Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 15 ÞORBJÖRN Rúnarsson, ten- órsöngvari og menntaskólakennari á Egilsstöðum, hefur undanfarið sungið í uppfærslu Íslensku óp- erunnar á Rakaranum í Sevilla eftir G. Rossini. Hann söng hlutverk Almaviva greifa ásamt Gunnari Guðbjörnssyni og fékk glæsilega dóma fyrir. Þorbjörn hefur flogið níu sinnum frá Egilsstöðum til Reykjavíkur til að taka þátt í sýn- ingunum. Þegar Þorbjörn var á leið um borð í Flugfélagsvél til Reykjavíkur að syngja á síðustu sýningunni kom Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæj- arstjóri Austur-Héraðs, aðvífandi með blómvönd og óskaði Þorbirni til hamingju með frábæra frammi- stöðu á óperusviðinu. Almaviva greifi flýgur landshorna á milli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstöðum. Morgunblaðið. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Felur frumvarpið í sér að gjald í Fram- kvæmdasjóð aldraðra hækkar um 614 krónur og verður það 5.440 kr. en var 4.826 kr. á ári. Þar af eru 500 krónur vegna sér- staks átaks til uppbyggingar öldrun- arstofnana og 114 krónur vegna hækkunar á byggingarvísitölu og neysluvísitölu. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu segir að hækkunin skili ár- lega um 120 milljónum til að byggja upp öldrunarstofnanir en fénu er ekki ætlað að fara beint í rekstur þeirra. Ráðherra hefur einnig ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almanna- tryggingar. Er það í framhaldi af til- lögum starfshóps sem skipaður var af ríkisstjórninni vegna aðgerða stjórn- valda til að bæta aðstæður og lífskjör aldraðra næstu tvö til þrjú árin. Gjaldið hækkar um 614 krónur Framkvæmdasjóður aldraðra KJÖRSTJÓRN vegna vígslubisk- upskjörs í Hólastifti hefur komið saman og verður kjörskrá lögð fram um helgina, samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu. Á kjörskránni eru nöfn 62 manna sem rétt hafa á að kjósa sér vígslubiskup. Ef ekki verða miklar tafir af kærum vegna kjör- skrárinnar ætti sjálf kosningin að geta hafist 10. janúar næstkomandi þegar skrifleg kjörgögn verða send út. Fram að þeim tíma er hægt að skila inn tilnefningum um vígslu- biskupsefni. Að lágmarki þurfa 10% kosningabærra manna að standa að slíkri tilnefningu og að hámarki 25%. Búist er við að úrslit í kjörinu liggi fyrir í febrúarmánuði. Sr. Bolli Gústavsson er að láta af störfum vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal en í forföllum hans hefur forveri hans í embættinu, sr. Sigurð- ur Guðmundsson, verið settur vígslubiskup. 62 hafa rétt á að kjósa Hólabiskup BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á þriðjudag tillögu heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis um að heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi verði sameinaðar. Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir því í júní 2000 að öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu lýstu afstöðu sinni til sameiningar heilsugæslu- stöðvanna. Jákvæð svör bárust frá Seltjarnarnesi og Kópavogi. Einnig Bessastaðahreppi og Kjósarhreppi en heilsugæslu í hreppunum er sinnt frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ, sem voru neikvæð í garð sameiningar. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu greiða sveitarfélög 15% af kostnaði við byggingu og búnað heilsugæslustöðva. Í áliti borgarlög- manns um sameininguna segir að gera verði ráð fyrir að ráðuneytið gangi út frá því að kostnaðarhlut- deild sveitarfélaga falli niður verði heilsugæslan í þessum þremur sveit- arfélögum sameinuð, enda munu mörk heilsugæslusvæða taka mið af landfræðilegum aðstæðum en ekki mörkum sveitarfélaga. Fallist á sameiningu heilsugæslustöðva KJÖRSKRÁ vegna fyrirhugaðra sveitarstjórnarkosninga í Borgar- byggð 7. desember hefur verið lögð fram, en kjörskrá skal liggja frammi í að minnsta kosti tíu daga fyrir kjör- dag. Kjósendur í Borgarbyggð geta gert athugasemdir við kjörskrána fram á kjördag og á að beina slíkum erindum til bæjarstjórnar, en bæj- arskrifstofan í Borgarbyggð veitir nánari upplýsingar um kjörskrána. Kjörskrá lögð fram í Borgarbyggð ♦ ♦ ♦ OD DI H F J 09 45 74.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Nýr glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. 79.900 kr. stgr. Eldavél HL 54024 Ný stórglæsileg eldavél. Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun, sökkhnappar, stangarhandfang. Gæðagripur sem sómi er að. 69.900 kr. stgr. Bakstursofn HB 28055 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. 12.900 kr. stgr. Þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtir. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann. 66.900 kr. stgr. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Stílhreinn gæðagripur frá Siemens. 56.900 kr. stgr. Þvottavél WXB 1060BY Frábær rafeindastýrð þvottavél á kostakjörum. 1000 sn./mín. 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. 59.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34234 Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, þrjú hitastig. Umboðsmenn um land allt. Jólatilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.