Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 63 DAGBÓK Töskur og belti Bankastræti 11 • sími 551 3930 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, s. 551 5425 Lítill fatalager til sölu fyrir verslanir eða einstaklinga Jólakjólar - jóladress - skart og leikföng í skóinn Upplýsingar í síma 661 4153 Árnað heilla LJÓÐABROT Það er órétt ef orpið hefr á máskeið mörgu gagni, rammriðin Rökkva stóði, vellvönuðr því er veitti mér. Var eg árvakr, bar eg orð saman með málþjóns morgunverkum, hlóð eg lofköst þann er lengi stendr óbrotgjarn í bragar túni. Egill Skallagrímsson 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 28. nóvember, er sextug Elísa- bet Jónsdóttir, Háagerði 16, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðmundur Ingi Guðmundsson húsasmiður. Þau hjónin taka á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu laugardaginn 30. nóv- ember kl. 16. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 28. nóvember, er fimmtug Mar- grét Bóasdóttir söngkona, Snorrabraut 71, Reykjavík. Af því tilefni verður hún með opið hús á morgun, föstudaginn 29. nóvember, frá kl. 20 í sal FÍH, Rauða- gerði 27, Reykjavík. VESTUR lætur ófriðlega í sögnum. Fyrst teflir hann fram tveimur litum til sókn- ar, en þegar það vekur enga lukku hjá makker, doblar hann geimsögn mótherj- anna. Lesandinn er í suður og fær tækifæri til að láta hart mæta hörðu: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ D6 ♥ 7532 ♦ 1084 ♣ÁKG9 Suður ♠ K743 ♥ KDG106 ♦ KD ♣104 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 2 hjörtu * 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Innákoma vesturs sýnir minnst 5-5 skiptingu í svörtu litunum. Hann leggur niður tígulásinn í upphafi og spilar síðan spaðaás og meiri spaða. Austur fylgir lit. Hvernig er best að spila? Með látum sínum hefur vestur staðsett hvern punkt og teiknað upp skiptinguna. Hann er greinilega með ás- ana þrjá og er að vonast eftir víxltrompun í vörninni. Og honum verður að ósk sinni ef sagnhafi spilar strax trompi: Norður ♠ D6 ♥ 7532 ♦ 1084 ♣ÁKG9 Vestur Austur ♠ Á10952 ♠ G8 ♥ Á4 ♥ 98 ♦ Á ♦ G976532 ♣D8763 ♣52 Suður ♠ K743 ♥ KDG106 ♦ KD ♣104 Austur mun þá trompa spaða yfir blindum og síðan fær vestur stungu í tígli: tveir niður. Þessi örlög má forðast með því að yfirtaka spaða- drottningu og svína tvisvar í laufinu. Spila svo laufás. Austur trompar væntan- lega, en suður yfirtrompar og spilar hjarta. Nú er allt bit farið úr vörninni, því austur er tromplaus. Ef austur lætur hálaufin lifa, hendir sagnhafi tveimur spöðum heima og getur þá yfirtrompað spaðann heima. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 g6 6. Rbd2 Bg7 7. Rf1 O-O 8. Rg3 a6 9. Bxc6 bxc6 10. O-O h6 11. h3 Be6 12. He1 c5 13. Be3 Rd7 14. d4 exd4 15. cxd4 Rb6 16. b3 cxd4 17. Bxd4 a5 18. Bxg7 Kxg7 19. Dc2 a4 20. b4 a3 21. Had1 Kh7 22. Hd4 Rd7 23. e5 De7 24. exd6 cxd6 25. Dd2 Re5 Staðan kom upp á Ólympíu- skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled í Slóveníu. Alex- ander Moroze- vich (2707) hafði hvítt gegn Gabr- iel Sargissjan (2568). 26. Hxe5! dxe5 27. Hh4 h5 28. Rxh5 Dxh4 29. Rxh4 gxh5 30. Dg5 Hfb8 31. Dxh5+ Kg8 32. Dg5+ Kf8 33. Dxe5 Kg8 34. Dg5+ Kf8 35. Df6 Kg8 36. f4 Hxb4 37. Dg5+ Kf8 38. Dc5+ Kg8 39. Dxb4 Bxa2 40. Db7 Ha4 41. Dc8+ Kg7 42. Dc2 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert traustur í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og að gefast upp er ekki til í þinni orðabók. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það eru nokkur mál sem þola enga bið og þú gerir aðeins illt verra með því að slá þeim á frest. Taktu þér tak og kláraðu málin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsaðu ekki of mikið um hvað öðrum finnst um gjörð- ir þínar og haltu bara áfram á sömu braut. Trúðu á sjálf- an þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu þér ekki bregða þótt ókunnir aðilar hafi samband og vilji gefa þér tækifæri á að spreyta þig. Þú ert vel upplagður til stórra átaka. