Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 34
MENNTUN 34 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVER er staða, starf ogstefna útskrifaðra náms-og starfsráðgjafa frá Há-skóla Íslands? Spurðu Sigríður Birna Bragadóttir, Bryndís Helgadóttir og Sigurbjörg Kristjáns- dóttir nemendur í námsráðgjöf við Háskóla Íslands í lokaverkefni sínu, en það er eins árs viðbótarnám eftir B.Ed eða B.A. próf í uppeldis- og menntunarfræði eða sálfræði. Þær gerðu rannsókn og var úrtak- ið 110 manns og svöruðu 84 þátttak- endur henni. Framkvæmdin var með þeim hætti að vefkönnun var send til þátttakenda viku eftir að þeim hafði verið sent kynningarbréf í tölvupósti. Þær notuðu vefkannakerfið Outcome sem er á vegum Samskiptalausna EHF (www.outcome.is) undir dyggri handleiðslu Aart Schalk. Leiðbein- andi þeirra í Háskóla Íslands var dr. Guðmundur Arnkelsson dósent. Flestir innan skólanna Niðurstöðurnar sýna að fáir eru í raun starfandi við náms- eða starfs- ráðgjöf í fullu starfi eða aðeins 20 ein- staklingar. Aðeins 13% hafa starfað við náms- eða starfsráðgjöf í sex ár eða lengur. „Þátttakendur sinna hins vegar oft mjög fjölbreyttum störf- um,“ segir Bryndís Helgadóttir, „en meirihluti þeirra starfar í skólakerf- inu.“ „Greinilegt er að stöðugildi náms- ráðgjafa eru of fá í skólunum miðað við nemendafjölda og virðist það eiga við um öll skólastig,“ segir Sigur- björg Kristjánsdóttir. „Ein af skýr- ingunum á þessu gæti verið sú að starf náms- og starfsráðgjafans er oftast mótað út frá hverjum skóla fyr- ir sig og eru það skólastjórnendur sem skipa í stöður og ákveða hvert starfshlutfallið er. „Önnur skýring gæti þó verið,“ segir hún „að tiltölu- lega stutt er síðan fyrstu námsráð- gjafarnir tóku til starfa hér á landi og að þeir þurfa að hasla sér völl í kerfi sem er fastmótað.“ Í rannsókninni kom í ljós að helm- ingur þeirra sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í skólum, kenni með ráðgjöfinni en sú kennsla er lítil því helmingur þeirra kennir minna en 20%. „Það þarf ekki að koma á óvart hversu lítil kennslan er, því rúmlega helmingur starfandi ráðgjafa telur kennslu ekki æskilega með starfi,“ segir Sigríður Birna, en hún er fé- lags-, náms- og starfsráðgjafi, starfar við námsráðgjöf í Árbæjarskóla og kennir lítillega með. Bryndís starfar sem framhaldsskólakennari í Iðn- skólanum í Hafnarfirði og Sigurbjörg er aðstoðarforstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Ársels í Árbæ. Of fáir þekkja starfið Mikill meirihluti útskrifaðra náms- og starfsráðgjafa vill fá handleiðslu, hafa siðareglur og lögverndað starfs- heiti sem náms- og starfsráðgjafi, svo dæmi um niðurstöður í rannsókn þeirra séu nefndar. Þær spurðu 57 spurninga, og er hér aðeins sagt frá broti af þeim, m.a. spurningar sem leiddu í ljós að þátt- takendur voru almennt jákvæðir í garð námsins í Háskólanum og töldu það hafa nýst sér vel í námi og starfi eftir útskrift. Margir sögðu einnig að þeir myndu fara í meistaranám ef það byðist hér á landi. Mikill meirihluti er hlynntur því að sett verði á stofn ráð- gjafarmiðstöð sérfræðiþjónustu fyrir stéttina og einnig fyrir almenning í framtíðinni. Af þessu álykta þær að margt hafi áunnist á stuttum ferli fagstéttarinnar hér á landi en af nið- urstöðunum má ráða að enn á eftir að hnýta marga lausa enda. „Það sem kom okkur mjög á óvart,“ segir Sigríður Birna Braga- dóttir, „var að útskrifaðir náms- eða starfsráðgjafar segjast oft verða fyrir því að almenningur viti ekki hvað felst í starfinu og telur því að bæta þurfi kynningar á því til muna. Náms- og starfsráðgjafar eru nefni- lega talsmenn nemenda og foreldra, því er mjög brýnt að þessir hópar þekki okkur og viti hvert hlutverk okkar er.