Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALCAN er annað stærstaálfyrirtæki heimsins envelta þess losaði jafnvirði1.000 milljarða íslenskra króna í fyrra og starfsmenn þess eru um 48 þúsund í 38 löndum. Travis Engen, aðalforstjóri og æðsti yfir- maður Alcan, segir að þótt yfirbragð heimsóknarinnar virðist kurteislegt séu raunverulegar kurteisisheim- sóknir fátíðar í þessum geira; hann hafi m.a. viljað kynnast starfsemi Alcan á Íslandi (ISAL) af eigin raun og kynna sér betur möguleg tæki- færi fyrir Alcan hér á landi. Engen er 58 ára gamall, fæddur í Kaliforníu og lauk háskólaprófi í flugvélaverkfræði frá MIT. „Annars ætti ég að heita Travis Jonsen en ekki Travis Engen. For- feður mínir fluttu frá Noregi, nánar tiltekið frá Alvdal á Heiðmörk, til Kanada um 1860 og þaðan til Wis- consin í Bandaríkjunum. Ættfaðir- inn hét Peter Jonsen en það voru svo margir Norðmenn á þessu svæði í Bandaríkjunum og líklega allt mor- andi af Petersenum og Jonsenum og því tók hann upp nafnið Engen sem var nafn á bóndabænum sem konan hans var frá í Noregi.“ Reksturinn gengið vel Spurður um góðan hagnað Alcan á Íslandi segir Engen að síðustu tvö árin hafi raunar ekki verið hagstæð í áliðnaðinum almennt. „Það hefur hægt á í hagkerfum helstu ríkja heimsins og markaðsverð á áli, eins og reyndar mörgum öðrum málm- um, hefur lækkað verulega og er undir því sem við álítum vera lang- tímaverð á áli. En árangurinn í rekstrinum hér á Íslandi sýnir að bæði stjórn og starfsmenn Alcan á Íslandi hafa unnið ákaflega vel þótt ytri skilyrði hafi ekki verið mjög hagstæð. Við erum ánægðir með rekstur Alcan á Íslandi.“ Afkastageta álversins í Straums- vík er ríflega 170 þúsund tonn. Fer stærðarhagkvæmni álvera vaxandi yfir tíma og er stærð álversins í Straumsvík enn viðunandi? „Framleiðslan í ár mun væntan- lega verða um 172 til 173 þúsund tonn. Alcan rekur fimmtán álver í heiminum og álverið í Straumsvík er svona í meðallagi stórt, framleiðslan þar er um einn fimmtándi af heildar- framleiðslu okkar. En bæði orka og flutningar skipta miklu máli og hafi menn t.d. komið upp hafnaraðstöðu er nauðsynlegt að álver nái ákveð- inni stærð. Þegar menn reisa ný ál- ver á nýjum stöðum núna er fram- leiðslugeta þeirra kannski nálægt 400 þúsund tonnum á ári. En að mínu viti snúast tækifærin ekki mest um að reisa ný álver á nýjum stöðum heldur frekar um það að auka fram- leiðslugetuna þar sem hún er þegar fyrir hendi. Slíkt tækifæri er fyrir hendi fyrir Alcan hér á Íslandi og raunar víðar. Vandamálið sem blasir við okkur er því að finna hvar hent- ugast sé að auka framleiðsluna. Sú staðreynd að við höfum ekki enn tek- ið ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík er í raun ekki ábending um annað en að við viljum gefa okk- ur tíma til þess að komast að réttri niðurstöðu. Álverið hér er mjög vel rekið og stjórnun þess góð þannig að það er ekki vandamálið.“ Nú hefur þegar fengist leyfi með skilyrðum frá skipulagsstofnun um stækkun álversins í allt að 460 þús- und tonn. „Við erum stöðugt að athuga möguleika á að auka framleiðsluna þótt áhuginn kunni að vera misjafn frá tíma til tíma. En það skiptir okk- ur vissulega miklu máli að leyfið sé þegar fyrir hendi og þá um leið möguleikinn á stækkun. Það liggur í augum uppi. En það hefur ekki enn verið tekin nein endanleg ákvörðun. Markaðsaðstæður og horfur skipta auðvitað máli en einnig hitt hvað við gerum annars staðar. Við höfum ný- lega lokið framkvæmdum við álver í Québec í Kanada og gætum stækkað það enn frekar. En það hentar okkur ekki á meðan við erum að einbeita okkur að því að slípa framleiðsluna þar. Auk þess þarf að skoða efna- hagsástandið almennt, langtíma- samninga um orku o.fl.. Þannig að það þarf að taka mið af mörgum þáttum sem ekki eru kannski allir í lagi á sama tíma.