Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNUR AÐ SAMNINGI Stjórn Félags heimilislækna komst að þeirri niðurstöðu í gær- kvöldi að kominn væri grundvöllur að frekari samningum við heilbrigð- isyfirvöld eftir að heilbrigð- isráðherra lagði fram yfirlýsingu til lausnar deilunni við heimilislækna. Í yfirlýsingunni var opnað á þann möguleika að breyta lögum þannig að heilsugæslulæknar heyrðu ekki lengur undir kjaranefnd. Stjórn fé- lagsins hyggst bera þessa lausn und- ir félagsmenn. Efasemdir um sjóðasamruna Efasemdir komu fram um fyrir- hugaða sameiningu Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga (LAT) við Almennan lífeyrissjóð Íslands- banka á aukaársfundi LAT. Gagn- rýnt var að kynningarfundur skyldi ekki hafa verið haldinn. 2,4 milljarðar í tjónabætur Viðlagatrygging Íslands hefur greitt samtals tæplega 2,4 milljarða króna í tjónabætur vegna Suður- landsskjálftanna í júní 2000. Til- kynnt var um tjón á 2.319 stöðum. Bush fær grænt ljós í Berlín Bandaríkjaher fær að nota her- stöðvar í Þýskalandi og bandarískar herflugvélar fá að fljúga í lofthelgi landsins komi til stríðs í Írak, að sögn Gerhards Schröders kanslara í gær. Þjóðverjar ætla þó ekki að taka þátt í hugsanlegum hernaði í Írak. Snurðulaus vopnaleit Vopnaleitin í Írak fór vel af stað í gær þegar eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hófu þar formlegt vopna- eftirlit að nýju eftir fjögurra ára hlé. Engin vandamál komu upp. Afkoman undir áætlun Hagnaður Sjóvár-Almennra var 320 milljónir króna á fyrstu níu mán- uðum ársins, rúmum 100 milljónum minni en á sama tíma í fyrra. Horfur eru á 500 milljóna hagnaði á árinu. 2002  FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A Arsene Wenger sagði 3:1 sigurArsenal á útivelli gegn Róma einn stærsta sigur liðsins undir hans stjórn á sex ára ferli Frakkans sem knattspyrnustjóra. Hann hrósaði Thierry Henry en tók það fram að án liðsins væri Henry ekki að gera þessa hluti. „Thierry var magnaður í leikn- um. Mörkin hans voru hvert öðru glæsilegra og öll eru þau ólík. Ég sé ekki framherja í dag sem hefur sömu hæfileika og Thierry Henry, enginn stendur honum á sporði. Við höfum unnið á útivelli í Auxerre, Eindhoven og nú í Róm en þetta er sigur liðs- heildarinnar. Staða okkar er vænleg í riðlinum og stig á útivelli eru gulls ígildi,“ bætti hann við og var viss í sinni sök að hann myndi aldrei skipta á Henry og öðrum framherja. Róma átti sínar stundir í leiknum, töldu sig eiga fá víti í stöðunni 1:1 auk þess sem Pascal Cygan bjargaði á línu. Róma hefur enn ekki unnið leik á heimavelli sínum í keppninni að þessu sinni en annað er uppi á teningnum hjá Val- encia sem hefur ekki tapað á heima- velli í 31 ár í Evrópukeppni. Bellamy svarti sauðurinn „Hörmulegt, grimmilegt, ógleym- anlegt og ófyrirgefanlegt kvöld,“ sagði hinn aldni knattspyrnustjóri Newcastle, Bobby Robson, eftir 4:1 ósigur gegn Inter á heimavelli.