Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 45 Klapparstíg 27, sími 552 2522 Jólatilboð á völdum kerrum og vögnum Dæmi: Brio Nova Fullt verð kr. 42.900 Nú kr.32.900 Lyfju Smáralind fimmtudag, 28. nóvember, kl.14–18 Lyfju Smáratorgi föstudag, 29. nóvember, kl. 14–18 Lyfju Laugavegi laugardag, 30. nóvember, kl.14–18 Húðvörurnar frá Bláa lóninu henta sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. Nýja andlitslínan laðar fram náttúrulega mýkt húðarinnar og ver hana fyrir kulda. Glæsilegar gjafa- pakkningar Bláa lónsins, í öllum stærðum og gerðum, fást í verslunum Lyfju. Kynningar verða í: Hlýlegar gjafir BARNALÆKNAÞJÓNUSTAN hóf starfsemi í Domus Medica í októ- ber 1995. Tilgangurinn var að bjóða foreldrum að leita með veik börn til barnalæknis utan venjulegs dag- vinnutíma. Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir og aðsókn auk- ist ár frá ári. Foreldrar hringja og fá tíma þannig að bið á biðstofu er sjaldnast nema nokkrar mínútur. Einn eða tveir barnalæknar eru á vakt á hverjum degi en ef mikið er að gera eru fleiri kallaðir til. Opið er alla daga ársins. Það hefur frá byrj- un verið stefna Barnalæknaþjónust- unnar að skoða veik börn eins fljótt og hægt er og alltaf samdægurs ef foreldrar álíta það nauðsynlegt. Reynslan sýnir að foreldrar telja það mikilvægt að geta leitað beint til barnalæknis með veik börn. Á það sérstaklega við þegar um yngstu börnin er að ræða. Meira en helm- ingur þeirra barna sem skoðuð eru á Barnalæknaþjónustunni er yngri en tveggja ára. Um síðustu áramót var gerður samningur við Tryggingastofnun ríkisins (TR) um þessa þjónustu. Þar var samið um ákveðinn einingafjölda sem svarar til u.þ.b. 11.000 koma ár- ið 2002. Engar afsláttarreglur eru í þessum samningi, ólíkt samningi Læknafélags Reykjavíkur og TR um sérfræðilæknishjálp, og falla því greiðslur TR til Barnalæknaþjónust- unnar alveg niður þegar þessum kvóta er náð. Óvenjumikil veikindi fyrstu mánuði ársins 2002 leiddu til þess að leitað var mun meira til Barnalæknaþjónustunnar með veik börn en árin á undan. Ýmsar aðrar orsakir, ekki síst erfiðleikar í heilsu- gæslunni og löng bið eftir viðtali hjá heimilislækni, hafa eflaust einnig átt verulegan þátt í auknum komufjölda. Því var snemma árs ljóst að umsam- inn einingafjöldi myndi hvergi nærri duga. TR og heilbrigðisráðuneyti var gerð grein fyrir stöðunni í apríl og var þá farið fram á fjölgun eininga til að hægt væri að veita fulla þjón- ustu út árið. Þessi málaleitan hefur engar undirtektir hlotið þrátt fyrir ítrekanir. Þar sem nú hefur verið unnið fyrir þær einingar sem samið var um fyrir árið 2002 verður ekki um frekari greiðslur frá TR að ræða vegna starfsemi Barnalæknaþjón- ustunnar það sem eftir er ársins. Þá upphæð sem á vantar frá TR til að mæta þörfinni fyrir þessa þjónustu út árið er ekki hægt að meta ná- kvæmlega en yrði samkvæmt reynslu fyrri ára á bilinu 4 til 6 millj- ónir króna. Hér er auðvitað um tals- verða fjármuni að ræða en getur tæplega talist óhófleg upphæð ef all- ir þættir málsins eru skoðaðir. Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis hefur ný- lega áréttað að Barnalæknaþjónust- an skuli starfa áfram samkvæmt gildandi samningi. Nefndin hefur og bent á að takmarka hefði átt aðsókn- ina fyrri part ársins til að umsamdar einingar dygðu út árið. Læknar Barnalæknaþjónustunnar geta með engu móti fallist á þau rök. Ekki verður séð að frekar eigi að vísa fólki frá fyrri part ársins en nú í árslok. Foreldrar eiga rétt á að leita með börn til læknis ef þeir telja það nauð- synlegt. Við teljum það rétt foreldra að geta ákveðið hvert þeir leita með börn sín, samanber ákvæði í nýsam- þykktri heilbrigðisáætlun. Starfsemi Barnalæknaþjónust- unnar í Domus Medica verður haldið áfram þrátt fyrir þá stöðu sem nú er uppi og lýst er að ofan. Sem fyrr verður reynt eins og framast er unnt að sinna samdægurs öllum sem telja sig þurfa að leita til okkar með veik börn. Barnalæknaþjónustan í Domus Medica Eftir Ólaf Gísla Jónsson „Við teljum það rétt for- eldra að geta ákveð- ið hvert þeir leita með börn sín, sam- anber ákvæði í nýsam- þykktri heilbrigðisáætl- un.