“ Nú kunna áætlanir eða áform annarra fyrirtækja um framkvæmd- ir hér að hafa áhrif, t.d. á vinnumark- aðinn. Skiptir það máli þegar kostir og gallar stækkunar eru metnir? „Ég get ekki sagt að það atriði sé mjög veigamikið. Þegar menn eru að vega og meta að fjárfesta í fram- leiðslugetu til næstu 40 til 50 ára eða jafnvel lengur hefur ástandið hér og nú ekki ýkja mikið vægi. Ég tel að bygging og síðan rekst- ur álversins í Straumsvík hafi komið bæði okkur, sveitarfélögunum og ís- lenska ríkinu til góða. Þannig að ef þú ert að hugsa um áform Alcoa, held ég að sá árangur sem náðst hef- ur hér á Íslandi frá því á sjöunda áratugnum hafi orðið til þess að styrkja trú annarra, bæði erlendra fyrirtækja og um leið Íslendinga sjálfra, á að hér sé hægt að reka góð álver. Við vonumst auðvitað sjálfir til þess að geta byggt áfram á þeim grunni sem við höfum reist Geti aðrir það einnig er e gott eitt um það að segja.“ Þið berið væntanlega framleiðni vinnuafls og flei álverum ykkar. Hvernig k verið í Straumsvík út í slík anburði? „Við framkvæm kyns rannsóknir og viljum veikleika okkar og styrk. Þ að leyna að álverið í St kemur mjög vel út og star er mjög öflugt. Þetta eru e sem við kjósum að greina get þó sagt að framleiðni er t.d. góð hér þannig að m fulla ástæðu til þess að vera frammistöðu sinni.“ Þær raddir hafa heyrst ver séu ekki lengur reist unum heldur aðeins í þróu unum. Þetta er að hluta t alls ekki að öllu leyti því það álver í iðnríkjunum, t.d. K Ástralíu. En vissulega e þeirra reist í þróunarríkju kjarni málsins snýst alls þróunarlönd eða iðnríki s stæður, það er misskilning aðurinn er orkufrekur ið staðreyndin er sú að í Ban um eða Vestur-Evrópu, nota má orkuna í margs kon leiðslu, er álframleiðsla e lega hagkvæmasti kostu setja dæmið þannig upp vilji ekki reisa álver á Vestu kannski vegna mengunar alls kostar rétt; ný álver þar sem orka er næg og l not fyrir hana. Ísland hef Erum ánægðir rekstur Alcan á Travis Engen tók við starfi aðalforstjóra Alcan í fyrravor. Arnór Gísli Ólafsson hitti Engen í gær og ræddi við hann um reksturinn í Straumsvík, möguleika á stækkun álversins og umhverfismál. Morgunbl ’ Það skiptir miklu fyrir Alca að leyfi fyrir stækkun álvers í Straumsvík sk vera fyrir hend BURT MEÐ TOLLA Tillaga Bandaríkjastjórnar umað afnema alla tolla á fram-leiðsluvöru er allrar athygli verð. Tillagan, sem kynnt var hjá Heimsviðskiptastofnuninni í Genf á þriðjudag, gerir ráð fyrir að tollar á framleiðsluvöru verði lækkaðir í 8% fyrir árið 2010 og síðan afnumdir með öllu fyrir árið 2015. Þetta eru róttækar tillögur og vart að vænta að þeim verði fagnað í öllum herbúðum. Lítið hefur miðað til þessa í Doha-samningalotu Heimsvið- skiptastofnunarinnar, sem hófst síð- astliðinn vetur. Þar eru uppi mjög skiptar skoðanir um flest sem til um- ræðu er, t.d. hvernig hægt er að auka frelsi í viðskiptum með landbúnaðar- afurðir og hvernig eigi að tryggja þróunarríkjum aðgang að mikilvæg- um lyfjum. Fyrr í sumar lagði Banda- ríkjastjórn til að tollar á landbúnað- arafurðir yrðu lækkaðir úr 62% að meðaltali í heiminum í dag í 15% á fimm ára tímabili. Almennt má segja að það sé mjög æskilegt að hafa tolla sem lægsta og frá sjónarmiði neytenda – og raunar hagfræðinnar – er best að afnema þá með öllu. Tollar brengla milliríkja- viðskipti, þeir refsa þeim sem standa sig vel og vernda óhagkvæma fram- leiðslu. Með afnámi þeirra yrðu milli- ríkjaviðskipti auðveldari og ódýrari og framleiðendum yrði ekki lengur refsað fyrir það eitt að framleiða vöru á hagstæðara verði en framleiðandi í öðru ríki. Fjármunum yrði varið með skynsamlegri hætti í hagkerfum allra ríkja, hagsæld myndi aukast og störf- um fjölga. Það má jafnframt færa sterk rök fyrir því að með auknum milliríkjaviðskiptum sé verið að ýta undir stöðugleika í heiminum. Skýr- asta dæmið um slíkt er sú ákvörðun Evrópuríkjanna á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina að efla hin efna- hagslegu tengsl það mikið að ekki myndi lengur borga sig fyrir þau að efna til ófriðar við hvert annað. Nú er