„Við fengum verstu byrjun sem hugsast getur gegn gríðar sterku liði, sem er skipað skynsömum, gáfuðum og hæfi- leikaríkum leikmönnum,“ bætti Rob- son við og vildi ekki gagnrýna Craig Bellamy sem var vísað af leikvelli á 5. mínútu er Newcastle var marki undir. „Dómarinn gerði rétt, Bellamy hag- aði sér ekki rétt. Hann sýndi ekki af sér fagmennsku og við munum gera út um þau mál í okkar herbúðum,“ bætti Robson við en Bellamy fékk einnig rautt spjald í riðlakeppninni. Reuters Thierry Henry leikmaður enska liðsins Arsenal fagnaði í þrígang gegn Róma á Ítalíu í gærkvöld. Arsene Wenger hrósar Thierry Henry í hástert eftir þrennu Frakkans í Róm „Henry er engum líkur“ FRANSKI landsliðsmaðurinn Thierry Henry var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er hann skoraði þrennu í 3:1 sigri Arsenal gegn Róma á Ítalíu. Spænska liðið Barcelona hefur enn lotið í gras í keppninni og vann sjöunda leik sinn í röð nú 2:1 gegn þýska silf- urliðinu Leverkusen. Inter vann stóran sigur á Newcastle á Eng- landi, 4:1, í viðburðaríkum leik og á Spáni skoruðu Valencia og hol- lenska liðið Ajax eitt mark hvort um sig undir lok leiks. ARIE Haan, hollenski knattspyrnuþjálfarinn, sem er að taka við kínverska landsliðinu, sagði í samtali við belgíska blaðið Het La- aste Nieuws í gær að Ásgeir Sigurvinsson væri í hópi bestu leikmannanna sem hann hefði þjálfað á ferlinum. Haan hefur víða komið við og þjálfaði lið Stuttgart í Þýska- landi þegar Ásgeir lék þar. Blaðið bað Haan að velja sitt úrvalslið og það var skipað eft- irtöldum leikmönnum: Jerzy Dudek (Feyenoord), Georges Grun (Anderlecht), Ronald Koeman (Feyenoord), Guido Buchwald (Stuttgart), Adri Van Tiggelen (Anderlecht), Basualdo (Stuttgart), Srecko Katanec (Stuttgart), Lozano (And- erlecht), Ásgeir Sigurvinsson (Stuttgart), Luc Nilis (Anderlecht) og Jürgen Klinsmann (Stuttgart). Ásgeir einn sá besti, segir Haan VLADO Stenzel, einn frægasti handknattleiksþjálfari heims, er kominn til starfa hjá Wetzlar, liði Sigurðar Bjarnasonar og Róberts Sighvatssonar í Þýskalandi. Stenzel verður þjálfaranum, Velimir Petko- vic, til aðstoðar, sérstaklega við þjálfun markvarða og mótun yngri leikmanna. Stenzel, sem er Króati, er orðinn 68 ára gamall en blómatími hans var á áttunda áratugnum. Undir hans stjórn urðu Júgóslavar Ólympíu- meistarar árið 1972 í München og síðan stýrði hann Þjóðverjum til heimsmeistaratitils árið 1978 í Dan- mörku þar sem þeir lögðu Sovét- menn að velli í úrslitaleik. Vlado Stenzel er kominn til Wetzlar Tryggvi hættir hjá KR TRYGGVI Bjarnason, varnarmaður hjá KR, tilkynnti félaginu í gær að hann hygðist leika með öðru liði næsta tímabil. Tryggvi, sem verð- ur tvítugur í janúar, meiddist í fyrravetur og var ekki klár í slaginn fyrr en um mitt sumar. Hann var í leikmannahópi KR í níu síðustu umferðunum og kom inná sem varamaður í þremur leikjum. Sumarið áður, þegar hann var á sínu fyrsta ári í efstu deild, lék hann þrettán leiki. Að sögn Bjarna Friðrikssonar, föður Tryggva, er ástæðan fyrir því að hann fer frá KR fyrst og fremst sú að félagið er komið með gríð- arlega marga varnarmenn og Tryggva langar að spila meira en hann fékk í sumar og fyrirsjáanlegt er að hann fái með KR næsta sumar. Bjarni sagði að nokkur íslensk lið væru þegar búin að hafa samband við Tryggva og auk þess væri verið að athuga með eitt erlent lið. KNATTSPYRNUDEILD Grindavíkur hefur rætt við stjórnarmenn færeyska félagsins B36 um að fá til liðs við sig tvo landsliðsmenn frá Þórshafnarliðinu. Það eru sóknarmaðurinn Jákup á Borg og miðjumað- urinn Julian Johnsson. Að sögn Kristjáns á Neystabö, formanns B36, hafa félögin rætt sín á milli en engin niðurstaða sé komin í málið ennþá. Jákup er 23 ára gamall sóknarmaður en Julian er 27 ára miðjumaður