Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAXASLÁTRUN er hafin hjá fisk- eldisstöðinni Sæsilfri í Mjóafirði og hefur um 70 tonnum af fiski verið slátrað frá því í byrjun þessa mán- aðar. Meðalþyngd laxins er um 5 kg og hann aðallega seldur á Banda- ríkjamarkað eftir vinnslu á Norð- firði. Stærsti eldislaxinn var 21 punds bolti eftir 16 mánaða eldi og bætir Ingólfur Sigfússon stöðvarstjóri við að fáeinir laxar af þessari þyngd hafi komið upp úr kvíunum. Hann segir afurðirnar í heild ágætar og engar kvartanir hafa borist frá kaupendum. Slátrunin stendur sem hæst um þessar mund- ir og segir Ingólfur að vænta megi 100 tonna fyrir jól. Bakteríusýk- ingar hafa leikið laxinn grátt í kví- unum og hafa á milli 3 og 400 lax- ar drepist á dag af þeim völdum. Bakterían herjar á fiskinn ef hann fær sár af því að nuddast ut- an í kvíanótina, en slíkt getur hent ef fiskurinn ræður ekki við sig í sterkum sjávarstraumi. „Ef þeir missa hreistur ræðst bakterían á sárið,“ segir Ingólfur. Þrátt fyrir að þetta hafi ekki áhrif á gæði fisksins sem matvöru er það engu að síður stefna fyrir- tækisins að farga honum. „Við þor- um ekki að láta hann frá okkur því ef eitthvað kemur upp með svona fisk svertir það orðspor fyrirtæk- isins.“ Morgunblaðið/RAXSigfús Vilhjálmsson og Guðleifur Einarsson hjá Sæsilfri í miðri sláturtíð í Mjóafirðinum. 21 punds bolt- ar að koma upp úr kvíunum STÖÐVARHÚS Kárahnjúkavirkjunar og mannvirki tengd því verða um 800 metra inni í fjallinu Teigsbjargi sem gnæfir yfir Valþjófsstað í Fljótsdal, 600 metra hátt. Meðfylgjandi þrívíddarmynd frá fyrirtækinu ONNO er birt í nýju fréttabréfi Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen hf. sem að undanförnu hefur unnið að hönnun virkjunarinnar og gerð útboðsgagna. Tilboð í gerð stíflu og aðrennslisganga Kárahnjúka- virkjunar verða opnuð föstudaginn 6. desember næst- komandi. Á myndinni efst til vinstri koma tvær þrýstivatns- pípur, bláar að lit, úr aðrennslisgöngum í 430 metra hæð niður í stöðvarhúsið. Þaðan er vatnið leitt 1.100 metra löng og 9 metra víð frárennslisgöng niður í Fljótsdal. Aðkomuhús er þjónustu- og verkstæðishús ofanjarðar og frá því liggja 800 metra löng og 7,5 metra víð aðkomugöng að stöðvarhúsinu. Frá spenna- sal við stöðvarhúsið, grænt að lit, liggja sérstök strengjagöng út að tengivirkishúsi og þaðan liggja svo háspennulínurnar frá fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun.                Tölvumynd/ONNO Mannvirkin 800 metra inni í Teigsbjargi PÓSTSENDINGAR frá hinu op- inbera til dánarbúa skila sér ekki alltaf í hendur erfingja þar sem slíkar sendingar eru stílaðar á síð- asta skráða heimilisfang hins látna, en ekki til þeirra sem hafa umsjón með dánarbúinu. Á Hag- stofunni og hjá Ríkisskattstjóra- embættinu er það vel þekkt vandamál að póstur berist ekki erfingjum eftir að húsnæði hins látna hefur verið selt til nýrra eig- enda. Sóley Ragnarsdóttir, deildar- stjóri í þjóðskrá á Hagstofu Ís- lands, segist vita af því að erfingj- ar og umsjónarmenn dánarbúa hafi lent í vandræðum þar sem op- inberar stofnanir sendi póst sem tengist dánarbúinu á þann stað sem einstaklingurinn átti síðast