Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 68
HLJÓMSVEITIN Írafár, sem er einvinsælasta popphljómsveit landsins,gaf nýverið út fyrstu plötuna sína,Allt sem ég sé, og heldur útgáfu- tónleika í tilefni þess í Borgarleikhúsinu í kvöld. „Diskurinn var þrjú ár að fæðast,“ segir Birgitta Haukdal, hin áberandi söngkona hljómsveitarinnar, um nýju plötuna. Nokkur laganna höfðu heyrst í útvarpi áður en platan kom út; „Hvar er ég?“ kom út á Svona er sumarið árið 2000 og „Fingur“ og „Eldur í mér“ komu út á safnplötu með sama heiti ári síðar. Þrjú lög til viðbótar, „Ég sjálf“, „Stórir hringir“ og „Stjörnuryk“ hafa hljómað á öldum ljósvakans í sumar og haust. „Við höfum þarna forskot. Fólk veit hvað það er að kaupa. Það veit að það er ekki bara eitt gott lag á diskinum, sem það þekkir,“ segir Birgitta. Gott ár fyrir Írafár Birgitta og Andri eru sammála um það að sumarið í ár hafi verið þeirra besta hingað til. Spilaði hljómsveitin allar helgar víðs vegar um landið, sem er mjög við hæfi í ljósi þess að meðlimir hljómsveitarinnar koma úr öllum átt- um, nánar tiltekið Húsavík, Seljahverfi, Ísa- firði, Selfossi og Kirkjubæjarklaustri. Árið hefur aldeilis verið gott hjá hljómsveit- inni; Birgitta var kosin kynþokkafyllsta konan af hlustendum útvarpsstöðvarinnar FM957, til- nefnd söngkona ársins á Íslensku tónlist- arverðlaununum og kosin söngkona ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 í febrúar. Í sama mánuði gerði hljómsveitin einnig plötusamning við Skífuna. Ófáar ungar stúlkur hafa tekið upp ýmislegt frá Birgittu hvað varðar klæðaburð og stíl. „Mömmurnar koma stundum til mín og segja mér að dætur þeirra séu komnar með strípur og séu alltaf að æfa sig að syngja,“ segir hún hæversklega en er jafnframt stolt af því að geta verið fyrirmynd, sem foreldrarnir séu ánægðir með. Náið samstarf Óhætt er að segja að hljómsveitin sé sérlega náin. segir Andri. „Þetta er orðið nánast eins og systkina- hópur,“ segir Birgitta. Reyndar er hún enn nánari einum hljómsveitarmeðlimi því trommu- leikarinn, Jóhann Bachmann, er kærasti henn- ar til meira en þriggja ára. „Ég hélt fyrst að þetta yrði of mikið,“ segir hún en bætir við að allt hafi gengið vel upp. „Þegar þú ert í hljómsveit þá er margt, sem kemur upp á en það kom okkur á óvart hversu vel við höfum unnið úr því.“ Vignir Snær Vigfússon gítarleikari semur öll lög hljómsveitarinnar en hann hefur líkt og Sigurður Rúnar Samúelsson, verið í hljóm- sveitinni frá upphafi. Vignir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsettu síðan Allt sem ég sé saman. Birgitta og Andri segja Vigni vera mikinn tónlistarmann og eru ánægð með að hafa góð- an lagasmið í hljómsveitinni. Vigni hefur enn- fremur verið líkt við Guðmund Jónsson, laga- smið og gítarleikara Sálarinnar hans Jóns míns. Ekki sjálfsagður hlutur Þau segja hljómsveitina meðvitaða um að meðbyrinn, sem hún hefur fengið að und- anförnu, vari ekki að eilífu. Má segja að þau fljúgi hátt en virðast ekki vilja slá stjörnuryki í augu fólks heldur vera þau sjálf. „Maður á aldrei að taka hljómsveit á Íslandi sem sjálfsögðum hlut. Eitt lag gerir ekki neitt fyrir þig. Þú verður alltaf að vera að gefa út og spila úti um allt. Fólk er svo fljótt að gleyma,“ segir Birgitta. „Maður verður að vinna fyrir þessu,“ segir Andri. Hljómsveitin var með mun fleiri lög tilbúin en komust fyrir á diskinum. „Við vorum að skipta um lög á diskinum fram á síðustu stundu,“ segir Andri. Vignir er búinn að semja fjölmörg lög til viðbótar og ætlar hljómsveitin að fara saman í sumarbústað strax á nýju ári og vinna með lögin. Þau hafa beitt þessari að- ferð fyrr og segir Birgitta það hafa gefist vel. „Það var varla hægt að ganga um sumarbú- staðinn fyrir græjum. Við líka grillum saman og förum í pottinn inn á milli. Á svona stundu eru allir svo frjóir,“ segir hún og bætir við að áhrifin frá öllum hljómsveitarmeðlimum skili sér í lögin. Birgitta semur hinsvegar meirihluta text- anna. „Það er gaman að geta sett tilfinningar sínar niður á blað, syngja og túlka þetta á sinn hátt,“ segir hún. Eru þau sjálf Írafár er ein vinsælasta popp- hljómsveit landsins. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Birg- ittu Haukdal söngkonu og Andra Guðmundsson hljómborðsleikara um nýju plötuna og samstarfið. Írafár flýgur hátt þessa dagana en Birg- itta og Andri eru sammála um að sumarið í ár hafi verið þeirra besta hingað til. ’ Við bjuggum saman írútu alveg frá fimmtu- degi til sunnudags í allt sumar … Við fengum frí einn föstudag í ágúst og notuðum hann til að keyra á Ísafjörð. ‘ Allt sem ég sé er komin í verslanir. Írafár er með útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 20.30 og er ekkert aldurstakmark. Forsala í Borg- arleikhúsinu og Skífunni. Þáttur um Írafár er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöld klukkan 21.45. ingarun@mbl.is TENGLAR ........................................................................ www.irafar.is Morgunblaðið/Kristinn 68 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 468 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV KRINGLA  Kvikmyndir.is 1/2 HL MBL  RadíóX Sýnd kl. 4.50. Sýnd kl. 8. B.i. 16.Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 1/2HL MBL 8 Eddu verðlaun WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Yfir 53.000 áhorfendur TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50 og 10.15. Ísl. texti. B.i. 16.  HL. MBL  SK RadíóX  ÓHT Rás2 HK DV BLOOD WORK 1/2Kvikmyndir.com  RadíóX Sýnd kl. 5, 6.30, 8 og 10. AUGLÝSING fyrir teiknimynda- grínþáttinn breska 2DTV hefur verið bönnuð af Breska útsend- ingaeftirlitinu (BACC) á þeim grundvelli að hún sé móðgandi við Bush Bandaríkjaforseta. Í auglýsingunni sést teiknimynda- útgáfa af Bush taka sér mynd- band í hönd og segja: „Uppá- haldið mitt – það þarf bara að stinga því í myndbandstækið.“ En svo stingur teiknimyndaforsetinn spólunni í brauðrist og kveikir í því. Önnur auglýsing fyrir sama þátt var einnig bönnuð en í henni segir David Beckham fyrirliði enska fótboltalandsliðsins: „Vict- oria, hvernig stafarðu DVD?“ Talsmenn grínþáttarins segja bann við auglýsingunni fáránlegt, sérstaklega í ljósi þess að engum hefur dottið í hug að banna háðið í þáttunum sjálfum sem sé mun meira krassandi. Bann við Bush-háði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.