“ Höfundur er barnalæknir og formaður stjórnar Barnalæknaþjónustunnar. SKILGREINING á gæðum í heil- brigðisþjónustu varðar þrjá megin- þætti. Gæði fyrir viðskiptavininn (sjúkling, notanda) sem varðar þjón- ustu sem hann telur sig þurfa, gæði fagfólksins, faglega og tæknilega, til að þjóna sjúklingnum og að lokum gæði þjónustunnar út frá hag- kvæmni og framleiðni með tilliti til nýtingar fjármuna innan þess ramma sem settur er. Spyrja má hvort íslenska heilbrigðisþjónustan standist gæðamat út frá þessari þrí- þættu skilgreiningu. Á Suðurnesjum virka ekki grund- vallaratriðin í heilsugæslunni. Á borgarafundi í Keflavík 18. nóvem- ber sl. var skorað á deiluaðila að setj- ast að samningaborðinu um málefni heilsugæslunnar. Þó er ljóst að vandinn er dýpri en svo að sú lausn sem e.t.v. finnst verði annað en bráðalausn. Það þarf að stokka upp kerfið. Af máli heilsugæslulæknanna á fundinum mátti ráða að vandi frumheilsugæslunnar fer vaxandi, einkum faglega og vegna skorts á nýliðun. Það er m.a. ástæðan fyrir þeirri upplausn og óánægju sem leitt hefur til uppsagna lækna á suðvest- urhorni landsins. Fólk er farið að fara framhjá tryggingakerfinu og greiða sjálft fyrir læknisþjónustu, þeir sem efni hafa á því. Ófremdar- ástandið í málefnum heilsugæslunn- ar á Suðurnesjum virðist vera afleið- ing stefnuleysis í heilbrigðismálum. Framkvæmdastjóri Læknafélags Ís- lands, Gunnar Ármannsson, segir í Morgunblaðinu 19. nóvember að stjórnvöld séu ráðþrota í heilbrigð- ismálum. Það þurfi nýjan stjórnun- arstíl og heilbrigðisstéttirnar með í ráðum ef takast eigi að snúa af þeirri óheillabraut sem heilbrigðismál eru komin á. Frumheilsugæslan verður að vera virk. Sjúklingar verða að hafa að- gang að lækni, heilsugæslulækni, sem þeir þekkja og geta treyst. Vinnulag heilsugæslulækna er sam- félagslega ódýr kostur. Frumheilsu- gæsla er anddyri að skilvirku heil- brigðiskerfi ef marka má WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Öflug frumheilsugæsla er skynsamleg, hana þarf að efla. Það er óviðunandi að láta mál þróast eins og á Suður- nesjum. Það tekur mörg ár að byggja upp nýtt traust milli nýrra lækna og íbúanna. Í Evrópu glíma menn við svipaðan vanda. Ný kostnaðarsöm meðferðar- tækni, auknar kröfur almennings og væntingar fólks eru til þess fallnar að auka á þrýsting um meiri þjón- ustu samtímis því sem opinber út- gjöld eru undir aðhaldi. Þetta er spurning um forgangsröðun. Í Hol- landi komust menn að þeirri niður- stöðu að rétt væri að efla frumheilsu- gæsluna. Þar var ekki talin þörf fyrir fleiri en einn húðsjúkdómalækni á hverja hundrað þúsund íbúa, svo dæmi sé tekið. Í Reykjavík eru þeir a.m.k. tíu með sjálftökurétt í trygg- ingakerfið, sogrör í ríkiskassann, ef svo má segja. Er nema von að heil- brigðisráðherra fái á baukinn frá Ríkisendurskoðun. Heilbrigðismál eru hluti af vel- ferðarkerfinu. Það þarf að ræða og ígrunda þörfina á að endurskipu- leggja þetta kerfi í heildarsamhengi þess raunveruleika sem við lifum í en ekki sem þröngt afmarkað sérsvið öðru óviðkomandi. Margir sem leita til sérfræðilækna í dag, kannski þrír af hverjum fjórum, þjást ekki af lík- amlegum kvillum fyrst og fremst. Faraldsfræðikannanir benda á sam- hengi milli heilsufars og efnahags. Fyrir marga er oft of erfitt að vera til og vanheilsan stafar af geðrænum, tilfinningalegum eða félagslegum ástæðum. Sumir kalla þetta streitu- sjúkdóma sem gegnsýra þjóðfélagið. Hugtök eins og sjúkdómsvæðing ryðja sér til rúms eða „læknisfræði- leg súrsun“ þar sem fólk er vanið undir heilbrigðiskerfið og gert að leiksoppum gróðaafla og lyfjaiðnað- arins sem er að kollkeyra kerfið. Það þarf að sigrast á þessum við- fangsefnum og tryggja raunverulega ávinninga heilbrigðis og lífsgæða. Heilsuefling í víðasta skilningi þess orðs er lykilatriði. Íslenska heilsu- gæslukerfið getur hentað vel til að leiða það starf. Heilsueflingin krefst þverfaglegra aðgerða og samhæfðra lausna, þar sem áhugasamtök og að- ilar vinnumarkaðarins koma einnig að málinu. Það verkefni er bæði póli- tískt og þverþjóðfélagslegt og verð- ur ekki unnið nema í samráði við heilbrigðisstéttirnar. Það þarf að efla heilsugæsluna með pólitískri ákvörðun um samvinnu ríkis og sveitarfélaga þar sem sveitarfélög yfirtaka rekstur heilsugæslustöðv- anna í tengslum við aðra þætti, svo sem málefni aldraðra og fjölskyldu- pólitík, sem eru samtengdir þættir heilsueflingar og lífsgæða. Heilsugæslan á Suðurnesjum – ráðvillt stjórnvöld? Eftir Skúla Thoroddsen Höfundur er lögfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. „Frum- heilsugæsl- an verður að vera virk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.