári því áhersla verð- ur lögð á að ljúka þessu samhliða stækkuninni,“ segir Halldór. Utanríkisráðherra segir árangur af samtölum við ESB Bandalagið virðist gefa meira svigrúm til samninga ÍSLENDINGAR skera sig frá öðrum Norðurlöndum í mikilli aðsókn að leikhúsum og söfnum. Á seinasta ári fóru 97 af hverjum 100 Íslendingum í leikhús hér á landi. Til samanburðar voru sýningargestir leikhúsa í Dan- mörku 44 af hverjum 100 íbúum, 38 í Svíþjóð, 35 í Finnlandi, 33 í Noregi og 21 af hverjum 100 íbúum Færeyja sóttu leiksýningar í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í Norrænu tölfræðiárbókinni 2002, sem er ný- komin út. Aðsókn að söfnum er einnig mun meiri hér á landi en meðal annarra Norðurlandaþjóða, sem hlutfall af íbúafjölda. Alls komu 1.055.082 gestir, innlendir og erlendir, í íslensk söfn á árinu 2000 eða sem svarar nánast til fjórfalds fjölda íslensku þjóðarinnar. Sambærilegar aðsóknartölur að söfn- um á hinum Norðurlöndunum eru 188 á hverja 100 íbúa í Danmörku, 189 í Noregi, 185 í Svíþjóð og 94 af hverj- um 100 íbúum í Finnlandi. Sætafjöldi í kvikmyndahúsum er hvergi meiri en á Íslandi af öllum Norðurlöndunum ef miðað er við fjölda íbúa. skv. samanburðartölum Norrænu tölfræðiárbókarinnar. Á síðasta ári voru 26 kvikmyndahús starfrækt á Íslandi. Sýningarsalir voru 52 og sætafjöldi 10.653, eða 38 sæti á hverja 1.000 íbúa. Það eru þrisvar sinnum fleiri sæti í kvik- myndasölum miðað við fjölda íbúa, en í Danmörku og Finnlandi og þriðj- ungi fleiri sæti en í Noregi og Svíþjóð. Alls voru frumsýndar 164 kvik- myndir á Íslandi á seinasta ári og eru það nokkru færri myndir en á öðrum Norðurlöndum. Í Svíþjóð voru frum- sýndar flestar kvikmyndir í fyrra eða 204. Næstir komu Norðmenn með 192 frumsýningar. Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildarfjölda kvikmynda sem sýndar voru í fyrra er lægra hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Íslendingar duglegir að sækja söfn og leikhús    !   $ %  $ %&  '   !    $ %&  '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.