sem einnig hefur leikið með Sogndal í Noregi og er í hópi leikjahæstu landsliðsmanna Færeyja. Jákup var í byrjunarliðinu í báðum EM-leikj- unum í síðasta mánuði, gegn Litháean og Þýskalandi, en Julian tók ekki þátt í þeim leikjum. Tveir Færeyingar til Grindavíkur? PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SJÓNVARP LÍFEYRISMÁL FISKVEIÐAR Fjölmörg tækifæri í sjónvarpsrekstrinum, meðal annars í staf- rænu áskriftarsjónvarpi. Fjárfestingastefna líf- eyrissjóða ræður mestu um framvinduna og áhættu sjóðanna. SKARPARI/4 MIKILVÆGI/6 UM 73%/12 HANNES Þór Smárason, aðstoðarfor- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var kjörinn í aðalstjórn Kers á hluthafafundi félagsins í gær. Hann- es tekur sæti í aðal- stjórn sem fulltrúi Norvikur, móðurfélags BYKO. Boðað var til hlut- hafafundarins að beiðni stjórnar eignar- haldsfélagsins Hest- eyrar, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirð- ings hf. og Skinneyjar- Þinganess hf. Ástæðan fyrir beiðninni var sú að Hesteyri vildi fá fulltrúa í stjórn þar sem félagið færi með 22,53% hlut í félaginu. Í kjölfar sölu Hesteyr- ar á hlut sínum í Keri til Norvikur, afturkall- aði Hesteyri beiðni sína. Hópur hluthafa sem hefur meira en þriðjung hlutafjár á bak við sig óskaði engu að síður eftir því að fundurinn yrði haldinn. Fyrir fundinn sagði sitjandi stjórn af sér en hluthafar samþykktu tillögu um að sömu aðilar yrðu kjörnir í stjórn að nýju, utan þess að Hannes Smárason tekur sæti Þórólfs Gíslasonar. Auk Hannesar voru kjörnir í aðalstjórn þeir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, Gísli Jón- atansson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, og Margeir Daníels- son, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyr- issjóðsins. Í varastjórn voru kjörin þau Jón Krist- jánsson, framkvæmdastjóri eignarhalds- félagsins Sunds, Guðrún Lárusdóttir, út- gerðarmaður í Hafnarfirði, og Magnús Krisinsson, útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum. Hin nýkjörna stjórn hefur ekki skipt með sér verkum en Kristján Lofts- son, sem var formaður stjórnarinnar áð- ur, segir að það verði gert á allra næstu dögum. V I Ð S K I P T I Hannes í stjórn Kers Tekur sæti Þórólfs Gíslasonar HAGNAÐUR Sjóvár-Al- mennra á fyrstu níu mánuðum ársins var 320 milljónir króna, samanborið við 424 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Guðmundur J. Jónsson, fulltrúi for- stjóra félagsins, segir að stjórn- endur séu vonsviknir með niður- stöðuna, en áætlanir fyrir- tækisins hljóðuðu upp á 600 milljóna króna hagnað á árinu. Sú áætlun hefur verið lækkuð í u.þ.b. 500 milljónir. Ef ekki hefði verið fyrir hagnað af sölu fjárfestinga hefði afkoman verið 200 milljón- um króna verri. Gripið til aðgerða nú þegar Guðmundur segir að skýringin á þessari niðurstöðu liggi helst í slakri afkomu vátryggingarekstr- ar. „Hún var bara ekki eins góð og við hefðum viljað. Þar er nið- ursveifla á einstökum greinum, fyrst og fremst brunatrygging- um. Við hyggjumst þegar grípa til aðgerða sem ætlað er að bæta þarna úr,“ segir hann. Guðmund- ur segir þó að stjórnendur fyr- irtækisins telji að aðeins sé um tímabundið ástand sé að ræða. Bókfærð iðgjöld skaðatrygg- inga voru 6.775 milljónir króna, en bókfærð iðgjöld líftrygginga voru 783 milljónir króna. Bók- færð tjón skaðatrygginga voru 