lögheimili. Þegar einstaklingar deyja eru þeir teknir af þjóðskrá en upplýsingar um hinn látna, m.a. annars síðasta lögheimili við- komandi, eru skráðar í svo kallaða horfinna manna skrá. Yfirleitt tekur um ár að ganga frá dánarbúi, á þeim tíma er ekki óalgengt að húsnæði hins látna sé selt og nýir eigendur flytji inn. Póstsendingar á dánarbúið berast hins vegar áfram á gamla heim- ilisfangið. Morgunblaðið þekkir dæmi þess að erfingjar hafi lent í miklum vandræðum vegna þess- arar stöðu. Brugðu erfingjarnir á það ráð að óska eftir því hjá póst- húsinu í hverfinu að sendingum á dánarbúið yrði beint til umsjón- armanns þess, en það gekk ekki alltaf eftir og komu sumar póst- sendingar aldrei í leitirnar. Sóley segir þetta vera vanda- mál sem þær opinberu stofnanir sem sendi póst á dánarbú þurfi að taka á. Í slíkum tilfellum sé ekki rétt að miða við upplýsingar úr þjóðskrá. Hægt sé að afla sér upp- lýsinga um hverjir séu í forsvari fyrir dánarbú hjá sýslumönnum á hverjum stað. Dánarbú geti ekki átt sér lögheimili, nema þau séu skráð í fyrirtækjaskrá sem hluta- félag en það hafi ekki tíðkast. Þarf lagabreytingu Aðspurð hvort mögulegt sé að Hagstofan skrái umsjónarmann dánarbús í horfinna manna skrá, segir hún að til þess þyrfti laga- breytingu. Það sé ekki innan verk- sviðs þjóðskrár og að horfinna manna skrá sé aldrei breytt, þar séu eingöngu upplýsingar sem liggi fyrir um viðkomandi einstak- ling á dánardag. Steinþór Haraldsson, lögfræð- ingur hjá Ríkisskattstjóraemb- ættinu, segir að póstsendingar frá stofnuninni séu sendar út miðað við skattgrunnskrá sem sé að um 99% leyti byggð á þjóðskrá. Erf- ingjar geti ekki látið vita hvert eigi að senda póstsendingar á dánarbú selji þeir heimili hins látna. Skrárnar séu þungar, þó þær séu góðar til síns brúks og því séu frávik erfið. Steinþór bendir á að skipta- stjóri sé skipaður þegar fyrirtæki verði gjaldþrota og þar af leiðandi tekin út af þjóðskrá. Því séu þrotabú skráð á heimilisfang og það sama þyrfti að gilda fyrir dán- arbú. Steinþór segist þekkja til þessa vandamáls og segir að nú sé verið að endurskoða hvernig stað- ið sé að öllum sendingum frá stofnuninni. Mörg dæmi um að póstsendingar á dánarbú skili sér ekki til erfingja Dánarbú eiga ekki lögheimili STORKURINN í Breiðdal er ennþá á lífi og virðist ekkert fararsnið á honum. Hefur hann nú þraukað hér í tvo mánuði, eða allt frá því hann hraktist af leið til vetrarstöðvanna, líklega í Afríku. Þótt hann eigi að venjast heitu loftslagi á veturna slapp hann lifandi úr klóm Frosta á dögunum, þegar 12 stiga íslenskum gaddinum tókst ekki að yfirbuga hann. Storkurinn heldur sig í nágrenni Ásunnarstaða og sáu börnin á bæn- um hann á þriðjudaginn. Hann er mjög rólegur og hefur fengið margar heimsóknir fólks, enda fáheyrt að slíkur fugl flækist hingað til lands. Stöðugar rigningar og hlýindi hafa verið Austanlands að undanförnu og er talið að storkurinn muni geta lifað á meðan hann kemst í æti í opnum lækjum. Þótt hann sé spakur og vin- sæll hefur hann ekki fengið matar- gjafir og þaðan af síður hefur honum verið gefið heiti. Ekkert fararsnið á storkinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.