“ Í greinargerð þeirra með rann- sókninni stendur að eitt af megin- markmiðum náms- og starfsráðgjafa sé að hvetja „einstaklinginn til sjálf- skoðunar með tilliti til þeirrar stefnu sem hann vill taka í námi og starfi. Ýmsar hindranir geta verið í vegin- um sem náms- og starfsráðgjafi að- stoðar einstaklinginn við að yfir- stíga“. Náin samskipti Náms- og starfsráðgjafar sinna svo ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum eða persónulegum vanda, og skiptist starfið í stórum dráttum í tvennt: ráðgjöf um nám og störf og persónulega ráðgjöf. „Starfið getur haft mikið forvarnargildi t.d. þar sem mikið brottfall er úr fram- haldsskólum hér á landi, ber því að styrkja og auka náms- og starfs- fræðslu,“ segja þær . Þær segja að allt að 90% þátttak- enda telji sig vera undir miklu álagi í starfi sínu og stór hluti telur sig vera uppgefinn í lok vinnudags. Benda niðurstöður greinilega til þess að mikið álag sé á náms- og starfsráð- gjöfum, en þeir voru í meirihluta þátttakenda. „Störf þessa fólks byggjast oft á nánum mannlegum samskiptum og eru viðfangsefnin m.a. viðkvæm persónuleg mál,“ segir Bryndís, „þessi hópur þyrfti því á handleiðslu að halda, eins og skýrar óskir þátttakenda báru með sér.“ Þess má geta að sjúkrasjóður KÍ samþykkti nýlega heimild til fag- handleiðslu fyrir félagsmenn. Sýnileg fagstétt Þeim finnst vert að velta því fyrir sér hvers vegna það eru ekki fleiri sem sinna námsráðgjöf af þeim sem útskrifast hafa frá HÍ. Ástæða þess getur þó tengst því að of fá stöðugildi eru í skólum og of margir nemendur eru að baki hverjum ráðgjafa. „Vegna þessara fáu stöðugilda skap- ast mikið álag á þá fáu ráðgjafa sem eru starfandi,“ segir Sigurbjörg. Í nýlegum námskrám fyrir bæði grunn- og framhaldsskóla er lítið fjallað um námsráðgjöf, en í Kennslu- skrá HÍ er fjallað um þessa þjónustu sem stúdentum stendur til boða. Fræðslan er sýnileg í þessari kennsluskrá og bent á netfang til öfl- unar frekari upplýsinga. Þannig þyrfti þetta einnig að vera á öðrum skólastigum, að þeirra mati, því það er í námskránum sem almenningur leitar að þjónustu þessa faghóps, sem og annarri þjónustu skólanna. „Mik- ilvægt er því að gera þessa fagstétt sýnilegri fyrir almenningi,“ segja þær að lokum. Námsráðgjöf/ Vert er að velta því fyrir sér hvers vegna það eru ekki fleiri sem sinna námsráðgjöf af þeim sem útskrifast hafa frá HÍ. Ástæða þess getur tengst því að of fá stöðugildi eru í skólum og of margir nemendur eru að baki hverjum ráðgjafa. Gunnar Hersveinn ræddi við nemendur sem gerðu rannsókn á stöðu, starfi og stefnu útskrifaðra náms- og starfsráðgjafa frá HÍ. Talsmenn nemenda og foreldra Morgunblaðið/Jim Smart Fólk virðist ekki þekkja hlutverk náms- og starfsráðgjafa nógu vel, segja Sigríður Birna, Bryndís og Sigurbjörg. Greinilegt er að stöðugildi náms- ráðgjafa eru of fá í skólunum Brýnt að kynna vel hlutverk náms- og starfsráðgjafa guhe@mbl.is Könnuð var staða, starf og stefna útskrifaðra náms- og starfsráðgjafa frá Háskóla Ís- lands árin 1990–2001, samtals 110 manns skv. nemendaskrá HÍ. Alls 84 þátttakendur svöruðu könnuninni sem er tæplega 79% svörun, þar af voru 79 konur og 5 karlar. Aldur þátttakenda var frá 20 ára til 70 ára, flestir á aldrinum 31 árs til 60 ára er könnunin var gerð. Þátttakendur sinntu fjöl- breyttum störfum. Meirihluti (55%) þeirra starfaði sem náms- og starfsráðgjafar eða í öðrum störfum tengdum skóla og stjórnun. Athygli vakti að aðeins tæp- lega 13% þátttakenda höfðu starfað við náms- og starfs- ráðgjöf í sex ár eða lengur. 27 náms- og starfsráðgjafar störfuðu á grunnskólastigi, 16 á framhaldsskólastigi og 7 á há- skólastigi Athygli vakti að af þeim 84 sem tóku þátt í könnuninni og hafa útskrifast frá HÍ störfuðu aðeins 24% sem náms- og starfs- ráðgjafar í 100% starfi. Algengast var að einn náms- og starfsráðgjafi starfaði við skóla eða í 62% tilvika og tveir í 24%. Háskóli Íslands skar sig úr með sex ráðgjafa enda fjölmenn- asti skólinn á landinu. 46 þátttakendur töldu ekki æskilegt að kenna með starfinu en 5 töldu það geta gengið ef kennt væri við sama skóla. 