4.019 milljónir króna en bókfærð- ar líftryggingabætur voru 196 milljónir króna. Hreinn rekstrarkostnaður vegna skaðatryggingarekstrar var 942 milljónir króna og vegna líftryggingarekstrar 260 milljónir króna. Fjárfestingatekjur yfir- færðar á vátryggingarekstur voru 471 milljón króna en voru 1.099 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Fjárfestinga- tekjur samstæðunnar voru 979 milljónir króna á tímabilinu og fjárfestingagjöld voru 478 millj- ónir króna. Að teknu tilliti til yf- irfærðra fjárfestingatekna á vá- tryggingarekstur var hagnaður af fjármálarekstri 30 milljónir króna á tímabilinu. Fjárfestingatekjur lækka Á fyrstu níu mánuðum ársins lækkuðu fjárfestingatekjur veru- lega, miðað við sama tímabil fyrra árs. Þó er hagnaður af sölu fjár- festinga sem fyrr segir mun meiri en fyrir ári, eða 200 milljónir, samanborið við 10 milljónir króna 2001. Í tilkynningunni er lækkun fjárfestingatekna skýrð með styrkingu krónunnar og minni verðbólgu, „en langtímafjárfest- ing félagsins í dótturfélögum leið- ir einnig til tímabundinnar lækk- unar á vaxtaberandi eignum.“ Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að afkoma samstæðunnar eftir þriðja ársfjórðung sé nokkuð undir væntingum stjórnenda. Minni hagnaður sé af vátrygg- ingarekstri en vonast hafi verið til og óverulegur hagnaður af fjár- málarekstri. „Hagstæð matsþró- un eldri ára leiðir til jákvæðrar afkomu í lögboðnum ökutækja- tryggingum. Fjöldi ökutækja- tjóna á árinu 2002 er svipaður og á árinu áður. Jákvæð þróun í eignatryggingum framan af ári hefur gengið til baka á síðari hluta ársins en tíð stórtjón í brunatryggingum fasteigna hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Versnandi afkoma af almennum ábyrgðartryggingum er einnig áhyggjuefni. Áhrif dótturfélags- ins á afkomuna eru neikvæð um 65 milljónir króna á tímabilinu,“ segir í tilkynningunni. 500 m.kr. hagnaður á árinu Þá segir að lakari afkoma af fjár- málarekstri ásamt versnandi af- komu af vátryggingarekstri síð- ari hluta árs geri það að verkum að afkoma félagsins á árinu 2002 verði nokkru síðri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Í upphafleg- um áætlunum fyrir árið var gert ráð fyrir svipaðri eða betri af- komu en á árinu 2001 en nú virð- ast horfur á að hagnaður af rekstri félagsins á árinu verði um 500 milljónir króna.“ Hagnaður Sjóvár-Al- mennra undir væntingum Afkoma vátryggingarekstrar undir áætlun sem og af fjármálarekstri. Söluhagnaður fjárfestinga 190 milljónum meiri en í fyrra. Gert ráð fyrir 500 milljóna hagnaði á árinu Sjóvá-Almennar Botnfiskafli í heiminum heldur áfram að dragast saman en verðið hækkar ekki teljandi. Hannes Þór Smárason Kristján Loftsson Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Erlent 14/23 Umræðan 44 Neytendur 26/27 Kirkjustarf 49 Höfuðborgin 30 Minningar 49 Akureyri 31 Bréf 60 Suðurnes 32 Dagbók 62/63 Landið 33 Fólk 64/69 Menntun 34 Bíó 66/69 Listir 35&40/43 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá atvinnumálanefnd Akraness. Blaðinu verður dreift um allt land. AIR GREENLAND íhugar nú að halda uppi áætlunarflugi á milli Keflavíkur og Kaupmanna- hafnar með Boeing 757 vél sinni. Finn Øelund, for- stjóri Air Greenland, segir hátt verð hjá Flug- leiðum eiga sinn þátt í að málið sé í athugun hjá félaginu og að það treysti sér vel til að keppa við það verð sem Flugleiðir bjóða. „Við erum að skoða þennan möguleika. En við höfum ekki ákveðið neitt ennþá.