mikilvægt að tengja ríki á borð við Pakistan og Afganistan, svo einhver séu nefnd, við hagkerfi heimsins til að draga þar úr fátækt. Þessi ríki fram- leiða mikið af vefnaðarvöru en hún er hátt tolluð á Vesturlöndum, ekki síst í Bandaríkjunum. Hin efnahagslegu áhrif af lækkun eða afnámi tolla, jafnt á landbúnaðar- vörur sem framleiðsluvörur, yrðu gíf- urleg. Í ræðu sem Mike Moore, fyrr- verandi framkvæmdastjóri WTO, flutti fyrr á þessu ári sagði hann að með því að draga úr hindrunum á við- skiptum með landbúnaðarafurðir um þriðjung myndi hagvöxtur á heims- mælikvarða aukast um 613 milljarða dollara. Það jafngilti því að hagkerfi á stærð við Kanada yrði bætt við heim- inn. Þá myndi það auka framleiðslu í heiminum um 2,8 billjónir dollara að fella niður allar hindranir á milli- ríkjaviðskiptum fyrir árið 2015. Að auki myndu skapast um 320 milljónir nýrra starfa. Ekki síst myndu þróun- arríki njóta góðs af þessu. En þótt það blasi við að það sé skynsamlegt að fella niður tolla er veruleikinn flóknari en svo. Við þekkjum sjálf umræðu hér á landi í gegnum árin um hættuna af því fyrir innlenda framleiðslu ef einhverjir til- teknir tollar yrðu lækkaðir eða felldir niður. Nú til dags eru það fyrst og fremst þróunarríki er beita tollum í ríkum mæli. Að sama skapi eru opin- ber útgjöld margra ríkja, ekki síst smærri ríkja, fjármögnuð með tolla- tekjum. Það er vart við því að búast að þau ríki muni taka tillögum um af- nám tolla fagnandi. Eflaust munu mörg ríki spyrja hvort réttlátt sé að þau felli niður tolla af framleiðslu- vöru en komi síðan að lokuðum dyr- um í Evrópu og Bandaríkjunum með landbúnaðarafurðir sínar. Viðræður á borð við þær sem nú fara fram innan Doha-lotunnar byggjast á því að samræma ólíka hagsmuni sem þessa. Vonandi munu þessar tillögur verða til að hleypa lífi í viðræðurnar. FRJÁLSARI VIÐSKIPTI Á NORÐURSLÓÐUM Samskipti Færeyinga og Íslend-inga hafa í aldanna rás einkennst af samhug í orði og verki. Það er því fagnaðarefni að kynntar hafa verið í ríkisstjórninni tillögur að útvíkkun á fríverslunarsamningi þjóðanna frá árinu 1992, en hann tekur til iðnaðar- vara og sjávarafurða. Ef tillögurnar ná fram að ganga verða vöru- og þjónustuviðskipti milli ríkjanna alfarið gefin frjáls og hugs- anlega munu íbúar og fyrirtæki land- anna njóta gagnkvæmra réttinda í landi hins samningsaðilans. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra er tilgangurinn sá að koma á sem mestu frelsi í samskiptum land- anna, bæði í viðskiptum og fjárfest- ingum. Upptök málsins má rekja til þess að eftir að Danmörk varð aðili að ESB hefur útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum til Færeyja í vaxandi mæli þurft að fara í gegnum landamærastöðvar í Danmörku. Ástæðan er sú að Ísland er meðhöndlað sem þriðja ríki hvað varðar innflutning á landbúnaðaraf- urðum. Það hefur í för með sér meiri flutningskostnað og hærra verð. Nú hafa Færeyingar lýst því yfir að þessar vörur eigi frjálsan aðgang að þeirra mörkuðum og að skapaðar verði aðstæður svo þær geti komið beint til Færeyja. Að sjálfsögðu eiga þá Færeyingar að fá jafngreiðan að- gang að íslenskum mörkuðum með vörur sínar. Færeyingar eru sú þjóð sem stend- ur okkur næst, jafnt landfræðilega sem menningarlega. Og engin þjóð hefur sýnt okkur Íslendingum meiri vinarhug á örlagastundu. Það sýndu Færeyingar í verki þegar snjóflóðin féllu fyrir vestan á Flateyri og í Súða- vík. Þess munu Íslendingar ævinlega minnast með þakklæti. En Færeyjar eru jafnframt eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Þess vegna er svo sannarlega kominn tími til að frá þessum fríverslunar- samningi verði gengið. Og í ljósi þeirrar áherslu sem við Íslendingar höfum lagt á samvinnu við nágranna- þjóðir okkar Færeyinga og Græn- lendinga hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé rétt að leita eftir sams- konar samningi við Grænlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.