25 þátttakendur sögðust kenna með náms- og starfs- ráðgjafarstarfinu en starfshlut- fall 10 þeirra var minna en 20%. Mikill meirihluti, eða 92% þátttakenda, var hlynntur lög- verndun stéttarinnar Alls 87% töldu vanta siða- reglur fyrir stéttina. Vitað er að FNS (Félag náms- og starfs- ráðgjafa) er að vinna að þeim málum. Athyglisvert var að 63% náms- og starfsráðgjafa urðu oft fyrir því að almenningur vissi ekki hvað fælist í starfi þeirra. Taldi mikill meirihluti þátt- takenda eða 75% að gera þyrfti starfið sýnilegra í þjóðfélaginu. Nær allir þátttakendur töldu sig vera undir miklu álagi í starfi óháð starfsvettvangi eða vinnu- tíma eða um 88%. Þetta vakti upp spurningar um handleiðslu eða aðra aðstoð við stéttina. 76% töldu æskilegt að stofna miðstöð sérfræðiþjónustu, er hefði það að markmiði að efla faglega námsráðgjöf í landinu. Einnig hafa verið hugmyndir uppi um að þessi miðstöð taki þátt í að koma á fót náms- og starfsráðgjöf sem yrði opin al- menningi. Nokkrar niðurstöður GILDI náms- og starfsráðgjafar kom sterklega fram í erindi sem Hrafnhildur Tóm- asdóttir flutti á Degi sí- menntunar í septem- ber sl. Hún sagði að í skýrslum OECD væri lögð sérstök áhersla á mikilvægi náms- og starfsráðgjafar í tengslum við eflingu og þróun símenntunar. „Niðurstaða þeirra er að öflug og árangursrík náms- og starfsráðgjöf sé lykilatriði í því að al- menn þátttaka í sí- menntun verði að veru- leika,“ sagði hún og nefndi að marks um þetta leggi Evrópusambandið áherslu á þennan málaflokk í nýjustu starfsmenntaáætluninni eða Leon- ardo da Vinci áætluninni, þar sem náms- og starfsráðgjöf er eitt af þremur forgangsatriðum á næsta umsóknartímabili. Ráðgjöf vantar víða Hrafnhildur sagði að sér þætti ljóst að náms- og starfsráðgjöf þyrfti að vera víða í boði, ekki bara í skóla- kerfinu, heldur einnig hjá vinnumiðl- unum og fyrir fólk á vinnumarkaði sem hefur hug á að afla sér frekari menntunar og/eða skipta um starf, svo dæmi sé tekið. „Það þarf ekki að orðlengja það að miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði sem gera auknar kröfur um þekkingu og ævilanga símenntun,“ sagði hún. „Líklegt er að fólk muni skipta um starfs- vettvang oftar en einu sinni á ævinni og mun því menntun í öllum sínum myndum, ásamt starfsþjálfun og reynslu skipta sköpum fyrir einstaklinginn til að geta tekist á við þær breytingar sem fram- undan eru og sýnt þann sveigjanleika sem til þarf.“ Í máli hennar kom fram að Félag náms- og starfsráðgjafa hafi lengi unnið að þeirri hugmynd að boðið verði upp á ráðgjöf sem opin yrði al- menningi. Hún sagði að þau væru sannfærð um mikilvægi náms- og starfsráð- gjafar í þróun símenntunar, og að nauðsyn væri á að gera slíka ráðgjöf aðgengilegri og sýnilegri öllum al- menningi. „Við trúum því að í kjölfar niður- stöðu fyrrnefndrar könnunar OECD verði teknar raunhæfar ákvarðanir um uppbyggingu á ráðgjafarþjón- ustu fyrir almenning,“ sagði hún, „við erum töluvert á eftir í útbreiðslu þessarar þjónustu, en það gefur okk- ur líka tækifæri til að læra af því sem vel hefur tekist og forðast það sem miður hefur farið.“ Ráðgjafamiðstöð Hún sagði að náms- og starfsráð- gjafar sjái fyrir sér ráðgjafamiðstöð sem gæti verið samstarfsverkefni margra aðila, auk mennta- og félags- málaráðuneytis, aðrar opinberar stofnanir, samtök í atvinnulífinu, stéttarfélög og einkaaðilar. Hún taldi að slík ráðgjafamiðstöð gæti sinnt eftirfarandi verkefnum: Ráðgjöf um náms- og starfsval Ráðgjöf um starfsþróun Upplýsingagjöf um nám og störf Aðstoð við náms- og starfsleit Fagleg greining á áhugasviði Mat á hæfni og ráðgjöf um hæfn- isuppbyggingu Greining á fræðsluþörfum fyrir- tækja og stofnana Samstarf og samráð við fræðslu- aðila Samstarf við aðra sérfræðinga og tilvísanir. Hrafnhildur, sem er náms- og starfsráðgjafi, sagði í lokin að „náms- og starfsráðgjafar líti með bjartsýni til framtíðar og eru sann- færðir um að sá meðbyr sem náms- og starfsráðgjöf nýtur í Evrópu berst til Íslands til heilla fyrir sí- menntun í atvinnulífinu. Ráðgjöf vegna símenntunar Hrafnhildur Tómasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.