“ Øelund segir það ekki vera vandamál þótt grænlensk flugfélög hafi ekki leyfi til þess að fljúga á milli Íslands og Danmerkur: „Við getum sett á stofn fyrirtæki, annaðhvort á Íslandi eða í Danmörku. Og við getum einnig valið okkur ís- lenskan samstarfsaðila. Þannig að það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi.“ Air Greenland tók í lok október í notkun Air- bus-330 vél sem tekur 241 farþega og flýgur á milli Syðri-Straumfjarðar á vesturströnd Grænlands og Kaupmannahafnar en félagið ákvað að halda í Boeing-vél sína og er nú að skoða möguleg verk- efni fyrir hana og þannig er væntanlega áhugi fé- lagsins á Íslandi til kominn. Með tilkomu Airbus- vélar Air Greenland ákvað SAS, eftir margra ára harða samkeppni við Air Greenland, að hætta öllu flugi milli Straumfjarðar og Kaupmannahafnar og er Air Greenland nú einrátt á þeirri leið. Hátt verð hjá Flugleiðum Øelund segir það að vissu leyti rétt að Air Greenland vanti verkefni fyrir Boeing-þotu sína. „Jú, það má segja það. En það hefur einnig áhrif að við höfum tekið eftir að verðið hjá Flugleiðum er mjög hátt. Við umreiknuðum verðið á opinn miða á hvern kílómetra og þá kostar hver floginn kílómetri með Flugleiðum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar 3,70 danskar krónur en verðið á kílómetrann hjá okkur á milli Syðri-Straum- fjarðar og Kaupmannahafnar er 1,21 dönsk króna á kílómetrann. Munurinn er því mikill. Það lítur út fyrir að verðlagning sé með öðrum hætti hjá okkur en Flugleiðum og ég hugsa að almenningur á Ís- landi kynni að meta það ef við færum að fljúga þaðan til Kaupmannahafnar. Það eru mörg ár síð- an Flugleiðir hafa fengið samkeppni á heima- markaði.“ Aðspurður segir Øelund að verið sé að fara yfir málin og menn geri ráð fyrir að taka endanlega ákvörðun í síðasta lagi um miðjan janúar. Øelund segir að reksturinn gangi ágætlega á þeim fargjöldum sem félagið býður og að Air Greenland hafi skilað alveg viðunandi hagnaði, jafnvel í samkeppni við SAS. „Jú, það er rétt. Þeir hættu samkeppni við okk- ur þar sem flugleiðin var rekin með tapi að þeirra sögn en við rákum þetta með hagnaði hjá okkur. Við höfum aðeins verið að skoða í kringum okkur í Evrópu og við teljum okkur vera vel samkeppn- isfæra og það lítur út fyrir að við eigum að geta keppt við Flugleiðir,“ segir Øelund. Air Greenland íhugar samkeppni við Flugleiðir Höfðu SAS undir í fluginu á milli Græn- lands og Danmerkur SKIPTASTJÓRI þrotabús Frjálsrar fjölmiðlunar, Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður, hefur vísað sölu félagsins á eigum þess í netmiðl- inum Vísi.is til meðferðar efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Kom þetta fram á skiptafundi þrota- búsins í gær og staðfesti Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, þetta í samtali við Morgunblaðið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Salan fór fram sl. vor en Frjáls fjölmiðlun ehf. var úrskurðuð gjaldþrota í júlí sl. Fagna skoðun Í yfirlýsingu sem Jón Gunnar Zoëga hrl. sendi frá sér í gær f.h. stjórnarmanna í Frjálsri fjölmiðlun, segir m.a: „Yfirlýst stefna Frjálsrar fjölmiðl- unar ehf. undanfarin tvö ár var að selja eignir til að létta á skuldum fé- lagsins. Ráðstöfun þeirra