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki hlusta á þá sem segja að draumar þínir geti aldrei ræst. Þú ert á réttri leið eins og koma mun í ljós. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það sem þér kann að virðast undrun á leið þinni er í raun og veru prófsteinn á leið þinni til aukins þroska. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er ekki sjálfgert að þú getir afstýrt öllum þeim óhöppum, sem þú sérð vera í uppsiglingu. Láttu ekki hug- fallast heldur gakktu æðru- laus til verks. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ástæðulaust að láta smámunina vefjast fyrir sér. Vertu óhræddur, gefðu þér góðan tíma til að kanna málavöxtu og taktu svo af- stöðu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Breyttu út af venjunni með því að gera eitthvað alveg nýtt til að örva hugann. Þú færð aðstoð úr óvæntri átt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki smáatriðin fara í taugarnar á þér. Hristu þetta slen af þér og gakktu öruggur til móts við ný og spennandi verkefni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er kjörinn dagur til framtíðaráforma. Farðu samt varlega því einhver reynir viljandi að villa þér sýn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Haltu fast um pyngjuna, það þarf ekki stóra óaðgæslu til að aurarnir fljúgi frjálslega. Auðgaðu því anda þinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Áhugaverðu tilboði verður skotið inná borð hjá þér í dag, en það er betra að verja peningum í eitthvað sem varir lengi eða tryggir fram- tíðaröryggi þitt Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRÚÐKAUP. 27. apríl sl. voru gefin saman í Háteigskirkju af séra Bjarna Karlssyni, Sigrún Snædal Logadóttir og Þor- steinn Waagfjörð. Með þeim á myndinni er dóttirin Logey Rós. Heimili þeirra er í Kópavogi. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík                Siglfirðingar unnu parasveitakeppnina Hörkukeppni var um efsta sætið í Íslandsmótinu í parasveitakeppninni sem spiluð var um helgina. Sveit Estherar Jakobsdóttur leiddi fyrir síðustu umferðina en spilaði gegn sveitinni sem var í öðru sæti í loka- umferðinni. Hvert stig (impi) var verðmætt í þessari viðureign en sveit Bjarkar Jónsdóttur vann leikinn með 18 vinningsstigum gegn 12 og þar með mótið með 131 stigi en sveit Estherar hlaut 130 stig. Lokastaðan varð annars þessi: Björk Jónsdóttir 131 Esther Jakobsdóttir 130 María Haraldsdóttir 122 Anna Ívarsdóttir 121 Ljósbrá Baldursdóttir 120 Ritarar og smiðir 114 Kristjana Steingrímsdóttir 110 Sigursveitin er siglfirzk. Meðspil- ari Bjarkar er eiginmaður hennar Jón Sigurbjörnsson forseti Brids- sambandsins og systkini hans, Stef- anía og Ásgrímur. Kristinn efstur í Gullsmára Ellefta og síðasta umferð í árlegri sveitakeppni Bridsdeildar FEBK Gullsmára var spiluð mánudaginn 25. nóvember. 12 sveitir tóku þátt í keppninni. Beztum árangri náðu: Sveit Kristins Guðmundssonar 219 Sveit Páls Guðmundssonar 210 Sveit Unnar Jónsdóttur 210 Sveit Guðjóns Ottóssonar 173 Sveit Þorgerðar Sigurgeirsd. 172 Síðan var spilaður stuttur tví- menningur. Miðlungur 60. NS Guðjón Óttósson og Guðm. Guðvinsson 78 Páll Guðmundsson og Filip Höskuldsson 66 Díana Kristjánsdóttir og Ari Þórðarson 62 AV Valdimar Lárusson og Einar Elíasson 69 Karl Gunnarsson og Ernst Bachmann 68 Þrjú pör vóru jöfn í þriðja til fimmta sæti með 61: a) Ásta Sigurð- ardóttir og Margrét Sigurðardóttir, b) Einar Markússon og Sverrir Gunnarssons, c) Þorgerður Sigur- geirsdóttir og Stefán Friðbjarnar- son. Gullsmárabrids alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á há- degi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.