fjármuna sem komu út úr ofangreindum eigna- sölum er nú til skoðunar hjá skipta- stjóra félagsins. Er þar m.a. um að ræða skoðun á því hvort félagið hafi verið knúið til þess af einstökum lán- ardrottnum að ráðstafa fjármunum sínum á einn veg frekar en annan. Í einhverjum tilfellum telur skipta- stjóri að ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að varpa ljósi á einstök mál. Er því fagnað að skiptastjóri leiti allra leiða, þ.m.t. leiti aðstoðar þartil- bærra yfirvalda, við skoðun sína.“ Í endurriti úr skiptabók, sem kynnt var í gær og Morgunblaðið hefur und- ir höndum, segir m.a. að skiptastjóri hafi kallað eftir öllum samningum um sölu á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar á síðustu misserum. Fram kemur að eigendur FF hafi átt mörg dótturfyrirtæki að öllu eða verulegu leyti. Nefnd eru félög eins og Ísafoldarprentsmiðja ehf., Bíla- leigan ehf., Frjálsi hugbúnaðarsjóð- urinn, Vísir.is, Framtíðarsýn, Mark- húsið, Ritfell, Póstmiðlun, Heimsljós, Dagsprent ehf., Nota bene ehf., Gæðamiðlun ehf., Lánstraust ehf., Time Invest SA og Degasoft. Mörg þessara félaga hafi nú ýmist verið seld, hætt starfsemi eða verið lýst gjaldþrota. Sum gjaldþrotanna hafi verið mjög stór, s.s. þrot Ísafoldar- prentsmiðju. Skiptastjóri segir viðleitni sína að upplýsa um fjármálalegar ráðstafanir á eignum félagsins ekki ávallt hafa borið árangur. Þannig hafi hann t.d. ekki undirritaðan samning um sölu á eignum Vísis.is, sem selt hafi verið síðastliðið vor fyrir „líklega“ um 60 milljónir króna. Síðan segir í endurriti úr skiptabókinni: „Skiptastjóri kveðst hafa sýnt mikla þolinmæði í bið sinni eftir upplýsingum, en bréfum sínum hafi ekki ávallt verið svarað. Að svo vöxnu máli kveðst skiptastjóri ekki hafa viljað taka einn ábyrgð á upplýs- ingu málsins og því í síðustu viku hafa vísað því til meðferðar ríkislögreglu- stjóra, sem þá tæki einnig þátt í að upplýsa það.“ Salan á Vísi.is til ríkislögreglustjóra  Gjaldþrot FF/14 FRAKKASTÍGURINN er ekki ýkja langur og það er algjör óþarfi að flýta sér þegar hann er genginn. Ágætt getur verið að kíkja í búðarglugga og ef til vill velta fyrir sér hvað eigi að gefa í jólagjafir eða hvað maður vilji sjálfur fá í pakka. Eitthvað sér- staklega áhugavert er í þessum búðarglugga enda hvorki fleiri né færri en fjórir viðskiptavinir að gægjast inn. Morgunblaðið/Sverrir Það þarf ekki að flýta sér ALMANNAVARNANEFND Seyðisfjarðar skipaði svo fyrir í gær, að fimm íbúðarhús í bæn- um skyldu rýmd vegna hættu af aurskriðum. Hús við Aust- urveg, Fossgötu og Baugsveg voru rýmd eftir fund almanna- varnanefndar síðdegis í gær. Ákvörðunin var tekin í ljósi vaxandi rigninga og óhag- stæðrar veðurspár sem fram- undan er. Funda í dag Almannavarnanefnd hittist aftur í dag, fimmtudag, til að meta stöðuna. Ekki hafa þó fallið fleiri skriður frá því á sunnudag, þegar skriða féll úr Botnabrúnum rétt ofan við Austurveg. Er þetta í annað sinn á tæpri viku sem íbúar á Seyðisfirði þurfa að yfirgefa hús sín vegna skriðuhættu í bænum. Á föstudag í síðustu viku urðu 30 íbúar í 10 húsum við Austurveg að finna sér annan samastað þar til hættuástandi var aflýst á mánudag. Að þessu sinni voru það um 10 manns sem urðu að yfirgefa heimili sín. Seyðisfjörður Hús rýmd á ný vegna skriðu- hættu Þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.